Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Verðlagsstjóri vill ekkertsegja Verölagsstjóri, Georg Olafsson, vildi í morgun ekkert segja um hugsanleg viðbrögö Verðlagsstofn- unar við þeirri samþykkt borgarráðs Reykjavíkur að hækka fargjöld SVR um25af hundraöi. Verðlagsráð var búið að samþykkja hækkun til Landleiða og Strætisvagna Kópavogs um 25 af hundraði. Ennfremur var ráðiö búið að ákveöa aö heimila SVR sömu hækkun, svo framarlega sem fyrirtækið óskaði eftir því. Borgin hækkaði hins vegar án þess aö vera búin að biöja um hækkun. -KMU. NÝSAMTÖKÁ AKUREYRI Jafnrétti milli byggðarlaga nefn- ast ný samtök er stofnuð voru á Akureyri í gær. Þá var haldinn fyrsti fundur samtakanna á Hótel KEA. Pétur Valdimarsson forstjóri sagði í samtali við DV aö hér væri um að ræða samtök fólks úr öllum flokkum. Þau hefðu verið lengi á döfinni og væru stofnuð til mótvægis við þann einhliöa áróður sem rekinn er fyrir Reykjavík og Reykjaneskjördæmi í kjördæmamálinu og þær hugmyndir semuppieruum „einn mann, eitt at- kvæði”. -PÁ Framsóknarmenn á Austurlandi: Niöurstödurpróf- kjörsóhaggaðar Framsóknarmenn á Austurlandi héldu kjördæmisþing um helgina þar sem listi fyrir komandi alþingiskosn- ingar var endanlega samþykktur. Almennt prófkjör fór fram dagana 29. og 30. janúar. Var einróma samþykkt á þinginu nú að niöur- stöður úr því skyldu standa óbreyttar. Efstu sæti listans eru þvi þannig skipuö: 1. Halldór Ásgrímsson, 2. Tómas Ámason, 3. Jón Kristjánsson, 4. Guðrún Tryggvadóttir, 5. Þórdís Bergs- dóttir. -JBH. Tannlæknanemar fááminningu Háskólaráð hefur veitt fimm tann- læknanemum áminningu vegna agabrots. Nemamir fimm hafa enn- fremur sæst á að taka á sig það tjón sem varð á lesstofum tannlækna- deildarinnar við Aragötu þann 2. febrúar síðastliðinn. Þá hefur fimm- menningunum, sem allir eru langt komnir í námi, verið meinuð afnot af lesstofum háskólans í framtíðinni. -KMU. T wk M LOKÍ Hvers vegna vi/l verð/ags- stjóri ekki lögbann nú? Alþýðubandalagsmenn leituðu til stjórnarandstöðunnar vegna vísitölumálsins: MAKKIÐ A ÞINGI ÍHÁMARKIÍDAG Makkið á Alþingi um framgang þingmála, þinglausnir, kjördag og önnur skyld mál, nær væntanlega hámarki í dag. Lokatillaga for- manna flokkanna um nýtt kosninga- kerfi er í buröarliönum eftir að miö- stjóm Framsóknarflokksins sam- þykkti framhald þátttöku í smíðinni. Forsætisráðherra mun væntanlega tala fyrir f rumvarpi um nýtt vísitölu- kerfi framfærsluvísitölu í dag. Alþýöubandalagsmenn munu bíða átekta, þótt þeir séu á móti — horfur á heildarsamkomulagi frumvarpinu eins og það verður lagt fyrir. Formenn flokkanna og formenn þingflokka hittust strax árla í morg- un og þá voru fyrirhugaðir ýmsir frekarifundirídag. Samkomulagshorfur varöandi kosningakerfið og framlagning frumvarpsins um nýtt visitölukerfi kemur til móts við kröf ur sj álf stæðis- manna í stjórnarandstöðu. Þeir munu því væntanlega hleypa bráða- birgðalögunum í gegn, nema breytingartillögu sjávarútvegsráð- herra. Horfur eru á að heildarsam- komulag sé því í deiglunni. Frumvarpið um nýtt vísitölukerfi er flutt í andstööu við alþýðubanda- lagsmenn, sem hafa hótað því að huga að stjómarslitum, nái máliö fram að ganga. Þeir munu hins vegar sjá til „í bili”, enda afar ólík- legt af tæknilegum ástæðum að málið komist gegn um þingið á þeim tíma sem til stefnu er. Þó leituðu alþýðubandalagsmenn óformlega til stjórnarandstæðinga í gær um að hafna afbirgðum til umræðna um málið á þingi en þeir höfnuðu. Frumvarpið snýst um nýjan vísitölugrundvöll og að óbeinir skattar og