Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 37
DV. MANUDAGUR14. FEBRUAR1983. 45 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Hór má sjá eiganda Playboy-fyrir- tækisins, Hugh Hefner, innan um hóp fallegra stúlkna. Cliff Robertson leikur Hugh Hefner i nýjustu mynd sinni, StarSO. Leikkonan hlatalie Wood var að leika í myndinni Brainstorm á móti diff Robertson þegar hún lóst með sviplegum hætti. Brain- storm er myndin sem gaf diff tækifæri á ný i Hollywood þegar honum hafði verið útskúfað eftir að hafa kært kvikmyndafrömuð. John Elton John, skrautlegur að vanda. veðjar Elton John, eigandi Watford og tónlistarmaður hefur nú gefið út þú yfirlgs- ingu að hann veðji við hvern sem er að Watford verði Englandsmeistari. Bjartsýnn hann Elli. Watford er í þriðja sœti í fyrstu deild sem stendur, fimmtún stigum ú eftir Liverpool. Sveinn -/starfskynning. Elton Sigfríð Björgvinsdóttir, 16 ára Eyjasnót, var fyrir skömmu útnefnd íþróttamaður Vestmannaeyja fyrir árið 1982. Það er Rótarý- klúbbur Vestmannaeyja sem nú, eins og undanfarin ár, hefur veitt þessa viðurkenningu. Sigfríð varð sunddrottning Eyjamanna á síðasta ári og einnig sexfaldur Vestmannaeyjameistari. Hún hefir sýnt miklar framfarir á árinu og er vel að þessari viðurkenningu komin, einnig fyrir prúða framkomu og mikið keppnisskap. Þess má láta getið að tvíburasystir Sigfríðar, Guðný, er einnig góð sundkona. FOV/Þórey - námskynning. Hór tekur Sigfrið við verðlaunagripunum. DV-myndir: Guðm. Sigfússon. 4 1 .jza. 'jájSL Úrslitakeppninni var sjónvarpað um gervöll Bandaríkin og vakti mikla athygli. Hór stendur Renóe uppi sem sigurvegari. Talið frá vinstri, norska stúlkan Anette Stai, sem sigraði 1980, Bileen Ford, Renóe og kynnirinn á keppninni, leikarinn Lee Majors. Mynd: Revven Kopitchinski. Andlit hennar var mér óþekkt fyrir ári en nú er hún með eftirsóttustu fyrirsætum i heimi „ Jú, það virðist vera mikill áhugi á keppninni og nú þegar hafa margar þátttökutilkynningar borist. En ég vil endilega hvetja aliar stúlkur til að gera sér grein fyrir hvílíkir mögu- leikar eru á ferðinni með því að taka þátt ( keppninni,” sagði Katrín Páls- dóttir, umboðsmaður Ford Models á Islandi, þegar Sviðsljósið ræddi við hana um Ford-módelkeppnina sem nú stendur yfir. Keppnin er þekkt víða um heim undir nafninu The Face of the 80’s og gefur óþekktum stúlkum mikla möguleika á að rjúka upp á stjörnu- himininn sem fyrirsætur. Urslit keppninnar veröa kynnt á Stjörnu- messu DV, 7. apríl næstkomandi, en ábendingar og þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist Vikunni fyrir 20. febrúar þ.e.a.s. næsta sunnudag. Stúlkan sem vann í keppninni í fyrra er dönsk og heitir Renée Toft Simonsen. Hún er sautján ára, bláeygð, 1,80 metrar á hæð og vegur 52 kíló. Renée var gjörsamlega óþekkt í Danmörku. Hún bjó í Arósum og gekk í menntaskóla. En dag einn ákvað hún að slá til. Hún fór inn á ritstjórn danska blaösins Extra Bladet og sótti um aö taka þátt i Ford-módelkeppninni. Og hún var ekki að hafa fyrir því að láta sig dreyma um aö verða útnefnd, hvað þá að sigra í keppninni. En Renée hefur heldur betur slegið í gegn frá því hún kom viö hjá þeim á Extra- blaðinu. Hún er með eftirsóttustu fyrir- sætum í heimi og prýddi meðal annars forsíðu enska blaðsins Vogue í janúar síðastliðnum. Vcrðlaunin sem Renée fékk fyrir að sigra í keppninni var þriggja ára samningur við Ford Models sem færir henni að minnsta kosti milli 100 og 200 þúsund dollara. Og henni er spáð glæstri framtíð sem sýningarstúlka. Af sögunni um Renée sést greini- lega að Ford-módelkeppnin er stórkostlegt tækifæri fyrir allar ungar stúlkur. Og hver veit nema einhver þeirra stúlkna sem hafa labbað inn á Vikuna með þátttökutil- kynningu feti í fótspor Renée — og standi uppi sem sigurvegari og með samning viö Ford-Models upp á vasann. JGH. Danska stúlkan Renóe Toft Simonsen lallaðí inn á ritstjórn danska blaðsins Extra Bladet og sóttí um að taka þátt i Ford-módelkeppninni. Hún stóð siðan uppi sem sigurvegari i keppninni. Við getum sagt að hún hafi ekki sett sjálfri sór stólinn fyrir dyrnar heldur nýtt tækifærið sem var i boði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.