Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 34
34, DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982. Einar Jónsson — myndhöggvarí heitir vegleg bók sem kemur út núné um helgina. Hún hefur að geyma ritgerð eftir séra Jón Auðuns um þennan brautryðjanda íslenskr- ar höggmyndalistar auk fjölda Ijósmynda af listaverkum Einars, bæði höggmyndum og málverkum, svo og myndir úr lífi hans og starfi. Einar Jónsson hlaut menntun sina í Kaupmannahöfn í lok 19. aldar og sýndi fyrst opinberíega þar í borg árið 1901. Hann sækir myndefni sín einkum í trúaríeg minni, goðafræði og íslenskar þjóðsögur. í list Einars birtast sí- gildar hugmyndir um andlega þróun mannsins, innri bar- áttu hans og frelsun, átök Ijóss og myrkurs og framar öllu túlkun í mörgum tilbrigðum á sigri andans yfir efninu. Bók þessi hefur verið lengi í smíðum. Hún gefur heil- steypta mynd af lífs- og listferli Einars enda lögðu margir hönd á p/óginn. Það er Skuggsjá sem gefur bókina út. Við höfum fengið leyfi til að birta brot úr formála séra Jóns Auðuns, svo og nokkrar myndanna er prýða bókina. -KÞ Draumur og dagsverk Draum og dagsverk nefndi Einar Jónsson lágmynd, sem hann vann aö síðasta áriö sem hann lifði og lauk ekki viö. Mörgum draumum langrar ævi gáfu meistarahendur hans form slíkrar fegurðar, aö samtíðarmönnum sumum þótti nálgast fullkomnun. Þó voru þeir draumar hans fleiri og hugarsýnir hærri, sem hurfu meö honum af þessum heimi, án þess aö hafa fengiö jarðneskt form. Þannig lauk dagsverki hans, aö draumurinn var enn ekki orðinn að veruleika. Allir miklir menn segja þá sögu við ævilok. Einar Jónsson fæddist á Galtafelli í Hrunamannahreppi 11. maí 1874, aö því er foreldrar hans sögöu, en kirkju- bækur segja hann degi yngri. Voru for- eldrar hans Jón bóndi Bjarnason og kona hans Gróa Einarsdóttir, metin vel af mannkostum. Einar Jónsson var snemma óvenju- legt barn. Töfrar náttúrunnar orkuðu þannig á viðkvæman hug hans, aö hann sá mergö margskonar kynja- mynda, sem engin von var til aö aðrir sæju. Sumar fylltu þær hug hans djúpri sælu, aðrar voru tröllslegar og vöktu honum ógn. Þessar myndir má sumar sjá í listaverkum langrar ævi. Að vonum höföu foreldrar hans, einkum faðir þungar áhyggjur af þessu undarlega barni. Hver yrði framtíð þess? Til sæmilegrar lífs- afkomu var drengurinn ólíklegur. Þessar áhyggjur uxu með árunum, því að ótrúlega snemma varð þessi góði, fallegi drengur, sem enga list haföi ennþá séð, altekinn þeirri ákvörðun, að gerast listamaður og meira aö segja myndhöggvari. Slík ákvörðun barns er eðlileg við þær aðstæður, sem börn búa við í dag, en hún var í sannleika furöu- leg austur í Hrunamannahreppi fyrir nálega 100 árum. Fyrst lá leiöin til Reykjavíkur, en um listnám var ekki um auöugan garð að gresja þar. Eina kennslustund í teikningu sótti Einar til Jóns Helga- sonar, síðar biskups, en naut síðan tilsagnar Torfhildar skáldkonu Hólms í ensku og byrjunaratriðum málara- listar, sem hún hafði lagt á stund vestan hafs. Með litla kunnáttu og léttan mal — eitt hundraö krónur í peningum — var haldið til Kaupmannahafnar. 