Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR14.FEBROAR1983. Hjálparsveit skáta íKópavogi: Einhver tók hjólin undan gúmmí- bátnum Síödegis í gær voru skátar úr hjálparsveitinni í Kópavogi á gúmmí- bát sínum og skildu hjól undan honum eftir í fjörunni yst á Kársnesi. Voru þau horfin þegar þeir sneru til baka. Hjólin eru svipuö hjólböruhjólum og föst á prófíl sem er skrúfaður aftan á bátinn. Gúmmíbátur þessi er björgunartæki fyrir Kópavogsbúa og vilja hjálparsveitarmenn hvetja fólk, sem hefur oröiö hjólanna vart, aö láta lögreglu eöa hjálparsveit vita. JBH Jassverk frumflutt — eftir Atla Heimi Sveinsson I þættinum Glugganum í sjónvarpi annaö kvöld veröur frumflutt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Þetta er jassverk sem upphaflega var samiö fyrir Benny Goodman. Aldrei varö þó úr því aö hann léki það s jálfur. Flytjendur verksins eru þrír, Siguröur I. Snorrason, klarinettu, Jón Sigurösson, bassa, og Gunnlaugur Briem, trommur. Leiðrétting I helgardagskrá er sagt frá nýjum sjónvarpsþætti sem hefst á þriöjudags- kvöld klukkan 20.40. Þátturínn nefnist Á skíöum og veröa þar kennd undir- stööuatriöi og fjallaö um skíöaút- búnaö. Ekki er rétt að fjallaö verði um undirstöðuatriði fyrir byrjendur í bruni eins og segir í dagskránni. Byggingu sjúkrastöðvarinnar miöar vel áfram, eins og sjá má. Erfitt tiðarfar i vetur hefurþó dregið nokkuð úr framkvæmdahraða. DV-mynd: Einar Ólason. Bygging sjúkrastöðvar SÁÁ gengur vel Bætir úr brýnni þörf fyrir nýtt húsnæði Hin nýja sjúkrastöð SÁÁ viö Grafarvog er nú komin vel áleiðis í byggingu og er stefnt aö því að húsið veröi fokhelt í aprílmánuði. Guðni Eiríksson hjá Vöröufelli hf., verktaka hússins, sagði að áætlun heföi staðist nokkuð vel og er nú lokið uppsteypu 70% hússins. Tíðarfar undanfariö hefur þó seinkaö verkinu nokkuö, sagöiGuðni. Það var í ágúst síðastliðnum sem byrjað var að grafa fyrir húsinu, gengið var frá sökklum í byrjun október og uppsteypu ofan botnplötu í byrjun nóvember. Stefnt er aö því aö húsið veröi fokhelt í apríllok. Að því loknu tekur við innivinna; pípu- lögn, múrverk og annað. Hin nýja sjúkrastöð SÁÁ er 2200 fermetrar aö stærð, á tveimur hæðum. Að sögn Áma Reynissonar hjá SÁÁ mun hún koma í staö Silungapolls og rúma helmingi fleiri en þar komast fyrir. Húsnæðiö aö Silungapolli er orðiö mjög lélegt og þrengsli em þar mikil. Hin nýja sjúkrastöö bætir úr brýnni þörf samtakanna fyrir nýtt og stærra húsnæöi. Þar veröur aöstaða, ÖU meö besta móti; auk sjúkradeilda verða í byggingunni fundarherbergi, viðtalsherbergi, matsalur og þvotta- hús, svo nokkuð sé nefnt. Arkitekt hússins er Ingimar Haukur Ingi- marsson. Fjár til byggingarinnar var að mestu aflað í árangursríku happ- drætti SÁÁ í fyrra. Þaö fjármagn er nú senn á þrotum og hyggjast for- ráðamenn samtakanna brátt hefjast handa um fjársöfnun til að ljúka byggingu stöðvarinnar. Áætlaöur heUdarkostnaður er 32 mUljónir króna. Hátt í þrjátíu manns hafa unnið af hálfu verktaka viö bygginguna. Stefnt er aö því aö húsiö veröi fullbúið frá hendi Vörðufells í október næstkomandi en þá veröur tekiö til viö innréttingar, uppsetn- ingu ýmiss sérbúnaöar, frágang lóðar og fleiri þætti. -PÁ Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði '■■■'■■■■ . —^———mmmm———xmmmmwp—w'ih nm. ■ Fósturmóðir hinna flibbalausu afhjúpuð Tvær til þrjár kynslóðir eru risnar á legg, sem aldar hafa verið upp með alveg sérstökum hætti samkvæmt frjálslyndiskenningum, sem spruttu upp í byrjun aldarinnar og áttu m.a. rætur aö rekja til Frans