Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 20
20
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982.
Kerksni
Jú, sjáðu til, þetta er besti staöurinn fyrir gjafirnar!
Fiórar svartar periur
Fjórar hljómplötur mefl einleik Manuelu
Wieslor.
Upptaka: Bjarni Rúnar Bjarnason.
Vinnsla: Polygram, Wien.
Útgáfa: Manuela Wiesler, MW 1,2, 3 og 4.
Enn einu sinni kemur Manuela
Wiesler okkur á óvart. Sjaldan
veröur manni orða vant, en er
nokkur furöa þótt svo fari þegar
manni berast í hendur fjórar hljóm-
plötur með leik Manuelu. Og einhver
kynni aö spyrja — er þaö nú ekki
einum of stór biti til aö kyngja í einu?
En því er til aö svara, aö fy rst kemur
einn biti og áöur en maður veit af, sá
næsti, uns allt er uppetið einu sinni
og svo aftur og aftur. Nú skyldu
menn halda aö leiðigjamt sé aö
hlýða á eina flautu heilar átta plötu-
síöur og þaö má vera rétt, sé viö
aörar plötur átt. Plötur Manuelu er
maður hins vegar knúinn til aö
hlusta á, allar fjórar í einni lotu. (Sá
sem getur skammtaö sér þær einaog
eina með hléum á milli er gæddur
ótrúlegum vilj asty rk).
Og hvaö er þaö, sem gerir þessar
plötur svo heillandi? Eru þetta bara
ekki venjulegar klassískar plötur af
vandaðri sortinni? En slíkar koma út
í hundraöa og þúsunda tali nærri
daglega um heim allan. Jú, þaö er nú
mergurinn málsins. Hér er um aö
ræöa plötur, sem standa jafnfætis
því besta sem út er gefiö meö stór-
þjóöum. Bjami Rúnar Bjamason
skilar hér einstöku verki, sem sýnir
að kunnátta og smekkur geti unnið
upp tækni og aðstöðumun þann sem
upptökumenn stórfyrirtækja hafa
fram yfir okkar einfalda útbúnaö. Og
um aðra vinnu er ekki aö spyrja.
Þeir kunna sitt fag, piltamir hjá
Polygram.
Og svo er þaö leikur Manuelu. Það
þætti víst saga til næsta bæjar að
upptaka á átta plötusíðum væri ekki
nema tveggja nátta vinna. Umfærni
Manuelu vita allir. En hér sýnir hún
á einum staö sína ótrúlegu fjölhæfni.
Magnús Eiríksson—Smámyndir
FÁTTNÝTT —EN
IMARGT GOn
Þaö er engum vafa bundið aö
Magnús Eiríksson er eitthvert allra
besta dægurlagatónskáld sem viö
eigum. Er hann eitt af fáum tón-
skáldum sem hefur getaö sameinað
skemmtileg og grípandi lög með
góöum textum. Þaö hafa margir
söngvarar leitað í smiöju Magnúsar
og oftast meö góöum árangri. Sjálfur
hefur hann leikiö eigin lög á plötur
meö hljómsveitinni Mannakom og
eru plötur Mannakorns meö því
besta sem ég hef heyrt af íslenskum
dægurlagaplötum, gripandi lög og
góöir textar og Pálmi Gunnarsson
gaf lögunum sterkan svip, en hann
hefur sungiö langflest lög Manna-
korns.
Þaö kom því engum á óvart þegar
þaö spuröist að Magnús Eiríksson
ætlaöi aö koma meö plötu undir eigin
nafni. Fannst flestum kominn tími
til. Ber platan nafniö Smámyndir og
inniheldur tíu lög og eru lög og textar
aö sjálfsögöu öll eftir Magnús, en
auk þess leikur hann á gítar, syngur
eitt lag og stjórnar upptöku og
útsetur ásamt Baldri Má Amgríms-
syni.
Til aö syngja lögin hefur Magnús
fengið Pálma Gunnarsson, Ragn-
hildi Gísladóttur og Magnús Þór
Sigmundsson og standa þau sig öll
vel eins og þeirra er von og vísa.
Það er í rauninni ekkert sem
kemur á óvart við hlustun á Smá-
myndum. Þetta er tónlistin sem
maöur bjóst viö, skemmtileg lög og
ágætir textar. Magnús notar ekki
mörg hljóðfæri í lögum sínum, en
notar því meira synthesizer meö
ágætum árangri.
Platan byrjar á rólegu lagi, Sigling,
sem Magnús Þór syngur, Pálmi
syngur síöan eldhresst lag, Þorpar-
inn. Ragnhildur tekur viö í einu besta
lagi plötunnar, Hvað um mig og þig,
síðan kemur blús, en hugur
Magnúsar er alltaf nálægt blússveifl-
unni og syngur hann Reykjavíkur-
blúsinn sjáifur, verö ég nú aö segja
eins og er aö Pálmi heföi sungið
þennan ágæta blús betur, en Magnús
gefur laginu sérstakan svip. Síöasta
lag á fyrri helmingi plötunnar er
fallegt lag, Einn dag í senn, sem
Magnús Þór f er vel meö.
