Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982. Menning Menning Menning Menning Strauk fátækt úr augum og las Jónas Guðmundsson hefur myndskreytt Ijóðabókina Dagbók um veginn. Þessi teikning fylgir Ijóðinu um Stephan G., fótæka bóndasoninn sem horfði dapur eftir skólapiltum riða suður. Sjálfan skorti hann fó til að slást i för með þeim. Indriði G. Þorsteinsson: DAGBÓK UM VEGINN. Ljóð. Almenna bókafólagið. Indriöi G. Þorsteinsson er auövitað skáldsagnahöfundur ööru fremur, og þar er og verður óöal hans í landi rit- höfunda. En hann er líka í fremstu röö íslenskra blaðamanna á síöustu ára- tugum og ritar ætíö svo að eftir er tekiö. Og hví skyldi hann ekki líka yrkja ljóö og jafnvel kvæöi — aö minnsta kosti sér til dægradvalar og hugbóta? Og þaö hefur hann vafalaust gert allt frá unglingsárum. En hann hefur ekki flíkaö þeim skáldskap nema í miklu hófi. Þó tíndi hann saman úr fórum sínum ljóö í smákver fyrir hartnær áratug og nefndi Dagbók um veginn. Nafniö markaöi ljóöunum umgjörö, vísaöi til gildis þeirra fyrir höfundinn. Indriöi var á allmiklum far- aldsfæti um þær mundir. Og þá gefast stundum einverustundir, þegar ýmis- legt verkar sterkt á hugann í árekstri viö einhverja nýlundu á vegferðinni. Þá er gott aö létta á sér í smákvæði. Sama er að segja um lestur bóka, hann verður líka stundum vegferö og býöur fram ljóösefni í næstu áningu hugans. Indriöi hefur nú gefiö út dagbók sína um veginn aftur — aukna útgáfu — segir undir nafni, en einnig ofurlítiö breytta, sýnist mér, þó aö ég hafi ekki haft tómstund til þess enn aö bera þetta saman sem skyldi. En þaö skiptir ekki meginmáli, betra aö líta á þessa bók sem sjálfstæða persónu, sem auövitað á sér fortíð en hefur þroskast og bætt viö sig dögum á ýmsum veg- um. Ég held aö ljóðagerð Indriða sé og veröi að líkindum alltaf hálfgeröar tilraunir. Hann hefur ekki fundið sér neinn fastan farveg og reynir fyrir sér meö ýmsu móti. Hann hefur afar gaman af aö leika sér aö oröum, raöa þeim í myndir og láta þær birta hugs- anir, lýsmgu eöa dæmi. En hann var- ast aö segja of mikið, bregöur jafnvel upp smágátum eða ýkir til þess aö skýra og lýsa á óbeinan hátt. Ljóðum þessarar bókar skiptir hann í kafla. Sá fyrsti nefnist Hendur feðranna, og er eitt kvæöiö þar sam- Bókmenntir Andrés Kristjánsson nefnt, bregöur upp andstæöumyndum gamallar og nýrrar tíöar, fátæktar og allsnægta, en þær rúnir má lesa af höndum kynslóöanna. En þrátt fyrir kuldann voru feöumir handheitari en viö. Og ofar þægindum öllum allri virkt sem viö njótum býr minning um heitar hendur sem hlýjuðu köldum fótum. I þessum ljóöaflokki liggur leiöin um vegina heima, til aö mynda um Kræklingahlíöina, Eyvindarstaöa- heiöi, þorrann og um öræfi meö Sigurði frá Brún. Þama er gömul sögn um Stephan G. ljóðuð svona: Á þúfu sat hann og horföi á hópinn glaöan og reifan og hesta heita og sveitta úr höllunum upp í skaröiö: Námsmenn meö heimsmannslegt fas. " Dapur reis drengur á fætur meö daginn á smáum heröum horfði á jóreykinn hverfa og hesta og menn í vestur: Strauk fátækt úr augum og las. Síðasta lína smáljóðsins er mikil lýsing og hugtæk. Annar ljóöaflokkur kversins nefnist Sögunnar botn er grænn. Þá liggur leiðin út fyrir landsteina og veröa ýmis smáljóö til við samkveiking sögu og staðar. Þar