Boas, prófessors viö Kolumbíaháskólann í New York. Boas var þeirrar skoöun- ar að hegðun manna væri sprottin af viðhorfum og atlæti í æsku og upp- vexti, en kæmi meðfæddu eðli ekkert, við, og nemendur hans ferðuöust víða og í öllum tilfellum tókst þeim að sanna kenningar prófessors sins. Ein mesta áhrifamanneskjan i hópi nemenda Boas var mannfræðingur- inn Margaret Mead, sem látin er fyrir nokkrum árum, og þótti þá kenningin um frjálst uppeldi full- sönnuð, þegar bók hennar um ungar stúlkur á Samoa kom út árið 1928. Segja má að allar götur síðan hafi kenningar Mead um forsendur fyrir friðsömu lífi, án deilna og afbrýði- semi, ráðið stefnunni i uppeldis- málum á Vesturlöndum. Margrómað kynslóðabil, sem leiddi m.a. af sér að unglingar héldu að heiman ómótaðir og óþroskaðir og stofnuðu til hávaða- byltingar, hasskólonía og frjálsra ásta í byrjun kynþroskaaldurs, á rætur að rekja til uppeldishátta, sem Margaret Mead var í forsvari fyrir og byggðir voru á reynslu hennar á Samoa-eyjum. Allt það fjölmenna lið, sem skiptir sér af uppeldis- fræöum í dag, frá fóstrum til sálfræð- inga, hefur lært fræði Mead og hagar starfi sínu samkvæmt því. Þrjár kynslóðir hafa veriö aldar upp sam- kvæmt Samoa-kenningunni og standa nú flibbalausar og á skyrt- unni frammi fyrir hörðum heimi, ýmist örvita af löngu, frjálsu svalli eða úrræðalausar vegna þess að þeim hefur ekkert mátt kenna. Hald- reipið hefur orðið að trúa á kenning- ar, sem hvorki Mead eða Samoar hefðu kært sig um. Nú er risinn upp Ný-Sjálendingur, Freeman að nafni og sérfræðingur í háttum Samoa, sem lýsir þvi yfir í bók um kenningar Mead og Samoa, að öll skrif hennar um Samoa séu einskisvert bull, sem hún hafi sett saman á skömmum tíma, eftir aö hafa dvalið sex mánuði á Samoa- eyjum, ótalandi á tungu eyjar- skeggja. Mestan tímann hafi hún búið hjá amerískri fjtílskyldu af því henni líkaði ekki fæði innlendra og vildi heldur niðursuðu. Bók Mead virðist því ekki hafa þjónað öðrum tilgangi en falla að kenningum prófessors hennar í New York og eyðileggja uppeldisvenjur á Vestur- löndum með hrikalegum árangri. Mead hafði eftir ungum stúlkum á Samoa, að þær lifðu í frjálsum ástum, þar væri aldrei um nauðganir að ræða, trúarlif væri ekkert, meydómur álltinn ómerkllegur og tryggð í samlífi einskis nýt. Nú hefur Freeman afsannað þetta og annað í kenningum Mead, sem er að finna í öllum kennslubókum og uppsláttar- ritum. Samoa var ekki og er ekki þessi paradís umhverfis og mann- legra samskipta, sem mannfræðingurinn vildi vera láta. Freeman komst að því að stúlkum á Samoa-eyjum er annt um skírlífi sitt og nauðganir eru þar tvisvar og háifu sinnum tíðari en í Bandaríkjun- um. í stað trúleysis kunna Samoar biblíuna aftur á bak og áfram og mega þakka það trúboðum. Hið frjálsa líf undir pálmatrjánum, sem varð fyrirmynd uppeldishátta tutt- ugustu aldar, hafði aldrei við rök að styðjast. Samoar em eins og annað fólk á jarðkringlunni, og ekkert bendir tU annars en þeir séu háðir sömu erfða- eiginleikum og hegðunarvanda- málum og aðrir. En rangar kennlngar Mead hafa leitt yfir Vesturlönd meiri upplausn í uppeldismálum en gott þykir. Fósturmóðir hinna flibbalausu, þeirra sem koma nær óklæddir á mannamót, lét Ula blekkjast af stríðnum, ungum stúlkum, sem sögðu henni tröUasögur af kynlífi, sem aldrei var lifað. Og nú sitjum við uppi með tUbúinn Samoa-Iýð, sem aldrei hefur verið kennd nein hegðun og gengur um í vímu mynsturleysis, af því svoleiðis áttu þeir á Samoa að hafa gert. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.