Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Síða 14
14
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
Hiisið - ný íslensk kvikmyinl frumsýnd í næsta mánuði
Skrýtið hvað sumar
sennrnar vorn allt i
einn orðnar stuttar
— segja Lilja Þðrisdðttir og Jðhann Sigurðarson sem fara með
aðalhlutverk myndarinnar
Húsið nefnist ný íslensk kvik-
mynd sem frumsýnd veröur í
næsta mánuði. Þar er á ferðinni
mynd sem fjallar um dulræna at-
burði, en íslendingar hafa löngum
haft mikinn áhuga á slíkum
málefnum. Höfundar myndar-
innar eru þrír, þeir Egill Eðvarðs-
son, sem jafnframt leikstýrði
myndinni, Björn Björnsson og
Snorri Þórisson. Framkvæmda-
stjóri myndarinnar er Jón Þór
Hannesson. Egill og Björn reka
saman fyrirtækið Hugmynd en
Snorri og Jón Þór reka Saga film.
Stór hópur leikara fer með
aðalhlutverkin og má þar nefna
Helga Skúlason, Bríeti Héðins-
dóttur, Þóru Borg, Baldvin
Halldórsson, Árna Tryggvason,
Róbert Arnfinnsson og Borgar
Garðarsson. Aðalhlutverk
myndarinnar eru í höndum
tveggja ungra og efnilegra
leikara, þeirra Lilju Þórisdóttur
og JóhannsSigurðarsonar.Lilja er
líklega þekktust sem Hildur í
dönskuþáttunum sem sjónvarpið
sýnir um þessar mundir. Jóhann
hefur hins vegar getið sér gott orð
á fjölum Leikfélags Reykjavíkur
sem Jói i samnefndu leikriti
Kjartans Ragnarssonar.
Hvernig vildi það til að þau urðu
fyrir valinu sem aðalleikarar í
þessari nýju mynd? Og hvemig
fannst þeim sú reynsla að leika í
kvikmynd? Við ákváðum aö hitta
þau að máli og rabba um þessa
hluti og um þau sjálf einn eftir-
miðdag. Ákveðið var að hittast
heima hjá Jóhanni á Lynghagan-
um og samtalið hófst yfir rjúk-
andi piparmyntutei í stofunni hjá
honum.
Leist vel
á handrrtið
„Egill Eðvarðsson hafði samband
við mig og hafði raunar haft samband
viö fleiri leikkonur. Við röbbuðum
saman nokkrum sinnum, eitt skiptið
sem við hittumst lét hann video ganga
meðan við töluðum saman. Ætli við
höfum ekki talað saman þrisvar áður
en þetta var ákveöið,” segir Lilja. ,,Þá
var ekki búið að finna mótleikara.
Hann spurði mig reyndar aö því hvort
ég gæti hugsað mér að leika á móti
þessum þama,” segir Lilja skellihlæj-
andi um leið og hún bendir á Jóa.
„Nú,” svarar hann og brosir,... en
Lilja bætir við að hann hafi nú bara
spurt svona hvort hún gæti hugsað
sér... „Ég las drög að handritinu og
Egill sagði mér frá hver ju ég ætti von á
og mér leist strax vel á hlutverkið,”
heldur hún áfram.
Stærðin
vandamál
— EnJói?
„Það var líka Egill sem hafði sam-
band við mig. Hann hafði séð mig leika
á sviði. Mér leist líka mjög vel á þetta
hlutverk. Það var þó eitt vandamál
sem kom upp... þaö var stæröar-
munurinn á okkur,” segir Jói og Lilja
erfijótað bæta við: „Það vareiginlega
stærsta vandamálið. Við vorum fengin
til að koma saman til aö þeir gætu séð
okkur standa hlið viö hlið og svo hlógu
þeir heilmikiö að öllu saman,” segir
Liija sem s jálf hlær dátt að þessu.
„Þetta var gert út af ballansinum í
myndinni,” heldur Jói áfram, en hann
er maður hávaxinn. „f myndinni þurf-
um við nefnilega oft að standa
saman.”
