Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 14
14 DV.MÁNUDAGUR14. FEBRUAR 1983. TIL SÖLU TÖLVUBÚNAÐUR Commodore 8032 með stórum prentara. Upp/ýsingar í síma 25548 frá k/. 2— 7. ■—-VIDEO--^— OpiÖ ÖU kvöld í Reykjavík tilki. 11. KVIKMYNDAMARKAÐURINN Skólavörðustíg 19 — s. 15480. VIDEOKLÚBBURINN Stórholti 1 — s. 35450. KVIKMYNDAMARKAÐURINN Vestmannaeyjum Opið virka daga kl. 14—20, opið um helgar kl. 14—18. ^^—VIDEO— scrhannaður l'amaður tyri árshauðirnar | Ólafur Hannibalsson Menning Shakespeare kallinn og rækjusjómennimir Helgi Hálfdanarson: ERLEND LJÓD frá liðnum tlmum. Mál og menning Prentsmiðjan Hólar. Ekki veit ég, hvaö ritstjórn DV hefur gengið til aö fá mér þessa bók í hendur til umfjöllunar, sem ekki er aö ööru kunnur í ríki Braga en aö hafa haldiö uppi vísnaþætti i Timanum, sem mörg- umhefur aövísuþóttskemmtilegur, en ekki þótt aö sama skapi árciöanlegur um meðferö nafna höfunda, og jafnvel ekki um sjálfan kveöskapinn í fyrstu gerö. Mér dettur helst í hug, aö rit- stjómin hafi viljað kanna viöbrögö stritandi almúgamanns, þegar honum er rétt upp í hendur fagurlega mynd- skreyttgrískt skrautkerog hann beðinn vel aö njóta. Þaö er skemmst frá að segja, aö þessi bók á erindi við alla frá ystu sjón- arrönd tvö hundruð mílna fiskveiöi- landhelginnar til innstu afdala upp viö öræfi landsins. Til verksmiöjustúlk- unnar, skrifstofupíunnar, snyrtidöm- unnar, fyrirsætunnar, fiskvinnslukon- unnar, bóndakonunnar á bæ sínum. Hún á erindi í sigggrónar sjómanns- hendur, grómteknar krumlur verka- manns, vélamanns og bónda. Og iönaö- armenn fengjust kannski til aö slaka eilítiö á uppmælingataxtanum fengi geð þeirra að glúpna og þiöna viö hlýj- una og varmann innan þessara bókar- spjalda. Og hinn óráöni unglingur, beggja kynja, sem einhverntíma á eftir aö veröa eitthvað af þessu, sem ég nú hef talið, getur ekki fengiö hollara vegarnesti út í lífið, aö frátaldri Biblí- unni, meö ágylltu nafni sínu. Víkjum þá fyrst að hinu ytra. Prent- un og band er eins og þaö getur veriö fegurst unniö í Prentsmiðjunni Hólum og er þá ekki jafnað til neinnar meöal- mennsku. Látlaust þó og snoturt. Pappír ágæta vel valinn, uppsetning ljóðanna og leturgerð svo við hæfi, aö annan búning getur maður ekki hugsaö sér. Jón Reykdal hefur teiknaö kápu og myndskreytt kaflaupphöf. Kápan sú fellur aö bókinni eins og vel sniðin flík að líkama fagurlimaörar konu. Prent- villur hef ég engar fundið. (Vill ekki einhver, sem auðugur deyr, stofna sjóö til aö verðlauna þær bækur íslenskar, sem komast villulausar á prent og þá prófarkalesara, sem slík afrek inna af höndum?) Bókin er semsagt gimsteinn í umgerð sem hæfir. Lyklar, sem ljúka upp sálarkompum En fer ekki Helgi Hálfdanarson for- gefins rænandi og ruplandi um heims- byggðina því sem fegurst hefur verið hugsaö á öðrum og framandi þjóðtung- um, færandi varninginn heim í þeim búningi, sem hvert íslenskt manns- barn fær skilið og notiö? Hittirhann nokkurn tíma í mark, beint í hjarta eöa slagæö þess stritandi almúga, sem helst ætti að eignast þessa bók aö ævi- löngum vímugjafa? Fæla ekki stór nöfn eins og Shakespeare, Goethe, Schiller, Yeats og Keats, Baudelaire, Rimbaud, Horatius, Púsjkín, Múhammeö spámaöur, Al-Anaf al Ukharí og Bartríharí alla frá lestri svona bókar, nema blóölausa bók- menntafræöinga, sem velta vöngum yfir formum og bragarháttum, hvort einhver tiltekin hugsun á frummálinu hafi nú komist fyllilega til skila, hvort orð hafi verið rétt valiö eöa tákn rétt túlkað? Mér er ljúft aö geta fullyrt af eigin reynslu, aö Helgi hefur hitt í mark. I sjávarþorpum og sveitaheim- ilum er bækur hans víöa aö finna á hill- um innan um þá reyfara og bók- menntadýrgripi, sem þar er raðað holt og bolt, og bera þaö meö sér