Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 8
8
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983.
DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
Útgáfufétag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjdri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjdri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSONpg ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjóm: SÍOUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 86611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun:
ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI 19.
Áskriftarverðá mánuði 150 kr. Verð ílausasölu 12 kr. HelgarblaðlSkr.
Bananalýðveldið
Bananalýöveldi eru þau ríki kölluð sem búa við spill-
ingu í stjórnsýslu, klíkuskap í pólitík og algjöra lítilsvirð-
ingu á mannasiðum eöa háttvísi. Þar komast helst til
valda vitfirringar eða vesalmenni sem ganga fyrir
mútum og margs konar undirmálum,
Bananalýðveldin eru sýnishorn þess versta og lágkúru-
legasta í veraldlegu stjórnarfari.
Stundum mætti halda að Island væri á góðri leið til
slíkra stjórnarhátta. Stundum ganga ráðamenn
algjörlega fram af allri skynsemi og siðuðum sam-
skiptum.
Nýjasta dæmið er skipan nýs flugmálastjóra. Agnar
Kofoed-Hansen gegndi því embætti um árabil og jók virð-
ingu þess og völd, eins og honum einum var lagið. Staða
flugmálastjóra er vandfyllt eftir fráfall Agnars Kofoeds
og ekki á hvers manns færi.
Allmargir sóttu um starf flugmálastjóra og verður ekki
kastað rýrð á neinn þessara umsækjanda þótt sagt sé aö
einn þeirra, Leifur Magnússon, beri af sökum reynslu,
menntunar og fjölþættra starfa í þágu flugmála. Leifur
hlaut og einróma meðmæli og stuðning flugráðs og allra
annarra málsmetandi aðila.
En þar með er ekki öll sagan sögö. Svo háttar til að
samgönguráðherra skal skipa í stöðuna og í þeim
ráðherrastól situr Steingrímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins.
Og hvað gerir sá góði maður? Jú, hann finnur það fljótt
út að einn umsækjendanna er framsóknarmaður sem
gegnt hefur stöðu aðstoðarflugmálastjóra um nokkurt
skeið samkvæmt pólitískri ráðningu. Maður þessi hefur
það sér til ágætis að vera skyldurækinn og sannkristinn
flokksmaður, hafa lært lögfræði og stundað nám í logsuöu
og argonsuðu að auki. Samkvæmt umsókn um stöðu flug-
málastjóra hefur hann og látið þess getiö að hann hafi
stundað enskunám í fjóra mánuði og frönskunám í þrjá
mánuði!
Þá má ekki gleyma því að hann kann að fljúga!
Samkvæmt siöareglum bananalýðveldisins þótti Stein-
grími Hermannssyni við hæfi að skipa þennan flokks-
bróður sinn í embætti flugmálastjóra, sniðganga mennt-
un, reynslu og meðmæli hins hæfasta manns, til þess að
koma einum dyggum stuðningsmanni meö flokksskírteini
fyrir á jötunni.
Nú væri þetta kannski sök sér ef um minniháttar stöðu
væri að ræða. En hér gegnir ööru máli, æösta yfirstjórn
flugmálanna er ekkert grínmál sem flokksbroddar geta
haft í rassvasanum. Það er ábyrgðarhluti sem krefst
reynslu, menntunar og hæfni; staða sem ekki er hægt að
skáka til í klíkuskap og kunningjahópi.
Og svo hitt: til hvers eru ungir og hæfir menn að leggja
á sig langt nám, verja lífsstarfi sínu hér heima á Fróni og
öðlast yfirburða þekkingu, ef flokksskírteini í Fram-
sóknarflokknum eru þyngri á vogarskálum þegar kemur
að embættisframa og ábyrgð?
Vel má vera að hinum nýja flugmálastjóra vegni vel í
starfi. Vonandi er að svo verði því ekki beinist gagnrýnin
að honum. Gagnrýnin beinist að siðlausum ráðherra og
spilltri stjómsýslu.
