Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Qupperneq 13
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982.
13
Enn af flokkaraunum
veröbólguna æða áfram og rýra lífs-
kjör þess. Það lausafylgi sem kaus
flokkinn síðast þarf vafalaust að finna
eitthvað nýtt í boðskap hans til þess að
ljá honum fylgi sitt að nýju. Forystu-
menn flokksins munu vafalítiö hafa
ýmsar skýringar á reiðum höndum um
hvers vegna ekki hefur betur til tekist.
Þeir munu benda á tregðu Alþýðu-
bandalagsins við að grípa til nauðsyn-
Iegra og róttækra ráðstafana og þeir
munu benda á lélega verkstjórn for-
sætisráðherra. Það bara varðar lausa-
fylgið ekkert um. Flokksfylgið mun
taka undir þessar afsakanir og reyna
að réttlæta ófarirnar í baráttunni við
verðbólguna, lausafylgi spyr um
árangur en ekki útskýringar. Það
munu íslenskir stjómmálamenn læra á
næstu árum.
Mörg þingsæta flokksins eru mjög
viðkvæm. Þar viö bætist aö ekki virðist
ánægja of mikil í sumum kjördæmum.
Flokksfylgið hefur logaö í ágreiningi í
Norðurlandskjördæmi vestra vegna
Blönduvirkjunar og þaðgengurkrafta-
verki næst ef flokkurinn heldur þremur
þingsætum þar. Ljóst virðist að á
Norðurlandi eystra fer ekki mikið fyrir
hrifningu yfir öllum efstu sætunum á
listanum og þegar þar viö bætist að nú
verða framboð þar væntanlega færri
en síðast er þriðja sæti flokksins þar
mikill vonarpeningur. Prófkjörerueft-
ir bæði á Austurlandi og Vestfjörðum
og þar eru úrslit engan veginn ljós
fyrirfram og kann að koma tU ein-
hverra sgfinda. Á Austurlandi mun
flokkurinn að vísu halda sínum tveim-
ur þingsætum, en á Vestfjörðumkunna
veöur að veröa vályndari. I Reykjavík
er annað sætið engan veginn tryggt.
Það mun raunar bjarga miklu ef Olaf-
ur Jóhannesson fer þar fyrir liðinu.
Hann er orðinn eins konar tákn fyrir þá
fjölmörgu framsóknarmenn, sem
þykir flokkurinn hafa ráfað nokkuö út
af sinni gömlu stefnu að vera frjáls-
lyndur miðjuflokkur, en einmitt í
Reykjavík og nágrenni á sú gamla
stefna sér formælendur marga. Það er
eitur í beinum þessa fólks ef á það er
minnst að flokkurinn sé orðinn of
hallur undir kommúnista og forystan
gæti ekki að sér í samskiptum við þá.
Þeir telja von í að Olafur haldi fastar
við hina gömlu stefnu en núverandi
forysta hafi gert, og munu því ógjarna
vilja láta hann þurfa aö horfa upp á
ósigur í höfuðborginni.
Gáfumenn og
verkamenn
Svo margt er óljóst um Alþýöu-
bandalagiö nú að um það verö ég fá-
orður að sinni. Gáfumenn ráða þar nú
lögum og lofum eftir að hafa slátrað
fulltrúum verkalýðshreyfingar í mið-
stjómarkjöri, og forysta flokksins sér
þann kost vænstan að hef ja hlaup mikil
á eftir hvers kyns sérþarfahópum.
Þeir hópar áttu sér allir heimili í
bandalaginu á meöan það var óábyrg-
ur stjórnarandstöðuflokkur, en þykir
það hafa brugðist sér er það komst að
kjötkötlunum og hafa þó ekki aðrir
flokkar verið iðnari við að koma sínu
fólki á jötuna. En þar til framboðslist-
ar flokksins, og þá einkum í Reykja-
vík, líta dagsins ljós, svo og kosninga-
stefnuskrá, er vissast að hafa sem fæst
orð um framtíöarhorfur flokksins.
Magnús Bjamfreðsson.
aða sinna. Við höfum lært það af
reynslunni að vegna viðgangs héraða
þarf að seilast til valda í þjóðfélaginu í
heild, eins og stjórnkerfi okkar er hátt-
að nú á dögum. Við höfum líka orðið
þess greinilega vör að sjálf skiljum við
þarfir okkar best, enda hefur allt fmm-
kvæði um uppbyggingu Suðurlands
komiö þaðan, og þannig mun þaö veröa
í nánustu framtíð. I þessu hefur okkur
ýmist tekist vel eða illa og við erum
fær um að horfast í augu við það,
vegna þess að það felst í skaphöfn
Sunnlendinga að ætla ekki öðrum að
bera sig uppi og að ásaka ekki aöra
fyrir eigin mistök eðaskort. Við bemm
í brjósti metnað vegna héraða okkar
hér í Suðurlandskjördæmi. Allt shkt
geta menn kallað héraðaríg ef þeir
vilja. Það breytir litlu því að annað
einkenni á skaphöfn Sunnlendinga er
að engin háreysti getur hrætt þá frá
því að geyma hljóðlátlega með sér
djúpa sannfæringu, byggða á eigin
dómgreind og mati.
Til þess að Svarthöfði skilji mig skul-
um við láta svo heita aö allur metnað-
ur og hagsmunasjónarmið héraða megi
kallast héraðarígur og sveitapólitík.
Þá er þess að geta að héraðarígur í
þessum skilningi er hluti af hugsunar-
hætti hvers Islendings. I því efni hefur
Reykjavík forystu, sem og í fleimm,
vegna stærðar sinnar. Tökum til dæm-
is eftir því að á prófkjörslista Sjálf-
stæðisflokksins nú um daginn var eng-
inn sem ekki á heima í Reykjavík og
starfar þar.
Nú er Reykjavík í eðli sínu útgerðar-
og iðnaðarbær sem sækir hráefni at-
vinnulífsins á sjávarmið og til nær-
liggjandi landbúnaöarhéraða og í þjón-
ustuþörf nærliggjandi landshluta. Eðli-
legt væri því að í þingliði Reykjavíkur
væm fulltrúar sem flestra þeirra at-
vinnuvega, sem Reykjavík byggir á,
svo Sem landbúnaður, fiskiðnaðar, iðn-
aöar, heilbrigðisþjónustu, verslunar,
menntakerfis og bankaþjónustu. Mikið
skortir á þetta í Reyk javík.
Úti á landi hafa menn ríkari tilhneig-
ingi til að velja þingmenn með nokkm
tilliti til brýnna verkefna, sem fyrir
liggja, hvað sem nú líður héraðaríg. Á
Suðurlandi gæti til dæmis einhverjum
hugkvæmst að framundan væri mikil
endurskoðun og endurnýjun í skóla-
málum þjóðarinnar. Þá spyrja menn
t.d. hverjir séu fulltrúar menntakerfis-
ins í þingliði Sjálfstæðisflokksins.
Svarið er e.t.v. að það sé maðurinn
sem hélt löngu ræðuna um grunnskóla-
frumvarpið.
Hvað sem því líöur þá er best að allir
geri sér ljóst aö héraðarígur er ekkert
séreinkenni Sunnlendinga. Það mun
berlega koma í ljós í næsta prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,
þegar ungur bóndi af Suðurlandi býður
sig fram þar og hefur að bakhjarli
digran kosningasjóö og fimm þúsumd
símhringingar Sunnlendinga.
Sigurður Sigurðarson,
sóknarprcstur, Selfossi.