Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Síða 6
6
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Raddir neytenda
Launin duga ekki
fyrír útgjöldunum
5 manna fjölskylda af Stér-Reykja-
víkursvæðinu sendi okkur þessar
línur:
Um daginn voruö þiö aö birta
sýnishorn af tölum yfir önnur útgjöld
en matarkostnað og satt að segja leiö
mér ögn betur að sjá að þaö eru fleiri
en ég með ógnvekjandi háar tölur í
þeim lið. Mér datt hins vegar í hug að
ykkur þætti forvitnilegt að sjá
heildarsundurliðun á slíkum tölum
svo ég læt þær fylgja hér með fyrir
mánuöina septemberog október.
Þessar niöurstöðutölur eru ekkert
einsdæmi. Eg reiknaði að gamni út
meöaltal annars kostnaðar en
matarkostnaðar það sem af er árinu
og var útkoman yfir 27.000 krónur á
mánuöi aö meöaltali. Launatekjur
hafa ekki staðið undir þessum út-
gjöldum eingöngu, heldur hafa
einnig komið til aðrar tekjur.
Eg vil taka það fram aö við erum
ekki að byggja eða í öðrum fjár-
festingarframkvæmdum en þeim að
við greiöum mánaðarlega afborgun
af bíl (rúmlega 4.000 kr.) sem viö
keyptum í fyrravetur. Aörar afborg-
anir eru flestar af eldri lánum og
teljast víst lítilræði miöað viö marga
aöra en engu aö síður lítur dæmið
svona út og endar ná ekki saman.
Viö lifum kannski ekki sultarlífi
(búum í rúmgóðu eigin húsnæði,
skuldlitlu og rekum 2 bíla sem við
teljum hagkvæmara en einn vegna
atvinnu beggja aðila) en engu að
síður veitum við okkur sáralítmn
munað (ég læt ykkur um aö meta
hann skv. sundurliðuninni). Það
virðist hreinlega aldrei verða hlé á
alls konar greiðslum eöa hverjir
þurfa ekki að greiða rafmagn, síma,
hita, fasteignagjöld og viðhald á
húsnæði og/eöa húsaleigu, trygg-
ingariögjöld, afborganir af lánum,
bensín o.s.frv. auk þess að fæða sig
og klæða og greiöa skatta og skyldur.
Eftir að heimilisdagbókin kom
fyrst út fór ég að skrifa niöur öll
útgjöld og útkoman er oft allhrikaleg
þegar Iagt er saman en sýnir skil-
merkilega í hvað peningarnir hafa
farið. Það er af sem áður var að
maður botnaði hreinlega ekki í hve
peningarnir voru fljótir aö fara þótt
greiðsluáætlun væri gerð reglulega
fram i tímann. Einhvem veginn
kemur ekki nærri allt fram í slíkri
áætlun, a.m.k. ekki hjá mér.
Svar:
Eg má til með að birta þessa
sunduriiðun í heild. A henni sést
nefnilega hversu mjög er að fólki
kreppt þessa dagana. Núna um
mánaöamótin tapar meðalf jölskylda
þetta 1—3 þúsund krónum í skertum
vísitölubótum á meðan allt hækkar.
Það er ekki furða þó stundum sé
erfitt að láta enda ná saman eins og
þessari 5 manna fjölskyldu reynist.
-DS.
Raddir neytenda
Raddir neytenda
Heimilisbókhald, september 1982
Matur og hreinlætisvörur kr. 5.800,85
Afnotagjald útvarp/sjónvarp - 672,00
Rafmagn - 771,00
Fatnaður, skótau, vefnaðarvara - 937,25
Tóbak - 1.444,50
Bensin - 5.681,00
Varahlutir - 21,40
Afborganir af bil og lánum - 7.056,00
Skattar - 3.135,00
Happdrætti - 455,00
Sæigæti 414,00
Lífeyrissjóður og starfsm.fél. - 585,70
Áskrift dagblaða og bækur (m.a. f. skóla) 467,00
Klipping - 100,00
Lyf, læknishjálp - 162,95
Sjúkrabifreið - 193,00
Frimerki og giróseðlar - 114,50
Skemmtanir - 310,00
Veðbókarvottorð og auglýsing - 156,00
Gjafir - 134,50
Batteri 142,80
Viðhald á húsnæði - 113,55
Framköllun - 174,25
Strætisvagnafargjöld - 280,00
Leiga á bankahólfi - 120,00
Gisting (i skála) - 120,00
Ljós - 118,00
Fótsnyrting 80,00
V/gleraugna > - 21,00
Sendurpakki - 12,00
Samtals kr. 29.793,25
Þessi mánður er alveg dæmigerður yfir öll mögu-
leg útgjöld, sem til falla á venjulegu heimili.
Heimilisbókhald, október1982 i
Matur og hreinlætisvörur kr. 10.001,00
Simi — 1.186,00
Hiti — 787,00
Fatnaður, skótau, vefnaðarvara — 445,80
Tóbak — 1.658,50
Bensin — 5.620,00
Varahlutir og viðgerðir — 2.763,50
Afborgun af bil og láni — 8.363,35
Skattar — 6.362,00
Happdrætti — 930,00
Sælgæti — 383,40
Lifeyrissjóður og starfsm.fél. — 979,40
Áskrift dagblaða og bækur — 356,00
Klipping — 129,00
Lyf, læknishjálp — 325,20
Frimerki og giróseðlar — 61,00
Skemmtanir — 1.074,00
Gjafir — 1.797,00
Batteri — 121,20
Fasteignagjöld - 170,00
Verkfæri — 164,20
Viðgerðir á tækjum - 428,00
Eyrnapinnar — 17,50
Myndataka — 75,00
Strætisvagnafargjöld — 50,00
Áfengi — 208,00
Leigubill — 115,00
Krabbameinssöfnun — 200,00
Samtais kr. 44.771,05
Óvenjulegur mánuður. Áfengi er keypt á 1—2 ára fresti. Leigubíl hef ég ekki notað árum saman.
