Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Page 36
40
DV. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1982.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Ættbók og saga
íslenska hestsins
á 20. öld:
Lokabindi
Ut er komið f jórða og síöasta bindið í
ritverki Gunnars Bjamasonar: Ætt-
bók og saga íslenska hestsins á 20. öld.
Er þetta jafnframt lokabindið í þessu
mikla ritverki. Ætlunin er aö þýða Ætt-
bókina á erlend tungumál og er
reyndar ein þýðing þegar komin út á
þýsku.
I fjórða bindinu eru upplýsingar um
stóðhesta nr. 665—963 eöa til dagsins í
dag. Allir stóöhestar með aukanúmer-
um eru skjalfærðir. Einnig eru í bók-
inni nafnaskrá manna sem hafa verið
nefndir í bindunum f jórum svo og skrá
yfir alla hesta.
Myndir eru fjölmargar um það bil
1600. Til dæmis eru litmyndir af öllum
litbrigðum íslenska hrossastofnsins
auk mynda af öllum stóöhestunum.
Gunnar Bjarnason upplýsti á blaða-
mannafundi til kynningar á bókinni að
draumi hans sem ungs manns um að
verða listmálari væri fullnægt í þessari
bók þar sem hestar dönsuðu í lit-
brigðum náttúrunnar.
Stofuljóð
og kvæði
Rauða húsið á Akureyri hefur
starfað í nær tvö ár og m.a. staðið fyrir
myndlistarsýningum og fyrirlestrum
en hefur nú bókaútgáfu. Fyrstu tvær
bækumar sem Rauða húsiö sendir frá
Stöðvun kjarn-
orkuvígbúnaðar
Hjá Máli og menningu er komin út ný
pappírskilja, Stöðvun kjarnorkuvíg-
búnaðar eftir bandarísku öldunga-
deildarþingmennina Edward Kennedy
og Mark Hatfield. Formáli er eftir
annan þekktan bandarískan stjóm-
málamann, W. Averell Harriman.
Stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar, eöa
Freeze eins og hún heitir á frummáli,
er alveg ný bók á frummáli, kom út í
aprílmánuði síðastliðnum í Bandaríkj-
unum. Hún hefur verið mjög umtöluð
og er þegar oröin víðlesnasta bók
hinnar nýju friðarbaráttu vestan hafs
— og víöar, því hún er þegar komin úí í
á annan tug þjóölanda.
Stöðvun kjamorkuvígbúnaðar er i
þýðingu Jóns Guðna Kristjánssonar,
Tómasar Einarssonar og Þrastar
Haraldssonar. Bókarauki er eftir
Garðar Mýrdal. Bókin er 183 bls. að
stærð, prentuð í Prentsmiðjunni
Hólum hf. Kápumynd er eftir Þröst
Haraldsson.
sér eru ljóöabækumar Stofuljóð og
Kvæði.
Stofuljóð er ljóðaflokkur eftir Jón
Laxdal Halldórsson. Eftir Jón hafa
komið út þrjár aðrar bækur en Stofu-
ljóð er önnur ljóðabók hans.
I Kvæðum, eftir Guöbrand Siglaugs-
son, eru þrír kaflar. Þetta er þriðja
ljóðabókhans.
Bækumar eru til sölu á eftirtöldum
stöðum: Bókaverslun Sigfúsar
Eymundssonar og Bókabúö Máls &
menningar í Reykjavík, Bóka-
verslun Jónasar Jóhannssonar, Bóka-
og blaðasölunni og fombókaverslun-
inni Fróða á Akureyri.
Rauða húsiö hyggst gefa út bækur
nokkmm sinnum á ári og er fyrir-
hugað að næstu bækur komi út í
febrúarnk.
Árakló
Bókaútgáfan Skreið hefur sent frá
sér litla fjölritaöa bók sem hefur að
geyma kvæði, stökur og teikningar
eftir Harald Guðbergsson. Haraldur er
löngu kunnur af teikningum sínum og
má nefna myndasögur hans við forn-
kvæði sem fyrir allmörgum árum
birtust í Lesbók Morgunblaðsins.
I Árakló eru rímuð ljóð um stjórn-
málamenn og þjóðarhag. Mottóvers
hanshljóðarsvo:
Paðreimstrúðapólitíkin
plötusnúöa stígur dans
vafin skrúða, valdafíkin
vonarbrúður Andskotans.
Árakló er 35 bls. fjölritun og frágang
annaðist Stensill.
HARALDUR OUDBEHOSSON
km
KKd
KVÆDI
STÓKUR
TEIKNINGAfí
James Bond
snýr aftur
eftir John Gardner
Hjá Fjölni er komin út bókin James
Bond snýr aftur eftir John Gardner.
Þýðandi er Björn Jónsson.
Þetta er ný bók um hinn kunna
kappa sem Ian Fleming gerði ódauð-
legan á sínum tíma. Erfingjar höf-
undaréttar Flemings hafa nú ráöið
nýjan höfund til aö skrifa um ævintýri
Bonds og hafa tvær fyrstu bækurnar
þegar oröið metsölubækur austan hafs
og vestan.
