Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Side 18
18
)
DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982.
MIKIÐ OG GOTT ÚRVAL
Galant 2000 '81
Range Rover 72
Volkswagen 1303 74
Galant 2000 GLS 79
Volkswagen Golf dísil 79
Volkswagen sendibifreið 78
Ford Cortina '77
Ath.: Til sölu stórglæsilegur Mitsu-
bishi Sabaro 2ja dyra Sport '80, ekinn
aðeins 7.000 km.
GLÆSILEGUR SKÍÐAFATNAÐUR
FRÁ
ÍTALSKA FYRIRTÆKINU
Hamraborg 6, Kóp. — Sími 44577
í ljós aö nokkrir hafa tekiö upp siöi
sem ágætir eru til eftirbreytni og úr
takt viö áöur uppgefna mynd.
Viröast margir hafa tekiö upp þann
siö að bjóöa vinum og vandamönnum
í mat á aöventunni, segja þeir aö
sjálfsagt sé aö nota tímann í
desember til aö hittast og gleöjast og
oft er föndurvinna og laufabrauðs-
bakstur tilefnið líka. Hjá einni
fjölskyldu eru bakaðar þrjár fjórar
smákökutegundir en ekki til jólanna,
heldur til neyslu á aöventunni og
kökurnar nefndar aðventukökur.
Reyndar á sá siður sér þá forsögu aö
áöur fyrr voru bakaðar smákökur og
þeim komiö fyrir í boxum og
krukkum og límt yfir öll lok
kirfilega. Þrátt fyrir að besti
felustaðurinn ætti að geyma
kökuboxin til jólanna, voru þau tóm
þegar til átti aö taka. Þá var dæminu
snúið viö aöventukökusiðurinn
tekinn upp, öllu heimilisfólki til
mikillaránægju.
Hjá einum hleruöum viö aö
aöventan væri besti tími ársins, hann
leyföi sér þann munað að drukkna í
jólabókaflóðinu. A einu heimili er
búiö til aöventualmanak fyrir hvern
heimihsmann og það gert aö sjálf-
sögöu meö góöum fyrirvara. Hús-
móðirin á því heimili sagði sem
dæmi aö sonur hennar afhenti henni í
aðventubyrjun almanak útbúiö af
honum og fyrir hvem dag til jóla
hefði hann skrifað góðan ásetning um
góöa hegöun. Hvern dag jóla-
föstunnar rífur hún af almanakinu
Jólafastan
— arfleif ð og nútímakröfur
Fyrsta sunnudag í aðventu, þegar
ég kveikti á fyrsta kertinu á
aöventukransinum, reikaði hugurinn
til jólaföstu fyrri ára. Efst í
minningahrúgunni er myndin af hús-
móöur sem keppist við aö þvo veggi
og gólf, draga matföng í bú, baka
þetta og baka hitt, skrifa minnisat-
riöi á langan lista yfir jólagjafir og
reyna að muna eftir öllum smáat-
riðum sem endilega var talið aö
þyrfti aö framkvæma síðustu þrjár
vikumar fyrir jól. Einhvers staöar í
hrúgunni glitti líka í örþreytta hús-
móöur þegar kirkjuklukkurnar
hringdu klukkan sex á aðfanga-
dagskvöld. I upphafi hverrar jóla-
föstu er því heitið aö leika ekki sama
leikinn í ár. Þessi húsmóöurmynd er
ekki einstök, hún á líklega við flestar
íslenskar húsmæður.
Hvað er þaö sem veldur því aö
jólahringdansinn nær slíkum tökum
á fólki hér á landi aö því liggur viö
örmögnun af þreytu loksins þegar
jólahátíöin gengur í garö.
— Jólin hreinlætishátíð —
Ef til vill er þetta gömul arfleifð
fyrri tíma aö viðbættum kröfum
nútímans. Hér áöur var aöalvinnan
alla jólaföstuna fólgin í aö gera
heimilisfólkinu ýmis föt fyrir jólin,
einkum nærföt, sokka, vettlinga og
sauðskinnsskó og var oft vakað svo
lengi frameftir viö þessa iðju aö
talað er um aö settir hafi verið
svokallaöir vökustaurar í augu fólks,
til aö þaö sofnaði ekki útaf.
Jólin hafa auk alls annars veriö
Islendingum mikil hreinlætishátíö,
segir í bók Árna Björnssonar, Jól á
Islandi. Þar segir ennfremur að
hreinlæti muni víöa á Islandi hafa
verið mjög ábótavant, einkum á 17.
og 18. öld en hvergi mun þó ó-
þrifnaöur hafa veriö svo mikill aö
allt væri ekki gert hreint fyrir jólin.
