Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1982, Blaðsíða 35
DV. LAUGARDAGUR18. DESEMBER1982.
35
'
Myndhluti úr Bæn.
fjárhæð í því skyni, að reistar yrðu í
almenningsgarði borgarinnar 14
standmyndir í minningu landnemans
vestra. Var nú ákveðið að fyrsta
minnismerkiö skyldi reist í minningu
Þorfinns karlsefnis, fyrsta hvíta land-
nemans í Vesturheimi, og hlaut Einar
þaðverkefniaðgjöra myndina.
Á Jónsmessu 1917 hélt hann vestur
um haf, og ekki einn, því að deginum
áöur hafði hann gengið í hjónaband
meö unnustu sinni, Önnu Marie
Jörgensen. En þá hafði hún setið í
festum í full sextán ár. I 37 ára hjóna-
bandi reyndist hún honum ómetanleg
kona, sem átti það markmiö eitt, að
lifa fyrir Einar og list hans. I plöggum
Einars má sjá hin fegurstu ummæli
umhana.
Nálega tveggja ára dvöl vestan hafs
var einhver ánægjulegasti og áhyggju-
minnsti kaflinn í ævi Einars Jóns-
sonar. Menn báru hann á höndum sér.
Starfsaðstöðu hiaut hann hina beztu.
Blöö birtu lofsamleg ummæli um hann
og fjölda mynda af listaverkum hans.
Og þegar mynd Þorfinns var komin í
eir og reist á einum allra fegursta stað
í Fairmont-garðinum í Philadelphiu,
hlaut hún einróma lof.
Þessum áhyggjulausa kafla í ævi
Einars lauk og heima biðu hans mikil
verkefni.
Safnhúsið reist —
verkin fluttheim
Heimstyrjöldinni lauk og tekið var
til við bygginguna að nýju.
Verðhækkun var orðin geipileg, og
þegar sýnt var að ný fjárveiting
Alþingis myndi ekki nægja, hlupu
undir bagga vinir og aðdáendur Einars
í Reykjavík og lögöu fram rausnar-
legar gjafir. Nöfn þessa fólks eru
geymd í læstum töflum í aðalsal
safnsins. I geymslunum í Kaupmanna-
höfn og við heimflutninginn höfðu mörg
verkanna skemmzt stórlega, svo að
auk umsjónar með byggingu hússins
kostaði það listamanninn mikla vinnu
næstu árin að gera við skemmdirnar.
En verkinu var lokið. Þau hjónin
settust að í lítilli en sérkennilega
fallegri íbúð efst í húsinu, en Einar
haföi vinnustofu á neðstu hæö. Loks
var safnið opnað almenningi með
hátíðlegri athöfn á Jónsmessudag 1923.
Einar Jónsson, skömmu eftir aldamót.
Mikiö f jölmenni streymdi í safniö þann
dag og næstu daga. Mönnum var ljóst,
að hér var brotið blað í sögu islenzkrar
myndlistar. Ráðamenn þjóðarinnar
höfðu margir sýnt mikinn skilning á
einstæðum ferli Einars Jónssonar, en á
Alþingi reyndist honum enginn haukur
meiri í horni en Bjami frá Vogi. I
minningu þess gerði Einar síðar
myndina Vernd: Móðurina með
barnið, sem táknar hinna ungu list.
Safnhúsið reyndist fljótt of lítið. Afköst
listamannsins voru svo mikil. Ný og ný
verk fæddust hvert af öðru, mörg og
stór. En þá barst listamanninum
beiðni frá pólskum auömanni um
veglegt minnismerki á gröf nýlátinnar
konu hans, en hún og þau hjónin bæði
voru miklir aðdáendur listar Einars
Jónssonar. Minnismerkið, steypt í eir,
stendur í fögru umhverfi í ættargraf-
reit fjölskyldunnar í Lodz í Póllandi, og
var svo höfðinglega borgað, að Einar
gat sjálfur að mestu byggt viðbótar-
álmu sunnan við safnhúsið. Þegar
þrengsli voru enn orðin mikil síðar,
byggði ríkið álmu norðan við safnið.
Hún var opnuð og fyllt nýjum lista-
verkum um þaö leyti, sem Einar varð
áttræður.
Loks kominn heim
úrlangri ferð
Þegar Einar Jónsson var loks
Einar og Anna kona hans árið 1953.
alkominn heim, hafði hann getiö sér
það frægðarorð, aö landar hans voru
hróðugir af honum og þeim sigrum
hans, sem íslenzku blöðin höföu öðru
hvoru sagt frá og haft eftir erlendum,
blööum og tímaritum. Á gamlárskveld
1921 fóru stúdentar í blysför að heimili
listamannsins og hylltu hann. En slíka
sæmd höfðu þeir engum áöur sýn.
öðrum en Benedikt Gröndal áttræðum.
