Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Qupperneq 14
14
weí w'i'FM'íp/ijn rí wim*n«AniTA,i w
DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982.
Oröiö óratoría er notaö um aðeins
þrjú af verkum Bachs og eru þau sam-
in meö stuttu millibili. Jólaóratorían
1734/35, Páskaóratorían 1735 og Upp-
risuóratorían 1735".
Oratorían er ítalskt form. A seinni
hluta 17. aldar var hún oröin viöur-
kennd, aðallega vegna vinsælda verka
eftir tónskáldiö Carissimi. Oratorían
var trúarlegt mótvægi viö óperu
hvaö snerti leikræna tjáningu í tónlist
en án sviðsetningar. Þó óratoríur væru
eftirsóttar á síðari helmingi 17. aldar í
höfuöbæjum kaþólskra smáríkja í
Suöur-Þýskalandi, komst þessi tegund
tónlistar ekki inn í lönd mótmælenda
fyrr en eftir 1700. Líklega varö „Der
blutige und sterbende Jesus. Oratori-
um” eftir Christia Friedrich Hunoid
(Menantes) þar fyrst áriö 1704. Mikil-
vægasta sérkenni slíks er leikræn
bygging textans. Líkingin kemur fram
í aö textanum er deilt milli nokkurra
persóna eöa hópa af fólki en sjaldnast
er um leikræna fléttu aö ræöa í
þrengstu merkingu þess orðs.
Skipting óratoríunnar
Jólaóratoría Bachs er aö því leyti
einstök meöal stærri kórverka, og þó
sérstaklega sem óratoría, aö henni var
ekki ætlað aö vera flutt í eitt skipti
heldur á 6 hátíðisdögum á hálfs
mánaöartímabili og reyndar í tveim
kirkjum. A hinni fyrstu prentuðu út-
gáfu 1734 stóö: „Oratoría, sem var
flutt á helgum jólatíöum í báöum aöal-
kirkjunum í Leipzig”. Bach tengdi hér
hugtakiö óratoría í nokkrum köflum
viö kirkjukantötur sem voru fluttar á
ákveönum tímum árs.
Ekki er vitaö hvort Bach ætlaöi sér
aö halda áfram á svipaöri braut. Hann
hætti aö því er virðist viö aö skrifa röö
óratoría fyrir allar helstu hátíöir
kirkjuársins en sú staðreynd aö óra-
toríurnar sem til eru voru allar geröar
á árunum 1734 og 1735 bendir til að
hann hafi haft þaö í hyggju um þaö
leyti. Þessi þrjú verk eiga það sam-
eiginlegt aö í þeim eru aö verulegu
leyti eftirlíkingar Bachs á eigin tíða-
kantötum. Þaö gefur til kynna aö hann
hafi ætlaö aö yfirfæra hin mörgu tæki-
færisverk sín í óratoríuform til kirkju-
flutnings. Mörg þeirra voru of viða-
mikil til aö hægt væri aö gera úr þeim
venjulegar sunnudagskantötur. Þeirri
hugmynd átti eftir aö skjóta upp síöar
þegar hann tók tónlist úr veraldlegum
kantötum sínum inn í B-moll messuna.
Textinn
Ekki er vitað hver skrifaði textann
að Jólaóratoríunni. Ymislegt bendir þó
til þess aö þar hafi Christian Friedrich
Henrici („Picander”) átt nokkurn
þátt. Bach hlýtur líka sjálfur aö hafa
ráöiö miklu. Þaö á einkanlega viö val á
köflum úr kantötum til aö nota og
draga fram sérkenni hverrar persónu.
Jólaáratorian var frumflutt i tveim kirkjum íLeipzig. Önnur þeirra var Tómasarkirkjan.
Jó l aóra tor ía
— eftir Johann
Sebastian Bach
— verkid verdur
f lutt í
Langholtskirkju
milli jóla og
nýárs
Ekki þurfti aöeins aö samræma brag-
fræðina og ljóðform erindanna til aö
falla aö tónlistinni. Merkingarlega séö
urðu erindin líka aö vera trú tónlist-
inni.