er ort um Via Sturla — götu í Genúu, þar sem berfættur Islendingur kom viö á leið til Rómar. Þar veröa til nokkur stef um Napóleon staddan í Þuslaraþorpi — hetjuna stuttu, sem kom þama við, og síðan: Þeir hafa þaö sér til heiðurs að hér át keisarinn steik. I þessum bálki kemur Indriöi einnig viö í Clervauxklaustri eins og fleiri frægir menn; þar sem munklífi og menning h jara enn þótt friölausir nasistafantar fylltu klaustriö af hórum á haröleikinni tíð. Þá kemur flokkur sem heitir Marmari öreigans og er Indriöi þá í austurvegi, yrkir um sovéthetju, rauðar stjörnur á turnum og Stalín, eins og gesti meö glöggt auga ber. Og síöan liggur leiöin til Kína. Þar eru líka vegljóöaefni — svo sem Taó, enski klúbburinn sálugi í Tientsin og „fram- tíöin tyllir tánum á torg hins himneska friðar”. Loks er komiö viö í Ameríku. Þar eru ýmsir áningarstaðir sem bjóða Indriöa hugmynd í ljóö. I hitanum á flugvellinum í Chicago veröur honum fyrir aö leita sér til svölunar „að Ijós- hærörirödd semégþekkti”. A meðan mótorar sungu og margradda f lughöfnin þrumdi sat ég í símaklefa viö svala íslenskrar tungu. Síöasti ljóöakaflinn heitir í nauði vinda. Þar er höfundurinn heima á ný og yrkir um grænan lit og gamla bændur sem hætta aö búa og fara í safnið ,,að klífa þrítug bókabjörgin, bara til aö finna nöfnin”. Hann minnist líka á Hallgrím í Saurbæ í ferstiklum og vermenn á suöurleiö og bregöur upp þessarimynd: Sváfu oft á Sveöjustööum seinna gistu Fomahvamm. Beljuðu vötn um br jóst og klyftir bólgin milli skara f ram. Var af slíku svamli aö segja aö sá er ekki nakinn óð átti til að stirðna og standa stíffrosinn í miöri slóö. Þaö verður ekki sagt um þessa ljóða- bók aö hún sé innantóm orö — þeim er ætlaö nokkurt erindi annaö en aö sýna sig. Þau flytja flest frásögn eöa smá- sögu meö sínu lagi. Indriði viröist sækja það fastar að þau komi fram erindi sínu en þau séu svo snurfusuð aö hvergi sjáist á þeim blettur eða hrukka. Og þau hreyfa viö manni. Mann setur jafnvel hljóöan um stund eftir aö hafa rennt augum yfir ljóð, og les þaö síðan aftur — hægar. Og þau lifa sum lengi í huga eftir að gesturinn er farinn veg sinn í næta áningarstaö. Jónas Guömundsson hefur teiknað nokkrar myndir í feitum dráttum í bókina. Þær eiga vel við þessi ljóö. -AK. PERLA í BÓKAFLÓÐINU Hjálmar R. Bárðarson: ÍSLAND, SVIPUR LANDS OG ÞJÚÐAR. Útgofin af höfundi. Mér var mikið og óvænt gleðiefni, er athygli mín var vakin á stór- fróðlegri og faUegri bók, sem kom út fyrir fáeinum dögum. Ég hef ekki lagt í vana minn að fjölyrða um bækur á opinberum vettvangi, en nú get ég ekki oröa bundizt; hér er um aö ræða bók, sem er í senn óvanalega smekklega úr garöi gjörð hiö ytra og fuU af miklum fróðleik um land og lýð í einkar lifandi og ljósri fram- setningu; bókin er að stofni til myndabók, en jafnframt full af nyt- sömum fróðleik um sögu lands og þjóðar. Þessi bók er ISLAND, svipur lands og þjóöar, eftir Hjálmar R. Báröar- son, sigUngamálastjóra, mann mér alls ókunnugan, nema hvaö ég hef oft heyrt hans getið sem frábærs ljós- myndara, sem þessi bók staðfestir, aö hann sé; hitt kemur mér meir á óvart, hve hann býr yfir mikilli þekkingu á landi og þjóð, bæði sögu og staöháttum. Bókin er rúmar 400 bls.: meginefni hennar er myndefni meö skýrum texta og