Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Side 4
4
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982.
Fimm nýir framhalds-
þættir hjá Videoson
Glænýr jólaþáttur á jóladag
Fimm nýir bandarískir sjónvarps-
þættir hefja göngu sína í sjónvarps-
kerfi Videoson á næstu vikum. Sá
fyrsti er í kvöld klukkan 21. Hann er
síðan endurtekinn á jóladag klukkan
10.30. Þessir þættir heita „Different
Strokes” og mættu kallast á íslensku
„Baldnir bræður”. Þeir fjalla um tvo
strákgemlinga sem ríkur ekkill
tekur upp á arma sína og reynir að
gera menn úr. Þættirnir hafa veriö
sýndir við miklar vinsældir beggja
vegna Atlantshafs. Sérstaklega
þykir annar drengjanna sýna
snilldartakta. Hann er með ólíkind-
um fyndinn og uppátækin!!! Ja, það
er ástæðulaust að f jölyrða um þau.
Hinir þættimir eru heldur ekki af
verri endanum. „The Jeffersons” er
um blökkumannaf jölskyldu sem býr
í íbúð í New York. George Jefferson
er drambsamur náungi og nöldur-
samur. Louise, kona hans, er hins
vegar þolinmóö og vinaleg. Hún
reynir allt til að vemda George frá
því sem steðjar aö, en tekst slaklega.
, Archie Bunkers Place” fjallar
um Archie Bunker sem leikinn er af
Carroll O’Connor. Hann á bar og
veitingahús og reynir með rekstri
þessa staðar, sem heitir sama nafni
og þátturinn, aö skreiðast gegnum
lífið. Sú barátta hefur á sér ýmsar
hliðar og sumar spaugilegar. Þessi
þátturhefur gengið í Bandarikjunum
á f jóröa ár.
„One Day At a Time” er um ein-
stætt foreldri, konu, sem streitist við
að ala upp tvær dætur sínar á
táningsaldri. Dæturnar heita Julie
og Barbara. Inni í myndinni er
einnig hálf-undarlegur forstjóri,
Schneider að nafni. Sá þykist búa
yfir sérþekkingu á konum og heims-
stritinu og býður góöar ráöleggingar
um allt milli pípulagninga og
uppeldis.
Rokkaðdáendur geta fagnað „The
Rock Show”. I þeim þáttum koma
fram flestir toppamir í heimi popp-
tónlistar. Sá listi er of langur til að
birta hér. Nefna má Bette Midler,
George Harrison, Hall & Oates, The
Who, Queen, David Bowie, Cliff
Richard, Rod Stewart, Rolling
Stones og fleiri og fleiri.
Á jóladag kl. 11.00 verðurVideoson
með splunkunýjan jólaþátt Andy
Williams, „Christmas Special”. Þar
ero góðir gestir sem fremja músík,
dansa og gera hitt og annað. Þama
verða James Galway, írski flautu-
snillingurinn sem ekki komst á Lista-
hátíð í Reykjavík síðastliðið vor,
Aileen Quinn, barnastjaman sem sló
í gegn í „Annie”, Dick Van Patten
sem er þekktur leikari og skauta-
drottningin Dorothy Hamill. Jóla-
þátturinn veröur endursýndur
klukkan 23.30 annan jóladag.
-JBH.
„ Veit ekki
betur en að
allir séu
ánægðir”
segir einn af kaupmönnunum
við Laugaveginn
„Þetta er eitthvert frumhlaup,
byggt í miklum misskilningi hjá
einhverjum aðila innan VR að fara
að gera eitthvert stórmál út af
þessari opnun hjá okkur í verslunum
við Laugaveginn í gærkvöld,” sagði
Ámi Jónsson í versluninni Kúnst í
viðtali við DV.
„Það var ekkert verið að pína
fólkið til að vinna og þræla því út.
Fólkið vinnur fjórum klukku-
stundum lengur og fær heilan dag frí
í staðinn á þriðja í jólum. ‘Það er
mjög ánægt með þessi skipti — ekki
veit ég betur — enda treystir VR sér
ekki til aö gera neitt í þessu því það
veit að fólkið er almennt með þessu.
Þaö sjá allir nema einn eða tveir
aðilar hjá VR ekkert annað en
jákvætt viö þessa opnun og fríiö á
mánudaginn. Það er mikil vinna hjá
öllu fólki í fiskiðnaði og ööro þegar
törn kemur. Það hefur heldur enginn
á móti henni, þegar þannig stendur á
og hún greidd fullu verði og vel það.
Verslunarfólk við Laugaveginn er
engin undantekning þar frá,” sagði
Ámi.
-klp-
Umferðarráð fær
þrjár milljónir
Við lokaafgreiðslu fjárlaga
rikisins fyrir 1983 var ákveöið að
hækka endanlega liðinn „önnur
rekstrargjöld” Umferöarráös um
99,6% frá þessu ári. Hins vegar varð
heildaráætlun um ráðstöfunarfé
ráðsins á næsta ári aðeins 79,2%
hærri en áætlun í ár.
Þegar f járlagafrumvarpiö var lagt
fram var bent á sérstaka hækkun á
„öörum rekstrargjöldum” vegna
norræns umferðaröryggisárs á
næsta ári. Þessi sérstaka hækkun
var svo enn hækkuð við afgreiðsluna
uppíkr. 3.007.000.
Sértekjur Umferðarráðs ero á hinn
bóginn áætlaðar aðeins 33,3% hærri
næsta ár en í ár. Ráðstöfunarfé
ráðsins hækkar þess vegna mun
minna en hin sérstaka hækkun á
„öörom rekstrargjöldum” gefur
tilefni til að ætla. Alls verður það kr.