1 Minn- ingum sínum segir Einar, að flestallir hafi litiö á þetta ferðalag sem „algert firru-flan,” og fleiri og fleiri eftir því sem nær leið burtförinni. Sífelldar úrtölur frá öllum áttum. Jafnvel sá vinur sem fastast hafði staðiö með honum um framtíðaráformin, kom að máli viö Einar einn síðasta daginn og tjáði honum, að hann sæi nú ekkert vit í ferðinni. Ut í heiminn var haldið á vit stórra örlaga. Námsárin Einari Jónssyni nægði aldrei hið smáa, þegar um listina var að tefla. I Kaupmannahöfn bjó um þessar mundir Stephan Sinding myndhöggv- ari, sem höfuð og herðar bar yfir aUa Norðurlandamenn í þeirri grein, og þótt miklu víöar væri leitað. Hjá þessum manni var sveitadrengurinn úr Ámessýslu einráðinn í að leita kennslu. A garðinn skyldi frá byrjun ráðiö, þar sem hann var hæstur. Og hann fékk Bjöm Kristjánsson, sem tekið hafði á móti honum í Kaup- mannahöfn, til að fylgja sér á f und hins fræga og stórláta listamanns. Með nokkurum geig, en eins og andspænis einhverjum ósegjanlegum töfrum stóð Einar frammi fyrir hinum mikla lista- manni. Að ráði Sindings hóf Einar, raunar sáróánægður, nám hjá ágætum tré- skuröarmeistara. Eftir eina viku var því námi lokiö, og urðu báðir fegnir, kennari og nemi. Þar kynntist Einar ungum listamanni, sem hann hafði þó nánari kynni af þegar þeir hittust síðar í Listaháskólanum. Þessi maður var! Edvard Eriksen, er átti íslenzka móður og danskan föður og varð síðar víökunnur maður af listaverki sínu, Litlu hafmeynni við Löngulínu. Eftir að Einar haföi hætt viö nám hjá öðrum tréskuröarmeistara, tók Sinding hann í vinnustofu sína. Meist- arinn lét hinn unga Islending mjög sjálfráöan. Þama urðu til frumdrög aö nokkurum merkilegum verkum, sem Einar fullgerði síðar á ævinni og hann skóp að öllu sjálfur. Hann notaði námsárin til hins ýtrasta, sökkti sér niður í listsögu og strauma og stefnur í erlendri list. Eftir að hafa verið á vegum Sindings og stundað síöan nám hjá kunnum lista- mönnum í málaralist, náði hann því marki, að fá inngöngu í Listaháskól- ann danska. Arið 1901 vann Einar Jónsson fyrsta sigur sinn í listinni. Forstöðunefnd Charlottenborg-sýningarinnar tók til sýningar hiö stóra verk hans, Utlaga. Listaverkið hlaut að mestu mjög lofsamlega dóma og vakti mikla athygli á hinum unga listamanni. T.d. sagði listdómari blaðsins Dannebrog Utlaga „öllum öðrum höggmyndum á sýningunni fremri.” I Minningum sínum er Einar undariega hljóöur um þennan mikla sigur, en Alþingi veitti honum nú rausnarlegan styrk til náms- dvalar í Rómaborg. Af því fé var raunar ekki mikið eftir þegar hann haföi greitt skuldir sínar og lagði upp í ferðina suður vorið 1902. Glaöir og hróðugir fyrir hans hönd héldu honum íslenzkir félagar í Kaupmannahöfn skilnaðarhóf, þar sem Jóhann Sigur- jónsson flutti honum drápu. Ferðin stóð yfir hátt á annað ár. Nú gafst Einari loks tækifæri til aö sækja heim mörg höfuöheimkynni listanna í Evrópu og kynnast af eigin raun því, sem hann haföi lagt mikla stiuid á að - kynnast af bókum og fyrirlestrunum í Listaháskólanum. Rómaborg — Italía hafði gripið Einar Jónsson sterkum tökum. Hann teygaði að sér áhrifin frá listum, landi og lífi, en þótt ungur væri að árum var hann oröinn þroskaður maöur, og þannig tók hann öllu, sem á vegi hans varð. I vinnustofu sinni í Rómaborg hafði Einar meðal annarra verka unnið að listaverkinu Maður og kona, geysi- stórri mynd, sem hlaut síöar óvænt örlög. Þessa mynd hafði hann hugsað sem hluta af miklu stærra