Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Page 8
8
DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stiómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ristjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19.
Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verð í lausasölu 12 kr. Helgarblað 15kr.
Fiskaö igruggugu vatni
Kirkjumenn á Vesturlöndum óttast vaxandi sam-
bandsleysi við unga fólkið. Sumir þeirra leita sambands
eftir leiðum, sem varða ekki kristni út af fyrir sig. Einu
sinni voru reyndar poppaðar messur. Nú er þaö poppaður
friður.
Hér á landi hefur kirkjan fetað meö gát þessa slóð. I
nágrannalöndum austan hafs og vestan hefur meira borið
á, að þessar sálnaveiðar hafi verið stundaðar í gruggugu
vatni. Slík örvænting væri ekki æskileg hér á landi.
Þegar hollenzkir og aðrir kirkjuhöfðingjar eru farnir
að þramma í mótmælagöngum gegn meðaldrægum
kjarnorkuflaugum í Vestur-Evrópu, er kominn tími til að
staldra við og reyna aö meta, hver verði friðaráhrifin af
öUu þessu.
Nánast aldrei er mótmælt, þegar Sovétríkin renna sér
á nýtt skrið í kjarnorkukapphlaupinu, til dæmis þegar
þau hófu framleiðslu á eitt þúsund meðaldrægum SS—20
kjarnorkuoddum. En allt varð vitlaust, þegar svara átti
með Pershing 2.
Ráðamenn í Kreml líta á vaxandi mátt friðarstefnu á
Vesturlöndum sem skref í átt til einhliða afvopnunar
Vestur-Evrópu. Þeir sjálfir geti beðið rólegir og þurfi
ekki að undirrita neitt um gagnkvæma afvopnun.
Þannig dregur friðarhreyfing Vesturlanda úr friðar-
horfum. Hún hefur aðeins tilætluð áhrif á fremur frið-,
sama, vestræna ráðamenn, sem hafa áhyggjur af at-
kvæðunum. En hún hefur um leið öfug áhrif á við-
semjendurna austan tjalds.
Það er nefnilega ekki nóg að vilja frið og reyna að sýna
það í verki. Ekki er sama, hvernig er á friðarstefnunni
haldið. Finna verður leiðir til að draga úr kjarnorku-
ógninni án þess að draga úr jafnvægi í heiminum.
Á síðasta áratug lærðu Bandaríkjamenn af stríðinu í
Víetnam um takmörk heimsvaldastefnu og drógu saman
seglin. Og vígbúnaðarstefna Reagans verður jafnskamm-
líf og embættistíð hans. Til langs tíma litið ógna Banda-
ríkin ekki friðnum.
Á þessum sama áratug fóru Sovétríkin langt fram úr
Bandaríkjunum í kjarnorkukapphlaupinu. Og verra var,
að þau lögðu áherzlu á viðkvæma og hittna odda, sem
hæfa betur til fyrsta höggs en til andsvars við því.
Bandaríkin hafa hins vegar leitað skjóls í öryggi
flöktandi kafbáta með tiltölulega ónákvæma odda, sem
hæfa betur til andsvars en fyrsta höggs. Þá stefnu hefur
bandaríska þingið óbeint staðfest með því að neita
Reagan um MX odda á landi.
Út af fyrir sig geta Bandaríkjamenn tekið rólega
kapphlaupi Sovétmanna. Ameríska kjarnorkuvirkið er
nógu öflugt til að hræða Kremlverja frá árás. Þess vegna
eiga Bandaríkjamenn að geta rætt gagnkvæma frystingu
kjarnorkuvígbúnaðar.
Vandi Vestur-Evrópu er annar og meiri, síðan Sovét-
ríkin beindu hinum meðaldrægu SS—20 kjarnaoddum í þá
átt. Spurningin er, hvort Bandaríkjamenn fórni sér fyrir
Vestur-Evrópu, þegar til kastanna getur komið.
