Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 13.DESEMBER1982. JoniMitchell— Wild Things RunFast: „Dáldiö softog gammel- dags” Roberta Joan Anderson, eða Joni Mitchell, f æddist í Kanada fyrir tæpum 40 árum. Hún ólst upp í Bandaríkjun- um og músíkin hrifsaöi hana til sín. Joni hóf feril sinn sem þjóölagas«igv- ari á kaffihúsum og setti saman ljúf- ar baiiööur um rómantíkina. 1967 vakti hún fyrst verulega athygli og þá semj lagasmiður og á árunum 1968 til 1971 sendi hún frá sér plötur sem gerðu hana að einhverjum sérstæðasta laga- smið 7. áratugarins. Upp úr þessu fór Joni sér hægar í plötuútgáfum og 1974 sneri hún baki við fólkrokkinu og leit- aði á vit langsóttari tónlistar. Á plöt- unni Hejira (1976) kristallaöist jassinn i Tónlist Joni en síðustu árin veit égj ekki gjörla hvert hún hefur stefnt. Hún hefur þó mikið leikið með CSN&Y og ýmsum jassistum, svo sem Jaco Patsorious og Tom Scott og áhrifin frá þessum köppum, sérstaklega CSN&Y, eru auðheyrð á nýjustu plötunni, Wild Things RunFast. Og þrátt fyrir fertugsaldurinn lætur JoniMitchellsemséekkideigan síga. Jonihefursjálf samið öll lögin á WTRF utan tvö sem eru gömul frá 6. áratugn- um. Þaö verður aö segja eins og er að lög hennar falla ekki aö mínum smekk. Þau eru ekki ýkja lagvís og dálítill dinnersvipur yfir þeim stundum. En stúlkan er góður söngvari — enda fræg fyrir túlkun sína á bitastæðum textum. Það eru þeir líka hér. Innihalda meðal annars heilræði fyrir niðurbrotna elsk- endur, stressaða manninn sem vill vera kúl og rómantíkin er aldrei langt undan. Svipur plötunnar er nokkuö misjafn eftir hliðum. Fyrri hliðin er soft en sú síðari meira í ætt við rokkið. Sú finnst mér betri. NÝJAR PLÖTUR Joni Mitcheil hefur fengið mörg fræg nöfn til liðs við sig og einföld upptaln- ing skal látin nægja því enginn sýnir neitt sérstakt: Larry Carlton, Steve Lukather, Wayne Shorter, Lionel Richie og James Taylor. Þetta er lítil og saklaus plata og ég held að eldri kynslóðir, sem muna Joni hér í eina tíð, geti haft nokkra skemmt- an af. En hún á lítið erindi til æsku 9. áratugarins þótt ekki megi túlka orð mín þannig aö það sem gamalt sé eigi ekkert erindi til komandi kynslóða. Langt í frá. En Joni Mitchell nær ekki að skipa þann hóp. ________ -TT Michael Schenker. Jakob Magnússon — Tværsystur. Kobbi stendur fyrir sínu Jakob Magnússon er á ferðinni. Þriðja „alvöruplatan” hans, síðan Jakob Magnússon. hann fluttist til Bandaríkjanna, er komin út. Fyrst kom Special Treat- ment, sem ég tel einhverja bestu „fjúsjonplötu” sem hingaö hefur bor- ist. Enda hljoðfæraleikararmr em- hverjir hinir bestu í „bransanum”. En svo kom Jack Magnet — sem ég skildi aldrei — sumir sögðu að hún væri bandarískari en Sámur frændi. Þriðja platan heitir (í það minnsta hér) Tvær systur og er tekin upp í fimm stúdíóum hér og vestan hafs. Gult albúmið lofaði góöu með tilvísun til ST — og mikið rétt: Jakob hefur aftur snúið sér að einhverju sem telst standa fyrir , Jjúsjon” tónlist. Ég hef áður gert „fjúsjonið” að um- ræðuefni á þessari síðu, þótt plássleysi hindri ítarlegt mál, og hef meðal ann- ars boriö saman þá íslensku listamenn sem fyrir þessari stefnu standa. Ég ætla mér ekki út í þá sálma frekar En að mínu mati sýnir Jakob með Tveim systrum, í framhaldi af ST, að hann stendur