Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Síða 37
DV. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR1983. 37 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Draumabifreið í Hollywood og Kambaseli — samtal við Kristin Snæland Sú var tíðin aö engin kvikmynda- dis þótti dís með dísum nema hún ætti Dusenberg og íslenskir sjón- varpsáhorfendur munu minnast þess að á liönu ári var einmitt sýnd kvik- mynd frá góöu árunum í Hollywood þar sem aldurhnigin leikkona átti einn slikan og olli henni reyndar tölu- verðu umstangi. Kristinn Snæland, til heimilis í Kambaseli 56 í Breiðholti, á líka sinn Dusenberg 1934 þótt heldur sé hann smærri í sniöum en sá sem Gloria Swanson státaöi af í myndinni því að þetta er líkan, varla nema hálfur metri á langdina. En þetta líkan er til vitnis um fleira en munaðarlíf Hollywoodstjarna því að það er líka heimild um stiltegund og smekk sem er löngu liðinn undir lok á Vestur- löndum. Utlínumar eru hvassar, frambrettin ekki sambyggð vélar- húsinu, tvö vígaleg varahjól, innfelld í frambrettin, vélarhúsiö geysilega langt, hvergi er sparað krómið og undir þessum glæsilega fararskjóta t eru minnst 18 tommu felgur sem væntanlega hefðu komið sér vel í ófæröinni sunnanlands á dögunum. Þetta eru fallegir bílar en fegurð þeirra hvarf úr gildi fyrir seinni heimsstyrjöldina og verður tæpast nokkurntíma endurvakin. „Já, það var ekki verið að spara krómið á þessum árum,” segir Kristinn Snæland. „Annars var líka Hudson 47 ákaflega mikill krómbíll og hámarki held ég að krómið hafi náð á bilinu 1950—55 en svo fór mjög aödraga úrþví.” Kristinn Snæland er lesendum DV vel kunnur því að hann hefur löngum verið ólatur að stinga niður penna og skrifa bæði um þjóðmál og fombíla. Hann er Eyfirðingur í föðurætt en Breiöfirðingur í móðurætt, kominn af sjálfum Eyjólfi eyjajarli sem á sínum tíma þótti stórmenni þar vestra og er mikill ættbogi frá honum kominn. Kristinn hefur gefið gaum að bílum frá bernsku. Hefur sá áhugi vaxið með aldrinum frekar en hitt og hefur hann nú í hyggju að setja saman rit um fornbíla á Islandi. „Dusenberg og aðrir glæsivagnar af svipuðu tæi vom mikil hefðartákn, bílstjórinn sat úti undir bem lofti hvemig sem viðraði. Bíllinn er allur mjög hár og þess vegna tilvalið fyrir stjömur eða þjóðhöfðingja að aka honum í gegnum mannþröng því aö þeir þurfa ekki að standa uppréttir til þess að allir nærstaddir geti virt þá fyrir sér. Þessi bíll hér var fram- leiddur í lok kreppuskeiðsins í Bandaríkjunum og það má nærri geta að þá var hálf u tilkomumeira að aka svona farartæki,” sagði Kristinn. Mœtti kannski bjóða þér tvöfaidan Dusenberg? Likanið sem Kristinn Snæland heldur á þjónar tviþættum tiigangi: það er minjagripur um eina fegurstu draumabifreiO sögunnar og innihaldiö er hvorki bensin nó smurolíur heldur dýrindis viski. Mynd BH. — Mennhafagreinilegalagtmikið upp úr glæsilegu útliti bifreiðanna í þá daga. „Já, mér finnst í rauninni nokkurs vert aö til séu stórir og glæsilegir bílar sem efnaðir menn eiga þótt ég aki kannski sjálfur bara á Trabant. Mér finnst til dæmis gaman aö því aö Rolf Johansen skuli aka á Cadillac og Indriði G. Þorsteinsson ekur líka á rándýrum amerískum bíl; þessir menn eiga alltaf bíla sem skera sig úr og gaman er að horfa á. Það er verra með Benzinn. Þótt maður aki um götumar á dýrum Benz þá sér enginn mun á honum og leigubílum, því að gerðirnar em svo keimlíkar. Ef Indriði eöa Rolf ækju framhjá Klúbbnum síða kvölds myndi enginn veifa hendi til þeirra en æki Geir Hallgrímsson framhjá á Benzanum sínum myndu allir veifa og halda að þar væri leigubíll á ferð.” — Nú er atgervi bifreiða mælt í hestöflum og stundum finnst manni áhugamenn um bifreiðar kjassa þessa hjólskjóta sína eins og hesta- menn gæðingasína. ,,Já, það er margt svipaö með hestamennsku og bifreiðamennsku, sem kalla mætti. Það er eins með vakran gæðing og glæsilegan bíl, við höfum kannski ekki efni á því aö eiga hann og halda á fóörum en við njótum þess að sjá hann spretta úr spori. Það er talað um að bíll sé þýður og sama gildir um hesta; við segjum aö hestur sé vel taminn og láti vel að stjórn, og svipað er um bíla — þeir eru misgóðir í stýri og skiptingu. Hvor tveggja er í senn farartæki og veitandi góðra ánægju- stunda. Eg var oft með hesta á yngri árum til sveita en nú hefði ég ekki efni á því að reka hest mér til skemmtunar og afþreyingar. Bíllinn hefur það umfram hestinn að hann hefur miklu