Vestur-Evrópa er þegar örlítið byrjuð að Pólland-
íserast, svo sem í ljós kemur í deilum hennar við Banda-
ríkin um viðskiptastefnu gagnvart austri. Og tök Sovét-
ríkjanna munu áfram eflast, meðan Vestur-Evrópa er
hernaðarlega máttlítil.
Ómeðvitaðar framvarðasveitir Póllandíseringar
Vestur-Evrópu eru friðargöngur, þar sem fyrst þramma
krikjuhöfðingjar, er reyna að fylla tómar kirkjur með því
að poppa friðinn, — með því að fiska í gruggugu vatni.
Jónas Kristjánsson.
Kjördæma-
máliö leyst!
Þaö haía verið gefnar margar
furðulegar yfirlýsingar um kjör-
dæmamáliö. En sú skondnasta af
þeim öllum kom þó frá framsóknar-
manni (eins og við var að búast).
Það var reyndar enginn annar en
yfirframmarinn s jálfur, Steingrímur
Hermannsson, sem lýsti því yfir að
ekki kæmi til greina að „tvö kjör-'
dæmi fengju hreinan meirihluta á
þingi”.
Það er vanaviðkvæði framsóknar-
þingmanna og þeirra landsbyggðar-
þingmanna annarra, sem óttast
sætismissi ef atkvæðisréttur er jafn-
aður, að verja misvægið á þeirri for-
sendu, að íbúar í Reykjavík og á
Reykjanesi njóti nærveru sinnar við
valdastofnanir og til að bæta dreif-
býlisbúum upp þann mun, sé skert
lýðræði nauðsynlegt og eðlilegt. Þeg-
ar þetta mál er skoðað betur kemur í
ljós að þetta er á algerum misskiln-
ingi byggt.
Það er öllum ljóst aö alþingismenn
gera margt annað en það eitt aö sitja
á Alþingi. Þeir sitja í ráðum og
nefndum, yfir stofnunum, svo sem
Framkvæmdastofnun, lánasto&iun-
um ýmsum og sjóðum. Og þar sem
meirihluti þingmanna er úr dreifbýl-
inu, er það óhjákvæmilegt að meiri-
hluti þeirra sem kosnir eru í slíkar
valdastöður eru úr dreif býli. Það eru
því ekki Reykvíkingar sem hagnast
á því aö í Reykjavík hefur vaidð upp
valdamiðstöð þjóðfélagsins. Enda
gamall sannleikur í stjórnmálum að
öll kjördæmi hafa „sína” þingmenn
nema Reykjavík. Það telst til vondra
mannasiða á þingi ef einhver vogar
sér að nef na hagsmuni borgarbúa.
Það er aftur önnur tegund af órök-
vísi (sem einnig er kölluð fram-
sóknarlógíkk) sem formaður flokks-
ins gerði sig sekan um þegar hann af-
tekur aö kjördæmin tvö fái hreinan
meirihluta á þingi. Þaö er út af fyrir
sig fáránlegt að tiltaka ákveðna tölu
kjördæma sem ekki má fá meiri-
hluta. Mega þrjú kjördæmi hafa
hreinan meirihluta? Nú hafa sex
kjördæmi meirihluta á þingi. Er það
ekki fráleitt líka? Eigum við ekki að
gera kröfu til þess að meirihluti á
þingi verði ætíð að vera samansettur
úr öllum átta kjördæmunum. Eg er
viss um að einhver stærðfræðingur
Framsóknarflokksins gæti sett sam-
an svo sveigjanlegt og fagurlega
reiknaö kerfi kjördæma að aldrei
Úr ritvélinni
ÓlafurB. Guðnason
væri hægt að fá annað en átta kjör-
dæma meirihluta á þingi.
Hugsanafeill formannsins felst í
því að hann gerir sér ekki grein fyrir
því að á þingi skipast menn yfirleitt
ekki í fylkingar eftir því úr hvaöa
kjördæmi þeir koma. Þannig sitja á
þingi fyrir Reykjavík þingmenn úr
Framsóknarflokki sem, undarlegt
nokk, greiða atkvæði eins og Stein-
grímur Hermannsson, sem situr á
þingi fyrir Vestfirði. En formaöurinn
hef ur kannski ekki tekið eftir því.