Bond er sjálfum sér líkur í bókum
Gardners, umvafinn kvenfólki og harð-
svíruðum glæðamönnum, og hann
hefur fengið endumýjað sérleyfi sitt,
númer 007, sem veitir honum leyfi til
aö vega mann og annan ef þörf krefur.
Reiði
guðs
eftir hinn þekkta
spennusagnahöfund
James Graham!
Hverjir eru Emmet Keogh ungi
byssumaðurinn og Oliver van Hom,
presturinn með vélbyssuna? Gátu þeir
neitað þegar Bonilla höfuðsmaður
sagði við þá: .Ji’innið og drepiö Tómas
de la Palta eða þið verðið leiddir fyrir
aftökusveitina”?
mm
KltlUR
Njósnarinn á
flugleið 101
Frank og Jói
Hjá Leiftri er 28. bókin um Frank og
Jóa komin út. Þessar drengjasögur
eftir Franklin W. Dixon þarf varla að
kynna svo marga lesendur eiga þær
hér á landi. Eins og venjulega þeysa
þeir bræöurnir um hættuleg svæði að
þessu sinni mest í flugvél í leit aö harð-
svíruðum glæpaflokki sem hefst viö í
kastala á Bretlandseyjum. Þá kemur
Scotland Y ard einnig við sögu.
Þýðandi er Eiríkur Baldvinsson.
Bókin er 120 bls.
INMlN w, OIXON
eftir Brynjólf Bjarnason
Hjá Máli og mennmgu er komin út ný
pappirskilja, Með storminn í fangið III
eftir Brynjólf Bjarnason. I bókinni era
greinar, ræður og viðtöl frá áranum
1972—1982, og má nefna að þar erm.a.
að finna ræðu sem Brynjólfur Bjama-
son hélt á fundi stúdenta 1. desember
síðastliðinn og nefnist Vísindi og
kreppa.
Með storminn í fangið I og Með
storminn í fangið II komu báðar útsem
pappírskiljur árið 1973 og höfðu að
geyma greinar og ræður Brynjólfs frá
árunum 1953—1972, og veita því þessar
þrjár bækur ómetanlega heildarsýn
yfir stjómmálastarf höfundarins og
stjómmálasögu þessa tímabils al-
mennt; og þó ekki síst um sögu Sósía-
listaflokksins.
Með storminn í fangið III er 151 bls.
að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni
Hólum hf. Þröstur Magnússon gerði
kápuna.
Með storminn
í fangið III
Við fjöllin blá
Goðasteinsútgáfan, Skógum, hefur
sent frá sér ljóðasafn Guðrúnar
Auðunsdóttur húsfreyju í Stóru-Mörk
undir Eyjafjöllum. Áður hefur komið
út myndskreytt þulusafn hennar: I
föðurgarði fyrrum (Norðri, 1956).
Formáli ljóðasafnsins er eftir séra
Sigurö Einarsson í Holti og birtist
upphaflega sem ritgerð um ljóð hennar
í tímaritinu Heima er best áriö 1963.
Þar segir meðal annars: ,,Hvemig
stendur á því að skáld með jafn-
ótvíræða upprunalega hæfileika hefur
ekki látið meira kveða aö sér, ort
meira? Vera má að Guörún geymi það
í skúffunni og við eigum eftir að sjá
það.”
Og nú eru ljóö Guðrúnar, sem séra
Siguröur óskaði eftir að sjá, komin á
prent. Bókin er 109 bls., gerð í Prent-
smiðju Suöurlands.
GUORÚN AUÐUNSDÓTTIR
VIÐ FJÖLLIN BLÁ
LJOÐ
r»ODAST£)NSOTGAí>Y.%'
SKÖO m ,
Leyndarmálið
um hvalinn
Frank og Jói
Ut er komin hjá Leiftri 29. bókin um
Hardy-bræðurna Frank og Jóa, 18 og
17 ára. Þeir eru synir hins frægá leyni-
lögreglumanns, Fenton Hardy, og
standa föður sínum lítt aö baki.
I þessari bók þurfa þeir að leita uppi
„hvalbeinsskurðgoð” frá dögum
Ming konungsættarinnar. Það er
fimmtíu þúsund dollara virði og því
hefur nýlega verið stolið úr frægu
alþjóðlegu safni í Hong Kong. Talið er
að þaö sé komið til Bandaríkjanna, en
annars er lögreglan ráðþrota. Þeir
bræður fara á stúfana.
Eiríkur Baldvinsson þýðir bókina
semerl20bls.
OSKAR AÐ RAÐA
BLAÐBURÐARBÖRN
Hagar
• Gnoðarvogur
DV-afgreiðslan — Þverholti 11
Sími 27022. ■
yjyyg • Kambsvegur • Laugavegur • Arnarnes 1
WVV • Meistaravellir • Hátún • Blesugróf f