Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 36
44 DV. MANUDAGUR14. FEBRUAR1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið ER CUFF KOMINN INNUR KULDANUM? Upptökum á myndinni Brainstorm (Hugarflug) sem Natalie Wood lék í, þegar hún lést með sviplegum hætti, er enn ólokið. Það er sagt að myndin sé ekki aöeins mikilvæg fyrir leik- stjórann, Douglas Trumbull, heldur ekki síður fyrir leikarann góökunna, Cliff Robertson. Cliff Robertson hefur leikið i mörgum myndum og þykir mikil- hæfur ieikari. „Ég held að fólk geri sór ekki grein fyrir að ég hef verið „frystur" i HoHywood," segir Cliff. Á myndinni er hann i hlutverki Charly ásamt leikkon- unni Claire Bloom. Þaö var nefnilega þannig að myndin var sú fyrsta meiriháttar sem hann lék í frá því hann kærði hinn áhrifamikla kvikmyndafrömuð David Begelman fyrir að hafa falsað ávísun með því aö nota nafn sitt. Robertson hafði ekki fengið hlutverk í um fjögur ár, fyrir utan eitt minni háttar í mynd sem gerðist á Florida eftir þennan atburö þegar hann var beðinn um að leika í Brain- storm. Enginn vildi fá hann í vinnu og honum fannst hann svo sannar- lega vera úti í kuldanum. „Eg held að fólk geri sér ekki grein fyrir að ég hef verið „frystur” í Hollywood,” sagði Cliff nýlega. Þrátt fyrir þetta ákvað Douglas Trumbull að nota Cliff í myndina Brainstorm. Sagt er aö Cliff muni ætíö verða honum þakklátur. „Douglas tók nokkra áhættu,” viður- kennir Cliff fúslega. Frá því Cliff lék í Brainstorm hefur hann leikið í myndinni Star 80 sem Bob Fosse stjómaði. Sú mynd er um fyrrum Playboy-leikfangið Dorothy Stratten sem var myrt af eiginmanni sínum. Og Cliff leikur sjálfan Hugh Hefner, eiganda Play- boy-fyrirtækisins. En þeir sem vildu gátu séð hina einu sönnu Dorothy Stratten í hinni frábæru gamanmynd They AU Laughed sem nýlega var sýnd á kvikmyndahátíð í London. Nokkuð er síðan myndin var gerð. I myndinni beinast allra augu aö hinni undurfögru Stratten, en þó leikur hún aukahlutverk í myndinni. Aðalhlutverkin eru leikin af þeim Audrey Hepburn og Ben Gazzara. En hvað sem þessu líður virðist sem Cliff Robertson sé að komast á fullt skrið aftur og hann hafi fengið byr í Hollywood. Nýlega fóru fram upptökur á myndinni Class þar sem hann lék á móti leikkonunni Jacklin Bisset. Og hann vonast til að geta leikið fljótlega í myndinni Charly II, en hann fékk óskarsverðlaun fyrir leik sinn í Charly I. „Býflugna- Hann þolir vel suð hann Jim Johnson sem býr í Atlanta í Bandaríkjunum. Nýlega setti hann heimsmet í býflugnarækt með því að rækta býflugnaskegg sem samanstóð af 35000 býflugum. Þetta er langstærsta skegg sem búiö hefur verið til. Fyrra metið, samkvæmt Heimsmetabók Guinness, var skegg með 21000 býflugum. Okkur finnst skeggið á Jim frekar óhugnanlegt og í raun ótrú- legt aö nokkur maður skuli fást til að gera svona hluti. Teljum við að „Býflugna-Jim” ætti að raka af sér skeggið hið snarasta. Clayderman að hjóla. Clayder- man slær engar feilnótur Belgíski píanóleikarinn Richard Clayderman gerir fleira en að spila á píanó. Hann ku, eftir heim- ildum okkar, nefnilega vera íþróttagarpur hinn mesti. Við heimili sitt hcfur hann komið upp góðri æfingaaðstöðu. Og sagt er að hann byrji hvern dag með því að trimma og vinda bolinn. Og á eftir er það auðvitað sund- sprettur. Já, kappinn syndir hvorki meira né minna en þúsund metra daglega. Hinn sæmilegasta æfing finnst ykkur ekki? Greinilegt að Clayderman slær engar feilnótur á morgnana. Jón og Þérey -/starfskynnlng. Jim" er sagöur ísuöandi „Afsakið, seljið þið nokkuð Gillette rakvélarblöð i þessari verslun?" Sundkonan Sigfríð — íþróttamaður Vestmannaeyja 1982 Kim Wilde hefur faríö aftur Nú um þessar mundir er sagt ad söngkonunni Kim Wilde, sem lengi hefur verið talin mjög góð söngkona, hafi farið mikið aftur í listinni. Ekki er vitað hvað hefur valdið þessari afturför hjá henni. En illar tungur segja að það fyrsta sem hún verði að gera sé að fara til söngkennara. iuarteinn ntarfakynning. Sigfrið með verðlaunin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.