Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Qupperneq 24
I
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982.
Gíeðileg jól,
farsælt komandi ár.
Varmi
Bilasprautun
Auóbrekku 53. Sími 44250.!
Box180. Kópavogi.
Allur akstur
krefst
varkárni
fS
Ytum ekki barnavagni
á undan okkur við
aðstæður sem þessar
tfXF
/IFEROAR
SMÁAUGLÝSINGADEILD
Þverho/ti 11. Sími27022.
VERÐUR OPIN UM
JÖLAHÁTÍDINA SEM
HÉR SEGIR:
Fimmtudag 23. des.
opiðtilk/. 18.
Lokað aðfangadag, jó/adag
og annan íjó/um.
Opið mánudag
27. des. k/. 9—22.
Menning Menning Menning
Gamalt vín á nýjum belgjum
— eða háborgarinn eilífi
Kristján Albertsson:
MEÐAN LÍFIÐ YNGIST.
Almenna bókafélagið.
Þaö er misjafnt hvaö menn iöja sér
til afþreyingar á níræöis- eöa tíræðis-
aldrinum þegar svo vel vill til aö lífs-
ljósið er ekki brunniö niöur í stjakann.
Halldór Kr. Júlíusson sýslumaður
dundaöi viö aö læra rússnesku.
Kristján Albertsson heldur sig viö
leistinn sinn og skrifar skáldsögu all-
væna. Hann gefur henni nafn sem
skilja má á ýmsa vegu — Meðan lífið
yngist. Þaö á ef til vill að vísa til þess
lífslögmáls sem ræöur langri manns-
ævi, sem sé að maðurinn eldist aðeins
svo sem fram að sextugu eöa sjötugu
en tekur þá aö yngjast aftur — lifa í
æsku sinni, jafnvel veröa barn aö nýju
rétt áöur en hann fæðist í nýjan heim.
En líka mætti leggja í þetta nafn víö-
tækari skilning. Látum þaö eiga sig.
En Kristján yngir sig í þessari bók á
þann veg að hann leitar aftur í sjálfan
sig á góöum manndómsárum, gerir til-
raun á þann hátt að setja sjálfan sig og
fólk þeirra ára inn á svið nútíðar og
skemmtir sér viö aö horfa á, hvemig
þaö tekur sig út á þessum nýja og
skrítilega lífsvangi. Arangurinn
veröur auðvitað stórfenglegur og
maöur hrekkur ósjálfrátt viö að horfa í
það breiða regindjúp sem staöfest er
rnilli ártalanna 1930 og 1980 í íslensku
mannlífi og þar með skáldsögunni sem
jafnan er spegill síns tíma, nema hún
sébúsettísögunni.
Knstján Albertsson var, og er enn á
níræðisaldrinum, háborgaralegasti rit-
höfundur Islands. Hvert einasta skáld-
verk' hans hefur veriö reist af þessum
borgaralegu inn- og útviðum og bók-
menntagagnrýni hans, oft frábær aö
máli, stíl og skarpri athugun, var ætíö
jámslegin þessu borgaralega mati.
Meöan Laxness eiröi borgaralegum
viðhorfum (t.d. í Vefaranum) var
Kristján Albertsson: Hvað sem
segja má um þessa skáidsögu og
timaskekkju hennar þá er hún
fagurt ritverk.
Kristján fögnuöurinn uppmálaður en
þegar hann fór að skrifa um Bjart og
Sölku og tefla þeim og fleira fólki gegn
borgurum þá var svipa Kristjáns á 1
lofti (þó aö Laxness heföi greinilega
fariö mjög fram í ritlistinni). Kannski
er þetta hjágata, en þetta kemur í
hugann viö lestur skáldsögu Kristjáns.
