Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1983, Qupperneq 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33
SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI11
86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14
FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1983.
Afleiðingar
lögbannsins á Strætó:
Afnemum af-
sláttarkort
— tapið minnkar um
tíu milljónir
„Þessi niöurfelling á sölu afsláttar-
korta, ef hún stæöi í eitt ár, myndi
minnka tap strætisvagnanna vegna
þessara aögerða yfirvalda úr þrjátíu
milljónum í tuttugu,” sagöi Davíö
Oddsson borgarstjóri í viötali við DV í
morgun. Varöandi hugsanlega frekari1
skerðingu á þjónustu strætisvagnanna
sagöi Davíð aö bersýnilega þyrfti aö
finna þær tuttugu milljónir sem á vant-
aöi annars staöar, meö því aö breyta
þjónustunni hjá strætisvögnunum.
Ekki heföu þó verið teknar neinar
slíkar ákvaröanir en athuganir væru í
gangi.
Davíö sagöi að líklega yrði lög-
bannstryggingin lögö fram hjá fógeta í
dag en sagði, varðandi það aö ábyrgö
fjármálaráöherra skyldi látin nægja:
„Marklausar yfirlýsingar ráöherra
koma okkur ekki viö. Ríkisvaldið er
aöili aö þessu máli og þaö er fáránlegt
aö annar málsaöila skuli hafa féö :
geymslu. Ég á bágt meö aö trúa því aö
slíkt verði leyft, en þaö væri þó eftir
ööruíþessumáli.” -óbg.
Ingólfur Guðnason
alþingismaður:
Vill lækka
Pál Péturs-
son um sæti
„Helber þvættingur, þetta hef ég
aldreisagt,” sagöi Ingólfur Guönason,
þingmaöur Framsóknarflokksins í
Norðurlandi vestra, er hann var inntur
eftir því hvort hann heföi neitaö aö
taka sæti á lista framsóknarmanna ef
Páll Pétursson yröi þar í 1. eða 2. sæti.
í grein eftir Ágúst Sigurösson á
Geitaskarði í Morgunblaðinu á þriöju-
daginn segir aö sú saga gangi fjöllun-
umhærra.
„Mér dettur í hug aö hann eigi við
það aö ég hef neitað aö taka sæti á
óbreyttum lista,” sagöi Ingólfur. Viö
síöustu kosningar var Páll Pétursson í
1. sæti á lista Framsóknar, Stefán Guö-
mundsson í 2. og Ingólfur Guönason Í3.
sæti. Ingólfur sagðist telja eölilegt að
Stefán skipaði 1. sæti listans aö þessu
sinni. „Ég tel aö þannig yrði listinn
sterkari, án þess aö ég vilji gera upp á
milli þessara ágætu manna,” sagöi
Ingólfur.
-ÓEF.
LOKI
Sjá nú verkalýðsleiðtog-
ar Alþýðubandalags fram
á að komast ekki lengur:
að fyrir menntamönn-
um?
Ólögleg vaxta
taka Seðlabanka?
„Eg lit svo á aö Seðlabankinn hafi
enga heimild til aö innheimta vexti
af vöxtum, eins og fram kemur í frétt
DV. Þetta er skoðun Haraldar
Blöndals lögfræðings, en tilefni
ummælanna er frétt sem birtist i DV
síöastliöinn föstudag um innheimtu
skuldabréfa. Þar segir meöal annars
aö bréf sé talið í vanskilum ef ekki
hefur veriö greitt af því 15 dögum
eftir að það féll i gjalddaga. Á því
tímabili megi reikna af þeim dag-
vexti sem miðast viö vexti af
bréfinu. Einnig segir aö eigandi
skuldabréfs geti sett á þaö dráttar-
vexti sem miðast við 4% og leggjast
mánaðarlega viö höfuðstólinn eða
5% mánaðarlega sem leggjast við
höfuöstólinn eftir 12 mánuði.
Haraldur Blöndal sagði að það
væri gegn allri lagavenju að bæta
vöxtum þannig við höfuðstól og
Seðlabankinn heföi ekki vald til að
taka slíkt upp einhliða. Að sögn
Haraldar eru margir hæstaréttar-
dómararsem styðja þetta.