niðurgreiðslur verði tekin út úr. Einnig orkukostnaður með sér- stökum frádrætti. Verðbótatímabil lengist úr þrem mánuðum í f jóra og næst verði greidd kauphækkun 1. apríl en ekki 1. mars. Er ályktað að breytingamar minnki veröbólgu á ári um 5-6%. HH/HERB Listfestíva/inu „Gu/iströndin andar"lauk um helgina með viðhöfn, en það stóð yfir iróttar tvær vikur. Þar kynntu verk sín um hundrað og tuttugu ungir listamenn úr borginni og viðar. í iokahófinu var sú listaspíra er þótti sýna merkiiegasta framlagið til listarinnar á sýningunni verðlaunuð. Þar reyndist vera tíkin Mjaiihvit. Á myndinni sóst hún taka við verðiaunum sínum — steiktri kótelettu — að viðstöddum myndlistarmönnunum Valgarði Gunnarssyniog ÞorlókiKristinssyni. DV-myndEinar Ólason. Tíu prósent niðurskurður Erfiðlega gengur aö fá áætlaðar tekjur Akureyrarbæjar á þessu ári til þess að hrökkva fyrir þeim rekstr- argjöldum sem á fjárhagsáætlun eru, hvað þá að einhverjar krónur finnist til að greiða niður lán eöa leggja í nýbyggingar. Samkvæmt heimildum DV vantar um 15 milljónir króna til þess að áætlaðar tekjur dugi fyrir útgjöld- um. Til viðbótar vantar svo rúmlega 30 milljónir í afborganir af lánum. Það er svo matsatriði hve margar milljónir menn vilja leggja í nýbygg- ingar. Bæjarráösmenn hafa setið á löngum og ströngum fundum við gerð fjárhagsáætlunar að undan- förnu. Var meiningin að hún kæmi til fyrri umræðuí bæjarstjóm á morgun en úr því getur ekki orðiö. I dag verða fjárhagsáætlanir ein- stakra stofnana og deiida bæjarins endursendar forsvarsmönnum þeirra með þeim fyrirtækjum að þeir skeri niður útgjöld um 10%. DS/GS, Akureyri. Átök á Gunnarsholtshælinu: Réðust með hnífum að starfsmönnum Þrír ölóðir vistmenn Gunnars- holtshælis í Rangárvallasýslu stungu lögregluþjón með hníf í læri, rif- beinsbratu aðstoðarforstööumann hælisins og veittu forstöðumanninum áverka í miklum slagsmálum í fyrri- nótt. Fjórir vistmenn drykkjumanna- hælisins, á aldrinum 20 til 25, höfðu uppi háreysti þegar gæslumaður hringdi í yfirmenn sína og bað um aðstoð. Þetta var um klukkan þrjú um nóttina. Forstöðumennirnir ásamt lögregluþjóni, sem þarna var gestkomandi, fóru á vettvang. Reynt var að róa vistmennina niður en það bar ekki árangur. Einn þeirra leiö út af sökum áfengisneyslu en hinir þrír réðust gegn starfsmönn- um hælisins, vopnaðir tveimur hnífum og flösku. Urðu snörp átök, fyrst inni á herbergjum og göngum hælisins en síöan utandyra. Á sama tíma voru aðrir vistmenn að ber jast við eld sem hinir ölóðu eru grunaðir um að hafa kveikt í her- bergjumsínum. Vistmennirnir vom yfirbugaðir áöur en lögreglulið frá Hvolsvelli kom á staðinn. Einum tókst þó aö láta sig hverfa út í myrkriö. Þá tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en hann olli vemlegu tjóni. Sá sem slapp virðist hafa farið fót- gangandi niður að Hellu og stolið þar bíl. Bíllinn fannst skammt frá Þjórs- árbrú um tíuleytið um morguninn og maðurinn síðar um daginn í Hvera- gerði. Áverkar á mönnum eru ekki mjög alvarlegir. Lögregluþjónninn gest- komandi fékk fimm sentímetra djúpan skurð í vinstra læri eftir hníf. Eitt eða tvö rif aöstoðarforstöðu- mannsins eru brotin eftir þungt spark. Þeir em og skornir á höndum og framhandleggjum eftir eggvopn, að sögn læknisins sem geröi að meiðslum þeirra. Tvær tómar áfengisflöskur f undust í vistarverum vistmannanna. Starfs- menn hælisins telja þó ólíklegt að innihald þeirra hafi verið það eina sem mennirnir innbyrtu þarna um kvöldið ognóttina. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.