Áhirf Bachs á heildarmótun óratorí-
unnar hljóta aö vera eins mikilvæg og
framlag hans tii samsetningar á texta-
brotum. Aö líkindum valdi Bach og tók
saman Biblíutexta og kórala aö svo
miklu leyti sem honum þótti nauösyn-
legt. Án þessarar samvinnu heföi ein-
ing tónlistar og texta aldrei getað oröið
svona fullkomin.
Á hinum fyrsta prentaða texta sést
hvar hún var fyrst flutt. Fyrsti hlutinn,
Jólaóratoría Johanns Sebastian Bach verður flutt í Lang-
holtskirkju í Reykjavík um jólin. Það er kór Langholtskirkju,
undir stjórn Jóns Stefánssonar, sem ræðst í þetta stórvirki.
í fyrra flutti kórinn 4 hluta óratoríunnar af 6, nú verður
verkið flutt í heild sinni. Vegna þess hversu langan tíma það
tekur í flutningi verður því skipt í tvennt. Fyrri hlutinn
verður fluttur þriðjudaginn 28. desember, seinni hlutinn 29.
desember. Tónleikarnir hefjast kiukkan 20.30.
Einsöngvarar í Jólaóratoríunni verða Ólöf Kolbrún
Harðardóttir, Sólveig Björling, Michael Goldthorpe og Hall-
dór Vilhelmsson.
í sumum löndum er flutningur ákveðinna tónverka mjög
tíðabundinn. Sem dæmi má nefna að í Dyflinni á írlandi er
Messías eftir Hándel fluttur á jólaföstu ■ flestum meiriháttar
tónleikasölum. Ástæðan er sú að haldið er upp á að verkið
var frumflutt í þeirri borg. Nú er siðurinn orðinn svo fastur
að ekki þarf lengur að æfa þetta mikla tónverk, fólk kemur
bara saman með hljóðfæri sín og byrjar að spila og þeir sem
eiga nótur syngja.
Ætlun kórs Langholtskirkju er að gera flutning Jóla-
óratoríurnar að föstum lið í jólahaldi í höfuðborginni.
Kannski verður hún innan fárra ára orðin jafnþekkt meðal
borgarbúa og Messías er í Dyflinni. Nógu er tónverkið stór-
fenglegt til að verðskulda það.
snemma morguns í kirkju heilags
Nikulásar í Leipzig og síödegis í kirkju
heilags Tómasar. Annar hlutinn öfugt,
hann var fluttur aö morgni í Tómasar-
kirkju en síðdegis í Nikulásarkirkju.
Þriöji jóladagur var eins og venjulegur
sunnudagur. Hlutar þrjú og sex voru
Jón Baldvin
Halldórsson
tók saman
þess vegna fluttir aöeins einu sinni,
snemma morguns í Nikulásarkirkju en
hátíöarkaflarnir fjögur og sex hins
vegar tvisvar, árdegis í Tómasar-
kirkju og síödegis í Nikulásarkirkju.
Aö fullnægja
kröfum tímans
Ariö 1734 var annar í jólum sunnu-
dagur og þess vegna er enginn sérstak-
ur kafli í óratoríunni fyrir þennan
sunnudag. Markmiö tónskáldsins var
því ljóslega ekki að semja tónverk sem
mundi standa sem meistaraverk aö ei-
lífu heldur aö fullnægja kröfum
tímans. Oratoríukafli fyrir þennan
sunnudag er ekki fyrir hendi til aö nota
seinna, né væri hægt aö sleppa fimmta
kafla árin sem 2. janúar er ekki sunnu-
dagur. Innihaldsins vegna er hann
ómissandi.
I fyrra flutti Kór Langholtskirkju
bróðurpart Jólaóratoríunnar. Jón
Stefánsson söngstjóri ritaði þá hug-
vekjuna sem hér fer á eftir í söng-
skrána:
„Fæöing Jesú og dauði — jól og fasta
— hafa frá upphafi kristindóms verið
óþrjótandi efniviöur iistamanna. I
máli, myndum og tónum hafa þessi tvö
sviðveriðtúlkuð.