„Það hefði nú ekki veriö nógu
sniðugt ef myndavélin hefði bara náð
hálfumhausnum á Jóa,” segir Lilja og
leikur með höndunum hvemig það
hefði litið út.
Verður vör við dui-
ræn fyrirbrigði
— Lilja, hver er þessi kona sem þú
leikur?
„Hún heitir Björg og kennir heymar-
lausum börnum. Myndin hefst í raun-
inni á því að hún og maður hennar,
Pétur, eru aö leita sér að leiguhúsnæöi.
Þau fá leigt hús, stórt hús. Þegar þau
em flutt inn finnur Björg að ekki er allt
með felldu í húsinu. Hún fer að verða
vör við ýmislegt dulrænt. Hana
dreymir drauma á nóttunni í sambandi
við húsið og myndin gengur út á það
hvernig Björg reynir að komast til
botns í þessum dularfullu atburðum.
— Hvemig er þá Pétur, Jói?
„Hann er bölvaður egóisti sem
heldur að lífið snúist eingöngu í kring-
um sig. (Jói var allan tímann að sann-
færa mig um að hann væri sko ekki
líkur þessum Pétri, skýtur Lilja inn í)
Já, mér fannst hann oft ekki beint
skemmtilegur,” segir Jói. „Pétur er
tónskáld, hann er að semja mikið tón-
verk og er mjög upptekinii af því sem
hann er að gera. Fer til Vínarborgar og
skilur konu sína eftir heima en hann
vill ekki trúa því sem hún segir honum
um hið dulræna. Pétur skiptir sér ekki
af venjulegum heimilismálum heldur
lifir í sínum eigin heimi. Hitt lendir allt
á Björgu. Þannig lifa þau eiginlega sitt
í hvorum lífstílnum.”
Gráttá
tveimur hliðum
Hús það sem Björg og Pétur fá á
leigu stendur við Ásvallagötuna í
Reykjavík. Var þaö fengið að láni til að
nota í útitökum. „Þetta var mjög
fallegt hvítt hús en þeir máluðu tvær
hliðar þess gráar til aö láta það líta
gamaldags út,” segir Lilja. „Eg veit
ekki hvað fólkið í götunni hefur haldið
þegar það hefur allt í einu séð tvær
hliðar hússins orðnar gráar. En þetta
var nú allt saman lagað aftur. Innivið í
húsinu var hins vegar allt tekið upp í
stúdiói, þar sem mestöll upptaka fór
fram.”
Nokkuð af myndinni fer fram úti á
landsbyggðinni og í Vínarborg en
upptökur stóðu yfir síðastliðið sumar.
Biðin stundum
þreytandi
„Það var mjög mikil vinna sem fór í
þetta. Við byrjuöum að vinna kl. sjö á
morgnana og vorum að fram á nótt.
Kvikmyndaleikur er frábrugðinn
sviðsleik að því leyti að miklu meira er
um nákvæmnisvinnu. Tökur á
smáatriðum gátu tekið langan tíma.
Við fengum eiginlega ekkert frí nema
yfir blánóttina. Sum atriöin þurfti að
taka nokkrum sinnum og það þarf
vissa þolinmæði. Þetta var erfitt en um
leið skemmtilegt. Þessir menn (Egill,
Pótur er bölvaður egóisti og dáiítið snúinn...
„Hiidur var allt öðruvísi hlutverk... Jú, það kemur
fyrir að fólk taki feii á mór og henni."
Bjöm og Snorri) vissu nákvæmlega
hvað þeir voru aö gera og hvað þeir
vildu aö kæmi sérstaklega fram. Þetta
eru vanir gaurar og það var sérstak-
lega skemmtilegt að vinna með þeim.
Enda hafa þeir mikla þekkingu og hafa
unniö mikið saman áður.
Eitt viö upptökumar var svolítið
þreytandi en það var biðin. Það koma
hlé á milli þegar þarf að stilla upp, lýsa
eða þess háttar og þá varð maöur að
finna sér eitthvað að gera á meðan.