Skemmtanir eru óvenju hár liður. en aldrei þessu
vant fórum við hjónin út að borða (þetta telst vist ekki mikið með það í huga). Við hefðum sem sagt getað sparað 1300—1400 kr. með því að sleppa
þessu.
Einnig vorum við þátttakendur i dýrum gjöfum i
þessum mánuQi.
Eflum verðskynið
Gott neytendablað
nýkomið út 2. tbl.
Karl Eiríksson hringdi:
Fólk er alltaf að tala um að efla verð-
skyn sitt. Mig langar að koma fram
með einfalt ráð til þess. Það er að hafa
með sér í búöarferðir vasatölvu og
deila vísitölu (t.d. lánskjara) í verð
vörunnar. Þá geta menn fylgst með því
hvort hún hækkar í verði umfram vísi-
tölu. Lánskjaravísitala er gefin út
mánaöarlega þannig aö innan handar
ætti að vera fyrir fólk að ná sér í hana.
Neytendablaöið, 2. tölublaö þessa
árs, er nýkomið út. Ritið er rúmlega
þrjátíu síður að stærð og góður frá-
gangur á því. Margar fróðlegar
greinar eru í blaöinu, sem dæmi eru
greinar um hobbýlím og gaskveikjara,
en báðir hlutir geta verið hættulegir
fyrir neytendur. Fróðlegt viðtal er við
Tómas Árnason viðskiptaráðherra, og
annað um umferðamál þar sem rætt er
við Ola H. Þórðarson, framkvæmda-
stjóra Umferðarráðs. Vörumerkingar
og neytandinn, verðsamanburður,
kartöflumálin og fleiri mál eru reifuð í
ritinu. I leiðara Neytendablaðsins
segir Jóhannes Gunnarsson einn rit-
nefndarmanna og ábyrgðarmaöur
blaðsins meðal annars:
,,A fyrstu formannaráöstefnu
Neytendasamtakanna sem haldin var
á sl. hausti og sagt er frá á öðrum stað í
blaðinu, var fjallað um skort á
upplýsingastreymi til neytenda. Voru
fundarmenn sammála um að stórauka
þyrfti útgáfu og fræðslustarf samtak-
anna. A undanfömum árum hefur
Neytendablaðið aðeins komið út 1—2 á
ári. Hér þarf að verða breyting á.
Einnig þarf í auknum mæli aö birta í
blaðinu verð- og gæöasamanburð á
hinum ýmsu tegundum vöru og
þjónustu. Stjóm Neytendasam-
takanna, sem og einstök aðildarfélög
samtakanna, hafa aukinn hug á að láta
þetta verða aö veruleika og með því að
stuöla að auknu jafnræði milli kaup-
enda og seljenda. Neytendafræðsla er
svo til engin hérlendis. Víðast hvar í
nágrannalöndunum er hún hins vegar
skyldufag í skólum. Formannaráð-
stefnan kaus sérstaka nefnd til að ýta
þessu máli úr vör og er það von okkar,
sem að neytendamálum vinna, að
afraksturinn veröi öflug neytenda-
fræðsla í skólakerfinu.”
Jafnframt getur Jóhannes
2. TOUiBlAP OcSitMÐER 1W2 . VtfiO Kfi. JO
NEYTENDABLAÐl
Gunnarsson þess aö ákveðið hefur
verið aö dagana 15. janúar til 15.
febrúar verði skipulega reynt að f jölga
félagsmönnum í Neytendasamtök-
unum. Minnumst þess að stóraukin
’þátttaka almennings eflir Neytenda-
samtökin og bætir hag neytenda.
Neytendablaðið kostar þrjátiu krónur.
-ÞG.
Neytendasíðan óskar
lesendum sínum
gleðilegra jóla
ISLANDSFERÐ,
VERÐLAUN í UPP-
SKRIFTASAMKEPPNI
1 byrjun desembermánaðar kom
hingað til lands hópur Norömanna á
vegum norsku bændasamtakanna. I
hópnum voru forsvarsmenn samtak-
anna, blaðamenn og sex verðlauna- (
hafar, sem unnu Islandsferð í upp-
skriftasamkeppni sem fram fór í
Noregi í nóvember.
I samvinnu við sex héraðsblöö
efndu bændasamtökin til samkeppni
um uppskriftiraf lambakjötsréttum.
Alls bárust dagblöðunum sex, 630
uppskriftir. Var þá skipuð dómnefnd
á hverju blaöi, sem valdi úr5—6 upp-
skriftir á hverjum stað og voru 32
uppskriftir í undanúrslitum. Lesend-
ur blaöanna voru hinir endanlegu
dómarar, þeir völdu bestu uppskrift-
ina fyrir hvert blað og bárust alls at-
kvæðaseðlarfrá 1200 lesendum.
Til úrslita komst ein lambakjöts-
uppskrift frá hverju blaði og var
vinningshöfunum fyrst boðið til Osló
og þar slegið upp veislu með vinn-
ingsréttunum. Á veitingahúsinu „3
Kokker” var soöið og steikt eftir upp-
Verðlaunahafarnir sex ásamt Agnari Guðnasyni, biaðafuiitrúa bændasamtakanna, og Jónasi Jónssyni
búnaðarmálastjóra. Myndin er tekin kvöidið áður en Norðmennirnir háldu utan eftir vel heppnaða
Íslandsdvöl. DV-mynd GVA.
í