Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 17
DV. MÁNUDAGUR14. FEBROAR1983. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Stjómarskrá og kjördæmaskipan! 0673—7862 skrifar: Hvaða þjóð byggir þetta land? Er það dreifbýlisfólk eða þéttbýlisfólk ? Hvers konar þvergirðingar eru í stjórnskipan landsins, hvers konar mismunun hefur átt sér stað í landinu gagnvart þegnunum eftir því hvar þeir búa? — Er þetta lýðræði?! Það er von að spurt sé. Sjá ekki allir atkvæðisbærir óréttlætið? Það er óþolandi að þurfa aö horfa upp á það misrétti sem þegnar þessa lands eru beittir. Sem dæmi til að taka þarf þrjá og hálfan Guömund J. á móti ein- földum Karvel Pálma, bara af því að Guðmundur er „eyrarkarl í Reykja- vík” en Karvel er kennari vestur í Bolungarvík. Auðvitað sér allt skyniborið fólk að við svo búið má ekki standa lengur. En það má alls ekki líöa það að núverandi póhtískir flokkar og fráfarandi þing- menn (þaö er komið undir nýjar kosningar) gefi sér sjálfdæmi um hrossakaup innbyrðis um misvægi at- kvæða. Það er hámark siðleysis. „Sem dæmi til að taka þarfþrji og hálfan Guðmund J. ó móti einföldum Karvel Pálma, bara af þvi að Guðmundur er „eyrarkart i Reykjavík" en Karvel er „kennarí vestur i Bolungarvik", "segir 0673-7862 m.a. Jafn kosningaréttur, hvarsemhver greina kemur ef lög landsins eiga að býr á landinu, er það eina sem til gangajafntyfirallaþegnaþess. Vogarskálar kjördæmamálsins 1842—2727 sveitamaður hringdi: „Vegna leiðara í DV 9. febr. „Heilir og hálfir kjósendur” langar mig til að benda á að allar helstu stjórnarstofn- anir landsins eru í Reykjavík. Það kostar 300 strætisvagnamiða að fljúga fram og til baka Egilsstaðir — Reykja- vík — Egilsstaðir og við fáum ekki neinu um okkar mál ráðið nema í sam- bandi við þessar stofnanir. Bak við hvert atkvæði Reykjavíkur- svæöisins eru margs konar réttindi sem viö úti á landi höfum ekki. Dæmi: Ef við þurfum að stækka lítinn skóla og teikningar heimamanna liggja á borðinu og þeir eru sammála um bygginguna þá segir maöur i ráöuneyti: „Þetta er of stórt fyrir Setjum þetta upp á vogarskál. Hvað við þau réttindi sem Reykvíkingur ykkur.Þiðverðiðaðfáannaðminna.”' hefur landsbyggðin á sína skál miðaö hefur? Ur aftursæti venjulegs fólksbfls eru margar útgönguleiðir fyrirböm án þess að nota dymar! Öll viljum við tryggja sem best öryggi barnanna okkar í umferðinni. Við vitum að það er ekki nóg að láta þau sitja í aftursætinu, heldur er mikilvægt að þau séu örugglega skorðuð, hvort sem það er í bílstól, burðarrúmi eða bílbelti. Við höfuM sérhæft okkur í öryggisbúnaði fyrir börnin,-búnaði sem hentar í flestar gerðir fólks- bifreiða. Barnastólar (fyrir 9 mán. - 6 ára) verð frá kr. 1.077,- Barnapúðar (fyrir 6-12 ára) verð kr. 357,- Burðarrúmsfestingar (fyrir 0-9 mán.) verð kr. 995,- Beltastóll (fyrir 6-12 ára) verð kr. 1.029.- Sími 35200 í FULLU FJÖRI - NYJAR VÖRUR DAGLEGA / LEIFTURSÓKNARSALNUM SKULAGÖTU 26 Á HORNISKÚLAGÖTU OG VITASTÍGS Gallabuxur kr. 290 Dúnúlpur kr. 690 UHarpeysur kr. 195 fíauelsbuxur kr. 290 Vattúlpur kr. 590 Háskolabolir kr. 150 Khakibuxur kr. 290 Barnaúlpur kr. 190 Vinnuskyrtur kr. 150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.