Björn Tryggvason, aðstoðar-
bankastjóri Seölabankans, svaraði
þessum ummælum á þann veg aö lög
fæluSeðlabankanum aðákveöa vextí
fyrir banka og sparisjóöi. Full
heimild væri fyrir því aö bæta
dráttarvöxtum viö á ársgrundvelli,
þó ekki væri mikið til af skrifuðum
reglum um málið. Vextir þessir eru
þó ekkí „kúmúlatívir”, að sögn
Björns, safnast ekki upp.
-PÁ.
Sölu-
turnar
í göngu-
götunni
< ' h
Hugmyndir eru nú uppi um þaö aö
setja upp söluturna á miöri göngugöt-
unni í Austurstræti, þar sem hinir upp-
hækkuöu grasbalar eru nú. Það er
Kristinn Ragnarsson arkitekt sem
sendi borgarráöi erindi um þetta mál,
en því hefur verið visað til skipulags-
nefndar og umhverfisnefndar til
umsagnar.
„Þegar í upphafi var gert ráð fyrir
því, í fyrstu hugmyndum um göngugöt-
una, að þar yrðu sölutumar,” sagði
Kristinn, í viðtali viö DV í gær. „Þaö er
grundvallaratriöi varöandi slíkar
göngugötur að þar sé starfsemi,
verslanir og þjónusta á allar hliðar. Nú
er göngugatan má segja lokuð að
norðan, þar sem Pósthúsið og Utvegs-
bankinn eru, utan hvað þar er verslun-
in Víðir. Það er hugmyndin að auka á
starfsemi í götunni en ekki að
söluturnamir fari út í samkeppni viö
verslanir sem þar cru fyrir.”
Kristinn sagði einnig aö' þrátt fyrir
upphaflegar hugmyndir uin söluturna
á þessum stööum heföi því máli aldrei
veriö hreyft fyrr en nú. Garöyrkju-
stjóri hefði byggt þarna upphækkaða
grasbala en það hefði reyndar veriö
þar forarvilpa mestan hluta ársins og
virkað fráhrindandi. Kristinn sagði
einnig að ekki væri frágengiö hvað yrði
verslað með í söluturnunum en allt
væri þetta í undirbúningi. Ástæöan
fyrir því, að ráðist væri út í þetta nú
væri sú að ekkert hefði verið hreyft við
þessu í níu ár og eitthvað yrði að gera
ef ekki ætti að bíöa annan eins tíma
eftir því aö upphaflegar hugmyndir
yröu f ramkvæmdar.
óbg.
í Ólafsvík eru nú meiri
snjóþyngsli en elstu menn
muna. Frá áramótum hef-
ur fólk farið fótgangandi
um kauptúnið, því ekki hef-
ur verið fœrt öðrum en
jeppum og torfœrubifreið-
um.
DV-mynd: GuðlaugurWium,
Ólafsvík.
Ólafsvík:
Moka sig út að morgni
og aftur inn að kvöldi
I gærmorgun gerði aftakaveður á
utanverðu Snæfellsnesi meö blind-
byl, svo aflýsa varö öllum skólum
þar fyrir hádegi. Aö sögn Guðlaugs
Wíum, fréttaritara DV í Olafsvík,
var veðurhæöin svo mikil aö fólk
komst varla milli húsa. Veðrið gekk
niöur um hádegisbiliö en í morgun
var aftur komiö rok og nú með stór-
rigningu.
I Olafsvík er nú óhemjumikill sn jór
og að sögn kunnugra hefur aldrei
verið jafnmikill, jafnfallinn snjór
þar. Hefur gengið illa aö ryöja götur
því þær hafa fyllst jafnóöum og rutt
hefur veriö. Einnig hefur komið fyrir
að fólk hefur þurft að moka sig út úr
húsi að morgni á leið til vinnu og
síðan þurft að moka sig inn aftur aö
kvöldi.
Það snjóar víðar á landinu en í
Olafsvík og Reykjavík, til dæmis er
mikill snjór á Isafirði og er þá jafnan
hætt við snjóflóðum úr Oshlíðinni.
Þar féllu snjóflóð í gær en að sögn
Torfa B. Guðmundssonar lögreglu-
varðstjóra á Isafirði finnst mönnum
þar vestra þetta ekki tiltökumál.
Þetta sé alvanalegt og fólk það vant
þessu að það kippir sér ekki upp við
þetta, enda séumennekkiað þvælast
þama að óþörfu. SÞS
4
í