Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 35
DV. MÁNUDAGUR14. FEBROAR1983.
43
Sandkorn__________Sandkorn_________________Sandkorn
Halldór Ásgrímsson: Jónas
málarbara vel!
Betrumbófin
Mönnum eru eflaust íminni
róstur nokkrar í kringum
brottlÖr Jónasar stýrimanns
af Timanum fyrir nokkru.
.Fyrir brottförinni var skrif-
aður Halldór Ásgrímsson al-
þingisframsóknarmaður og
stjórnarformaður Tímans.
Nú gerist það að Lionsmenn
gæða sér á gómsætri villibráð
fyrir nokkru og var þar
aðalræðumaður Halldór Ás-
grimsson. Að lokinni ræðu
Halldórs fór síðan fram mál-
verkauppboð og voru þar
boðnar upp margar góðar
myndir. Það var ekki laust
við brosviprur á ásjónum
Lionsmanna þegar Halldór
tók að bjóða grimmt i eitt
verkiö og vildi sig hvergi láta.
Og verkið var eftir — nú
auðvitað Jónas stýrimann!
Sér ekki á ...
„Þetta var nú ljóti
bletturinn á stéttínni,” sagði
maður nokkur viö lögfræölng
hér i borg þcgar í tal barst
kæra á hendur tveim lög-
fræðingum sem hafa verlð í
fréttum upp á síðkastið. Lög-
fræðingurinn svaraði að
bragöi: „Þaö sér ekki á
svörtu.”
Prófkjör með
nafnleynd?
Það vakti athygli nýlega að
i Morgunblaðinu var greint
frá fyrirhuguðu prófkjöri á
Austurlandi. Þar var sagt að
tiu manns gæfu kost á sér til
sætis á lista. Hins vegar voru
aðeins gefin upp átta nöfn.
Eftir nokkrar umræður varð
sú skýring ofan á og talin
líklegust að til að efla sam-
heldni i flokknum væru komn-
ar nýjar reglur sem heim-
iluðu frambjóðendum i próf-
kjörum að óska nafnleyndar!
Annar Þing
eyrarfundur?
í ágætri fréttafrásögn
Þjóðviljans fyrir helgi var
greint frá umræðum á þingi
um umferðarmiðstöð i Borg-
arnesi. Þar var m.a. sagt frá
ræðu Stefáns Jónssonar
alþingismanns og þar var
meðal annars þetta skrifað:
„Að næturlagi stæðu bilarnir
opnir fyrir veðri og uppá-
tektum næturhrafna, rúturn-
ar færu oft illa af þessari
meðferð og þannig væri ryðið
(frammíkall: í rútunum?)
mjög mikiö.”
Það kemur ekki fram i
frétt Þjóöviljans, hver það
var sem greip svo
skemmtiiega frammí fyrir
ræðumanni. En það kæmi
ekki á óvart að sá maður
hefði komiö vlð sögu á fram-
boðsfundinum á Þingeyri þar
sem rætt var um kyngetu
hrúta.
Samfelld
sérsamþykkt
í frásögn Tímans fyrir
helgi af sættum í deilu
Hraðbergsmanna og útvarps-
ráðs bregður fyrir
skemmtilegu nýyrði. Þar
segir að útvarpsráð hafi gert
„samfellda sérsamþykkt”.
Það er eins og þelr Tíma-
menn hafi ekki búist við þvi
af útvarpsráði að þaðan
kæmi samfellt mál heldur
aðeins sundurlausar athuga-
semdir.
Björn Borg
snýr aftur?
t Morgunblaðinu á
miðvikudaginn gaf að líta
athygUsverða íþróttafrétt.
Sagt var frá því að tennis-
leikarinn Björn Borg væri
síður en svo óánægður með þá
ákvörðun tennisyfirvalda að
hann yrði að taka þátt í for-
keppninni í Wimbledon ef
hann vUdi taka þátt í loka-
keppninni en fengi ekki að
ganga beint inn í lokakeppn-
ina. t fréttinni er það haft
eftir Borg að hann muni taka
þátt i undankeppninni og
freista þess að komast i úr-
sUt.
Þetta er óneitanlega frétt-
næmt því að fyrir ekki svo
Iöngu mátti lesa fréttir þess
Björn Borg: keppir að nýju,
segir Moggi.
efnis í Mogga, að Borg væri
nú alfarið hættur keppni á
mótum i tennis, en léki hér
eftir aðeins sýningarleiki.
Umsjón
Ölafur B. Guönason
Kvikmyndir Kvikmyndir I
JENSEN
FRAMAR ÖLLU ÖÐRU
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Tónabíó, PARTY:
Nú er Bleik brugðið
Tónabíó: PARTY.
Stjórn: Blake Edwards.
Handrit: Blake Edwards, Tom Er Frank
Waldman.
Kvikmyndun: Lucien Ballard.
Aðalhlutverk: Peter Sellers, Claudine Longet,
Merge Champion, Fay McKenzie, Steve
Franken, Buddy Lester.
Framleiðandi: Fernando Carrere.