Þar er hann enn sami háborgari
liðinna ára. Ég held aö brennt sé fyrir
þaö aö sögunni sjáist nokkur almúga-
manneskja. Og þó er sögusviöið allvítt
og breitt — jæja, bæði Akureyri og
Reykjavík — og svo heimurinn utan
Islandssteina. Sagan hefst á stór-
draumi íslensks heimsborgara sem
kemur heim og hyggur á mannaforráð
á Alþingi og í viðskiptalífi. Lýst er
„prófkjörsbaráttu” hans og fyrstu
sigurgöngu. En í þann mund sem hann
er aö ná markinu, fellur hann á
nýtískulegri freistingu íslensks
viðskiptalíf síðustu ára og lendir á
Litla-Hrauni. Þaöan kemur hann
betrumbættur og líkari mennskum
manni og þá kemur ástin — hin
óbreytanlega — og fullkomnar
sköpunarverkið. I sögulokin eygir
maöur hamskiptin úr borgara í marin.
En spumingunni um þaö hvemig
ummyndunin tekst er ósvarað.
Þetta er og á að vera nútímasaga.
En persónur og leikendur er aftur-
gengiö fólk í öllu æöi. En þetta eru
einkar viökunnanlegir borgarar og
fagursnyrtir. Þeir eru heimspekilegir í
tali, háfleygir í samræðum, gáfaðir og
orðfagrir, sumir hreinsorfnir til ágæt-
is — aðrir seyrnir eins og gengur.
Þaö er afar gaman aö samtali þessa
háborgarafólks úr liðnum tíma, þaö
minnir mann á hinar bestu sögur frá
tíö Einars Kvaran og Guömundar
Kambans. Þaö yljar manni hve mál
Kristjáns er fagurt og heillandi.
Honum bregöast ekki enn hin gömlu
snillitök, þótt hann sé farinn aö.
yngjast, og drjúgur spölur virðist enn í
bamdóminn. Og hann er ekki lengur
dómskár um of. Hvaö sem segja má
um þessa skáldsögu og tímaskekkju
hennar er hún fagurt ritverk, gamalt
vín og guðaveigar á glasi sem dreypt
er á af hófsemi efri ára. En borgarinn
er samt ekki aUur af guUi ger því aö
víöa þramir iUra hóta norn undir niðri
í stiklunum. Eg haföi hina mestu
ánægju af lestri sögunnar. Hún var
mér sem gamalt minni og víst er um
það hún á sér fáar eöa engar systur á
þessum jólabókamarkaöi — og er ekki
um aö sakast. Aö lesa hana — þaö er
Bókmenntir
Andrés Kristjánsson
kannski eins og að s já Hannes Hafstein
og nokkra samborgara hans birtast
aUt í einu í Austurstræti eöa Kaupangs-
stræti. Ætli hann lífgaði ekki svolítiö
upp á einn sunnudag á aöventu 1982?
Það gerir saga Kristjáns líka.
Andrés Kristjánsson.
Að yrkja með elskunni sinni
Einkamál.
Höfundur: Hans Hansen.
Þýðandi: Vernharður Linnet.
Lystrœninginn, Reykjavík 1982.
Hans Hansen, sem hér var á ferð-
inni í haust, er einn af hinum fram-
taksömu dönsku kennurum sem
drífa sig í aö fara að skrifa bækur
fyrir unglinga vegna vöntunar á
þannig bókmenntum. Hansen hefur
skrifaö mikinn fjölda bóka (25) auk
kvikmyndahandrita og efni hans
hefur hlotiö miklar vinsældir. Hér á
landi er hann þekktastur fyrir bæk-
umar Sjáöu sæta naflann minn og
tvær aörár sem Lystræninginn hefur
allar gefið út, einnig hefur veriö sýnd
hér kvikmynd meö sama nafni og sú
fyrsta.
Eins og allir vita sem hafa lesið
þessar bækur einbeitir höfundurinn
sér fyrst og fremst aö ásta- og til-
finningalífi unglinga á gelgjuskeiði.
Hann er óragur í lýsingum sínum á
fyrstu reynslu af ástinni og því til-
finningaróti sem henni fylgir. Mark-
miö hans er að veita unglingum
innsýn í þetta svið mannlífsins og
draga úr ótta við það en þetta telur
hann hafa verið mjög vanrækt í
unglingabókum. öragglega hefur
hann líka svarað spurningum
margra unglinga: — Er ég öðruvísi
en hinir? — Bregst ég öðravísi viö?
