Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Side 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982. Menning Menning Menning Menning í skugga kreppu Jólaskemmtun i tlu ára bekk A. Dóra býður Völu skó að láni. (Teikning: Ragnheiður Gestsdóttiri. Æska Ragnheiður Jónsdóttir: VALA Iðunn, 1982,133 bls. Ragnheiður Jónsdóttir var mjög af- kastamikill rithöfundur, sem skrifaði jafnt fyrir börn og fullorðna. Alls skrif- aði hún 15 skáldsögur fyrir böm, auk leikrita og smásagna, en er sennilega þekktust fyrir tvo bókaflokka, þ.e. bækurnar um Dóru og Völu og Kötlu- bækurnar. Sjálf hefur Ragnheiöur lýst því hve freistandi sé aö halda áfram aö skrifa um sömu persónurnar: „Það eru tminitt þessi sterku tengsl við per- sónurnar sem lokka mann til þess að skrifa seríubækurnar — maöur tímir ekki aö skilja viö þær og heldur svo áfram og áfram að lifa í sambandi við þær og segja frá þeim.” Dórubækurnar — Vala Bókin Vala er einmitt hluti af átta binda bókaflokki, þar sem sögð er þroskasaga tveggja persóna, Völu og Dóru, frá barnæsku og fram yfir tví- tugt. Vala er fjóröa bókin í röðinni (fyrst gefin .út.1948), og lýsir lífi Völu frá níu ára aldri og fram yfir ferm- ingu, eöa u.þ.b. 5 árum. Bókin hefst á kreppuárunum og eru ófagrar lýsing- arnar á kjörum smælingjanna. Vala er næstelst sex systkina og fjölskyldan er bláfátæk. Faöir hennar er verkamaö- ur, en oftast atvinnulaus vegna krepp- unnar og því oft þröngt í búi heima hjá Völu. Móðir hennar vinnur yfirleitt heima, enda annað óhugsandi fyrir daga barnaheimilanna, auk þess sem auðvitað er litla sem enga vinnu að fá fyrir konur á atvinnuleysistímum. Sögusviðið er Reykjavík, þar sem fjöl- skyldan býr fyrst í fjölbýlishúsi, en flyst síöan í geymsluskúr, sem faðir Völu innréttar. Yfirleitt er umhverfið ömurlegt og þrengslin gífurleg, til að mynda er heldur rýmra um f jölskyld- una í skúrnum en áður var, þótt hann sé aðeins eitt herbergi og eldhús. Fátæktin hrjáir Völu mjög og eink- um er þó vissan um þaö að vera öðru- vísi en hinir krakkarnir sársaukafull. „Hvenær skyldi hún geta fengið nýja skó? Það fengu allar stelpumar í bekknum nýja skó fyrir jólin nema húa” (bls. 7) Og Vala brýtur heilann um orsakir þessa óréttlætis, muninn á kjörum sínum og barna betri bórgar- anna, án þess að fá nokkurt svar. „Af hverju mátti hún ekki hafa neitt skemmtilegt að hugsa um, þegar aðrir krakkar fengu að fara aö Laugarvatni og Þingvöllum? Af hverju, af hverju?”, hugsar Vala um sumarið. (bls.55) Áhrifum fátæktarinnar á Kára, eldri bróður Völu er einnig vel lýst. Við- brögð hans við fátæktinni og baslinu valda því að hann kemst í kast við lög- regluna og er sendur í einhvers konar betrunarvist upp í sveit. Þetta stafar ekki af því að hann sé í eðh sínu spillt- ur, heldur af ytri aðstæðum. Fátækt og þrengsli geta aldrei oröiö til annars en aö laða fram verstu eiginleika manns- ins, og alls staðar verða freistingar á vegi manns: „Þaö er ljótt að hafa krap á götunum þegar maður á ekkert nema Bókmenntir Harpa Hreins- og Guðrúnardóttir ónýta skó, og það er ljótt að hafa allar búðir fullar af sælgæti, þegar maður á ekkert til að kaupa fyrir”, segir hann (bls. 13). Síðar er svo áréttað hvemig þeir sem hafa einu sinni brotið af sér eiga erfitt með aö sýna hvaö í þeim býr, vegna vantrausts almennings, sérstaklega í borg þar sem allir þekkja alla og gróusögurnar blómstra. Breyttir tímar? Nú kynni einhver að halda, aö Vala væri með eindæmum leiðinleg bók, a.m.k. gætu