Maður mátti bara ekki hugsa neitt út í
þessa biðtíma, varð bara að stilla sig
inn á að svona gengi þetta. Annars
bjargaði það oft hvað mórallinn var
góður í þessum hópi.”
Falleg sena
— Voru þetta erfið hlutverk?
„Já,” segir Jói og lítur á Lilju sem
kinkar kolli til samþykkis. „Pétur var
svolítiö snúinn,” segir Jói og Lilja
segir að svo hafi einnig verið um
Björgu. „Hún var kannski ekki erfið.
En það eru margs konar tilfinningar
sem ég varð að sýna. Eg varð að gefa
töluvert af sjálfri mér. Eg býst þó við
að þetta hlutverk hefði verið erfiðara
ef leikstjórinn hefði veriö einhver
annar.”
— Nú komið þiö fram í ástarsenum í
myndinni. Voru það erfiðar upptökur?
(Löng þögn) Ja, segja þau og líta
hvort á annað., JVÍér fannst það nú ekki
beinlínis erfitt,” segir Jói og stuttu
síðar segir Lilja. „Þetta er bara falleg
sena sem kemur inn í myndinni. Hún
skiptir ekki miklu máli.”
— Höfðuð þið ieikið saman áður?
„Nei,” segja þau. „Við þekktumst
ekki. Ja, sögðum bara halló þegar við
hittumst en ekkert meira,” segir Lilja
en Jói segist muna eftir henni úr skóla.
„Áttir þú ekki heima í Miðtúninu,”
segir hann og hún jánkar. ,,Ég átti
heima á Laugateignum og var í bekk
með bróður þínum.”
Efni fyrir tíu,
ellefu tíma
„Við þurftum að æfa í þrjár vikur
áður en upptökurnar hófust. Það var
ýmislegt tilfinningalegt sem við þurft- munurinn
um að æfa. Textinn var í sjálfu sér ekki
allt málið því myndin er látin tala að
mikluleyti.”
— Eru eingöngu leikarar sem koma
framímyndinni?
,Stærðar-
var eiginlega
mesta
vandamáiið...
Myndir Einar Ólason
dæmis, í einu. Við áttum að leggja
glasið frá okkur niður á borð alveg
ótrúlega hægt en samt kom það eðli-
lega á myndinni. Allt atriðið var tekið
svona upp. Þetta var algjör
nákvæmnisvinna sem var sérlega
skemmtilegt, en því miður ekki
notað.”
— Nú fer að líða að frumsýningu.
Eruð þið kvíðin eða spennt?
„Eiginlega höfum við voðalega lítiö
hugsað út í þetta. Sjálfsagt færmyndin
„Já, að mestu leyti. Og það teljum
viö góða þróun,” svarar Jói. „Ekki
kannski af því að aðrir geti ekki leikið
heldur vegna þess að leikarar eiga
auöveldara með að setja sig inn í það
sem er að gerast og vinnan verður
auðveldari.”
— Nú eruð þið búin að sjá myndina.
Eruð þið ánægð með árangurinn?
„Við erum búin að sjá vinnukópíu af
henni. Það er kannski ekki alveg að
marka því talið var lélegt og einnig
lýsingin. Þetta voru svona grófir
drættir myndarinnar. Þeir tóku upp
efni sem nær yfir tíu, ellefu klukku-
stundir en myndin verður svo ekki
nema hundraö mínútur. Þetta var gert
til að ná sem bestum samsetningum í
klippingu enda kom það okkur mjög á
óvart að s já hvað sumar senumar vom
orðnar stuttar og höfðu breyst mikið.
Viö vorum stundum að því komin að
spyrja hvort ekki vantaði eitthvað á
milli. Sum atriði vorum við búin að
leggja margra daga vinnu í sem koma
svo hvergi fram. En auðvitað er þaö
besta tekið úr og þannig næst sem best
atburðarás.”
J>
Viss kvíði
„Eitt atriði var alveg einstaklega
gaman að vinna. Við sátum við borð og
notuð var þröng linsa á okkur sem
sýndi bara einn hluta andlits, til