Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Side 20
20 DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. KJÓLAR SENDING Verðfrákr. 598,00. BLÚSSUR, & Verð frá kr. 298,00. D11 Q og plíseruð. riLO, Verð frá kr. 290,00. ELÍSUBÚÐIN Skipho/ti 5 — Sími26250. Jólagjöfin SEM ÞIÐ GEFIÐ HVORT ÖÐRU VIDEOSKÁPUR MEÐ GLERIOG HURÐ VIDEOSKÁPUR ÁN GLERS OG HURÐAR Húsgagnaverslun Gudmundar, Dúnahúsinu Smiðjuvegi2 Kópavogi, sírni45100. Síðumúla 23 Sími 39700 Sigurður kampakátur með bók sína. Það er Bókhlaðan sem gefur þetta veglega rit út en það er um hundrað og sex- tíu síður að stærð, prýtt fjölda mynda, svart/hvítra sem lltmynda. DVmyndir GVA „Baráttan um heimsbikarmn — Spánn 82": 99FrábaH* uppllfim ad skrá- se^a stemmiiiiifáuia” — seglr Sigurður Sverrisson ístutiu spjalli um verk sitt, sem jaf nframt er sjötta kappleikjabök hans Sýnishorn úr bókinni um heimsbikarbaráttuna. Sigurður kynnir í bók sinni öil landsliðin er kepptu um gullhnöttinn eftirsótta á Spáni í sumar. Það telst til tíðinda að einn og sami maðurinn hefur staðið að sex kapp- leikjabókum á síðustu þremur árum. Það hefur Sigurður Sverrisson, blaða- maður með meiru, afrekað. Auk tveggja annála um knattspymu á ís- landi og annáls um almennt íþróttalíf hérlendis hefur hann snarað efni tveggja bóka um ensku fyrstu deildar liðin Manchester United og Liverpool. Og fyrir þessi jól sendir hann frá sér vandaða bók er hann nefnir „Baráttan um heimsbikarinn — Spánn ’82”. Bók- hlaðan stendur að útgáfu verksins. Hjákrot í hitasvækju Uppistaða bókarinnar er úttekt Sigurðar á riölakeppninni um heims- bikarinn I knattspyrnu sem fram fór eins og allir vita á Spáni í sumar. Hann segir frá gangi keppninnar, hverjum leik og andrúmsloftinu í kringum þá, en Sigurður var sjálfur staddur á Spáni þegar mótiö fór fram og skrifaði texta bókarinnar jafnhliða hverjum leik er leið að úrslitum. „Eg krotaði þetta hjá mér inni á hófcelherbergjum í fjörutíu stiga hita. Keppnin er því í eins konar dagbókar- formi og rakin þannig sem slík. Stemmningunni utan dyra skýt ég svo inn í textann á vel völdum stöðum,” segir Siggi og flettir bók sinni. Hún er í smekklegu broti og hönnun hennar er markviss og stílhrein, enda unnin af höfundinum sjálfum. Gífur- legan f jölda mynda er að finna á síöum bókarinnar, þar af tuttugu og fjórar lit- myndir af frægum atvikum heims- bikarbaráttunnar. Þrjár vikur í símanum! Það er knattspyrnukappinn knái frá Italíu, Paolo Rossi, sem vann hug og hjörtu áhorfenda á Spáni, sem skrifar formálsorð að bókinni. Það tók einar þrjár vikur og tugi símtala að ná í pilt- inn til að fá hann til aö tjá sig á þeim vettvangi. Og þegar loks náðist í hann reyndist hann hinn bliðasti og hellti út úr sér lýsingaroröum um s jálfan sig og keppnina er leiddi hann og lið hans til sigurs. Að loknum formála Rossi, er úrslita- leikur heimsbikarkeppninnar í Argen- tínu fyrir fjórum árum rifjaöur upp. Einnig allar heimsbikarkeppnir í knattspyrnu þar á undan. Þá er sagt frá undankeppninni fyrir síðasta • heimsbikarmót og meðal annars góðu rúmi varið í þátttöku Islandinga þar í leikjum. Loks er nokkuð ítarleg kynn- ing á leikmönnum og liöi alha þeirra þjóða er unnu sér rétt til þátttöku í heimsmeistarakeppninni á Spáni. Bók- in endar svo á meginefninu, sem er eins og fyrr segir lýsing á gangi keppn- inriar sjálfrar. Búið að ofgera markaðnum En hver er markaðurinn fyrir bók sem þessa. Sigurður verður fyrir svör- umsemfyrr. „Ef miðað er við þann gífurlega fjölda fólks sem áhuga hefur á knatt- spyrnu ætti að vera nokkuð tryggur markaður fyrir svona bækur. Það verður þó að taka inn í myndina að fyr- ir þessi jól koma út um fjórar bækur um þessa íþrótt sem knattspyrnan er, og þá fer maður vissulega að spyrja sig hvort ekki sé búið að ofgera mark- aðnum. Eg tel að svo sé, og er nær viss um að ekki er grundvöllur fyrir fleiri bækur um þetta efni en í mesta lagi tvær fyrir hver jól. Þá er ég aö tala um að það fyrirtæki sem er að gefa út knattspymubók geti borið sig. Það liggur mikill kostnaöur aö baki vinnslu slíkra bóka, enda eru þær yfir- leitt vandaðar, prentaðar á góðan pappír og f lestar þeirra prýða litmynd- ir, en allt þetta hækkar prentkostnað verulega.” Þegar minnst er góðra kappleikja — En hafa íslenskir knattspymu- áhugamenn tekið við sér hvað útgáfu þessara bóka snertir. Era þær ekki svo nýjar í þeirra augum og þeir óvanir að lesaumþettaefni? „Vissulega eru þessar bækur nýjar í augum þeirra, en samt tel ég fullvíst að góður grandvöllur sé fyrir útgáfu þeirra. Þeir sem á annað borð fylgjast með knattspyrnu vilja, eins og annað fólk með aðra tómstundaiðju, vita allt um sitt hobbý. Og þetta eru k jörin upp- flettirit þeim til handa og gildi þeirra vex með árunum. Þetta era bækur sem menn vilja eiga á vísum stað og geta flett upp í þegar þeir minnast góðra kappleikja og frægra liða sem leik- manna.” — Ætlaröu að halda áfram að senda frá þér knattspymubækur? „Já, ég hef fullan hug á því, enda má segja að reynsla mín af samningu þessarar bókar, sem ég held á hér í höndunum, knýi mig til þess. Það var frábær upplifun að fylgjast með og skrásetja stemmninguna á Spáni síöastliöiö sumar. Og ég vona aö þessi bók mín beri þá ánægju með sér.” -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.