Samvinna Blake Edwards og Pet-
er Sellers hefur jafnan leitt af sér
sniUdargóðar grínmyndir. Þar hefur
gleöin setið í fyrirrúmi og ekkert
tekið alvarlega. Spaug má finna út
úr öUum hlutum — og það hefur
þessum mönnum tekist í flestum
sinna kvikmynda.
Tónabíó hefur nú tekið tU endur-
sýninga eina af kvikmyndum
Edwards þar sem SeUers fer sam-
kvæmt venju með aðalhlutverk.
Þessi kvikmynd, Party, er komin á
fimmtánda aldursárið, var tekin
1968, og af þeim sökum þykir
tiUilýðUegt aö birta gagnrýni um
hana.
Upphaf myndarinnar gefur
vissulega vonir um kómískt og
skemmtilegt verk. Þar fylgjumst við
með upptöku á Hollywood-stórmynd
og þætti misheppnaðs leikara af ind-
verskum ættum í verkinu, leikinn af
Peter Sellers. Upphafsatriðiö er
óviöjafnanlega fyndið og skal ekki
reynt aö lýsa því hér. En framhaldið
er því miður ekki eftir því.
Eftir að sá indverski er svo að
segja búinn að eyðUeggja töku síðari
hluta stórmyndarinnar með
seinheppni sinni og einfeldni,
hringir framleiðandinn í leikstjórann
og spyr hann frétta. Segir hinn síðar-
nefndi frá prakkarastrikum þessa
leikara og ákveða þeir í sameiningu
að útiloka hann frá frekari leik í
HoUywoodmyndum. Til staðfesting-
ar skrifar framleiðandinn nafn þess
misheppnaða niður á blað hjá sér á
skrifstofu sinni í HoUywood. I bræði
sinni hefur hann ekki áttað sig á
hvaða blað hann haföi undir
pennanum, í þetta skiptið nefnUega
nafnalista yfir gesti sem hann
hyggst bjóða í samkvæmi í viUu sinni
næstu helgi. Þegar einkaritarinn fær
svo boðsUstann í hendur, hringir hún
vitanlega í þann indverska sem og
hina. Seinheppna leikfíflið verður
náttúrlega upp með sér að fá að sitja
samkvæmi svo stórs númers í kvik-
myndabransanum sem fram-
leiðandinn er. Hann þarf ekki að
hugsa sig tvisvar um hvort hann
fari. Þetta er stóra tækifærið hugsar
hann og skelUr sér í bleiku jakka-
fötin og rósrauða bindið flaksast um
vangann þegar hann ekur í þriggja
hjóla sportbílnum sínum í veisluna.
Sem að líkum lætur verður nærvera
þessa indverska einfeldnings í sam-
kvæminu til þess að það fer á annan
veg en tU var ætlast. Allt fer úr
böndunum, hvert óhappið eltir annað
og sök Indver jans er jafnan einhver í
þeim öUum.
Peter Sellers fer vissulega á
kostum í hlutverki sínu. Hann er
uppistaða myndarinnar, hún stendur
og feUur með þætti hans í atburða-
rásinni. Túlkun SeUers á seinheppna
einfeldningnum er dæmalaus, enda
maöurinn vel þjálfaður í því gervi.
En það vantar allt annað tU að
gera þessa mynd áhugaverða. Ef
hlut SeUers sleppir þá er kvikmyndin
Party, slöpp og á köflum langdregin.
Teygt er úr ágætum bröndurum og
þeir jafnvel endurteknir í sífellu.
Sömu atvikin eru látin henda hvað
eftir annað meö svo til sömu blæ-
brigðunum. Það er því fátt sem situr
eftir þegar upp er staöið nema
innUegur leikur SeUers. Þaö má vel
vera að fóUt hafi tekið bakföll af
hlátri af að horfa á þessa mynd fyrir
fimmtán árum, en með augum sam-
tímans er þessi mynd hvorki nógu
brjálæðisleg né meinfyndin til þess
að hægt sé aö hafa góða skemmtun af
henni. Það vantar alla smellni, allan
hraða í atburðarásina og stígandi
og fjölbreytni húmorsins tU að svo
megi verða. Og er þá Bleik brugðið,
því slíkt hefur sjaldnast vantað í
samvinnu SeUers og Blake Edwards.
-Slgmundur Ernir Rúnarsson.
Patcr Sellers bjargar þvi sem bjargað verður i mynd Biake Edwards,
Party. EfþættiSellers sleppir er myndin slöpp og á köflum langdregin.
JENSEN
' BÍLAÚTVÖRP
HÁTALARAR
TÓNJAFNARAR
Saltkjöt “3
SPRENGIDAGINN
Veljið sjálf sprengidagssaltkjötið úr saltkjöts-
bökkunum okkar.
Opið til kl. 8 í kvöld
og til hádegis á morgun
irumarkaðurinnhf.
\4Ír|Ár múla 1A. Sími 86111.
JENSEN
EF ÞÚ ERT
KRÖFUHARÐUR
HLUSTAÐUÁJENSEN
ÁÐUR EN ÞÚ KAUPIR TÆKI í BÍLINN ÞINN!
CAR AUDIO
Gunnar Ásgeirsson hf. ,
Suóurlandsbra^t 16 Sími 913520(D/