Ráðherrann hefur oröið sér og flokki sínum til
skammar. Bananalýðveldið hefur aftur á móti eignast
góðan liðsmann.
ebs
Klotnir fmrmeim
gera tillögur
undir dulnefni
Þau eru mörg málin. Það eru til
dæmis fisksölumálin, sem nú eru í
brennidepli, og svo framboðsmálin,
að ógleymdu visitölumálinu. (Það
virðist sem Alþingi hafi nú misst
vísitölumálið úr höndum sér,
reyndar). Svo er þaö auðvitaö
stjórnarskrármálið. Stjórnarskrár-
málið er reyndar ekkert nema kjör-
dæmamálið, með fallegum borða, í
gjafapakkningu.
Samkvæmt skoðanakönnun DV,
sem er ekki síðri en Gallup, skv.
fréttum, er almenningur í þessu
hrjáða landi á móti fjölgun þing-
manna. „Húsameistari ríkisins, ekki
meir, ekki meir”, kvað Steinn
Steinarr.
Þrátt fyrir andstöðu yfirgnæfandi
meirihluta landsmanna við fjölgun
þingmanna, virðist nú ekkert geta
Úr ritvélinni
ÓlafurB. Guðnason
fleiru þessháttar. Síðan mættu þessir
menn í kjördæmi sín í næstu kosn-
ingabaráttu og gætu þá blikkað kjós-
endur um leið og þeir kynntu sig sem
„Gísla” eða „Eirík”.
Þannig yrði þingmönnum kleift að
flytja ýms erfið mál, án þess að eiga
á hættu að missa fylgi og jafnvel
þingsæti.
Annað merkilegt, sem kom fram í
frétt hins ágæta blaðs í vikunni, er sá
möguleiki sem minnst er á að for-
menn flokkanna klofni.
Áður en spennan eykst enn í
stjómarskrármálinu er vert aö
staldra hér við og íhuga málið.
Vandamál þau, sem upp kæmu, ef
formenn flokkanna klofnuöu gætu
reynst erfið viðfangs.
Ef Svavar Gestsson klofnaði, hvor
hlutinn yrði þá formaður? Hægri
hefur skýrt þetta á þann hátt að því
miöur sé þaö einfaldlega ekki póli-
tískt mögulegt að lagfæra atkvæðis-
rétt hinna afskiptari kjördæma í
landinu öðruvísi en aö fjölga þing-
mönnum. Um það náist ekki sam-
staða, og því sé tómt mál að tala um
það!
Og hafandi heyrt þessa merku rök-
semd verður meirihluti þjóöarinnar
aö þegja og þola. Þetta kann að
koma undarlega fyrir sjónir þeim
sem halda aö Island sé lýðræðisríki,
en við því er ekkert að gera, svona er
þetta, svona verður þetta, og sam-
staða mikils meirihluta þjóðarinnar
gildir ekki þegar þing stendur þar
samanámóti.
I frétt, sem birtist í ágætu dagblaöi
í vikunni, var fjallað um horfurnar í
stjómarskrármálinu. Þar var m.a.
sléýrt frá því að frumvarp um þessi
mál væri nú nærri tilbúið í stjórnar-
skrámefnd og yrði lagt fyrir nú fljót-
lega. Það sem vakti helst athygli í
þessari merku frásögn var þaö að
samkvæmt henni ætlaði forsætisráð-
herra, Gunnar Thoroddsen, að
leggja fram stjórnarskrárframvarp-
ið, hvort sem samstaða næðist um
það í nefndinni eöur ei. I niðurlagi
fréttarinnar segir: „Og fari svo að
formenn flokkanna klofni í afstööu til
svokallaös kjördæmamáls sé einsýnt
að Gunnar flytji stjórnarskrárfram-
varpið einn, jafnvel í eigin na&ii. ”
Þetta er athyglisverð frétt, jafnt
fyrir innihald hennar, það sem á yfir-
borðinu blasir við, sem fyrir það sem
þar er gefið í skyn og lesa má milli
línanna.