Krossinn á Golgata og hin grýtta leið
þangað og svo hin algjöra andstæða,
jólin. Stjaman yfir Betlehem, nótt fjár-
hiröanna meö þeim undrum sem fyrir
þá bar og ekkert listaverk nær aö sýna
nema daufan bjarma af. Fjárhúsin í
Betlehem, Jósef og María og hinn ný-
fæddi Gyðingakonungur í jötunni.
Fagnaðarlofgjörð
Hver jum sem les þessar línur er boð-
ið á þessar slóðir. Hver hluti Jólaóra-
toríu Bachs segir sinn þátt af fæöingu
Jesú. Fyrsti þátturinn er fagnaðarlof-
gjörö. Hann kemur! Sá sem spá-
mennirnir sögðu frá er aö koma! „Lof-
iö hann meö lúðurhljómi, lofiö hann
meö hljómandi skálabumbu. Bach tek-
ur undir meö Davíö konungi og hin
konunglegu hijóöfæri, trompetar og
pákur, fá svo sannarlega að hljóma og
hinn kristni heimur tekur undir í upp-
hafskórnum.
Guðspjallamaðurinn stígur fram.
Hann segir þér söguna meö orðum
Lúkasar: „En það bar til um þessar
mundir. ..”. Orð Biblíunnar hljóma
hrein og ómenguð og Bach telur aö þau
standi fyrir sínu. Aöeins fáir hljómar
orgels og sellós styðja söngvarann. En
erum viö tilbúin aö taka á móti
Frelsaranum? Bach vill gefa okkur
tíma til undirbúnings. Resitatív og
aría. Þú tekur ekki á móti konungi í
hversdagskiæðum. Og kórinn fer í hlut-
verk safnaöarins og syngur sálm:
Hvemig tek ég á móti þér?
Var þaö tilviljun að Bach valdi lagiö
„Ö höfuö dreyra drifið” sem óneitan-
lega minnir okkur á þau örlög sem
barnið í jötunni var fætt tii að mæta,
eða er þaö ef til vill þörf áminning enn í
dag?
En hann kom! Guðspjallamaðurinn
heldur áfram frásögn sinni: „Fæddi
hún þá son sinn frumgetinn”. Samtal
bassa og kórsóprans í resitatívi og við
erum minnt á að Jesús fæddist fátækur
á jörðu til að við getum eignast fjár-
sjóði frá honum. Hin foma gríska
kveðja sem notuð var til að tjá nýjum
konungi fullkomiö trúnaðartraust
gleymist ekki. „Kyrieleis!” „Drottinn
miskunna þú oss.”
Arían sem alla bassa dreymir um
hijómar með glæsilegum samleik
trompetsins. Og boðskapurinn gleym-
ist heldur ekki. Sá sem gaf okkur dýr-
ustu gjafimar, konungur konunganna,
varð aö h vílast í höröum stalli.
Fyrsta þættinum lýkur svo á vöggu-
vísu þar sem kórinn túlkar ósk
safnaðarins um það aö Jesúbamiö fái
bólstað í h jarta sérhvers manns.
í Betlehem
Þannig spinnur Bach þetta listaverk
sitt áfram. Hver þáttur fær sitt svið. I
öömm þætti emm viö færð út á Betle-
hemsvöll. Bach kallar á fjórraddaðan
óbókór, hijóöfæri fjárhiröanna. Him-
inn og jörö mætast í symfóníunni. Obó-
kórinn og strengjasveitin með flautun-
um talast viö. Guðspjallamaðurinn
segir söguna. „Og sjá í þeirri byggö
vom fjárhirðar úti í haga”. Engillinn
flytur sínn boöskap: „Ottist ekki”.
Strengjasveitin hljómar með honum
og lyftir boðskap hans hærra upp en
frásögn Biblíunnar.
Aríur, resitatív og sálmar skiptast á.
Hver þáttur undirstrikar þann næsta á
undan og leiðir til umhugsunar. Hinar
himnesku hersveitir flytja hinn fyrsta
jólasálm: ,J3ýrö sé Guði í upp-
hæðum”. Bach sparar ekkert til að
færa þennan söng i hinn dýrasta bún-
ing. Höfuðstefin þrjú „Ehre sei Gott”,
„und Friede auf Erden” og „und den
Menschen ein Wohlgefallen” em
spunnin saman í svo stórkostlegan
tónavef sem meistara Bach einum var
lagið. Oft heyrist þessi kór fluttur á
þann hátt að maður heldur að englun-
um hafi orðið svo kalt aö þeir vildu
komast sem fyrst til himins.