fróölegum, þar sem fariö er sólarsinnis um land- iö. I þessum oröum mínum mun ég þó eingöngu fjalla um fyrstu 100 bls., sem snerta einkum sögu þjóðarinnar; þar tekst honum sniUd- arvel aö feUa saman texta og myndir, sem skapa skýra og sterka heUd, en þaö gefur bókinni margfalt gUdi. I fyrsta kafla er fjaUaö um fund Islands; þar gjörir höfundur alh'tar- lega grein fyrir eiztu frásögnum um þessi efni; hann hefur haft mikiö fyr- ir aö kynna sér flest, sem um þau efni hefur verið skráö. Mikill fengur er að þessari frásögn, ekki sízt um Brendan hinn írska, en sú frásögn verður öll miklu meir Ufandi vegna frábærra mynda og upplýsinga af sigUngu írska bátsins Brendans til Ameríku fyrir fáum árum. Víst veit ég, að hér ber á mUU frásagnar hans og hefðbundinnar söguskoöunar, en ég fagna þessum kafla, því að ég er höfundi sammála í meginatriöum. Hann fer varlega og skynsamlega í ályktunum sínum. Væri forystu- mönnum okkar í sögu og fornleifa- fræöi skyldara að reyna aö kanna þennan kafla íslenzkrar sögu sem best, í staö þess aö reyna einatt aö gjöra tortryggilegt allt þaö, sem kann aö benda tU nýrra niöurstaöna. Væri vel, ef menn tækju nú höndum saman um skipulega könnun þeirra staöa hérlendis, þar sem helst mætti vænta leifa um búsetu írskra manna; sýnist þaö mUdu vænlegra til árangurs en sífeUdar yfirlýsingar um, aö enn hafi engar slíkar leifar fundist? FUina menn ekki sjaldnast það, sem enginn leitar að? Annar kafli bókarinnar fjallar um ferðir víkinga og landnám; þar heldur á penna maöur, sem hefur góöa þekkingu á öllu er snertir skip og sigUngar; þessi kafli er einkar skýr og aðgengUegur. Þriöji kaflinn fjaUar um jarðsögu landsins og sýnist vera stórfróölegur.enda sækir höfundur f róöleik sinn víöa. Fjóröi kafUnn er einna ítarleg- astur af þessum inngangsköflum og fjallar um þjóðarsöguna í hnot- skum; hann er ótrúlega vel heppnaður, þótt ég hafi nokkrar athygasemdir við hann aö gjöra; sumt sýnist vansagt vegna sam- þjappaðrar frásagnar; dæmi á bls. 71: „Um skeið stóö á Islandi rimma mUU konungsvalds og kirkjuvalds; „Þetta viröist mér vægast sagt ein- um um of mikil einföldun mikillar sögu. Sama máU gegnir um það, sem segir á sömu bls., aö ,,í staö fram- fara ríkti kyrrstaöa eöa hnignun á Islandi í nærfeUt 200 ár” eftir siö- breytingu. Hér virðist næsta lítiö gjört úr starfi manna eins og Guöbrands biskups Þoriákssonar, sem með útgáfu sinni á Biblíunni, grallaranum og sálmabókinni bjargaði íslenskri tungu frá „norskum” örlögum; en hér veldur miklu knappleiki f rásagnarinnar. Nokkur atriði fleiri koma upp í hugann, en þegar nánar er skoðaö er þar um að ræða hluti, sem ég tel höfundi skjátlast um af þeirri einu ástæðu, að hann er þar of bundinn söguhefð okkar, sem ég tel að vart fái lengur staðist; kannski er tæp- lega heiðarlegt að nefna þessi atriði hér, en til þess að menn skilji, við hvað ég á, nefni ég t.d. frásögn á bls. 51 um, að höfðingjar hafi reist hof eöa veisluskála á bæjum sinum til að halda blótveislur. Mér vitanlega hafa engar hofrústir enn fundist, frásagnir sýna þvert á móti, aö jafnvel á sjálfu alþingi hafa menn setið úti undirberum himni: Ætli þaö sé ekki, sannmæli, sem sagt hefur veriö, aö forfeð- Jónas Gíslason ur .okkar „hafi setið á þúfum og kallað þing”? Þaö var kristin kirkja, sem kom