Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR14. FEBRUAR1983. Spurningin Hefurðu séð kvik- myndina Með alit á hreinu? (Unnið af Laufeyju Ólafsdóttur, Gagnfræðaskóla Selfoss). Vignir Rafn Gislason nemi. Já, ég hef séö hana. Hún var mjög góö. Kristín Gunnarsdóttir augnasmiöur. Já, ég er búin aö sjá hana. Mér fannst hún mjög góö. „Nú geta teboðskerlingar og uppþornaðar leikkonur og þeirra líkar beggja vegna Atlantshafsins glaðst yfir að eiga nú dygga stuðnings- menn hér i norðurhöfum, "segir Dúi Karlsson sjómaður m.a. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvalurinn gleypti mann — en lætur hann þar staðar numið? Bjamey Siguröardóttir húsmóöir. Nei. Ég hugsa aö ég fari ekki á hana. Eg fer ákaflega sjaldan i bíó. Dúi Karlsson sjómaður hringdi: Hvalurinn gleypti mann. Nú geta teboðskerlingar og uppþornaðar leik- konur og þeirra líkar báðum megin Atlantshafsins glaöst yfir aö eiga dygga stuöningsmenn hér í norðurhöfum, eins konar útvörö þar sem er Alþingi Islendinga sem vart stendur lengur undir því nafni. Stórhvalaveiöar okkar Islendinga hafa í alla staöi verið reknar með sóma og á þaö einnig viö um hrefnuveiðamar sem hafa veriö vax- andi atvinnuvegur víöa viö strendur landsins. Hefur það veriö samróma álit sérfræöinga að vart hafi verið um ofveiði að ræöa. Því miður hefur ekki alltaf tekist eins vel með fisk- veiöamar. Nú, eftir aö ofstækismenn og sjálfskipaðir lögreglumenn á hafinu hafa komið selveiöum íslenskra bænda svo rækilega fyrir kattamef aö þær em nánast úr sögunni, en selveiðar og verkun skinna var fyrir nokkrum árum í örum vexti, þá snúa þeir sér aö löglegum hvalveiöum okkar meö sví- virðilegum áróöri. Einnig hafa þeir sent skip til aö þvæiast fyrir og tor- velda veiðar íslenskra hvalveiöibáta, í íslenskri fiskveiðilögsögu, sem að mínu viti hlýtur að brjóta í bága við alþjóðalög. Olíkt höfumst viö aö. Á sama tíma og nágrannar okkar Grænlendingar feröast um til aö kynna sinn málstað meö þaö fyrir augum aö koma selveiðum sínum í eölilegt horf aftur, en þeir ekki síður en viö hafa oröiö fyrir baröinu á þessum sjálfskipuöu friðunarsinnum sem engra hagsmuna eiga aö gæta, hafa íslenskir alþingis- menn lagst marflatir meö hjartaö niðri í tám af ótta við ímyndaðar þvingunaraðgerðir af hálfu Banda- ríkjamanna, sem líkt hefur verið viö storm í tebolla, og samþykkt algert bann við hvalveiðum okkar, þvert á yfirlýsta sannfæringu þeirra margra, 29 þessara þingmanna, ef nota má það orö yfir þá. Þrír komust undan í felur, hafa misst niöur um sig og lagst á hné þessara amerísku saumaklúbba- kerlinga. Nú, eftir aö rúmlega hálfur þingheimur hefur hysjað upp um sig buxumar aftur reyna þeir að vera kok- hraustir, m.a. reyndi einn aö vera fyndinn og haföi á orði að hvalurinn heföi gleypt mann. Mín von er sú og veit ég að sú er vonin margra aöhvalurinn eigi eftirað gleypa þá alla þrjátíu og tvo aö tölu. Gæti ég trúaö því að hann tæki hraust- lega til matar síns nú strax í væntan- legumkosningum. Ásdís Pálsdóttir ritari. Já, ég fór með stelpuna mína. Myndin var ágæt, létt yfir henni og góð músík. Jón Þórðarson bóndi. Nei, ég hef ekki séö hana. Reikna ekki meö aö sjá hana þar sem ég bý úti á landi. „Hálfgerðir” íslenskir vegir 6651-9406 hringdi: Ég var aö koma heim frá Svíþjóö eftir 13 ára dvöl þar og datt í hug hvort Islendingar heföu áhuga á aö lesa hvemig vegakerf inu hér er lýst þar. Nýlega las ég grein í Sydsvenska Dagbladet þar sem minnst var á vegina hér. Greinarhöfundum fannst vegirnir úti á landi hreinir rall-vegir og þeir í bæjunum hálfgeröir. I fyrsta lagi fannst þeim vegirnir vera hættulega mjóir og í ööru lagi minntust þeir á holumar sem þeim fannst stór- skrýtnar. Þetta var fyrirbrigði sem þeir þekktu ekki. Þessu vildi ég koma á framfæri, mönnum hér til umhugsunar. Það kostar ekki mikið aö bæta vegi og laga. Þeir sem eru að taka bílpróf og eiga aö víkja vel tU hægri verða t.d. aö bmna í hverja holu og þær em ófáar í vegkant- inum. Fyrir utan hvað vegirnir væru slæmir leist Svíunum mjög vel á Reykjavík og fólkið sem hana byggir. „í fyrsta lagi fannst þeim vegirnir vera hættulega mjóir og í ööm lagi minntust þeir á holumar sem þeim fannst stórskrýtnar,” segir 6651—9406 m.a.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.