meira notagildi nú á tímum.” — Hvaöa bíl áttu sjálfur, Kristinn? „Vauxhall Viva, árgerð 1970.” Gömlu jálkamir koma aftur Chevrolat Coupó 1948. Hinir ýmsu likamshlutar hans liggja i óreiðu hver ofan á öörum, en þeir eru þó komnir á öruggan stað og innan tiðar mun gamli jálkurinn skreiðast fram úr bæli sinu og taka sporið út i sólina. Mynd BH. Gamla sómabifreiðin á myndinni er loksins komin í örugga höfn eftir langa og stranga útivist — hversu stranga get ég ekki upplýst því að ég kann ekki skil á ferli hennar. Hún er af gerðinni Chevrolet Coupé 1948, tveggja dyra. Tvö eintök munu hafa komið út hingaö; eigandi þessarar er Sigurður Þ. Hansson og hann er einmitt í þann mund að fara til þess að gera hana alla upp og endurnýja svo að áöur en mjög langt um líður birtist hún kannski í öllu sinu glæsi- lega veldi á hægri ferð um götur borgarinnar. En tvíburasystirin? Hvert fór hún? Taliö er aö hún hafi farið til Vestmannaeyja og sagnir herma að vellauðugir útgerðarmenn þar hafi gefið hana vélvirkja nokkrum á sextugsafmæli hans, í heiöurs- og alúðarskyni fyrir dyggan stuðning og greiövikni um dagana. En svo tekur við hyldýpi gleymskunnar. Getur kannski einhver minnugur Vestmanneyingur frætt okkur nánar um afdrif þessarar bifreiðar? ,,Ég veit það fyrir víst aö víða úti um landið leynast svona fombílar, sumir miklu eldri en þessi,” sagði Kristinn Snæland. „Surna sér maður beint utan af þjóðveginum, aðrir hafa verið lagðir til hvíldar bak við útihús eða hóla til þess að fela þá sjónum vegfarenda. Fyrir fjórum árum var ég að aka hringveginn þegar ég kom auga á Chevrolet 1947, vörubíl; það var innst í Breiðdalnum en ég man ekki lengur bæjarnafnið. Svo gerist það skemmtilega atvik í síöasta túr minum á Dísarfellinu að einn skipsfélaga minna er einmitt úr Breiðdalnum og hann sagði mér að þessi gamli bíll hefði verið fluttur hingaö suður til varðveislu. Ef eig- andinn les þetta viðtal þætti mér vænt um aö hann hefði samband viö mig. Það má geta þess til gamans að bíllinn mun hafa veriö í svo góöu ásigkomulagi að hægt hefði verið að aka honum suður hefðu menn kært sig um.” — En hvaö eiga nú menn út um sveitir að taka til bragðs? Ekki er þeim öllum vel lagið að gera upp gamla skrjóða eða koma þeim saman í ökufært ástand. „Nei, en allra mikilvægast er að þeir komi bílunum í varðveislu með einhverju móti, tíni til alla gripi sem bílnum heyra til og komi þeim undir þak. Svo er gott að þeir láti vita af þessum bíl, annaðhvort Fombíla- klúbbinn, mig sjálfan eða einhverja þá aöila sem halda slíkum upplýs- ingum til haga. Svo er hægt að gera þá upp eða fá hæfan mann til þess seinna þegar tækifæri gefst. Sums staðar á bæjum liggja þessir gömlu bílar sundurtættir yfir stórt svæði og jafnvel hálfir í moldu en varahlutir geta legið einhvers staðar annars staöar, svo sem niðri í kjöllurum eöa úti í skemmum. Það verður að safna öllu saman og varðveita það. Einu sinni kom ég aö Veðrará í Önundar- firði og sá þar í túni Citroén 46 eöa 7, allan tættan sundur og út um allar trissur. En það furöulega var að nánast ekkert var ónýtt og lítið ryð sjáanlegt. I rauninni var þetta heil- legur fombíll þótt hinir ýmsu hlutar hans væru dreif ðir í grasinu kringum meginpartinn. Eg benti bóndanum á aö auglýsa bílinn til sölu í Dag- blaöinu ef ske kynni að einhver áhugamaöur um fombíla vildi leggja þaö á sig að sækja hann og koma honumístand.” Og hvað gerðist? „Jú, bíllinn seldist, veit ég er, en því miður veit ég ekki svo gerla um feril hans þaðan. En nákvæmlega eins bíll er til á Akureyri í topp- standi.” — Stundum nota menn hluta úr einni bifreið til þess að f ullgera aðra. „Já, stundum gera menn einn full- kominn bíl úr tveimur eöa fleiri hræjum. Þaö er gjörsamlega ótrú- legt hvað lagnir menn geta gert úr því sem öðrum virðist einskis nýtur ruslahaugur. En mikilsverðast af öllu er að menn komi fombílunum í skjól og dæmi ekkert ónýtt að vanhugsuðu máli. Svo geta þeir legið geymdir ámm saman, jafnvel ára- tugum, þangað til að því kemur að laginn maöur fer um leifarnar snillingshöndum og endurskapar skinandi fallegan fornbíl úr ryðguðum haug. Við Islendingar höfum verið ansi seinir til að skilja að þessir bilar eru söguleg verðmæti sem forða ber undan skemmdum. Ég er viss um að víða leynast hræin af 50—60 ára bílum sem vel er hægt að gera upp ef menn láta það ekki dragast öllu lengur að koma þeim í varðveislu.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.