lýsingar á kreppu og fátækt bent til þess. En því fer fjarri að nokkur volæðissvipur sé yfir bókinni. Hún er skrifuð á lipru og skemmtilegu máli, og sálarlífi Völu er lýst af miklu raunsæi og nærfæmi, þannig að les- andinn getur að mörgu leyti séð sjálfan sig í henni, þótt nú séu aðrir tímar og breyttir þjóöfélagshættir. Vinkona Völu, Dóra, sem er auömannsdóttir og því úr allt annarri þjóðfélagsstétt, er skemmtileg andstæða Völu og veldur miklu um að bókin er alls ekki einhæf, heldur má þar finna óvenju breiða þjóöfélagslýsingu, sem næsta fátítt er í barnabókum. Heimur Dóru og heimur Völu eru sem svart og hvítt, og Ragn- heiður lýsir því listavel hvemig mis- munandi ytri aðstæður og uppvaxtar- skilyrði móta persónuleika einstakl- ingsins. Þessar andstæður hærra og lægra settra eru enn við lýði nú á tím- um, þótt í minna mæh sé. Ymis mál sem reifuð eru í Völu eru því enn í fullu gildi, t.d. baráttan við aö koma sér upp þaki yfir höfuðið og mismunandi að- staða til þess: „Kristur kenndi aö allir menn væru systkin og böm guös, og enn í dag búa sumir í hreysum og aðrir í höllum”, segir faðir Völu. (bls. 69). Og Vala veltir því fyrir sér „af hverju sumir hafi mikla peninga og geti keypt allt og búið í fínum húsum, en aðrir hafi litla peninga og geti ekki snúið sér við án þess að rekast á einhvem.” (bls. 52) Ráðtil úrbóta En hvernig er hægt að útrýma þessu óréttlæti og efnahagslegu misrétti í þjóðfélaginu? Vala séraðeins eina leið, sem er nýtt þjóðskipulag. Hún sér líka að til þess að hafa áhrif þarf völd og þau fást með menntun, sé auður ekki bakhjarl manns. Þess vegna heitir Vala því á fermingardaginn að vera ,,trú allt til dauðans”, þ.e. „Hún heitir því að leggja sig alla fram til náms og þroska, svo hún geti unnið afrek til hjálpar þeim sem búa við erfið kjör.” (bls.128) Míægir höfundar hræðast e.t.v. þá tilhugsun að svo róttækar hugmyndir sé að finna í barnabók. En hafa böm þá ekki sama rétt og aörir til þess að velja og hafna, mynda sérskoðanir sjálf, í stað þess að vera mötuð á því einu sem forráöamönnum gott þykir? Einn virt- asti barnabókahöfundur okkar, Stefán Jónsson, víkur að því í harðoröri grein um bamabókmenntir, að á tímum aug- lýsingaskmms og lífsgæðakapphlaups- ins sýni margir foreldrar „menningar- legan fjandskap í garð sinna eigin barna” í vali bóka handa þeim, því „Það fólk sem þannig er dmkkið af eftirsókn lífsgæða sér til handa, hefur sem eðlilegt er vaxiö upp úr sjálfu sér og gleymt því að hugmyndaheimur bama og unglinga er heimur á sína vísu og á kröfu til að vaxa og þróast.” Hverju bami ætti að vera hollt að hugsa ofurlítið um þjóöfélagsmál og því fer sem betur fer fjarri að Völu megi kenna við einlitan áróður. Heldur vekur bókin ýmsar spurningar hjá les- anda og hvetur hann til íhugunar að lestri loknum. Það er því gleðilegt aö bókaforlagið Iðunn skuli nú gefa þess- ar bækur Ragnheiðar út á ný, nýjum kynslóðum til ánægju og vonandi ein- hversþroska. Að lokum er vert að geta þess, að bókin er sérlega fallega myndskreytt af Ragnheiði Gestsdóttur, sem mun vera dótturdóttir höfundar. Því miður skortir mig alla faglega þekkingu til þess að geta lagt nokkum dóm á mynd- imar, utan þaö að mér finnst þær mjög vel gerðar og svara algjörlega til þeirra hugmynda sem ég hafði áður gert mér af Dóru og Völu. Harpa Hreins- og Guðrúnardóttir, KALDAL —fjölskyldualbúm þjóðarinnar Ljósmyndir nú á tímum eru orðnar ríkur þáttur í okkar daglega lífi. Viö kynnumst fjarlægum atburðum gegnum