með samkomuhúsið, kirkjuna, til Islands; sama máli gegnir raunar um bókina, skólann og menninguna í víðtækastri merkingu; hér er auðvitað ekki viö höfund einan aö sakast. Á bls. 55 segir, aö Islendingar hafi hafiö fiskveiöar, þegar beitarþol landsins var fullnýtt; ætli hér hafi ekki valdiö miklu sú breyting á matarvenjum, sem fylgdi hinni alþjóðlegu kirkju er hún tók aö koma fastri skikkan á mál hér á 12. öld meö ákveönum föstu- boðum, er mönnum varö skylt aö kjötfasta ákveðna daga og tima ársins; þá óx skyndilega þörfin á fiskmeti; ætli verstöðvar hafi þá ekki tekið aö eflast og verslun innan- lands meö skreiö? Vart var þaö tilviljun ein, að Skálholtsstaöur eign- aöist snemma mestallar Vestmanna- eyjar og jarðir á Suðumesjum þóttu eftirsóknarverðari en margar aðrar? Á bls. 65 segir, að Sæmundur fróði muni fyrstur tslendinga hafa stundaö nám á Frakklandi. Nú mun yfirleitt talið óvíst, hvort hann nam á Frakklandi eöa í Franken í Suðvestur-Þýzkalandi; hitt er fullvíst, að þarna er um aö ræða sama menningarsvæði og þeir feðgar Isleifur og Gissur biskup sóttu nám sitt til. Þess má gjarna geta í leiðinni, að heimildir um utanfarir Islendinga til náms eru meir en heilli öld eldri en sambærilegar heimildir frá hinum Noröurlöndunum. Menningarstraumar, sem þessir menn báru heim meö sér, runnu saman við þjóðlega menningu landsins með rætur í keltneskum á- hrifum og báru fullþroskaöa ávexti í hámenningu Islendinga á síö- miööldum. Loks má nefna á bls. 65, er segir, aö kirkjan hafi plægt jaröveginn fyrir norska konungs- valdiö á Islandi; þetta erheföbundin skoðun, en hitt viröist gleymast, að kirkjan var hér að framfylgja skyldu sinni á aö vinna aö friöi meö sundur- lyndri þjóö; tel ég raunar vandséö, hvem veg annan það var hægt við þáverandi aðstæöur. En mál mun að linni þessum sparðatíningi, sem er þó meiri gagn- rýni á hefðbundna íslenska sögutúlkun en höfund þessarar á- gætu bókar; mér finnst bókin svo frábær í meginatriðum, að kröfur mínar til höfundar veröa enn strang- ari en ella fyrir bragöiö, ekki sízt eftir hinn frábæra upphafskafla bókarinnar. Þegar ég lagði þessa bók frá mér eftir fyrsta lestur, varð mér hugsað til þess, hvílíkur fengur væri aö því aö fá unna og útgefna veglega sögu lands og lýðs í máli og myndum unna af sömu kunnáttu og leikni og höfundi þessarar bókar hefur hér tekist. Stundum heyrist kvartaö undan þvi, að ungt fólk sinni lítt sögunni; gæti ekki hluti skýringar þess legið í því, hvernig sagan hefur oft verið „matreidd” handa íslensk- um nemendum? Hér hefur sem betur fer orðið á stórfelld framför allra seinustu ár, eins og margar nýjustu bækur Ríkisútgáfu námsbóka bera glöggt með sér, og er það vel. En geysilegur fengur væri að því fyrir þá útgáfu að geta nýtt kunnáttu og krafta manna eins og Hjálmars R. Bárðarsonar til þess að gjöra enn betur; þá væri ég í litlum vafa um, að sagan fengi fljótlega aftur fyrri sess í vitund íslenskra „nemenda” á öllum aldri. Þetta er orðið lengra mál en til stóð í upphafi og kannski ekki hefðbundinn ritdómur, en ég gat alls ekki oröa bundist. Innilega til hamingju meö þessa fágætu bók; sú ósk nær jafnt til höfundarins fyrir frábært verk, og okkar lesenda, sem hefur verið gefin falleg perla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.