Byrjaö var að þvo klæði, nærföt, og
rúmföt nokkrum dögum fyrir jól, en
fæstir áttu rúmföt til skiptanna og
varla nærföt heldur. Var því trúaö aö
þurrkur yröi þrem dögum fyrir jól
eða á Þorláksdag og daginn fyrir
hann. Var þaö nefndur fátækra-
þurrkur eöa fátækraþerrir. Á
aðgangadag var farið eldsnemma á
fætur, öll matarílát þvegin, askar,
diskar og fötur og loks rúm-
stokkamir, hillur og stoöir í
baðstofunni hátt og lágt. Þá eða á
Þorláksmessu var hangiketið soöiö
og mun sums staðar hafa veriö
þvegið upp úr hangiketssoöina
Sængurföt voru viöruð, ef veður
leyföi, og hin nýþvegnu rúmföt sett
á. Börn fægöu hnífa, spæni, skeiöar,
kertastjaka og annaö slíkt. Aö þessu
loknu var bærinn allur sópaður og
prýddur eftir fremstu geta Gegningum
var tokiö í fyrra lagi, heitt vatn í bölum
borið inn svo aö allir gætu þvegið sér.
Borðin svigna
Þetta er arfleifðin. Ofan á arfinn
leggjast svo kröfur nútímans. Húsa-
kynnin eru stærri í dag og dugar ekki
til aö fara snemma á fætur á
aðfangadagsmorgun til aö hreinsa í
hólf og gólf. Fábrotiö fæöi tilheyrir
fortíöinni, nú svigna boröin af ótal
krásum. Smákökutegundir þurfa
helst aö fylla einn tug á hverju
heimili og tertubotnamir hálfa
frystikistuna. Jólagjafir eru ekki
lengur bundnar viö kerti og spil eða
sokkaplögg. I auglýsingum fjölmiöla
er taktföst hrynjandi sem jólahring-
dansinn er stiginn eftir og viðlagið
er.. .fyrir jól.. .fyrir jól.
Hleranir
Undanfariö hef ég lagt mig eftir
aö hlera hjá fólki hvernig þaö ver
tíma sínum á jólaföstunni. Kemur þá
og sem dæmi um fögur fyrirheit hans
er til dæmis einn daginn loforö um
búöarferö, þann næsta tiltekt í her-
berginu hans, og síðan rjúkandi te-
bolli í rúmiö.
Jólaglögg og Lúsíuhátíð
Ur einni átt heyröum viö aö
sameiginleg búöarferð fjölskyldunn-
ar á jólaföstunni væri alltaf tilhlökk-
unarefni. Venjulega endaði bæjar-
röltið á matsölustaö sem væri
munaður er sú fjölskylda veitti sér
ekki oft því teldist þaö til hátíðar-
brigöa. Undanfarin árhefurþaöauk-
ist töluvert aö boðið er í jólaglögg á
aðventunni, líklega er sá siöur kom-
inn frá Svíum. Hefur sá siður fest
rætur víða um lönd og yfirleitt eru
piparkökur bornar fram með glögg-
inu. Frá Svíum höfum við líka tekiö
upp þann siö að heiðra Lúsíu í kring-
um Lúsíumessuna 13. desember.
Varla getum viö sleppt aö minnast
á messur og tónleika sem tilheyra
jólaföstunni og fólk sækir sér til hug-
arhægðar og upplyftingar í skamm-
deginu. Einhvem tíma í fymdinni og
heiðni var tilgangur jólanna aö fagna
endurkomu sólarinnar. Síöar var há-
tíöin tengd fæöingu frelsarans og
mun svo vera enn, þrátt fyrir marg-
umtalaö kaupæöi og hreingerningar.
Satt aö segja erum við komin á þá
skoöun eftir hleranirnar að aðeins
hafi hægt á hringekjunni og fólk sé
farið að njóta jólaföstunnar á þann
hátt sem eölilegast má telja. Láta
undirbúninginn ekki hafa yfir-
höndina, heldur tilhlökkunina.
Á morgun kveiki ég á fjóröa
kertinu á aðventukransinum. I fjar-
lægö heyri ég óm, sem berst eins og
eldur í sinu um borg og bæ .. . fyrir
jól ... fyrir jól. Á Þorláksmessu
verö ég farin aö hlaupa viö fót.
-ÞG.