Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 44
44 DV. MÁNUDAGUR13. DESEMBER1982. Siemsen, formaöur Germaniu, rabba viÖ þær Colettu Buriing, sendikennara og forstöðumann þýska bókasafnsins, og Völu Hafsteinsson iyfjafræöing. Jóiin nólgast. Nokkrir fóiagar í Germaníufóiaginu ræöa málin á aöventuhátíöinni. Frá vinstri: Maria E. Tómasson og eiginmaður henn- ar, Geir R. Tómasson tannlæknir, Eva María Matthíasson, snýr itaki i myndavéiina, Þórunn Einarsdóttir og eiginmaður hennar, Gunnar Jónsson fiskifræðingur, og Þor- varður Affonsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarsjóðs. Einar Magnússon útnefnir Jens Gunnar Hald heiðursfólaga i Lyfjafræö- ingafélagi íslands i afmælishófinu á Hótel Sögu. Einar er formaður Lyfja- fræðingafólagsins, en Jens var einmitt fyrsti gjaldkeri fólagsins og einn af. hvatamönnum að stofnun þess. Hann er þekktur lyfjafræðingur og hefur meðal annars fundið upp lyfið antabus, sem er fyrir alkóhólsjúklinga. Laugardagur reyndist dagur lyfjafræðinnar Lyfjafræðingafélag Islands varð fimmtíu ára þann 5. desember síðast- liðinn. I tilefni afmælisins hefur veriö mikið um að vera hjá félaginu undan- farið. Lyfjafræöingarnir nefndu laugar- daginn 4. desember „dag lyf jafræðinn- ar”. Hófst dagskráin í Hátíðasal Há- skóla Islands með sex stuttum erind- um og pallborðsumræðum á eftir. Síðar um daginn bauð Svavar Gests- son heilbrigðisráðherra lyfjafræöing- um í samsæti í hinum nýja og glæsilega veislusal að Borgartúni 6. Og punkturinn yfir i-ið var svo fimmtíu ára afmælisveislan í Átthaga- sal Hótel Sögu um kvöldið. Geysilega vel heppnað kvöld þar sem allir skemmtu sér konunglega. I veislunni var Jens Gunnar Hald útnefndur heiðursfélagi Lyfjafræðingafélagsins. Jens bjó á Islandi fyrir fimmtíu árum, eða á árunum 1932 til 1934. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun félagsins. Sagan segir að Jens hafi átt þátt í að fá starfsfólk i apótek- um á ball á Hótel Borg og þar hafi kom- ið upp hugmyndin að stofnun Lyfja- fræöingafélags Islands. Jens hefur bú- ið í Danmörku og kom sérstaklega til Islands vegna afmælisins. Hann er kunnur lyfjafræðingur og hefur meðal annars fundið upp lyfið antabus sem notað hefur verið af alkóhólsjúkling- um. Þess má einnig geta að Lyfja- fræðingafélagið er þessa dagana að gefa út félagatal þar sem allir lyfja- fræðingar á Islandi frá upphafi verða skráðir. Kampakátar konur rabba saman. Að þessu sinni hefur umræðuefnið efiaust verið lyfjafræði eða eitthvað sem tengist þeirri fræðigrein. Talið frá vinstri, Hildur Grimsdóttir, oiginkona Jens G. Hald, Þorbjörg Jóns- dóttir, eiginkona Sigurðar Ólafssonar i Reykjavikurapóteki, og lyfsalinn i Mosfellsapóteki, Helga Vil- hjálmsdóttir. Myndir Hildur Steingrímsdóttír. Það var glatt á hjalla í boði Svavars Gestssonar i veislu- salnum að Borgar- túni 6 á „degi iyfja- fræöinnar". Enda ieynir brosið sér ekki hjá þeim Ottó B. Ólafssyni, lyfja- fræðingi í Pharmaco, og Sig- rúnu Valdimarsdótt- ur, lyfjafræðingi i heildverslun Stefáns Thorarensen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.