Eftir að lokið var að koma safninu
fyrir, tók listamaöurinn til óspilltra
málanna. Hugurinn var hvíldarlaust
að verki, hugarflugiö máttugt, hendur
listamannsins höfðu fyrir löngu náö
óskeikulli leikni og þekking hans á
mannslikamanum var svo traust, aö
fyrirsætur þurfti hann engar, þótt
móta skyldi líkami karla og kvenna í
, hverskonar stöðu. Þegar þess er gætt,
að nálega alla þá vinnu varð Einar
Jónsson sjálfur að leysa af hendi, sem
erlendir myndhöggvarar kaupa gifs-
meistara og aöra handverksmenn
til að vinna fyrir sig, sæta afköst
hans furðu og furðu ekki sízt þegar
þess er gætt, að í hverju einstöku
margra verka hans eru mörg listaverk
falin.
Á síðari árum gerðist Einar í æ
ríkari mæli einsetumaður í sínum Hnit-
björgum viö hlið trúfastrar konu.
Sumir virtu honum það til ámælis, hve
viðskila hann varð nýtízkulegri list-
stefnu og hve litla samúð hann hafði
með þeirri list, sem þá var að verða
ráðandi tízka. S jálfur hafði hann ungur
Íent í sterkri andstöðu við rík jandi list-
stefnu þeirra tíma og brotið hiklaust
allar brýr að baki sér og til að ganga
sem einfari sinn veg. Nýrri tízku í list
var hann undir ævilokin eins andvígur
og valdi hennar yfir ungum lista-
mönnum.
Þeir sem þekktu Einar Jónsson,
skildu, hversvegna hann einangraði
sig viljandi á síðari áriun, þótt hann I
heföi fram eftir árum haft yndi af
samneyti við félaga og vini, sem hann
naut sjálfur mikilla vinsælda af sakir
háttvísi, glæsimennsku og sérstæðs
gáfnafars. Vini hans og frænda,
Asgrími listmálara, farast þannig orð í
Myndum og minningum, sem Tómas
skáldGuðmundsson færðií letur:
,,Ég hef einatt rekizt á þá skoðun, aö
Einar frá Galtafelli hafi verið mjög
einrænn að eðlisfari, en það er fjærri
öllum sanni. Hann var þvert á móti
mjög glaölyndur og mannblendinn,
enda varð honum vel til vina, og
margar ágætar danskar fjölskyldur
voru boðnar og búnar til að opna
honum hús sín. Það, að hann gróf sig
svo niður hér heima, var einungis til
þess að fá ekki allt og alla yfir sig, en
sú hætta liggur jafnan við borð í
smáum bæjum eins og Reykjavík.
Þetta var mér einnig ljóst, og þess-
vegna hvarf ég að sama ráði eftir að ég
kom frá Kaupmannahöfn. Eg vildi
ekki ánetjast neinu, er líklegt væri til
að taka af mér ráðin, og hafnaði allri
þátttöku í samkvæmislífi og öðrum
nauðsy nj alausum f élagsskap ”.
I Hnitbjörgum, og síðustu árin jafn-
framt í litla húsinu í garðinum við
safniö, undi Einar að lokum, einfari í
list sinni og lífi, en samkvæmismaöur í
víðum og stórumheimi.
A þeim vegum var honum enginn
samferða eins og konan hans. Flest
verk hans hafði hún séð verða til,
fylgzt með þeim frá lítilli frumgerð og
til þeirrar gerðar, er listamaðurinn gaf
þeim að lokum. Hvað fyrir honum
vakti með hverju einstöku verki, vissi
hún bezt. Einar færðist oftast undan að
ræða það, og því er fylgt í þessari
stuttu æviminningu hans. Honum var
lítt um það gefið, þegar menn urðu
ófur háfleygir á kostnað listamann-
anna.
Einar Jónsson andaðist 18. okt. 1954,
örfáum dögum eftir að hann rúmlega
áttræður lagði síðast hönd að verki.
Lík hans var lagt í mold aö gömlu
kirkjunni hans í Hrepphólum, en
kveðjuathöfn var áður haldin í Dóm-
kirkjunni á vegum ríkisstjórnarinnar.
Margskonar heiðursmerki, innlend og
erlend höfðu honum verið veitt, nafn-
bætur og heiöurslaun.
Framan á fótstallinn undir styttu
Jóns Sigurðssonar gerði Einar lág-
myndina Brautryöjandann. Brautryðj-
andi varð hann sjálfur í íslenzkri list.
Ekki svo, aö hann eignaöist sporgöngu-
menn, sem líktu eftir list hans. Það
hefði orðið honum ógeöfellt. En hvað
sem líður stefnum og straumum, tízku-
fyrirbærum, sem fæðast og deyja,
skipar Einar Jónsson þann sess í
íslenzkri listsögu, sem aldrei verður
frá honumtekinn.
OPIÐ TIL KL. 22 f KVÖLD
Rakarastofan Klapparstíg
Sími 12725
Hárgreiöslustofan Klapparstíg
Tímapantanir
13010
28RÚM
UPPSTILLT Á 2. HÆÐ
ÍDAG
Hagstæðir
greiðslu-
skiimáiar.
|H
Jón Loftsson hf.
HRINGBRAUT 121 - SÍM110600
HÚSGAGNADEILD. SÍMI 28601
Skartgripir Fatnaður Snyrtivörur Gjafavörur
SILFURSKIN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5 Rvk Simi 15050