Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982.
7
Eftlr þessu er beðið.
Neytendur
Sleytendur
- PORTIÐ
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
Pinnahúsgögn frá Júgósiavíu
NÝRINNGANGUR JL
NÆG BÍLASTÆÐI
Munið okkar
hagstæðu
greiðsluskilmá/a.
Smiðshöggið
ídag- jóla-
ilmur á morgun
Þá rennur aðfangadagur jóla upp á
morgun. Þorláksmessan í dag með
ilmandi skötulykt, hlaupum og
kaupum. Smiðshöggið rekið á undir-
búninginn í dag og jólastjömunni tyllt
á jólatréö. Svo sem venjan býður
neytum við meiri matar og drykkjar
um jólin en aðra daga ársins. Við
gleðjumst yfir gjöfum, bæði því að
gefa og þiggja.
Neyslan er í algleymingi bæði á
líkamlegt og andlegt fóður — og við
reynum að kyngja því með jólasálm-
unum, hvaö hver biti hefur kostaö
okkur. Þaö eru bara jól einu sinni á ári.
En eftir jólin tekur barningurinn við
aftur og við teljum upp úr buddunni til
að eiga fyrir salti í grautinn og ýsunni í
soðið. Við erum vön að þreyja þorrann
með ýmsum ráðum og gerum það
sjálfsagt líka í ár þótt við höfum snúist
af miklum hraða í hringiðu jólaundir-
búnings og þrátt fyrir kreppima, sem
allir tala um og við finnum misjafn-
lega mikið fyrir. Við gleymum öllu
volæðistali — höldum gleðileg jól —
sólin er líka farin að hækka á lofti.
Meö óskum um betri tíð bjóðum við
gleðileg jól. -DS/ÞG.
skriftunum og boðið meðal annarra
blaðamönnum er skrifa um mat í
dag-, vikublöð og sérrit. Svo var
haldiö til Islands. Kvöldið áður en
hópurinn hélt utan aftur hittum við
hópinn á heimili Agnars Guðnason-
ar, blaöafuUtrúa bændasamtakanna
hér. Attu vinningshafar og aðrir í
fýlgdarliðinu vart orð tU aö lýsa
hrifningu sinni yfir móttökunum hér
og íslenska lambakjötinu. UmmæU
um lambakjötiö okkar flutu með þvi
að lambakjöt og matreiösla þess var
undirrót ferðarinnar og það sem aUt
snerist um. Við fengum afhentar 32
uppskriftimar norsku sem komust í
undanúrslit. Þar sjáum við að tvær
uppskriftir eru frá lesenda í Tromsö,
sem heitir Brynja Gunnarsdóttir.
Iiklegt þykir okkur að hér sé íslensk
kona á ferð, án þess aö fuU vissa sé
fyrir því.
Tilgangur með samkeppni þessari
í Noregi er að auka lambakjöts-
neyslu landsmanna og fá bæði nýja
og gamla rétti fram í sviðsljósið.
Við birtum hér eina verðlaunaupp-
skrift, sem er frá Inger Bratlie frá
Heistad. Rétturinn er gamalgróinn
frá tíð ömmu verölaunahafans.
Hátíðarmatur
Martins frænda
1 kg léttsaltað lambakjöt
2 dl bygggrjón
21 vatn
2 gulrætur
2 stórar sneiðar rófur
lpúrra
pipar
salt
Grjónin eru skoluö og látin liggja í
bleyti yfir nótt. Kjötið er soðið í ca
eina klukkustund. Fleytt vel ofan af
soðinu. Þegar kjötið er soðið er það
tekið upp úr soðinu og kælt.
Kjötið skorið í smáa bita, einnig
gulrætur og rófur. AUt soðið saman í
fimmtán mínútur. Borið fram með
soðnumkartöflum.
-ÞG
ViÓ höfum
opiðum
hátíöamar
sem hér segir:
Aðfangadagur
Jóladagur ....
2. íjólum ..
Gamlársdagur
Nýjársdagur .
til kl. 15
lokað
frá kl. 10 - 19
tilkl. 15
lokað.
Gkðilega luítíð'!