Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Side 24
24 DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. Teh aldrei fram fyrir hendurnar cc honunnt mtnnt t eidhúsinu „ Og fina soðið hans Stefáns lenti út i tunnu. — Shúli Hansen matreiðslumeistari hitaðurupp og gefur uppshriftir aðjólamatnum „Ég held að mataráhuginn hafi komið snemma í barnæsku. Foreldrar minir voru miklir áhugamenn um matargerðarlist og elduöu bæði mjög góðan mat. Sennilega hef ég smitast af þeim.” Svo segir Skúli Hansen, sem í dag er talinn einn af bestu matreiðslu- meisturum landsins. Skúli hefur verið áberandi í þjóðiifinu undanfarin ár og þekktastur er hann sjálfsagt fyrir upp- skriftir sínar á sjaldgæfum mat. Þessa dagana býður hann viðskiptavinum sínum upp á ostrur, en það mun vera i fyrsta sinn á íslandi sem veitingahús býður þann mat. Það var því ekki úr vegi að hafa helgarviðtalið að þessu sinni við Skúla og dobla hann í leiðinni um uppskriftir að gómsætum jólamat. Var fyrst í kjötvinnslu ,JÉgl var sem unglingur að dunda við eldamennsku en það var eiginlega ekki fyrr en ég hafði lokið gagnfræða- prófi að áhuginn kviknaði fyrir alvöru. Þaö var nú samt ekki hlaupiö aö því aö komast inn í skólann frekar en núna. Eg byrjaði því aö vinna við kjötvinnslu hjá Síld og fiski áriö 1969. Þorvaldur Guömundsson kom mér í nám hjá Einari Sigurðssyni, indælismanni sem þarna vinnur ennþá. Ég vann viö ýmis- legt sem til féll, úrbeiningu og þaö sem viö kom þessu. Þarna var ég til vorsins 1970 og ég tel þann tíma ómetanlega reynslu þegar út í matreiösluna var komið. 1 apríl 1970 byrjaöi ég á Hótel Holti og var meistari minn Stefán Hjaltested sem var mjög flinkur. Einn af okkar betri matreiðslumeisturum. Þegar maöur er kominn á samning hjá meistara.kemst maöur sjálfkrafa inn í skólann. Námiö var fjögur ár en skól- inn er þrjá mánuöi á ári.” „Þar fór f ína soðið" — Kom aldrei neitt fyrir á þessum lærlingstima þinum á Holti? „Jú, ég held aö öllum veröi á mis- tök,” svarar Skúii hugsi og brosir. „Ég man eftir aö viö vorum einu sinni tveir lærlingar, ég og annar, með Stefáni í eldhúsinu. Það átti að vera mikil og fín veisla um kvöldið og Stefán var aö grugghreinsa hænsnasoð sem átti aö nota. Lærlingurinn sem var meö mér var nýbyrjaður og vissi ekkert hvaða gutl þetta var í pottinum. Hann átti að skvera af eldhúsið, eins og viö köllum aö hreinsa eldhúsiö, og gerði þaö svo vel að fína soðiö hans Stefáns lenti út í tunnu. Þetta var alveg svakalegt þá, en mikiö hlegið eftir á. Stefán gat líka bjargaö sér á einhverju soöi sem hann bjó til í snatri,” segir Skúli og getur nú ekki varist hiátri við tilhugsunina. Skúli er Reykvíkingur, sonur Helgu ogJörgensF.Hansen. Hanner 32ára. Kona hans heitir Hjördís Magnúsdóttir og á hún son, Andra Ottósson sem er 4ra ára. Af hverju Holtið? „Þaö hvarlaöi aldrei aö mér aö sækja um annars staöar en á Holti,” segir Skúli er viö höldum áfram að spjalla um byrjunarár hans í kokkn- um. Holtið var góöur staöur til aö læra á og mér leið vel allan þann tíma sem ég var hjá Þorvaldi Guömunds- syni og syni hans Skúla sem nú er hótelstjóri á Holtinu.” — Var ekki Hótel Holt talið mjög fínn staöur á þessum tíma? ,,Það var nú allur gangur á því. Þegar ég byr jaöi var ekki búiö aö opna Þingholt,” segir Skúli. Ég mat þaö alltaf mikils viö Holtiö aö lærlingunum var treyst fyrir því sem þeir voru aö gera. Þeir f engu að vinna eins og kokk- arstrax.” Skúli lauk námi árið 1974 en fékk þá þegar vinnu á Holtinu. Hvernig kom þaðtil? „Jú, góöur vinur minn Guömundur Guðmundsson var aö hætta um þetta leyti og mér var boðið starfiö hans,” svarar Skúli. Þess má geta aö sá Guö- mundur vinnur einmitt hjá Skúla núna. — Fljótlega ertu síðan gerður að yfirmatreiðslumeistara? „Arið 1976 hætti yfirmatreiöslu- meistarinn og mér var boöiö þaö starf, sem ég þáöi og þótti upphefö,” segir Skúli. Og þá víkjum við tali okkar aö þeim breytingum sem uröu á matseðlinum á Holti. „Eftir að ég var oröinn yfirmat- reiðslumeistari fór ég að spá meira í hlutina en þegar ég var undir öörum. Aður var maöur frekar mataöur á því sem var aö gerast. Ég fór að spreyta mig á hinum og þessum réttum og breytti matseölinum. Hinn nýi mat- seðill féll strax í góöan jarðveg sem auövitaö var hvatning til að halda áfram. Allan þann tíma sem ég var á Holtinu vorum viö, ég og þeir kokkar sem unnu hjá mér, að þreifa okkur „Það er geipileg vinna að reka veitingahús og það bitnar á heimilislifinu. . . „ Takmark okkar er að hafe sérstaka i áfram. Maður er alltaf að læra því aö þaö er hægt aö matreiöa á svo ótal- margavegu.” íhaldssemi í matargerð — Hverju þakkar þú að Holtið varð síðar vinsæll matsölustaður? „Hér á Islandi er þaö gegnumgang- andi aö það eru allir aö gera það sama. Holtiö var töluvert ööruvísi. Þaö var framandi miðaö við önnur hús og ég held að þessar breytingar hafi átt stóran þátt í því aö gera staðinn vin- sælan. Þama var líka mjög gott starfs- lið sem hjálpaöist aö. ” — Nú ert þú þekktur fyrir að búa til mjög góðan og oft sérstætt matreiddan mat? „Einhvern veginn hefur þaö legiö vel fyrir mér að laga góðan mat úr hinum ýmsu hráefnum. Eg hef verið óhræddur viö aö ríöa á vaðið meö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.