Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Page 17
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982.
17
Lesendur
Lesendur
Lýst eftir pakka
f rá New York
Inga Aradóttir hringdi:
Laugardaginn 11. desember hvarf
pakki úr farangri frá New York, á leiö-
inni frá Keflavík aö Hótel Loftleiöum. I
honum voru jólagjafir til þriggja fjöl-
skyldna á Islandi frá námsfólki erl-
endis.
Þar sem ég hef litla trú á því aö inni-
hald pakkans komi öörum en
eigendum að notum, er vinsamlegast
beöiö um aö honum verði komiö í
hendur réttra viötakenda.
Eg vil biöja þann sem veit um
pakkann aö hringja í númerið sem á
pakkanum stendur eöa koma honum á
afgreiösluDagblaösins og Vísis.
lólin gætu
veríð okkur
enn dýrmætarí
— ef fíkniefni væru ekki með í spilinu
Ámi Helgason í Stykkishólmi skrifar:
Jólin eru í nánd, helgasti tími árs-
ins. Oft heyrir maöur talaö um aö um-
fang þeirra sé of mikið og að menn
hamist viö aö gera þau heldur verald-
leg meö gjafaflóði og slíku. Vel má
vera að eitthvað sé til í því, en er ekki
betur variö þeim f jármunum sem fara
í þaö aö gleðja aöra, en þeim sem hafa
aöeins tjón og eyðileggingu í för meö
sér? Hér á ég viö alla þá f jármuni sem
fara í tóbak og önnur eiturefni.
Ekki virðast menn heldur minnka
viö sig kaup á slíkum efnum þótt þau
hækki í verði. Nei, margir gera sér mat
úr því aö smygla til landsins alls konar
eitri og selja meö okurveröi. Vitleysan
heldur áfram og menn kaupa þaö dýr-
um dómum sem jafnvel getur lagt líf
þeirra í rúst. Ekki er mikið fárast yfir
þessu, en menn hengja hausinn yfir
jólavertíðinni eins og það er orðaö, þótt
hún gangi ekki út á annað en gefa fólki
gjafir sem eru bæöi til nytja og bless-
unar.
Ástand fíkniefnamála hér á voru
landi er oröiö alvarlegt umhugsunar-
efni. Það er eins og meirihluti þjóöar-
innar sé oröinn samdauna því og nú
heyrir maður ekki oft talað um aö gæta
náunga síns. Má því segja aö haltur
leiöi blindan, þegar horft er til
fjöldans.
Þessu veröur aö breyta, eigi þjóöin
aöeiga framundan bjarta framtíð. Þaö
kemur þér nefnilega viö, vinur minn,
hvernig náunga þínum vegnar. Þessi
litla þjóð sem á í vök aö verjast, vertu
ei viö sjálfa þig að berjast. Þú hefir
ekki efni á því aö eyðileggja þegna
þínaá þennanhátt.
Eg hefi oft velt því fyrir mér
hvemig landið okkar liti út í svartasta
skammdeginu ef viö ættum ekki jólin,
Vímuefnalaus Jól og vimuefnalaust
land eru kjörorð framtiðar, segir
Árni Helgason i brófi sinu.
fagnaöarhátíöina sem yljar hverju
bami. Jólin gætu veriö okkur enn dýr-
mætari ef þessi eiturefni væru ekki allt
of víöa meö í spilinu. Jól á heimili
drykkju- og fíkniefnafólks eru ekkert
tilhlökkunarefni.
Munum aö viö eigum aö reyna hver
eftir getu aö hafa áhrif til góðs.
Utbreiða orö frelsarans sem ætíö er í
gildi. Ef hver gerir þaö sem í hans
valdi stendur, vex hamingjan og þaö er
sá vaxtarauki sem varanlegastur er
hverri þjóö. Vímuefnalaus jól og vímu-
efnalaust land eru kjörorö framtíöar.
Meö ósk um aö svo veröi sendi ég öllum
landsmönnum innilegar óskir um
gleðilega jólahátíö og þann friö sem
allatímavarir.
VIÐ LENGJUM JÓLIN EILÍTIÐ
Jólin ad þessu sinni eru í styttra lagi. Vinnuveitand-
inn okkar ákvad því að gefa okkur frí fyrir hádegi
mánudaginn 27. desember. Okkur veitir víst ekki af að
slappa af eftir þœr miklu jólaannir sem verið hafa í
búðinni síðustu vikurnar.
En sem sagt: Við opnum kl. 13 þann 27. desember og
bjóðum ykkur velkomin í búðina okkar. Við mœtum
hress og kát til starfa.
Ollum hinum tjölmörgu viðskiptavinum okkar óskum
við GLEÐLIEGRA JÓLA og FARSÆLS KOMANDI
ARS. Við eigum vonandi eftir að sjá ykkur oft á
komandi ári.
STARFSFÓLK KOSTAKAUPS,
REYKJAVÍKURVEGI72 HAFNARFIRÐI.
-T7CT
Fjölskyjduskemmtun
að deginum
Verð kr. 75-
Unglingaskemmtun
um kvöldið
fyrir 13ára og eldri
14.00-14.15
Höllin opnuö - innganga
14.15-15.00
Stuðmenn spila og sprella
15.00-15.45
Skemmtidagskrá
Syngjandi Grýla
Danssýning
Katla María
Kór frá Keflavík
Verðkr. 100-
21.00-01.00
Stuðmenn sjá um fjörið.
15.45-16.30
Stuðmenn spila og sprella
í annaðsinn
16.30-17.15
Skemmtidagskrá endurtekin
17.15-18.00
Stuðmenn spila og sprella
í þriðjasinn
Auk þess verður hátíðarstemming í Höllinni með fljúgandi
Leppalúða sem dreifir sætindum, míní Tívolí, furðudýrum, jólasveinum,
púkum og álfum, gengið í kringum jólatré, og margt, margt fleira
gert sér til gamans.