Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Side 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 294.TBL.—72. og 8. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982. Kaupmenn þurfa ekki að greiða aðstöðugjald af mjólkurvörum: Fál7 milljónir til baka Kaupmenn þurfa ekki að greiöa aöstöðugjald af mjólk og mjólkur- vörum. Þessa niðurstöðu undirréttar staðfesti hæstiréttur meö dómi fyrir nokkrum dögum. „Viö erum mjög ánægðir. Þetta er sanngirnismál,” sagði Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, í samtali viðDV. Aðdraganda þessa máls má rekja aftur til þess tíma er mjólkurbúöir Mjólkursamsölunnar hættu og almennar matvöruverslanir tóku yfir hlutverk þeirra. Mjólkur- búðirnar höföu ekki greitt aðstööugjald. Gjaldheimtan í Reykjavík fór hins vegar að innheimta gjald þetta af mat- vöruverslunum þegar þær tóku við mjólkursölunni. Því vildu kaupmenn ekkiuna. • Til aö fá úr máli þessu skorið höfðaði Gjaldheimtan prófmál gegn einni verslun, Árbæjarkjöri, til að heimta aðstöðugjaldið. Arbæjarkjör var sýknað í undirrétti og þann dóm hefur hæstiréttur nú staðfest. Að sögn Magnúsar Finnssonar þýðir dómurinn það að verslanir í landinu eiga rétt á endurgreiðslu á aðstöðugjaldi nokkurra ára, alls 17 milljónumkróna. Sveinn Snorrason hæstaréttarlög- maður flutti málið fyrir kaupmenn í undirrétti en Olafur Axelsson fékk að flytja þaö fyrir hæstarétti sem prófmál. Fyrir hönd Gjald- heimtunnar rak Guðmundur Vignir Jósefsson málið. -KMU. m Mikið umferðaröngþveiti myndað- ist á Reykjanesbrautinni vegna íóveðursins sem skall á í gærkvöldi. Urðu lögreglumenn og hjálparsveitir að hafa afskipti af mörgum bílstjór- um og koma þeim til aðstoðar. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfiröi var Hjálparsveit skáta og Slysa- varnafélagið kallað út til aðstoðar. Var farið tU móts viö Keflavíkurlög- regluna á Reykjanesbrautinni til hjálpar ökumönnum sem áttu í vand- ræðum vegna snjókomunnar. Dekkjaútbúnaði margra varáfátt, þannig að þeir festust i sköflum. Uröu tugir bílstjóra að yfirgefa bíla sína. Lögreglan reyndi að stööva alla umferð til Suðurnesja um níuleytiö en erfitt var að halda aftur af fólki þar sem margir voru í borginni í gær að versla og vildu áfram, hvað sem þaðkostaði. Og þaö var einnig I nógu að snúast hjá Keflavíkurlögreglunni. Þeir lok- uðu alveg fyrir alla umferð til Reykjavíkur um klukkan hálftíu. Þar voru Hjálparsveit skáta og Hjálparsveitin Stakkur kallaðar út til aöstoöar á Reykjanesbrautinni. Þá skaut lögreglan húsaskjóli yfir marga bílstjóra til miönættis, þegar fór að hægja. Margir smáárekstrar urðu í Keflavík í gærkvöldi. -JGH tiljóla Jmakjúknng- amireitraðir — sjá erl. fréttir bls.8-9 * Þegar siminn ^ hringirum 'ó miðjanótt j — sjá Dægradvöl n bls. 44-45 dagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.