I fréttinni segir að Gunnar muni
í skyn! Er hugsanlegt aö þingmenn
gætu flutt frumvörp í annarra nafni?
Til dæmis að Steingrímur
Hermannsson gæti flutt frumvarp í
nafni Guðrúnar Helgadóttur? Eða er
jafnvel hugsanlegt að þingmenn
flytji frumvörp undir dulnefnum?
Jafnvel að algerrar nafnleyndar y rði
gætt? Það gæti leyst ýmis vanda-
mál!
Vísitölumáliö veldur miklum
vandræðum nú, vegna þess að
Alþýðubandalagið getur ekki sætt sig
við það. En ef leyft er aöflytja frum-
vörp undir dulnefni, gæti Svavar
Gestsson flutt þetta vonda frum-
varp, án þess að nokkur maöur vissi.
Hann gæti valið sér eitthvert þokka-
lega velvakandalegt nafn, svo sem
„Örvar-Oddur” eða .Jlúsmóðir úr
vesturbænum”, og mælt fyrir því
með Zorrogrimu á andlitinu. Þaö
myndi bjarga „andliti”
Alþýðubandalagsins, og þetta mikla
þjóðþrifamál kæmist í höfn, þjóðar-
búinu til hagsbóta og launþegum til
armæðu.
Þá gætu aðrir þingmenn, í öðrum
málum, einnig sloppiö viö vandræði
og þó flutt ýmis mál undir dulnefni,
sem annars kynnu aö kosta flokka
þeirra atkvæði. Þannig gætu nokkrir
þingmenn úr dreifbýliskjördæmum,
sem mikið eiga undir fjárveitingum
úr Framkvæmdastofnun, tekið sig
saman og flutt undir nafninu „Gísli
Eirikur og Helgi” frumvarp um
sjöföldun framlaga Byggðasjóðs til
togarakaupa, stórauknar brúar-
smíðar, aukin framlög til niður-
greiðslu landbúnaðarafurða, niður-
greiðslu á fiski, olíu og súkkulaði og
klofni, verði þaö aö endilöngu.)
Myndi Geir Hallgrímsson tala
tungum tveim?
Væri Kjartan Jóhannsson til skipt-
anna?
Yrði Steingrímur Hermannsson
beggja blands?
Allt þetta verður að íhuga vel. Svo
kann að fara að menn telji stjómar-
skrármálið skipta meira máli en svo
að hægt sé aö taka tillit til einkahags-
muna flokksformanna. En stjórn-
málaflokkarnir era lykilstofnanir í
islensku þjóöfélagi. Ef þeir reynast
óstarfhæfir vegna klofnings verður
ekki mynduð ríkisstjórn. Áður en
menn gera upp hug sinn verða þeir
að reyna að gera sér grein fyrir því
hvemig fer ef ekki verður fyrir hendi
nokkur yfirstjóm á þjóðmálunum, og
þá sérlega efnahagsmálunum.
Hverjar yrðu breytingarnar?
Þetta er spumingin sem menn veröa
að velta fyrir sér áður en hægt er að
taka ákvörðun um það hvort hætt-
andi er á að kljúfa flokksformennina
með stjómarskrárfrumvarpinu.
Svarið er að breytingarnar yrðu
sáralitlar eða engar. Það hefur ekki
verið nokkur stjórn á efnahags-
málum eða öðrum málum svo að
árum skiptir. Það breytti engu þar
um þó flokkar og formenn þeirra
klofnuðu langs og þvers, og í
þrígang.
Það er þvi alveg óhætt að keyra
stjómarskrárfrumvarpið í gegnum
þingið. Sérlega ef hægt væri að gera
breytingartillögur á því undir
dulnefni. Þaðerafturóvíst aðklofn-
ingur formanna yki h'kur á
samstöðu.