öðrum íslenskum „fjúsjonist- um” nokkru framar. Enda hefur maöurinn vakið athygli á hinum nýju heimaslóðum og fær toppkarla til að vinnameðsér. Jakob hefur valið djassleiðina út úr þeim ógöngum sem „fjúsjonið” hafði komið fylgjendum sínum í. Tvær syst- ur er því djössuð — undir áhrifum frá framsæknum nútímadjassi — (von- andi er ég ekki að rugla hugtökum úr hófi fram þannig að í það minnsta meiningin náist). Fyrri hlið plötunnar, sem er þyngri, ber meíri djasskeim. Og öfugt við flestar plötur léttast Syst- urnar eftir því sem á þær líöur og síð- asta lagið er næstum heföbundið „fjúsjon”. Jakob sjálfur fer á kostum. Þó finnst mér hljóðgervlasándið vera of mikið og skemmtilegt hefði verið ef hann hefði notað píanóið meira. Og hljóðin úr þessum maskínum eru ótrúleg — til að mynda „trompetsólóin” í Rauðará. Allavega er ekki nefndur neinn málm- blásari til sögunnar. En aörir hljóð- færaleikarar fá nóg af tækifærum sem þeir nýta oft til hins ítrasta. Enn er bassistinn, Steve Anderson, á ferð með Jakobi og slær heldur betur um sig, til að mynda í Fingrarími. Þá er session- leikarana Jeff Berlin (bassi) og Mike Landau (gítar) að finna á plötunni og fleiri slíka sem ég þekki ekki. Að lok- um þó: saxafónleikarinn, Steve Tava- liogne, tekur frábæra spretti. Ekkert laganna sker sig svo um munar úr heildinni. Upphafslagið Vín- land ’ið góða er mjög gott (þar bregður fyrir framandi austurlenskum tónum) og Teflt í morgunsárið er einnig at- hyglisvert. Onnur vil ég ekki nefna sér- staklega. Tvær systur er plata í þyngra lagi miðaö við það sem við eigum að venj- ast. Þeir sem vilja njóta innihaldsins ættu að verða sér úti um góð heymar- tæki, einbeitingu, þolinmæði og næði. Og þær stundir sem fara í meltuna borga sig vel síðar. -tt. George Harrison—Gone Troppo: Nú er lag! Ég held George Harrison sé van- metnasti tónlistarmaður nú til dags. Ágætustu menn, og hreint ekki illa gefnir, sveia jafnvel ef á hann er minnst, — samt hefur George gefiö út einhverjar þær ágætustu plötur sem völ er á. Eg fer ekkert dult með þaö: Harrison hefur alltaf höfðað sérlega sterkt til mín, meira en aðrir tónlistar- menn. Pínulítil upprif jun ætti ekki að saka: eftir hægt andlát Bítlanna sendi Harri- son frá sér 3ja plötualbúmiö All thingSi must pass sem almennt er álitiö ein aí perlum rokksins. Síðan hefur hann gefið út sex sólóplötur við nokkurt fálæti rokkunnenda og ég held að dómurinn í My Sweet Lord málinu hafi skemmt talsvert fyrir honum; eins fór þaö dálítið fyrir brjóstið á mönnum hversu trúin og indversk dulspeki höföuðu sterkt til hans; argo: af þessum ástæðum taldi fólk sig ekki eiga samleið með honum. Það er sérstakt gleðiefni að þessi nýja plata Harrisons skuli vera fram- leidd hér á landi; sýnir dirfsku af hálfu útgefanda sem ber að viröa því síðustu plötumar hafa ekki selst í verulegum mæli. Eg held fólk hafi almennt ekki gefið Harrison tækifæri, álitið hann sérvitr- ’ing og einfara sem hollast væri að gefa h'tinn gaum. En nú er lag! Kastið burt fordómunum og hlustið á Gone Troppo, plötu sem spriklar af fjöri og mann- legri hlýju (eins og bókaútgefendur mynduorðaþað!) Titill plötunnar vísar í sumar við Miöjarðarhaf þar sem „hljóðláti Bítih- inn” skemmtir sér konunglega. Við sem höfum fylgst grannt með Harrison gegnum tíðina vitum