Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Page 28
28
DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982.
IIÁTÍHAlt
NATSE9ILL
Rjúpur med
eplasalati
i
Fyrir 6
Það sem tilþarf:
9stk. rjúpur
3 sneiðar beikon
1 dl rjómi
rifsberjahlaup
Krydd: salt, pipar, þriðja
kryddið og einiberef fást.
Matreiðist: Rjúpur, innmat-
ur og beikon brúnað vel á
pönnu og kryddað með salti og
pipar. Færið fuglinn yfir í
pott, hellið 1 bolla af vatni á
pönnuna og látið sjóða í 1 mín.
og hellið síðan yfir í pottinn.
Soðið við vægan hita í 1
klukkustund. Soðið stað og
bakað upp. Bragðbætið sósuna
með salti, pipar, 3ja kryddinu,
rifsberjahlaupi og hálfþeyttum
rjóma. Ef nota á einiber, sjóðið
þau þá með rjúpunni, ca 8 ber.
Eplasalat
3 græn epli
100 g majónes
1 dós sýrður rjómi
50g saxaðferskt sellerí
50 g saxaðar valhnetur
Grand Mamier eftir smekk
Afhýðið eplin og takið kjam-
ann úr, skerið niður í sneiðar.
Hrærið majónes og sýrðan
rjóma saman og blandið sellerí-
inu út í. Bragðbætið með
Grand Mamier og sykri. Borið
fram kalt og skreytt með val-
hnetum.
Brúnadar
kartöflur
Bræðið smjör ápönnu og setjið
sykur saman við og látið brún-
ast. Afhýddar kartöflur eru
vættar í vatni, settar ápönnuna
og brúnaðar fallega.
Súkkulaðihjúpud
vínber með
vanilluís
600 g blá vínber
300 g Ijöst hjúpsúkkulaði
vanilluts
Súkkulaðið sett ípott og brætt
í vatnsbaði. Skiptið vínberja-
klasanum í 6 mátulega hluta og
dýfið ofan í súkkulaðið, tekið
upp úr og látið storkna. Borið
fram með vanilluís.
Gljáð önd með
appelsínusósu
Uppskrift fyrir 6.
Það sem tilþarf:
2 endur ca 4 kg
4 appelstnur (2 til steikingar
með öndinni og safinn úr 2 í
sðsuna)
1 dl rjómi
100 gsmjör
1 /2 bolli sykur
Krydd: salt, pipar og þriðja
kryddið.
Matreiðist: Ofninn hitaður
áður í 200 gr. lnnvolsið tekið
innan úr öndinni og fulginn
kryddaður með salti og pipar
og settur í ofnskúffuna og
steiktur í 60 mín. miðað við að
búið sé að þíða kjötið vel.
Þegar ca 25 mín. eru liðnar af
steikingartíma, hellið þá 1/2 l
af vatni og skerið 2 appelsínur í
smáhluta og setjið í ofnskúff-
una. Þegar ca 10 mín. eru eftir
af steikingartímanum er sykr-
inum stráð yfir fuglinn og hit-
inn hækkaður í 220 gr. Setjið
innvolsið í pott með smjöri og
kryddið með salti og pipar og
brúnið vel. 1/2 l af vatni hellt
út t og látið sjóða við vægan
hitaíca30mín.
Sósa:
Allt soð og skóf hreinsað vel
úr ofnskúffunni og hellt út í
pottinn með innvolsinu,
blandað vel saman og síað, fit-
an fleytt ofan af. Sósan bökuð
upp. Bragðbætt með salti, pip-
ar, þriðja kryddinu og safa úr 2
appelsínum og Grand Mamier
ef vill og að síðustu er þeyttum
rjóma bætt út í. Borið fram
með smjörsteiktum Parísar-
kartöflum og grænmeti.
Sérrí-ís med
rifnu súkkuladi
Það sem tilþarf:
6 eggjarauður
3 eggjahvítur
l/2l rjómi
6 msk. sykur
100 g rifið súkkulaði
sérrí eftir smekk
3 heil egg og 3 eggjarauður sett
í hrærívélaskál og stífþeytt.
Rjóminn stífþeyttur í annarri
skál og öllu blandað saman.
Rifið súkkulaði og Bristol
cream hrœrt saman við. Sett t
ílát og fryst. Tilvalið að laga
daginn áður.
Kaffiveitingar fyrir viðskiptavini allan opnunardaginn
BUNAÐARBANKINN
HÁALEITISÚTIBIJ
flytur í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð
í austurenda HÓTEL ES JU
mánudaginn 20. desember.
Verið velkomin
BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS