Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 10
10 DV. MÁNUDAGUR 14.FEBRUAR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd frá Nígeríu: Flóttamennirnir lentu í miklum hrakningum á Ieið sinni heim. Þá herjaði hungur, þorsti, þreyta og sjúkdómar. Spilltir landamæraverðir sem heimtuðu mútur ofreyndu á stundum þolinmæði flóttamanna. Afleiðingar Sú ákvörðun ríkisstjómarinnar í| Nígeríu að reka alla erlenda verka- menn úr landi, sem ekki heföu tiLskil- in leyfi frá stjórnvöldum, leiddi til mikilla þjáninga þeirra sem brott- reksturinn kom niður á. Þó er nú hið versta afstaðið hvað það varðar. Annað mál er það að ákvörðunin mun hafa víðtæk áhrif á þróun stjómmála og ríkjasamskipta við norðanveröanGíneuflóa. Þaðerljóst að ekkert ríkjanna, sem flótta- mennirnir rákust til frá Nígeríu, var í stakk búið til þess að taka við þess- um mikla f jölda, en talið er að um 2,3 milljónir manna hafi verið reknar úr landi og hærri tölur hafa verið nefnd- ar. Ríkin sem nú þurfa aö takast á viö þann vanda að fæöa og klæða þetta fólk em Benin, Togo, Tsjad, Sierra Leone og Níger, auk Ghana, en þar er vandinn langsamlega mestur. ÖU þessi ríki eru á skrá Sameinuðu þjóð- anna yfir 36 fátækustu ríki heims. Það er því ljóst að fjöldi flóttamann- anna mun mæta örbirgð og nánast búa eins og flóttamenn í heimalandi sínu. En af hverju ráku Nígeríumenn þetta farandverkafólk af höndumi sér? PóHtískar ástæður Efnahagsörðugleikar Nígeríu- manna hafa nú aukist stórlega og ekki útlit fyrir að úr rætist í bráð. Forsendan fyrir miklum straumi er- lendra verkamanna til landsins var olíuævintýriö, þegar þjóðarauður jókst mjög og lægst launuðu störfin náöu ekki lengur að laöa að sér inn- fædda verkamenn. Nú hefur lengi verið offramleiðsla á olíu og nú síð- ast virðist sem samheldni OPEC- landanna sé alveg brostin og verð á olíu mun hrapa. Þar meö er séð fyrir endann á velmegun Nígeríu. Meö hrörnandi efnahag, atvinnu- leysi og verðbólgu að kljást viö mætti ætla aö vandamál ríkis- stjómar Nígeríu væru ærin. En Shagari, forseti Nígeríu, þarf einnig að standa í kosningabaráttu fyrir kosningar í haust. Það er almennt skoðun fréttaskýrenda að Shagari forseti hafi með brottrekstrinum ætlað að afla sér fylgis fyrir kosningarnar. En þótt ákvörðuninni hafi verið vel tekið í fyrstu er ekki þar með sagt að hún dugi honum til að vinna í kosningum. Almennt vissu íbúar Nígeríu lík- lega minna um fjöldaflutningana frá landinu en Evrópubúar. Blöð, útvarp ófyrirsjáanlegar og sjónvarp geröu fréttum af brott- rekstrinum lítil skil. Þó bar á því aö hópar Nígeríubúa réöust á flótta- mennina og rændu þá og flóttamenn hafa greint frá því að hópar Nígeríu- búa hafi kveikt í húsum þeirra til að reka á eftir þeim viö brottförina. En hinir betri borgarar Nígeríu urðu fyrst og fremst varir við flóttann vegna þess að þeir stóðu uppi án þjónustufólks, matreiðslumanna og garöyrkj umanna. Alvarlegast var þó að fjöldi fyrir- tækja, einkum í byggingariðnaði, stóð uppi vinnuaflslaus að hluta eða með öllu. Erfitt getur reynst að fá starfskrafta meðal Nígeríumanna sem á velmegunartímum hafa vanist því að erfiöustu störfin og þau lægst launuðu séu unnin af útlendingum. Dr. Azikiwe, fyrrum forseti Nígeríu og formaöur stjórnarandstöðuflokks- ins, „Alþýðuflokksins”, hefur gagn- rýnt brottvísunina harkalega og spáð því að hún muni valda því 'að efnahagsöröugleikar Nígeríu muni ágerast. Þegar þess er gætt að auki að orðstír Shagari forseta, fyrir vel- vild og góðmennsku, hefur beöið hnekki viö þessar aðgerðir má ímynda sér að þessi aögerð kunni að snúast illilega í höndum hans þegar kosningar verða haldnar í haust. Shagari Nígeríuforseti, brott- reksturinn er vopn sem hæglega gæti snúist í höndum hans. Þjáningar flóttafó/ksins Það verður seint of mikiö gert úr hættum þeim og erfiðleikum sem flóttafólkið átti við að etja á ferö sinni. Þó að margir flóttamannanna hafi í raun verið að flýja úr fátækt í Nígeríu til örbirgðar í heimalandi sínu fögnuðu þeir mjög þegar heim var komið. „Að bíða fimm daga í Nígeríu og tvo daga um borð í of hlöönu skipi, þar sem voru alltof fá salerni, var ekkert miðað við það sem við hefðum mátt þola hefðum við reynt aö vera um kyrrt í Nígeríu,” sagöieinnflóttamaðurinn. A ferðum sínum áttu flóttamenn á hættu dauða úr sulti, þorsta, vosbúð og af veikindum. Fjöldi þeirra lést af þreytu og margir af slysum. Til dæmis létust fjórir menn, þegar þeir krömdust undir brú, vegna þess að vörubíllinn sem þeir höföu fengið far með var of hátt hlaöinn. Og við landamæri varö að múta embættismönnum sem ekki höfðu allir efni á. Enda sló hvað eftir annað í brýnur milli flóttamannanna og landamæravarða. Flóttamennirnir voru rændir. Og þegar Ghanabúam- ir, sem voru stærsti hlutinn af flótta- mönnunum, að minnsta kosti ein milljón talsins, komu að landa- mærum heimalands síns voru þau lokuð f yrstu tólf dagana. Erfið/eikar í Ghana Vandi yfirvalda í Ghana var ærinn fyrir þó að flóttamannavandamálið bættist ekki við. Efnahagslíf Ghana er í algerri stöðnun. Fólksflótti úr dreifbýli til borga er mikið vanda- mál. 80% ræktanlegs lands í landinu er ekki nýtt. 47% íbúanna eru undir 15 ára aldri og lífslíkur karla eru aðeins 45 ár, en kvenna 41 ár. Undir- stööuatvinnuvegir eru fiskveiðar og landbúnaður sem nú er í mikilli niðumíðslu. Það er þeim mun sorg- legra að fyrir aðeins tíu ámm fluttu Ghanamenn út matvæli, en flytja þau nú inn. Við stjórnvölinn í Ghana situr Jerry Rawlings sem tók völd í annað sinn með byltingu árið 1981. Undir hans stjóm hefur nokkuð áunnist í baráttunní gegn efnahagsörðugleik- um. Verðbólga hefur minnkað úr 120% í 80%, halli á fjárlögum hefur verið minnkaður um helming og þjóðarframleiðsla hefur aukist um 10—20%. En þetta er hvergi nærri nóg. I ræöu fyrir skömmu sagði Rawlings að koma flóttamannanna hefði kostað ríkiö um 290 milljónir ís- lenskra króna. Hann nefndi það einnig að vegna heimkomunnar myndu Ghanamenn auka innflutning sinn á komvöm um helming frá því sem ráðgert var fyrir þetta ár. Þetta er áfall fyrir ríki sem hefur litlar tekjur af útflutningi. Um margt hefur Rawlings tekist vel til viö stjóm landsins. Hann er kynblendingur og stendur því utan við ættflokkadeilur sem hrjá Ghana eins og mörg önnur Afríkuríki. Eng- inn efast heldur um að hann vill vel. En staða hans var þegar oröin erfiö áður en flóttamannavandamálið kom til. Liðsforingjarnir, sem vom bandamenn hans við valdaránið 1981, hafa flestir snúið við honum baki. Hann hefur í staðinn gert bandalag við vinstrisinnaða mennta- menn og stjórnar nú landinu með þeim. En fylgi hersins er forsenda fyrir stöðugu stjómarfari í flestum Afríkuríkjum og óvíst hvað mennta- menn duga Rawlings vel ef upp úr sýður. Vinsældir Rawlings, sem voru miklar fyrst eftir valdaránið, dvína nú óöum og er ræðum hans ekki eins vel tekið nú og áður. Þá urðu óeirðir við herbúöir skammt frá Accra, höfuðborginni, í nóvember síðast- Jerry Rawlings, vandamál hans vom ærin fyrir og hann hefur ríka á- stæðu til að óttast flóttamennina. liðnum og ber meira á mótþróa borg- ara nú en oftast áður. Þess vegna þverskallaðist Rawl- ings í tólf daga við það að opna landamærin fyrir flóttamönnunum. Hann óttaðist pólitískar afleiðingar heimkomunnar, sem sagt það að þegar allur þessi fjöldi kæmi heim, en flóttamennimir nema 10% þjóðar- innar, yrðu þeir kjarni frekari mót- þróa. Og þessi ótti hefur þegar veriö staöfestur. Verð á matvælum í Ghana steig mjög um leið og flótta- mennimir komu og kostaði t.d. eitt egg hálf daglaun í Accra um síðustu helgi. Og fjöldi manna hefur enga vinnu. Framtíðar- möguleikar Það er hugsanlegt að Ghanamenn geti nýtt sér komu flóttamannanna til góðs. Þegar í upphafi skipulögðu stjórnvöld fjöldaflutninga frá Accra út á landsbyggðina, enda ekkert húsaskjól eða atvinna fyrir flótta- fólkiö í Accra. Þorp, sem staöið hafa mannlaus í tvö og þrjú ár, eru nú komin í byggð aftur og í mörgum tilfellum með sínum fyrri íbúum. Það er vel hugsanlegt að þetta áfall verði til þess að landnýting batni og landbúnaðarframleiösla aukist aö nýju. Sérlega þar sem þjóðareining í Ghana hefur styrkst mjög við þetta áfall. En það gæti eins farið á annan veg. Flóttamennirnir voru láglaunafólk í Nígeríu en hafa þó vanist betri lífs- háttum þar en þeir geta átt von á í Ghana. Hættan eykst enn við það að meginhluti ghanaísku farandverka- mannanna í Nígeríu kom frá mið- og miðausturhéröðum Ghana. Þar eru Ashanti-menn í miklum meirihluta og hætta á að óánægja heimkominna flóttamanna fái fastan kjama hjá Ashanti-ættflokknum og deilur yrðu þar með milli ættflokkanna, en slíkar deilur verða oftast mjög erfiðar. Afleiðingar Þaö er ljóst aö brottrekstur farandverkamannanna frá Nígeríu mun verða afdrifaríkur. Fyrir Nígeríumenn, eins og Ghana-menn, eru efnahagslegar afleiðingar ófyrir- sjáanlegar. En samskipti ríkjanna viö norðanverðan Gíneuflóa hafa beðið mikinn hnekki við þessa at- burði og óvíst um það hvenær grær um heilt. Þaö er ekki ólíklegt aö öll pólitísk viðhorf á svæðinu breytist á næstu árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.