að það hefur ekki einlægt verið sól í hans lífi; á tímabili var þunglyndi býsna áberandi, en nú ljómar hann af lífsgleöi og gáska og býður okkur að njóta þess með sér. Sennilega er Gone Troppo fjörleg- asta plata hans til þessa, ögn „flippuö” á köflum eins og gamh söngurinn í American Graffiti stílnum, I ReaUy Love You, ber með sér. Á hinn bóginn eru hér lika lög af alvarlegra tagi, eymakonfekt á borð við Unkown Delight og Circles þar sem heimspek- ingurinn í Harrison fær að láta ljós sitt skína. En mestanpart er hér slegið á létta strengi, hressilegir söngvar í léttum dúr, Dream Away (úr kvik- myndinni Time Bandits sem Harrison framleiddi og sýnd var í Tónabíó síðastliöið vor), Wake Up My Love (lagið sem hann valdi á 2ja laga plötu) og titillagið Gone Troppo. Úrvalshljóðfæraleikarar eru að vanda tU staðar þegar Harrison hljóð- ritar: Herbie Flowers úr Sky leikur á bassann í mörgum lögum, Jim Keltner ber húðimar, Billy Preston kemur við sögu, svo og Jon Lord ásamt fjöl- mörgum öðrum nafntoguöum hljóð- færaleikurum. GefiðHarrisongaum. Ykkarvegna! -Gsal. George Harrison Supertramp—Famous Last Word Góðurgripur—en ekki með- al bestu verka Supertramp Leiðin hjá Supertramp þau tólf ár sem þeir hafa starfað hefur alla tíð verið upp á við. Enda tónlist þeirra sérlega vönduð og vel flutt. Toppnum náðu þeir 1979 meö Breakfast In America. Þótt álit manna sé misjafnt á því hvaða plata þeirra sé best, þá er enginn vafi á því að Breakfast In America er þeirra langvinsælust, enda léttari lög en á fyrri plötum. Uröu nokkur lög af þeirri plötu geysivinsæl, og það að verðleikum. Það er aUtaf erfitt að fylgja eftir miklum vinsældum einnar plötu og spumingin er hvort eigi að feta í fót- spor þeirrar plötu eða fitja upp á ein- hverjum nýjungum. Flestir velja fyrri kostinn, enda auðveldari viðfangs. Svo eftir þriggja ára hlé Supertramp við plötugerð kemur þaö Utt á óvart að nýjaplatanþeirraFamous I^ast Word virðist í fyrstunni vera næstum eftir- öpun á Breakfast In America. Að vísu kom út hljómleikaplata með Super- tramp í millitiðinni, sem tekin var upp í París, en þar voru eingöngu flutt áður útkomin lög. Það stafar kannski af því hversu raddir þeirra Rick Davis og Roger Hodgson eru auðþekkjanlegar að maður heyrir á fyrsta tóni að þarna er Supertramp á ferðinni og þar af leið- andi er auðvelt að falla í þá gryfju aö gera lítinn greinarmun á lögum á Breakfast In America og Famous Last Word. En nýju lögin venjast sérlega vel og lög þeirra Davis og Hodgson em jafnáheyrileg og eldri tónsmíðar. Það hefur verið mikið gert ur því í gegnum árin að Rick Davis og Roger Hodgson, aðalmennimir íSupertramp, þola ekki að vera í nálægð hvor annars. Það getur varla verið ósamlyndi tón- listarlega séð því að ekki ber á öðru en að lög þeirra falli í sama jarðveg, fall- egar og skemmtilegar melódíur, oft frábærar útsetningar. Enda em öll lög- in níu á Famous Last Word skrifuð á þá saman og geta þá hörðustu aðdá- endur Supertramp pælt í því hvor þeirra félaga á hvað og víst er að þar era ekki allir sammála. Styrkleiki Famous Last Word liggur í því hversu jöfn lögin eru, ekkert ber af og ekkert er lakara en annað og svo er það þetta einstaka „sound” sem Supertramp er þekkt fyrir. Það er eins og hvert smáatriði komist fullkomlega til skila og