Hansen er ekki þekktur fyrir stór-
kostlegan skáldskap i bókum sínum
heldúr hispursleysi og mannlega
hlýju. Þaö besta viö hann sem
höfund er líklega það að hann man
greinilega mjög vel hvernig þaö var
aðveraunglingur.
Að auglýsa
í einkamálum
I bókinni Einkamál færir Hansen
sig þrepi upp fyrir gelgjuskeiöiö.
Aöalpersónan er tvítugur strákur en
umfjöllunarefniö er þaö sama —
fyrsta ástar- og kynlífsreynslan. I
þessari nýju bók finnst mér höf-
undurinn sýna meira hugmyndaflug
og tækni en í þeim bókum sem ég hef
áöur lesiö eftir hann, persónusköpun
er betri og sögufléttan slungnari.
Bankastarfsmaöurinn Eiríkur (20
ára) er aðalpersóna sögunnar. Hann
lifir afar tilbreytingalausu lífi, í
bankanum er þaö starfið og sam-
starfsfólkið sem þjakar hann, utan
bankans móöir hans sem fylgist meö
öllum hans geröum þó hún búi í
margra mílna fjarlægö. Eiríkur
hefur augsýnilega alltaf beygt sig
undir vilja hennar og af gömlum
vana gerir hann það enn á milli þess
sem hann heimsækir hana um helgar
og tal^r viö hana í síma. Hvort sem
þaö er undirgefni Eiríks aö kenna
eingöngu eöa líka einhverju fleiru þá
hefur hann aldrei haft uppburöi í sér
til aö nálgast kvenmann. Loks gerist
þetta svo í gegnum einkamála-
Bókmenntir
Hildur Hermóðsdóttir
Hans Hansen: ritar vinsmiar
bækur fyrir unglinga.
auglýsingu sem hann svarar. Hann
kynnist Helenu sem er 12 áram eldri
en hann og gift. Hjá henni kynnist
hann leyndardómum ástarinnar á
dáh'tið sérstakan hátt og eins og ætíö
hjá höfundinum eru tilfinningar og
sálarlíf mikilsveröur þáttur. Eiríkur
og Helena nálgast ekki umsvifalaust
í líkamlegri girnd heldur verða sálir
þeirra aö sameinast fyrst. Þau eru
bæöi ljóðelsk og leika sér aö því að
yrkja en meö skáldskap og hugar-
flugi gerir Helena Eiríki fyrstu kyn-
lifsreynsluna auövelda og yndislega.
En kynnum þeirra skötuhjúa fylgir
ekki bara ást og unaður heldur taka
máhn fljótlega undarlega stefnu og
höfundi tekst aö koma verulega á
óvart í lok bókar.
Eiríkur og Helena era töluvert
sannfærandi persónur. Eiríkur í
aulaskap sínum og undirgefni og
Helena er skemmtilega dularfull,
næstum eins og góð dís sem kemur úr
öðrum heimi til aö frelsa Eirík úr
ánauö. Lýsingarnar á sambandi
þeirra era opinskáar og eöhlegar,
þarna ná saman manneskjur sem
eiga ýmislegt sameiginlegt og
grundvaUa á því náin kynni. — Það
er kannski ekki vitlausari leiö en
hver önnur aö auglýsa í einka-
málum?
Hans Hansen er höfundur sem
skrifar fyrst og fremst með markaö-
inn í huga og það hvar helst er þörf
fyrir skáldskap hans. Einkamál er í
flokki bóka sem gefinn er út í Kaup-
mannahöfn meö þaö aö markmiði aö
fá eldri unglinga (16—17 ára) til aö
Iesa meira af bókmenntum. Þetta er
sem sagt bók skrifuð sérstaklega
fyrir þann aldur sem veigrar sér viö
aö lesa þungar fuUoröinsbækur og
bara býsna góð sem slík. Hún er létt
og auölesin en þó spennandi og vekur
tU umhugsunar um sálfræöUeg efni.
Máliö á bókinni er létt og Upurt í
þýðingu Vernharðs Linnet.
-HH.