Jesúbarninu
veitt lotning
Þriöji hluti óratoríunnar segir þér
frá því er fjárhirðamir fóru og fundu
Jesúbarniö og veittu því lotningu. Lof-
söngur hljómar, trompetar og pákur
hljóma á ný. Bach túlkar á meistara-
legan hátt hvernig fjárhiröarnir tygja
sig í skyndi til að skoða það sem Drott-
inn hafði kunngjört þeim. Þú getur
heyrt hvernig þeir snúast hver um
annan í mikiili undrun og þó ekki lausir
viö ugg. „Lasset uns nun gehen”. „Vér
skulum fara rakleitt tU Betlehem og
sjá þennan atburð sem orðinn er og
Drottinn hef ur kunngjört oss”.
Þú átt stund meö Maríu Guðsmóöur
er hún hugleiðir vitnisburð hirðanna.
Upphafskór þriöja hluta er endurtek-
inn. Sú mynd sem þér var sýnd er stað-
fest styrkt.
Jesús
„Hann var látinn heita Jesús”.
Fjórði hlutinn er helgaður na&ii Frels-
arans. Bach skiptir á hornum og
trompetum. Þau hafa mýkri hljóm og
viö þann hljóm föllum við fram í auð-
múkri lotning. „Immanúel”. Guð er
með oss. Hann, sem bar þetta nafn
boðaði okkur nýjan sáttmála milli
Guðs og manna. Þú átt ekki að vera
hræddur viö Guð þinn!
Sópranarían sem er samtal guö-
hræddrar sálar við skapara sinn,
hljómar ef til vill bamalega í eyrum
okkar nútímamanna. Við erum alin
upp við það að brosa í laumi yfir
spurningum lítiila bama. Spurningum
sem bomar eru fram af opnum huga
þess sakleysis sem hefur ekki ennþá
lært þá list að fela sínar innstu hugsan-
ir fyrir miskunnarleysi svokallaðrar
þekkingar. Svið „bergmáls-aríunnar”,
er máiað í litum þessa einfaldleika.
Rödd Guðs þíns sem er í senn ósýnileg-
ur og í órafjarlægð en þó ávallt nálæg-
ur svarar spumingunum tveim. Og
músíkin hjá honumBach: Já, músíkin
hjáhonumBach!!!
Vitringarnir þrír
Fimmti hiutinn hefst á stórkost-
legum lofsöng Guði til dýrðar.
Fögnuðurinn í tónlistinni er algjör.
Guðspjallamaðurinn segir frá vitring-
unum þremur. Kórinn ber fram
spuminguna sem menn enn í dag eru
að leita svars við. „Hvar er hinn ný-
fæddi Gy ðingakonungur? ” Bach
bendir okkur á svariö sem á jafnt við í
dag og þá og eins á morgun. Leitaðu
hans í brjósti þér. Þar býr hann. Og
hannerhérídag.
Viðureign Heródesar
og vitringanna
Sjötti og síðasti þáttur Jólaóratorí-
unnar f jallar um Heródes og viðureign
hans viö vitringana. „Og er þér hafið
fundið bamið, látið mig vita til þess að
ég geti einnig komið og veitt því lotn-
ingu.” Enn færir Bach sögusviðið tU
samtímans. Þeir eru margir
Heródesamir á meðal vor. En Guð
vakir yfir þeim sem njóta náðar hans:
,JEn þar sem þeir fengu bendingu í
draumi að snúa ekki aftur til Heródes-
ar, fóru þeir aðra leið heim í land sitt.”
I lokakómum hljóma trompetar á ný í
fagnaðarfuUum sigursöng. Sigur er
fenginn mót fjendaher.
Þessi saga er eittþúsundníuhundruð-
áttatíuogtveggja ára gömul en þó ber
okkur að hafa i huga að hún er jafn ný í
dag og þá hún gerðist. Og ekki spiUa
fötin hans Baehs þar neinu. Já, músík-
in hjá honum Bach!!! ”