virðist ekki skipta þá nokkru máli hvar þeir taka plötur sín- ar upp, þeir ná því besta sem hægt er að gera. Famous Last Word er til dæm- is tekin upp i heimastúdíói Roger Hodgson. Þótt Famous Last Word sé ekki eins sterk og undirritaður hafði búist við, og verði aldrei talin meöal bestu platna Supertramp, er hún samt vel þess virði að hlustaö sé vel á hana. Þaö er bara þannig með hljómsveit í gæða- flokki Supertramp að eftir langt hlé býst maður viö og ætlast til mikils og þvíi verða vonbrigðin kannski nokkur þó að um ágætis plötu sé að ræða sem er vel yfir meðallagi. Eitt í lokin. Ef verðlauna ætti fyrir plötuumslög undanfarinna ára kæmi Supertramp sterklega til greina. öll þeirra plötualbúm hafa verið sérlega fmmleg og skemmtileg og er albúmiö utan um Famous Last Word engin und- antekning. HK. Michael Schenker Group: Assault Attack IRÉTTUM ÞYNGDARFLOKKI Michael Schenker tollir vel á bekk meö bestu gítaristum þungarokksins og hefur reyndar setið þar allt frá því hann braust fyrst í gegnum rokkmúr- inn með hljómsveit sína MSG og eftir- farandi plötum. Þrátt fyrir nokkuö örar mannabreyt- ingar á ekki löngum ferli hljóm- sveitarinnar, hefur- MSG jafnan veriö nokkuð sérstök í hópi þungarokks- banda. Kemur þar til sögunnar einstakur gítarleikur Schenkers sem - er á köflum nokkuð frábrugðinn því sem almennt gerist í þungarokki. Eg vil segja að hann sé melódískari og fjölbreyttari gítaristi en margur sem reynt hefur fyrir sér í sólóum í sömu tónlistarstefnu. Síðast en ekki síst er Schenker svo einfaldlega góður gítar- leikari sem getur leyft sér ýmislegt án þess að tefla á tæpasta vað. Assault Attack sver sig nokkuð í ætt við fyrri plötur MSG. Það er þó ekki þar með sagt að hljómsveitin sé stöðnuð í tónlistargerð sinni. Það er langt frá því. Að vísu er sami vegurinn genginn á þessari plötu og þeim fyrri, en oftar er áð á þeim vegi og velt fyrir sér ýmsum stefjum sem hljómsveitin hefur fengist við áður. Svo má lika segja að poppsins gæti meira í lögum Schenkers nú en áður og svo sannar- lega er þar nýbreytni komin til sög- unnaríleikMSG. Assault Attack er f jölbreyttari plata en fyrri skíf ur grúppunnar. Auk popps- ins gætir einnig blúsáhrifa og nýrokks- áhrifa. Allt ber þetta þó sama þunga Schenkersblæsins með þungum rytma bassa og tromma og kraftmiklum sólóum Schenkers sem að öðm ólöst- uðu í tónlist MSG er það sem leiðir lögin. Eins finnst mér að meiri pælinga gæti í hverju laga Assault Attack en áður hefur heyrst frá hljómsveitinni. Laglína hvers lags er meira krufin en fyrr og fleiri tilbrigöa við hana gætir, sem er nokkuð sem lítt heyrðist áður þegar MSG keyrði hvert lag á fætur öðru í gegn á rokna krafti án vem- legrar umhugsunar um hvað melódía hvers lags bauö upp á. Allt þetta á sér- staklega við um titillag plötunnar Assault Attack sem mér finnst vera eitthvert besta og vandaöasta lag MSG um langan tíma. Þar er að finna kraft, melódíu og fyrst og fremst fær hvert hljóðfæri að njóta sín til fulls í því lagi. I heild sinni kemur þessi nýja MSG plata þungarokksáhangendum lítt á óvart. Á henni er að finna sama blæinn og einkennt hefur tónlist hljómsveitar- innar, en sem fyrr segir em pæl- ingamar meiri og fleiri — og gott eitt erumþáþróunMSGaðsegja. -ser.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.