3.848.000 en var áætlað í ár kr.
2.146.800. Hækkunin er 79,2%. HERB.
Er öryggi þitt ekki
hjólbaröa virði?
UMFHROAR
RÁÐ
Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöf ði Svo mælir Svarthöf ði
lólagjafaráðherrann lýkur aðventustörfum
Félagsmálaráðherra, Svavar
Gestsson, hefur gefið hina stóru jóla-
gjöf í ár. Hún er sögð vera einskonar
innistæða láglaunamanna hjá kerf-
inu, og nemur aö meðaltali þúsund
kr. á kjaft. Upphaf þessarar jóla-
gjafar var hugdetta um fræðilega úr-
lausn vegna launaráns 1. desember í
ár, sem framkvæmt var með bráða-
birgðalögum. Jólagjöfin var einnig
hugsuð til að sýna hið landsföðurlega
framlag til alira þeirra sem minna
mega sín í þjóðf élaginu, og mun hver
einasti fátæklingur hafa gert sér von-
ir um að fá peninga frá Svavari
senda með jólapóstinum. Þannig átti
jólagjöfin að gera tvennt, greiða fyr-
ir tilskipað launarán í jólamánuði og
vera hið hagstæðasta áróðursmál
fyrir ráðherra, sem getur ekki vatni
haldið út af fátæklingum þá daga,
sem hann er ekki að sniða af launum
þeirra.
Jólagjöf Svavars Gestssonar hef-
ur nú verið úthlutað. Hún hefur verið
póstlögð eftir að tölva hafði misritað
ávLsanir, svo vinna varð allt verk.iö
upp á nýtt. Pósturinn hefur veriö
borinn út, a.m.k. er svo að skilja á
Þórði Ólafssyni i Tímanum í gær.
Hann er formaður verkalýðsfélags
Þorlákshafnar og tilkynnir aö
næsthæsti skattgreiðandinn á staðn-
um hafi fengið hæstu bætumar.
Kannski er þetta einsdæmi, en þó
mun því varla trúað, vegna þess
hvemig til er stofnað. Jólagjafaráð-
herrann, Svavar Gestsson, hefur um
nokkurt skeið baöað sig í ljósi hins
miskunnsama Samverja. Hann hef-
ur staðið fyrir þessum gjöfum til lág-
Iaunafólksins, og uppsker væntan-
lega þakklæti fyrir jólapóstinn.
En Svavar Gestsson hefur gefið
fleiri jólagjafir en til þessa duglega
skattgreiöanda í Þorlákshöfn. Bænd-
ur fengu nokkra hækkun 1. desem-
ber, og kom það m.a. í ljós i stór-
hækkuðu verði landbúnaðarvara til
neytenda. Þeir, sem stóðu að út-
skriftum jólagjafar Svavars Gests-
sonar, uröu ekki lítið hissa, þegar
þeir rákust á kunnugleg nöfn úr
bændastétt, sem samkvæmt tckjum
áttu rétt á jólagjöfinni og fengu hana
að sjálfsögðu. Endaöi þetta meö því,
að við lok útskriftar hafði helftin af
bændastéttinni fengiö úthlutaö jóla-
gjöf frá Svavari og þótti starfsliðinu
það nokkur býsn. Þetta stafar ein-
faldlega af því, að við framtöl deUa
bændur með tveimur í skattskyldar
tekjur sínar, vegna þess að kona
þeirra telst fyrir helmingi tekna.
Þær hafa væntanlega fengið jólagjöf-
ina líka.
Þá vitum við hvert stór hluti jóla-
gjafar Svavars hefur farið, fyrir ut-
an þennan tittlingaskít sem lenti hjá
hæsta skattgreiðanda Þorlákshafn-
ar. Þurrabúðarfólkið á mölinni hefur
kannski fengið eitthvað smávegis, en
það getur ekki hafa numið nelnum
fjárhæðum. Eftir stendur launaránið
frá 1. desember óbætt nema hvað
eitthvað mun hafa faUið i skaut lág-
launamanna á skattstofum. Jóla-
gjafaráöherrann stendur því eftir
með óleystan vanda láglaunafólksins
að mestu, því skattframtöl eru
kannski ekki heppUegasti mæU-
kvarðinn tU að fara eftir við úthlut-
anir af þessu tagi.
Jólagjafaráðherrann er formaður
Alþýðubandalagsins, þeirrar stofn-
unar þaðan sem heimskulegustu
pólitísk ráð eru sprottin. Yfirleitt
tekst þeim Alþýðubandalagsmönn-
um aldrei að gera neitt, sem fullur
sómi er að. Áreiðanlega hefur tUlaga
um jólagjöf tU fátæklinga litið vel út
á pappirnum, sérstaklega i augum
Alþýðubandalagsmanna, sem marg-
ir hverjir eru hálaunamenn og yfir-
leitt þeir aðUar i þjóðfélaginu, sem
eru frekastir tQ fjár. Eins og í lönd-
um, þar sem tvö prósent ráða, fylgir
því veUíðan að ákvarða einhver
framlög handa fátæklingum. Jóla-
gjafaráðherrann hefur verið að æfa
sig. Nú hefur hann sýnt okkur hvern-
ig landínu verður stjórnaö, þegar þeir
Alþýðubandalagsmenn hafa tekið
við fyrir fuUt og aUt samkvæmt
stefnuskrá sinni. Þá verða laun færð
niður, en í staðinn veittar jólagjafir,
sem enginn veit hvar lenda, ekki
frekar en nú að loknum aðventustörf-
um jólagjafaráðherrans.
Svarthöfði