Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR 37.TBL.—73.og9.ARG. —MANUDAGUR 14. FEBRUAR 1983. Miðstjómarfundur Framsóknarflokksins um kjördæmamálið: Steingrímur fékk umboð ágreiningur varð um skilyrði fyrir umboðinu Miðstjórn Framsóknarflokksins samþykkti á fundi sínum í gær að veita Steingrími Hermannssyni, formanni flokksins, umboð til þess að vinna áfram að samkomulagi um breytingar á stjómarskrá og kosningalögum. Þau atriði sem fundurinn viidi leggja áherslu á vora 4, að sögn Tómasar Ámasonar ráðherra og voru þau ein- róma samþykkt: 1. Vægi atkvæða á milli þéttbýlis og dreifbýlis verði svip- að og 1959, 2. Fjölgun þingmanna verði sem minnst, 3. Kjördæmakjömir þing- menn verði semflestir (t.d. 53 af 63),4. Þingmönnum verði hvergi fækkað. Einnig var ályktað um hvernig jöfn- unarsætum ætti að útbýta. Jöfnunar- sætum í þéttbýli veröi úthlutað fyrst en einnig komi til greina að jafna í öðmm kjördæmum. A fundinum sem stóð frá 14 í gær til 24 urðu miklar umræður. Fram komu meðal annars þau sjónarmið að gæta þess við setningu nýrrar stjórnarskrár og kosningalaga aö veikja landsbyggö- ina ekki of mikið. Inni í samþykkt miðstjórnar nú er ekki ákvæði um hvenær kosningalög- unum verði breytt. „En við höfum lagt á það áherslu,” sagði Tómas, „að það verði kosið eftir gildandi kosningalög- um í næstu kosningum.” Þrátt fyrir að umboðið til handa Steingrími hafi verið samþykkt sam- hljóða varð töluverður ágreiningur um skilyrði umboðsins. „Það hefur verið samþykkt af flokknum að fækka hvergi kjördæma- kjörnum þingmönnum,” segir Páll Pétursson alþingismaður. „En sam- kvæmt umboðinu er ekki hægt að líta á síðasta þingmann litlu kjördæmanna sem kjördæmakjörinn, því við úthlut- un þess þingsætis er tekið mið af úrslit- um annars staöar á landinu. Sá þing- maður er því í eðli sínu uppbótarþing- maður og þar meö tel ég vikið frá fyrri samþykkt flokksins.” JBH/SþS Já við jöfnun atkvæðisréttar — sjábls.3 Fresta varð 32 leikjum — sjá átta síðna blaðauka um íþróttir Shakespeare kallinn og rækjusjómennimir — sjá Menning á bls. 14-15 Bolla bolla DV-mynd GVA Áskriftarþjónusta DV: 771 Lundúna í viku fyrir 7900 krónur Áskrifendum DV býðst að taka þátt í Lundúnaferö vikuna 13.—20. mars næstkomandi. Verð er frá krónum 7900. Það er vegna einstak- lega hagstæðra samninga viö Ferða- skrifstofuna Polaris sem DV veitist sú ánægja að bjóða áskrifendum sínum upp á þessa ferö. Þeim áskrif- endum DV sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari fyrstu ferð er bent á að hafa samband við Ferðaskrifstof- una Polaris, Bankastræti 8, í símum 28622 og 15340 sem fyrst. I ferðinni er innifalið flug, gisting í sjö nætur með morgunverði, flutningur til og frá hótelum, leikhús- ferð á hinn vinsæla söngleik „Cats”, og kvöldferð á „Pub” (Aba Daba Music Hall), þar sem ýmsir skemmtikraftar koma fram. Hægt verður að útvega aögöngu- miða í önnur leikhús borgarinnar þar sem ýmis vinsæl leikrit og söngleikir eru í gangi. Þar á meöal má nefna söngleikina „Evita” og „Guys and Dolls”. Einnig má benda á hið sívinsæla leikrit Músagildruna eftir Agöthu Christie, en leikritið er nú á 31-sýningarári. Fyrir þá er unna klassískri tónlist er hægt að útvega miða á hljómleika London Symphony Orchestra, en mörg vinsæl klassísk verk verða á dagskrá hljómsveitarinnar þessa vikusem dvalið er í Lundúnum, Knattspyrnuunnendum er bent á leik Arsenal og Luton í fyrstu deild- inni ensku laugardaginn 19. mars, auk ýmissa annarra knattspyrnu- leikja. Þá verður hægt að útvega aðgöngumiða aö ýmsum sýningum, söfnum og í skoðunarferöir. Fararstjóri verður með í ferðinni og mun hann aðstoða fólk viö hvers konar þjónustu aðra, sem er á boðstólum í þessari gamalgrónu heimsborg. Þeir sem hafa hug á að tryggja sér sæti í þessa fyrstu ferð er bent á að hafa samband við Ferðaskrifstofuna Polaris semfyrst. -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.