Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1982, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982.
Minni fram-
leiðsla
— segir VSÍ um afleið-
ingar orlofslengingar
„Reynsla nágrannaþjóðanna sýnir
að þar sem það hefur veriö reynt
fjölgar störfum ekki að neinu marki
með lengingu orlofs.” Þetta sagöi
Þórarinn V. Þórarinsson, hjá Vinnu-
veitendasambandi Islands, í viðtali viö
DV. „Fyrirtækin hafa ekki haft
tækifæri til þess aö bæta sér upp
minnkun á framleiöslu með því að
bæta viðsigfólki.”
Eins og greint hefur verið frá í DV
mun lenging orlofs, samkvæmt hinum
nýju lögum frá Alþingi, leiða til
fjölgunar um 200 til 250 starfa hjá hinu
opinbera. En Þórarinn sagöi að slíkt
gerðist ekki aö neinu svipuöu marki
hjá einkafyrirtækjum. „Undanfarin ár
hefur veriö meiri eftirspurn eftir
vinnuafli en framboðið er,” sagði
hann. ,,Og við sjáum ekki að á næsta
ári allavega breytist það ástand. Þeg-
ar af þeirri ástæðu getur ekki oröið um
fjölgun starfa aö ræða. Þannig að
lenging orlofs mun koma fram í skertri
framleiöslu.” -óbg.
AgnarKofoed■
Hansen látinn
Agnar Kofoed-Hansen flugmála-
stjórierlátinn.
Agnar var einn helsti brautryðjandi
íslenskra flugmála. Hann lauk flugliðs-
foringjaprófi frá danska sjóflugliðs-
foringjaskólanum árið 1935 og starfaði
sem flugmálaráðunautur ríkis-
stjórnarinnar 1936 til 1945. Hann varö
flugvallarstjóri ríkisins 1947 og gegndi
því embætti til 1. janúar 1951 er hann
tók við embætti flugmálastjóra, sem
hanngegndisíðan.
Agnar Kofoed-Hansen var einn af
stofnendum Flugmálafélags Islands
árið 1936 og Svifflugfélags Islands
sama ár. Jafnframt var hann einn
aöalhvatamaöur að stofnun Flugfélags
Islands 1937, fyrsti flugmaður þess og
framkvæmdastjóri til ársins 1939.
Eftirlifandi kona hans er Björg
Axelsdóttir.
Smáauglýsingadeild DV er opin til
kl. 18 í dag, Þorláksmessu, en verður
síðan lokuö fram til mánudags-
morguns. Þá veröur opið til kl. 22 eins
ogvenjulega.
DV kemur síðan aftur út á mánu-
daginn. Auglýsingadeild DV óskar
viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla.
LOKI
Einkafram taksmaðurinn
vili ioka, ríkisvaldið lætur
opnun afskiptalausa.
Hvernig snýr þetta eigin-
lega?
Um 50 áhafnir úti
um jól og áramót
Allmargar íslenskar áhafnir verða
að störfum erlendis um jól og ára-
mót, um 360 tslendingar, alls 37
áhafnir, um jólin og um 380 manns
um áramót eða 36 áhafnir. 125 tilvik-
um er þar um sömu áhafnir að ræða
sem eru f jarri heimilum sínum bæði
jól og áramót, samtals 200 Islend-
ingar.
Hjá Nesskip eru það öll skipin sem
verða f jarri um jól og áramót, alls 44
starfsmenn. Hjá Eimskipafélagi
Islands verða 173 af þeirra starfs-
mönnum við skyldustörf erlendis um
jól en 146 um áramót. Starfsmenn
SlS verða erlendis 55 um jól en 77 um
áramót. Frá Hafskip verða 24
erlendis um jól en 40 um áramót.
Flugleiðir verða með um 12 áhafnir í
störfum á erlendri grund um jól og 13
um áramót. Frá Arnarflugi verða 14
starfsmenn úti um jól og áramót, alls
þrjár áhafnir.
Tölur þessar kunna að breytast,
óvíst er með skip og flugvélar hvort
áætlanir standist. Er þvi uppgefinn
fjöldi einungis til viðmiðunar en
standist allar áætlanir þá verða um
540 Islendingar starfandi í flugi eða á
sjóumjólogáramót.
-RR.
Videoson hefur fengið fimm nýja framhaldsþætti tii sýningar á næstunni og giœnýjan jólaþátt sem
sýndur verður annan ijóium. Myndin er afnokkrum þeirra sem fram koma ijólaþættinum, Dick Van Patt-
en, Andy Williams, James Gaiway íirski flautusnillingurinn sem ekki komst á Listahátiðina), Dorothy
Hamiii skautadrottning og Aileen Quinn, barnastjarnan sem sló i gegn i „Annie". Sjá nánar i frótt á
biaðsiðu 4.
