Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Qupperneq 36
36
DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983.
Viðistaða-Fordinn áríð 1978. Maðurínn sem við hann stendur heitir Pétur G. Jónsson og á heiðurinn af endursköpuninni.
ELSTIBÍLL LANDSINS
Bifreiðin er ekki aðeins snilldarvél
til þess smíöuð að flytja fólk á milli
staða — eins og hver annar smíðisgrip-
ur ber hún svipmót síns tima og er því
öðrum þræði heimild um þróun stíls og
smekkvísi. Bifreiðin hefur gegnt æðsta
hlutverki í þeim hinum miklu svipting-
um aldarinnar, sem bera allar pólitísk-
ar byltingar ofurliði, og það er viss
menningarleg kvöð að varðveita menj-
ar þessarar framvindu.
Til er sérstakur klúbbur á Islandi,
stofnaöur í þessa veru og heitir Forn-
bílaklúbburinn. Fjölmargir einstaki-
ingar vinna málinu af alhug, Þjóð-
minjasafnið og ýmis byggðasöfn
annast einnig varðveislu gamalla bif-
reiða.
Myndirnar með þessari grein sýna
elsta bíl landsins, Ford TT frá árinu
1917, fyrir og eftir viðgerð Þjóðminja-
safnsins. Þór Magnússon þjóðminja-
vörður lét Dægradvöl í hendur smá-
vegis spjall um þennan ágæta safn-
grip, og fylgir hún hér á eftir.
15 milljón eintök
„Fyrri myndin sýnir bíl Bjarna
Erlendssonar á Víðistöðum við
Hafnarfjörð, Ford TT frá árinu 1917.
Hún er tekin 1969 um það bil er Þjóð-
minjasafnið eignaðist bífinn, en þá var
hann orðinn mjög af sér genginn; hafði
lengi verið notaður sem einskonar
traktor heima á Víðistöðum. Jeppahjól
eru undir honum að framan, luktir
nýrri, frambretti og vélarhlif var
gegnryðgað og nánast hismi eitt en
sýndi þó gerla gamla lagiö, og allur
var bíllinn mjög illa farinn af ryði.
Þessir bílar komu óyfirbyggðir til
landsins, báru 750 kíló, og smiðuðu
menn síðan pall og hús á þá hver með
sínulagi.
Það sem einkum var sérstætt við T-
Fordana var gírskiptingin. Engin gír-
stöng var í þeim, heldur þrír pedalar í
gólfinu. Einn var bremsa, annar
afturábakgír, en hinn þriðji fyrsti og
annar gír. Var hann stiginn í botn í
fyrsta gír en sleppt síðan með hand-
bremsunni í ákveðinni stöðu, til að
setja í annan gír („high and low”, eða
„hæ og ló” eins og hér var kallað). T-
Fordinn var einfaldur, sterkbyggður
og ódýr í framleiðslu, enda afar út-
breiddur. Þeir voru framleiddir í yfir
15 milljónum eintaka frá 1907—1927,
iítt breyttir, og var það fyrst Volks-
wagen-bjallan, sem sló þetta fram-
leiðslumet T-Fordanna.”
Endurfæðingin
„Seinni myndin sýnir sama bil að
lokinni viðgerð árið 1978. Pétur G.
Jónsson, sem smíðaði bílinn upp,
stendur við hann og má glöggt sjá
stærðina á vörubíl ársins 1917 og bera
saman við vörubíla nú.
Pétur smíðaöi bretti og vélarhlífar
að nýju og fjölmargt annað í bílinn, en
nákvæmlega eins og verið hafði. Allt
járn var sandblásið og bætt, framhjól
Gamii Viðistaða-Fordinn fyrir viðgerðina. Myndin er tekin 1969.
eru hér komin af réttri gerð, með
trépílárum, en afturhjólin eru úr tré
með stálhring og massífri gúmmígjörð
umhverfis. — Afturhjólin voru í upp-
hafi með hjólbarða og slöngu, en á
stríðsárunum var erfitt að fá hjólbarða
og þá fluttust slík massíf hjól til lands-
ins. v
Hús og pallur er að mestu nýsmíði
eftir hinu gamla. Paliurinn er með
sturtum og læst með sveif. Settu menn
síðan öxlina undir pallhornið og sturt-
uðu hlassinu þannig af. Bensíntankur-
inn er undir sætinu með sjálfrcnnsli til
vélarinnar. Því gat það komið fyrir í
brekkum ef lítið var á tankinum, að
vélin fékk ekki bensín og þá tóku menn
það ráö aö bakka upp brekkuna.
Einnig kom fyrir ef bremsurnar voru
lélegar, að menn stigu á afturábakgír-
inn tfl að nema staðar. T-Fordunum
mátti bjóða nærri því allt og þeir ent-
ust von úr viti.”
Fombílar
Baldur
Hermannsson
Við þökkum þjóðminjaverði fyrir
spjallið og áréttum það sem fram kem-
ur í máii Kristins Snælands, annars
staðar í opnunni, að viti menn af forn-
bilum liggjandi í vanhirðu einhvers
staðar, þá komi þeir upplýsingum
varðandi þá áleiöis til Kristins, minja-
safna eða Fornbílaklúbbsins — for-
maður hans er Jóhann Björnsson, for-
stjóri í Ábyrgð hf.