aö þær eru lesnar. Og ekki bara á sunnudögum, þegar menn eru búnir aö þvo sér um hendurnar og setja sig í stellingar til að meðtaka andagt og pempíulegar „æðri hugmyndir”. Þær hafa mörgum runnið í líf og blóö. Viö mörg venju- bundin störf, sem ekki kref jast athygli og einbeitingar, stíga hendingar snill- inganna fram í hugann úr annárs hljóðlátum hugarfylgsnum, létta vinn- una og gæöa tímann innihaldi, sem hann öörum kosti væri sneyddur. Menn afhenda þeim Shakespeare og félögum lykla, sem Ijúka upp ryöguöum skrám aö sálarkompum, sem menn hafa löngu gleymt aö væru til. Og á gleöi- stundum eru þeir Garcia Lorca, Piet Hein, Heine Kajam og þessir kallar boönir til borös og taka þátt í samræð- um eftir því sem viö á meö gáska, háöi, kaldhæðni, kímni og harmkímni, hryggö og trega eins og jafningjar, eins og skipsfélagar eöa samverka- menn í amstri dagsins í litlu plássi. Bókmenntaorgíur ílandlegum Mér er minnisstætt, að f yrir nokkrum árum sat ég aö sumbli meö nokkrum kunningjum mínum, rækjusjómönnum á Isafiröi, sem voru aö segja mér frá því, aö stundum kæmi fyrir aö veður skylli á svo skyndilega, aö þeir yröu aö láta fyrirberast inni á Skötufirði, eöa í ööru vari, næturlangt eöa um lengri tíma. Oft gætu menn þá komist á milli báta og snerust slíkar samkomur oft upp í bókmenntaorgíur. Heföi einhver veriö svo forsjáll aö stinga meö sér fleyg í koju sína, mætti sjá margan harðjaxlinn, sem dagfarslega ætti ekki nema gróf- og klúryrði handa sam- starfsmönnum, gráta út í morguns- áriö, meðan hamstola höfuðskepnum- ar ólmuöust útifyrir. — Og hvaö voruð þiö aö fara meö eöa lesa? spuröi ég. Húsráöandi seildist í lúö eintak af Ferhendum Omars Kajams, sérútgáf- imni, sem Magnús Asgeirsson þýddi og las upp úr henni um stund. Svo greip hann Handan um höf Helga Hálfdanar- sonar og fletti upp á Sjómannavísu Shakespeares: Á skipherra, bátsmanni skolara, mér og skyttu er vani sá að glingra við kvenfólk, sem kemur og fer; en Kötu vill enginn sjá, því stelpan er hortug og hvín með hávada: „Burt, þú ert svín!” efleggur af sægarpi koltjörukeim, en kvensömum skraddara fylgirhún heim- Á sjó strákar, hvað sem hún hrín! Allir viðstaddir hlógu og tóku það sem sjálfsagðasta hlut í heimi aö deila reynsluheimi með Shakespeare kallin- um. Annar fór aö fara meö Ljóð handa betra fólki úr bókinni A hnotskógi: Ég hengdi Mörtu mína í nótt með snœri, svo mér erþungt um hjartarót af trega; En Marta heitin hraut svo gífurlega að hér var ekki nokkurt undanfœri. og svo vísurnar koll af kolli. Einn skaut reyndar þessari inn í: Feginn skyldi ég far’uppá 'ana fóstru mína. Þótt ég afþví biði bana. Bara til að gleðja hana, en á því á Helgi Hálfdanarson enga sök, né nokkur útlendur höfundur svo aö mér sé kunnugt, enda á þessi baga ekk- ert erindi inn í þessa ritfregn og heyrir undir stílrof. Þegar þaggaö haföi veriö niður í þessum elskhuga fóstru sinnar, hóf húsráöandi aö lesa: Lesbia, njótum lífs og ástargleði, látum þá gömlu stinga saman nefjum.... (Catullus) Veröldin hefur vélað oss og gert að víxlabúð vorn sálarhelgidóm og sóað vorum hug í fánýtt hjóm unz hjartað getur engin fegurð snert. Hafið sem hvelfir öldu-brjóstið bert við bleikum mána, stormsins villta róm og andvarann sem blundar líkt og blóm á bak við lauf, vér dœmum einskis vert; Vér skynjum hvergi, ó mikliguð, þann mát sem megni að fara eldi um huga vorn; ég vildi heldur heiðinn lifa í sátt við hindurvitni barnaleg og forn ogenn URVAL VIÐ AUSTURVÖLL SIMI 26900 umboðsmenn um allt land 27. mars 16dagar 12. apríl 4 vikur 10. maí 3vikur 31. maí 2og3vikur 21. júní 2og3 vikur 12. júlí 2og3 vikur 2.ágúst 2og3vikur 23. ágúst 2og 3vikur 13. sept. 2og3vikur 5. okt. 3 vikur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.