Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Page 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982.
Spurningin
Hlustarðu á jólakveðjur í út-
varpi?
Þorgeir Vigfússon, starfar við forfalla-
þjónustu bænda: Það er ekki nema lít-
ið. Nei, ég sendi ekki. Ef ég sendi eitt-
hvað þá eru það þessar nýárskveðjur.
Elma Jónatansdóttir: Já, ég geri það.
Yfirleitt er þó ekki mikill tími. Nei, ég
hef ekki sent kveðjur sjálf.
Agatha Þorleifsdóttir matráðskona:
Já, það geri ég. Mér finnst þetta svolít-
ið notalegt og heimilislegt þegar verið
er að senda kveðjur til vina og ætt-
ingja.
Hafsteinn Sörensen mjólkurfræðing-
ur: Jú, yfirleitt jeri ég það ef ég hef1
ekki mikið að gera. Nei, ég sendi ekki
kveðjur sjálfur.
Lilja Markúsdóttir, vinnur á Hótel
Hoiti: Jú, yfirleitt geri ég það ef ég hef
ekki mikiö að gera en ég sendi ekki
sjálf.
Ásta Magnea óladóttir í skóla: Já, allt-
af. Mér finnst svo stutt til jóla þegar
kveðjumar byrja í útvarpinu.
| Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
HVERS VEGNA ER VERD
Á VÖRUM EKKIBIRT?
— mætti „blikka” í einu homi í sjónvarpsauglýsingum
3885—1012 skrifar:
Elsku hjartans lesendadálkur!
Eg á ekki mjög mikla peninga. Þess
vegna skiptir mig talsverðu' máli,
þegar ég lít yfir auglýsingar um hina
og þessa gripi til jólagjafa, hvaö þeir
kosta. Mér þykir afskaplega gaman að
gefa gjafir og hjarta mitt kætist þegar
ég sé hluti sem myndu „örugglega
henta henni Siggu, nú eöa þá sem gjöf
til Gvendar.” Svo les ég auglýsinguna
aftur, sannfærist ennú betur, og þá er
komiö að því: ég finn ekkert verö í ca
90% tilfella. Ekki fer ég að aka um bæ-
inn þveran og endiiangan til aö reka
nefið inn í verslanir og spyrja um verð
á einum og einum hlut. Auk þess er
hreint ekki víst að afgreiðslufólkiö hafi
einmitt þá tíma til að svara mér, því
mér hefur sýnst, fljótt á litið, að fólk
haldi almennt að afgreiðslufólk sé
kolkrabbar sem geti teygt sig í allar
áttir í einu.
Þá sest ég viö símann og reyni, oft
án árangurs og stundum með ærnum
tilkostnaði, að fá upplýsingar um verð-
ið. Svo fæ ég upplýst og hef ekki efni á.
En það er önnur saga og ekki algild.
Mig langar sem sé óskaplega að fá
svar frá kaupmönnum við því, hvers
vegna vöruverð er ekki birt í auglýs-
ingum. Til dæmis mætti gefa upp
hæsta og lægsta verð. I sjónvarps-
auglýsingum mætti láta verðið
„blikka” í einu horni meðan filman
rennur í gegn eöa hafa þaö fast í einu
horni í kyrrstæðum auglýsingum. Auk
þess finnst mér alltaf aö kaupmenn
sem greina frá verði vöru, séu á ein-
hvem hátt betri þjónustuaðilar. Líka
er rétt aö ég segi frá því að þegar ekki
er auglýst verð, þá dettur mér
stundum í hug: „Kannski heldur sá
sem vöruna selur, aðég komi í búöina,
sjái vöruna og kaupi hana þó hún sé
langt yfir getumörkum mínum og
buddunnar minnar.” — Dónaleg
hugsun, ekki satt?
Vill nú ekki einhver segja mér
hvers vegna verð á vömm erekki birt?
Eitt að lokum: oft finnst mér kaup-
menn eiga þakkir skildar fyrir að hafa
jafn fjölbreytt vömúrval á boöstólum
og raun ber vitni. Það er svo milli mín
og buddunnarhvort égkaupi.
Brófrítari þakkar kaupmönnum
fyrir fjölbreytt vöruúrval, en spyr
jafnframt hvers vegna verð á
vörum sé nær aldrei birt?
Hvimleitt
að borga
tollaaf
gjöfum
erlendisfrá
Sólmundur Einarsson hringdi:
Mig langar að vekja athygli á því,
að gjafapakkar frá útlöndum eru toll-
aðir. Rikisstjómin virðist ætla aö gera
sér þetta aö féþúfu, eins og svo margt
annað. Það em í gildi ákvæði frá 1978,
þar sem stendur að gjafir undir 10.000
gömlum krónum séu tollfrjálsar. Nú er
þessi upphæð orðin 100 krónur sem er
nú harla lítiö, og er rétt fyrir frí-
merkjunum. Það er mjög hvimleitt að
þurfa að borga toll af öllu því sem
maður fær að utan og það þyrfti að
breyta þessum lagaákvæðum meö til-
liti til núverandi verðlags.
Jólagjafir að utan sæta allt of hörðum tollákvæðum, að dómi Sólmundar Einarssonar.
Nwttum, tS»*e'
i m jjk Wm: w
i; Mé: jjf ji|: H1
■ ■i Æ jGSf
K ■ zjmfc fjtf b'lnj
.. K giHr VBC 1
P
mf r IL-