verki, sem tákna skyldi dómsdag. Maður og kona áttu að sýna ábyrgð mannsins á þeim mikla degi. Stjórnarnefnd Charlotten- borg-sýningarinnar í Kaupmannahöfn hafnaöi þessari mynd, þegar Einar bauð hana til sýningar. Með því lauk að fullu samskiptum hans og stjórnar- nefndar þessara sýninga. En á næstu árum sýndi hann verk sín stöðugt á sýningum „hinna frjálsu listamanna” í Kaupmannahöfn. Nokkuru eftir aö listaverki Einars, Manni og konu, var hafnað eins og áður segir, var honum boðið að sýna þetta verk á listsýningu í Vínarborg. Þar hlaut myndin heiðurssess og ákaf- lega lofsamlega dóma i blööunum. Þessa miklu mynd eyðilagði Einar Jónsson löngu síðar, svo að af henni Utlagar Einars Jónssonar, eitthvert frægasta verk hans. Með þvi vann Einar sinn fyrsta sigur i listinni. Forstöðu- nefnd Charlottenborgarsýningarinnar tók verkið til sýningar og hlaut Einar mjög lofsamlega dóma. Einn gagnrýn- enda sýningarinnar sagði: „Öllum öðrum höggmyndum á sýningunnifremri.” Einar Jónsson — brautrydjandi íslenskrar höggmyndalistar — DV birtir kafla íir bókinni, sem kemur litídag eru aðeins nokkrar miöur góðar ljós- myndir til. Mun hvort tveggja hafa ráðið, bæði það, að dómsdagshug- myndin var svo stórt hugsuð, að Einar sá enga möguleika til að fullgera hana, vegna fátæktar, — og eins hitt, að viðhorf sjálfs hans breyttust svo, að hann taldi myndina ekki eiga heima með öörum verkum sínum í safni hans íReykjavík. Erfiðustu árin Nú var Einar Jónsson kominn úr námsfórinni og setztur að í Kaup- mannahöfn. Heim til ættjarðarinnar gat hann ekki að svo komnu máli snúið. Og nú hafði honum orðiö það enn ljósara en fyrr, að þær götur, sem listamenn samtíðar hans tróðu flestir, myndi hann ekki geta gengið. Ríkuleg tækifæri höfðu honum boðizt og hann hafði neytt þeirra til hins ýtrasta til aö afla sér þekkingar á fullkomnustu list- sköpun veraldarinnar um aldir og fram á þann dag. Og þau kynni höfðu sannfært hann um þaö betur og betur, að hvað sem það kynni að kosta hann, yrði hann að vera sjálfum sér trúr og halda sem einfari sinn veg. A næstu árum dvaldist hann um skeið í Berlín og London, en komst aö raun um, að með listsköpun sína ætti hann ekki heldur f ramtíð þar. Þó barst hróður hans á þessum árum víða. Verk hans hlóöust upp, og dóm- bærir menn um listir skrifuöu lofsam- lega um hann á mörgum þjóðtungum vestanhafs og austan, einnig á Norður- löndum. Arið 1909 gerði Einar Jónsson það, sem hann hafði raunar alllengi haft í huga, hann bauð föðurlandi sínu öll verk sín að gjöf meö því skilyrði, aö yfir þau yrði reist sæmilegt hús. Alþingi samþykkti að veita gjöfinni viðtöku, og Einar fluttist heim til Islands eftir tuttugu ára dvöl erlendis, í þann mund, sem heimsstyrjöldin fyrri var að brjótast út. En eftir voru í Danmörku nálega öll verk hans og í mjög ótryggri geymslu. Fjárhæð sú, sem Alþingi ætlaöi til byggingar húss yfir öll þessi stóru listaverk var mikils til of lítil. Þó var hafizt handa. Um útlit hússins og gerð réð listamaðurinn sjálfur mestu. Styrjöldin stöðvaði framkvæmdir, en þá varð það, að Einar var kallaöur vestur um haf og honum fengiö veglegt verkefni þar næstu árin. / Vesturheimi Fyrir andlát sitt hafði kona auðugs manns i Philadelphiu ánafnað mikilli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.