Magnús Þór byrjar einnig seinni
hliðina, er þaö titillag plötunnar,
rólegt eins og önnur lög sem hann
syngur á plötunni. Gummi og ég er
fjörugt lag sem Pálmi fer létt meö.
Ragnhildur syngur Engan til að
eiska, rómantísk ballaða^ ekki er ég
alveg sáttur viö þaö lag. Vals númer
eitt er eina lagiö á plötunni sem
eingöngu -er leikiö og gæti þaö vel
veriö þema viö franska kvikmynd,
svo mjög minnir þaö mig á kvik-
myndatónlist, enda hefur Magnús
verið með í aö semja lög fyrir tvær
íslenskar kvikmyndir undanfarin ár
meö góðum árangri. Platan endar á
eldhressum rokkara, Gúmmítarzan,
sem Pálmi syngur af miklum móð.
Þaö verður enginn fyrir von-
brigöum af aö hlusta á Smámyndir,
þeir sem þekkja tónlist Magnúsar
Eiríkssonar finna á plötunni allt það
besta sem einkennir þennan ágæta
listamann og bótt fátt sé um
nýjungar er allt sem þama er pott-
þétt.
-HK.
Þaö gildir einu hvort hún leikur
barok músík eins og á fyrstu
plötunni. Þar má benda á einstakan
flutning a-moll partítu Johann
Sebastians Bach; eöa nútímamúsík
skandinaviska. Á þeirri plötu er
meöal annars Kalais. Bæði verkin
eru til á öðrum plötum meö Manuelu
og fróölegt aö bera saman; eöa
franska flautumúsík eða þá á síöustu
plötunni íhugunarmúsík fyrir Kont,
de Leeuw og Jolivet. Allt er á plötum
þessum frábært. Yfir okkur dynur
slagoröið — „Geföu tónlistargjöf”.
Enginn hefur tekið þaö jafn bókstaf-
lega og Manuela, sem gefur fjórar
svartarperlur.
-EM.
Magnús Eiríksson — góður laga- og textahöfundur.
Þú og ég — Helga Möller og
Jóhann Helgason.
Þúogég—
Aðeinseittlíf:
Æ, æ...
Þú og ég eöa Jóhann Helgason og
Helga Mölier hafa sent frá sér plötu
númer tvö. Þaö er afskaplega auövelt
aö snúa út úr plötuheitinu — platan
heitir Aöeins eitt líf — meö því aö segja
aö betra ef sattværi.
Fyrri plata þeirra skötuhjúanna
haföi aö geyma púra diskó — sem eng-
inn nema ölvaður (ekki endilega af
víni) dansunnandi getur nýtt sér á
ljósagólfi. En lögin voru sum satt aö
segja nokkuð gripandi þótt fljótt yröu
þau leiðigjöm. En afuröin virtist
ganga vel í Japani í þaö minnsta og er
ekkert nema gott eitt um það aö seg ja.
En að ætla sér aö endurtaka sama
leikinn án nokkurra breytinga. Þaö
finnst mér einum of mikið af því góða.
Meira aö segja Japanimir hljóta að sjá
í gegnum slíkan leik. Aðeins eitt líf er
eins og ljósrit af fyrri plötunni — nema
hvaö lögin standa þeim á plötu nr. eitt
langtaðbaki.
Líklega veröur aö skrifa sökina að
miklu leyti á Gunnar Þóröarson — og
er illt til þess að vita. Hann sér um út-
setningar að mestu og stjómar upptök-
unni ásamt Geoff Calver . AÖrir hljóö-
færaleikarar eru erlendir enda er
platan nær alveg unnin í Bretlandi.
Á aðeins eitt líf eru tíu lög. Fimm eru
eftir Gunnar Þóröarson, þrjú eftir
Jóhann Helgason og sitthvort eiga þeir
Jóhann G. og Magnús Þór. Textarnir
eru þessir venjubundnu og þrír á
ensku. Eg get ómögulega tekiö eitt lag
fram yfir önnur. Mig langar þó aðeins
aö nefna þá útreiö sem hiö ágæta lag
Jóhanns G. Don’t Try To Fool Me fær.
Það er agalegt.
Söngur þeirra Jóhanns og Helgu er
svo sem hnökralaus en alls ekki er
hann góöur eöa athyglisveröur og þeim
fer illa aö syngja á ensku — sérstak-
lega þó Helgu.
Heildareinkunnin er því slæm. Eg
efast um aö platan standi undir nafni
— hún nær nefnilega í þaö minnsta
aldrei að vekja hlustendur sína til
lífsins. Eg held aö jafn ágætir tón-
listarmenn og aöstandendur þessarar
plötu eru, ættu aö snúa sér aö öðrum
hlutum.
-TT.