Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1982, Blaðsíða 43
43 DV. MANUDAGUR13. DESEMBER1982. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Samúel Örn á Tímann Samúel örn Erlingsson, íþrórtafréttamaöur útvarps og landsliösmaður í blaki, tekur viö starfi íþróttafrétta- manns Tímans um áramótin. Hann hyggst þó áfram vera í afleysingum á útvarpinu. Samúel, sem ráöinn var á útvarpið tll að létta á Her- manni Gunnarssyni um helg- ar, hefur aö undanförnu veriö einn með íþróttir útvarpsins. Hermann hefur verið á sjúkrahúsi en mun brátt koma til starfa á ný. Gufaður upp Verslun ein í Garðabæ lagði upp laupana á dögunum. Eins og oft í slíkum tilvikum þurftu margir, sérstaklega heildsalar, að ná tali af eigandanum. 1 þessu tilviki gekk mjög illa aö ná í skottið á honum. Heildsali nokkur haföi spurnir af verslunareig- andanum í íþróttahúsinu i Garðabæ og hringdi þvi þang- aö. Húsvöröurlnn svaraði. Jú, verslunareigandinn var staddur í húsinu en í gufu- baöi. Heildsalinn sagöist eiga mjög brýnt erindi viö mann- inn svo að húsvörðurinn bauðst til að sækja hann i gufubaðið. Húsvörðurinn kom að vörmu spori til baka: „Þvi miður, hann virðist bara hreinlega vera gufaður upp,” tilkynnti hann heildsalanum. Geir sá eini sem stýrt getur þjóðarskútunni Á einnar og hálfrar klukku- stunda löngum fundi á rit- stjórn Morgunblaðsins voru blaðamenn inntir álits á úr- slitum prófkjörs Sjálfstæðis- flokksins i Revkjavik. En þvi næst spurðu. blaðamenn rit- stjórana um þeirra álit. Rit- stjóramir töluðu lengi en komust að þeirri niðurstöðu að það væri aðeins einn maður sem stýrt gæti þjóðar- skútunni í ömgga höfn, Geir Hallgrímsson. Nú vita menn hver boð- skapurinn veröur á þeim bæ á næstunni. Verði Ijós, sagði forsætisráðherra - og það varð Ijós Þegar Rafmagnsvcitur rikisins höfðu iokaö fyrir allt rafmagn til Grindavikur sást Kjartan Jóhannsson, for- maður Alþýðuflokksins og þingmaður Reyknesinga, ganga að Gunnari Thorodd- sen, þar sem hann sat i þing- sal. Sáu menn að Kjartan | hvíslaði einhverju í eyra for- sætisráðherra. Þvi næst sást forsætisráð- herra risa úr sæti sinu og ganga fram. Hann fór i sim- ann, hringdi i Rafmagnsveit- uraar og sagði að opna yrði fyrir rafmagnið til Grinda- vikur. Skömmu síðar loguðu ljósin þar á ný. Forrétturinn sjávarréttasalat en lambahryggur sem aðalréttur Hið glæsilega og umtalaða eidhús Framkvæmdastofnun- ar var tekið í notkun á ný eftir breytingar síðastliðinn fimmtudag. Fyrsta máltíðin var ekkert slor, i forrétt var sjávarréttasalat en aðal- rétturinn var lambahryggur. Næsta dag var boöið upp á smálúðuflök og súpu. Til að fá að gæða sér á kræsíngunum þurfa starfs- menn að afhenda þar tQ gerða miöa. 60-miða kort kostar 500 krónur. Fyrir kjöt- rétt þarf að afhenda 4 til 5 I miða en fiskréttur kostar 2 til 3 miða. Kjötréttur kostar þvi um 40 krónur en fiskréttur um 20 krónur. Sem fram hefur komið i fréttum er áætlað að kostnaðurinn við að endur- bætumar á eldhúsinu nemi um 600 þúsund krónum. Ein- hver hefur reiknað út að fyrir þá upphæð megi kaupa elda- vél fyrir hvera einasta starfs- mann hússins. Menn verða jóla- glöggir Nú hafa menn fundið upp nýtt lýsingarorð, orðið jóla- giöggur. Drekki menn jóla- glögg verða þeir jólaglöggir. Fái menn sér meira jólaglögg verða þeir jólagleggri. Umsjón: ■ Kristján Már Umiarsson. SJÓNVÖRP GÓÐ? BETRI? BEST? EIGENDUR ITT SJÓNVARPSTÆKJA ERU EKKI í VAFA. VIÐ ERUM ÞAÐ EKKI HELDUR. VILT PÚ SANN- FÆRAST? LLIR? SJ ÓNV ARPSDEILD SKIPHOLTI 7 - SÍMAR 20080 8c 26800 Teg. Puffin’s. Litir: svartogblátt. Stærftir: 36—46. Teg. Westland. Litir: brúnt og svart. Stæröir: 40—46. Teg. Mode Team. Litir: svart og brúnt. Stærftir: 41—45. Teg. Westland. Litur: svartm/gúmmísóla. Stærðir: 40—46. MIKIÐ ÚRVAL AF SKÓM Á ALLA FJÖLSKYLDUNA. Skó- verslun Kópovogs Hamraborg 3. — Sími 41754.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.