ljósmyndir fjölmiðlanna, og flest reynum viö eftir mætti aö skrá fortíðina með ljósmyndum sem viö síðan geymum í hinum alræmdu f jöl- skyldualbúmum. En svo eru líka ljósmyndir sem sagðar eru meö stóru L-i og hlaönar eru „listrænu gildi”. En þessgr ljós- myndir „með listrænum ásetningi” eru ekki fyrirferðarmiklar í okkar litla ljósmyndasamfélagi, því mesta list- og lífsorkan hjá hinum íslensku ljósmyndurum fer í aö taka auglýs- ingamyndir af lopapeysum, súkku- laði eöa uppstilltum brúðhjónum. Þaö hefur því oft vafist fyrir mörg- um hvort ljósmyndarar geti talist „Ustamenn”, og ekki veit ég um neinn sem hlýtur listamannalaun í því virðingarskyni. Það er víst að hinn íslenski listræni atvinnuljósmyndari þarf meira örvandi umhverfi heldur en hér rík- ir, fleiri gefandi sýningar, frjórri umræður og kannski umfram allt ör- uggarimarkað. Bókin um Kaldal Og nú er loks kominn vilji og vísir að ákveðnum ramma eða vettvangi fyrir íslenska ljósmyndasögu. Ljós- myndasafniö hf.og bókaforlagiö Lög- berg, undir forystu Sverris Kristins- sonar, hafa riöið á vaðiö með fallegri bók meö ljósmyndum eftir hinn þekkta ljósmyndara Jón Kaldal. Það er Thor Vilhjálmsson rithöf- undur sem ritar formála að bókinni. Hann rekur sögu ljósmyndarans og reynir að nálgast verk listamanns- ins. Textinn er hressilega skrifaður og tekst Thor sérstaklega vel upp í umhverfis og atferlislýsingum af myndasmiönum, þar sem penninn viröist að mestu aðeins hlýöa hug- myndaflugi skáldsins. Á einum stað' lýsir Thor tilburðum ljósmyndarans þannig: „Ymsum brá í brún sem komu til frægasta ljósmyndara landsins og sáu hin fornlegu tól hans. Sama stóra myndavélin fylgdi Kaldal alla tíð, fyrirferöarmikið bákn sem var stillt með mikilli handsnúinni sveif. Og Kaldal hvarf á bak við svart klæðið eins og hann ætlaði inn í vélina þegar hann hafði metið aðstöðuna, ljós og skugga, og skyggnzt inn í sátann sjálfan, alvöruþrunginn og einbeitt- ur, og bar með sér aö þetta var ör- „Kaldal við Norka myndaváHna sem fylgdihonum alla tið". lagastund. Hann horfði þannig að Og hann hafði boltapung í hendi sér þaðgatminntáaugnlækni.stundum. og þegar hann kreisti hann dældi hann lofti um slöngu inn í vélina, og ljósopið opnaðist og festi sýn Kaldals á plötu, sjón hans á þann sem sat fyrir.” Opin eða lokuð andlit En skáldinu gengur mun stirðlegar að fjalla um og lýsa verkum Jóns Kaldals og er það næsta furðulegt að nokkur skuli halda því fram að Kal- dal hafi leitað eftir að „opna manns- andlitið”. Það virðist nokkuð aug- ljóst að þessi andlit sem myndasmið- urinn festi á filmu eru skoöuð „utan frá” og hinn listræni vilji hafi um- fram allt legið í ljósi og skugga sem hann notaöi til að „modelera” andlit- in og þá kannski persónuleikann. Þá er það eftirtektarvert I þessu sam- bandi að engum stekkur bros hér á síðum bókarinnar. Þá er erfitt að átta sig á hvað hef ur ráðið vali ljósmyndanna í bókinni. (Það hefur verið vandasamt verk því sagt er að Kaldal hafi tekið um 100.000 myndir). Þaðhlýturaðliggja einhver djúpur og dulur sannleikur þar að baki eða kannski hefur þar aöeins ráðið „smekkur” ónefndra manna (því aiginn er skrifaður fyrir ljósmyndavalinu). Og víst er að oft hefur nafn fyrirmyndarinnar haft áhrif á valið, þannig að áhorfandinn horfir í „gegnum” myndirnar, fram hjá mögnuðum leik ljóss og skugga. Bókin um Kaldal getur því vissulega virkað sem „fjölskyldualbúm þjóð- arinnar” y fir hátíðarnar. GBK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.