Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 8. JANUAR 1983.
7
Hver hefði trúað því fyrir nokkrum áratugum að Hverfisgatan,
sem þá var agnarlítill götustúfur, œtti eftir að verða einhver mesta
umferðargata Reykjavíkur? Sjálfsagt hefðu afar okkar og ömmur
brosað í kampinn, hefði einhver framsýnn maður látið þau orð falla!
Og sá hinn sami eflaust verið álitinn meira en lítið skrýtinn í
kollinum! En framfarirnar láta víst ekki að sér hœða. Við litumst
um á Hverfisgötu skömmu eftir aldamót í máli og myndum.
Gasstöðin. Þar stendur nú lögreg/ustöðin nýja. Neðartega fyrír miðri mynd
sést i trébrú, en þar undir rann Rauðaré. Myndina tók Egiii Kristbjörnsson
érið 1930.
íþessu húsi bjó Pjetur Pjetursson bœjargjaldkeri, faðir dr. Helga Pjeturss. /
litla húsinu til vinstri voru bœjarskrifstofurnar. Fremst liggur Smiðjustigur,
en upp til hægri Hverfisgata. / fjarska sést i Thomsens Magasin. Takið eftir
hestvagninum ihorninu til vinstri.
Gasstöðvarstarfsmenn.
Fremst á myndinni er brú, sem lé
yfir Rauðará heim að ibúð gas-
stöðvarstjórans, Brynjólfs Sigurðs-
sonar og skrifstofu Gasstöðvarinn-
ar.
Hús Sturlubræðra. Það er nú farið,
en á þessum sama stað er danska
sendiráðið til húsa nú. i baksýn til
vinstrisjásthús við Lindargötu.
Hverfisgata 18, gegnt Landsbóka-
safni. í fjarska sést i þak Stjórnar-
ráðsins og enn fjær sóst i Landa-
kotskirkju og spítalann.
Likfylgd á Hverfisgötu. Húsið til vinstri á myndinni byggði Jón Magnússon, skrifstofustjóri og siðar for-
sætisráðherra, i kringum 1910. Þar er nú til húsa Prentarafólagið og er það númer 21 við Hverfisgötu.
Myndin er tekin i kringum 1912.
Þessi mynd er tekin skömmu eftir aldamót, og það er Arnarhóll sem blasir
við. Það er engin höfn komin til sögunnar og takið eftir skútunni, sem
dólar úti fyrir. Vinstra megin við staurinn sem sóst á myndinni er
Nordalsíshús ogþar rétt við Siemsen.