I þessari yfirlýsingu formannsins
vottar fyrir hinni fomu grýlu sem sí-
fellt vekur sama óttann hjá fram-
sóknarmönnum. Sú grýla hefur
plagað þá, frá því að bændur á
Islandi fóru fyrst að kvarta yfir
flutningi vinnuafls á möiina, þar sem
betra kaup bauðst. Þessi ótti fram-
sóknarmanna sem nú hefur hrokkiö
upp, er sá, að heila flokkakerfið eins
og það er í dag, með skiptingum milli
hægri og vinstri, sé ekkert annað en
ósvífið og þaulhugsað samsæri
malarbúanna, í þeim tilgangi að ná
fram kjördæmabreytingu. Þeir ótt-
ast það, að um leið og kjördæmin tvö
hafa náð hreinum meirihluta svipti
þau af sér grímunni, allir þingmenn
þeirra myndi einn flokk, sem hafi
það eitt markmiö að ná sér niðri á
landsbyggðinni, og hrekkja hana og
hvekkja á allan hátt. Þannig er and-
staða framsóknarmanna við kjör-
dæmabreytingu frekar sálfræðilegs
eölis en stjórnmálalegs.
En þrátt fyrir allt er þessi umræöa
um kjördæmamálið í sjálfu sér til-
gangslaus. Nú er ástandiö í þjóðmál-
unum þannig að ríkisstjómin situr
óþolinmóð, nagandi neglur, og bíður
þess aö þingmenn fari heim, svo
hægt sé að snúa sér að því verkefni
sem brýnast er; sumsé því að
stjórna landinu.
Stjómmál hafa þróast þannig, síð-
ustu árin, að öll stjórnun á landinu
hefur farið fram meðan þingmenn
sitja heima í sínum jóla-, páska- eða
sumarfríum. Meðan þessi háværa
samkunda situr, meöan þessir
þrætugjömu sérvitringar eru sífellt
að spyrja ráðherra út í ólíklegustu
hluti, meðan syfjaðar nefndir dotta
yfir lagafmmvörpum sem ráðherrar
bíða eftir titrandi af óþolinmæöi; þá
er ekki nokkur von að þessum sömu,
hrjáöu ráðherrum gefist nokkur tími
til þess að stjóma landinu.
Ástandið er orðið svo slæmt að það
er ekki nema fyrir tilviljun að ráð-
herrar verða varir við það þegar
vandamál koma upp. Þannig þurfti
nánast allur fiskiskipafloti lands-
manna að leggjast við landfestar, áð-
ur en Steingrímur Hermannsson tók
eftir því að þar var vandi sem þurfti
að leysa. Það kom honum á óvart,
enda þá nýlega búinn að leysa vanda
sjávarútvegsins áður á árinu. Og nú
þarf hann að leysa vandann að nýju,
blessaður. Ekki nema von hann sé
þreyttur.
Viimundur Gylfason hefur gert
það að tillögu sinni að forsætisráð-
herra skuli kosinn beinni kosningu af
allri þjóðinni. Þetta er góð tillaga.
Eg vildi hins vegar bæta því við
þessa tillögu að þing yrði ekki kosið.
Því það er lítið gagn í því að kjósa
forsætisráðherra ef um leið er kosið
þing til þess að tef ja fyrir honum. Til
vara legg ég svo til, ef tillaga mín
fær ekki hljómgmnn, að verði þing
kosið, verði það þó fest í lög, að það
skuli aldrei kallaö saman. Þannig
slægjum við tvær flugur í einu höggi.
Gæfum forsætisráðherranum vinnu-
frið, og gerðum kjördæmamálið úr-
elt.
Enda í sjálfu sér fáránlegt að deila
um það, eftir hvaöa reglum skuli
kjósa menn til þess að tefja fyrir
stjómun þjóðarbúsins.
ÖBG