HEILLIBRENNU
EKIÐ A BROTT
Borgaryfirvöld fjarlægðu í gær
brennu viö Kleppsveg 155 rétt ofan
við Holtagaröa, hús Sambandsins.
Fyrir um viku byrjuöu nokkrir
krakkar að safna í brennuna og töldu
sig hafa fengið vilyrði hjá borgar-
yfirvöldum fyrir henni. Ágætlega
gekk aö safna í brennuna og var hún
orðin hin myndarlegasta, þegar hún
var fjarlægð í gær. Að sögn borgar-
yfirvalda þurfti aö fara fjórar til
fimm feröir á stórum vörubíl til að
fjarlægja draslið úr brennunni.
Valdimar Sigurðsson, lögreglu-
þjónn í Reykjavík, sem hefur með
brenríúr í Reykjavík að gera, sagði í
samtali við DV að margvísleg rök
væru fyrir því aö ekki væri hægt að
veita leyfi fyrir brennu á þessum
stað. Nýjar byggingar væru komnar
í grenndina og það væri augljóst að
hundruð bama þyrftu aö fara yfir
Kleppsveginn, sem væri ein aðal-
umferöargata borgarinnar. Þetta
skapaöi mikið umferðaröngþveiti.
Sveinn Ingibergsson, sem er
ábyrgðarmaður brennunnar, sagði
við DV að hann hefði sett inn umsókn
fyrir um þaö bil viku. Hann hefði
ekki verið búinn að fá formlegt svar
fyrir brennunni en menn sem komu
og skoðuðu brennustæðið heföu sagt
við krakkana að þetta hlyti að vera
allt í lagi. Það var því farið af stað
þar sem undirtektir hefðu verið
góðar. Krakkamir heföu unnið vel en
síðan heföu lögregluyfirvöld haft
samband við hann og tjáö honum að
útilokað væri að leyfa brennu á
þessum stáö. „Ég verö þó aö segja
að mér finnst óeðlilegt að leyfa
krökkunum ekki að vera með brennu
á þessum stað,” sagöi Valdimar.
Þess má geta að oft hafa verið
brennur á þessum stað en í fyrra
kom upp svipað ástand og nú og
brennan var fjarlægð. Fékkst ekki
leyfifyrirhenni. -JGH.
HEIMABINGO:
Umboðs-
maður
DV fékk
vinninginn
,jEg var himinlifandi þegar mér var
tilkynnt um vinninginn. Sem umboös-
maður DV hér í Búðardal fékk ég send
bingóspjöld til að selja. Sjálf keypti ég
nokkur spjöld, svona meira til að
styrk ja gott málefni, enda hef ég aldrei
unniö neitt í bingóum eða happdrætti
áður. Og í rauninni finnst mér þetta
allt hálf ótrúlegt og er varla búin að
átta mig á þessu enn,” sagði Sólveig
Ingvadóttir, umboösmaður DV í
Búöardal. En hún hlaut aukavinning-
inn í Heimabingói Sjálfsbjargar,
Iþróttasambands fatlaðra og DV, sem
dreginn var út í gær, forkunnarfagurt
Sharp hljómflutningstæki.
Ákveðiö hefur verið að spila áfram á
næsta ári en þá með breyttu fyrir-
komulagi, sem mun gera bingóið enn
meira spennandi.
Heimabingóið er stærsta bingó
landsins og í einni úmferö skipta þátt-
takendur þúsundum um allt land.
-JGH.
Fleiri bíða
en fá inni
Nú eru 442 börn á dagvistum í
Kópavogi. Enn fleiri bíöa hins vegar
eftir að komast í vistun og eru 482 böm
á biðlistanum.
Áf þeim sem bíöa er ætlunin að koma
97 á dagheimili, 368 á leikskóla og 17 á
skóladagheimili. HERB.
Mikið versl-
að í gær-
— þrátt fyrir veður
og Dallas
Opið var í velflestum verslunum í
miðbænum í gærkvöldi til klukkan tíi
þrátt fyrir mótmæli Verslunarmanna-
félags Réykjavíkur.
DV ræddi við nokkra kaupmenn og
voru þeir almennt nokkuö ánægðir meí
verslunina í gærkvöldi og sögðu að
ekki virtist veðriö hafa komið í veg
fyrir verslunarleiðangra, hvað þá
Dallas.