Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 10
10
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983.
Mannlíf að norðan
Hvernig listþór á? Þengiii með einn af skúiptúrum sínum.
„Það er ekkert
leyndarmál9 9
— Þenglll Valdimarsson med
nýstárlega sýnlngu í Sjallanum
á sunnudaglnn
„Akureyringar hafa ofboöslegan
myndlistaráhuga, það er mín
reynsla. Allt tal um annað er tómt
píp,” sagði Þengill Valdimarsson,
húsgagnasmiður og myndlistar-
maðurá Akureyri, ísamtali viðDV.
Þengill heldur nýstárlega sýningu
í Sjalianum á Akureyri á morgun,
sunnudaginn 27. febrúar. Stendur
sýningin frá kl. 14—23 og aöeins
þennan eina dag. Kaffiveitingar
verða og barinn opinn um kvöldið.
En hvers vegna S jallinn?
„Því ekki að prufa hann? Þetta er
stórt og rúmgott hús, sem ég mun
fullnýta, því að myndverk mín verða
til staöar á báöum hæðum,” sagði
Þengill.
Þengiil hélt sýna fyrstu einkasýn-
ingu í Háhóli um páskana 1978. Þar
sýndi hann 45 „sprautur”, sem þóttu
nýstárlegar. Þær eru gerðar meö
þynnislökkum sem sprautaö er á
plasthúðað masónítspjald. Lista-
maðurinn skapar síðan ýmiskonar
óhlutlæg form með því að draga lit-
ina til eftir því sem andinn blæs
honum í br jóst.
Þessari sýningu Þengils var mjög
vel tekið. Af þessum 45 myndum
Þengiii Vaidimersson með
Bergijótu Friðgeirsdóttur,
fósturdóttur sinni.
DV-myndir GS/Akureyri.
seldi hann 53, sem hlýtur að vera
heimsmet! Myndimar á sýningunni
seldust sem sé upp á stuttum tíma,
en þá hljóp Þengill við fót í smiöju
sína og sótti 8 myndir til viðbótar
sem hann átti tilbúnar.
Ekkertnýtt
undir sólinni
Á sýningunni á sunnudaginn veröa
„sprautur” uppistaðan, en auk þess
sýnir Þengill um 40 ljósmyndir,
skúlptúra úrtré ogblómakassa semí
rauninni flokkast undir skúlptúr. Eg
spurði Þengil um „sprautumar”,
hvort hér væri ekki um nýjung að
ræða í myndsköpun?
„Nei, blessaður vertu, þaö er
ekkert nýtt undir sólinni, ætli þeir
hafi ekki verið byrjaðir á þessu á 17.
öld,” svaraði Þengill.
— Hvernig verða sprautur til? Er
hægt að útskýra þaö á einfaldan
hátt?
„Já, já, það er einfalt mál, en það
er líka leyndarmál,” svaraöi Þengill
og hló við. „Eg fer ekki að fh'ka
svona atvinnuleyndarmálum, að
minnsta kosti ekki fyrst um sinn. En
ég get sagt þér, aö þetta er helvíti
mikið sull. Þetta er ekkert sem gerist
bara 1, 2 og 3. Það þarf að nostra við
þetta.”
Þaö kom í ljós þegar sprauturnar
voru skoðaðar að myndbygging
Þengils hefur breyst mikið frá sýn-
ingunni 1978 og sú þróun er jákvæð.
Þetta var borið undir listamanninn
sjálfan.
„Já, það er rétt, enda er lítiö
gaman að hjakka lengi í sama far-
inu. Slík stöðnun á ekki viö mig.
Myndimar hafa breyst. Ég nýti
myndflötinn betur en áður og nota
litina á annan hátt.Einnig hef ég
prófaö svartan grunn í staðinn fyrir
þann hvíta,” sagði Þengill.
Þær kosta iítið
Skúlptúramir, sem Þengill sýnir,
em allir úr tré og þeir em litlir,
ætlaðir til að standa á borðum eða í
hillum. Ljósmyndimar eru allar
svart-hvítar, ýmist límdar upp á
spjöld eöa í stómm römmum, sem
eru 100x70 cm að stærð. En af hverju
bara svart-hvítarmyndir, Þengill?
„Tja, sennilega eingöngu vegna
þess að mér finnst þær fallegar. Lit-
myndirnar höföa ekki eins til mín,
ekki enn. Þetta eru nær eingöngu
hlutlægar myndir, þannig að staður-
inn sem þær em teknar á skiptir ekki
máli.”
öll myndverkin á sýningunni eru
til sölu, en hvað kosta þau ?
„Litið,” svaraði Þengill.
— H vað er lítið í krór.utölu í dag?
„Eitt þúsund upp i fimm þúsund og
fimmhundmð krónur,” sagði Þengill
Valdimarsson.
-GS/Akureyri.
Mannlíf að norðan
Adaldællngar á leiksviðið eftir 20 ára li víld:
Bóndinn lék af
innlifun fyrir
sauði sína
Leikararnir í „Svallaranum" f.v. sitjandi: Hólmfríður Bjartmarsdóttir,
Vilhjálmur Jónsson, Hanna Guðnadóttir, Halldór Skarphéðinsson og
Gígja Þórarinsdóttir. Standandi f. v.: Gunnlaugur Snorrason, Jónas
Vilhjálmsson, Sigriður Hermóðsdóttir, Bergljót Benediktsdóttir, Ásdís
Þórisdóttir og Gunnlaugur Árnason.
„Það var mikið átak fyrir okkur að
byrja, en þaö hefur veriö okkur
ómetanleg uppörvun hvað undirtekt-
irnar hafa verið góöar,” sagði Gunn-
laugur Ámason, formaður Ung-
mennafélagsins Geisla í Aðaldal, í
samtali viö DV.
Það sem Gunnlaugur talar um er
uppfærsla ungmennafélagsins á
„Saklausa svallaranum” eftir
Arnold og Bach, sem nýlega var
frumsýndur. Þaö var fyrsta leiksýn-
ingin í nýlegu félagsheimili þeirra
Aðaldælinga, sem heitir Ydalir. Þar
er hátt til lofts og vítt til veggja, enda
er félagsheimilið jöfnum höndum
íþróttahús í tengslum við Hafra-
lækjarskóla, auk þess sem ung-
mennafélagar fá þar inni með æfing-
arsínar.
Leiklistarstarfsemi
endurvakin
Fram að frumsýningunni á
„Saklausa svallaranum” hafði leik-
listarstarfsemi legið niöri í Aöaldal í
rúmlega 20 ár, þar sem húsnæðisað-
staða var ekki fyrir hendi, aö sögn
Gunnlaugs. En áður fyrr á árunum
var blómlegt leiklistarlíf í Aðaldal,
að því er fram kemur í grein
Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur, sem
birtist í leikskrá „Svallarans”. Þar
segir Jóhanna m.a.:
„Gegnum árin hefur alltaf verið
mikill áhugi á leiklist innan UMF
Geisla. Mörg eru spor á milli bæja í
Aöaldal, sem stigin hafa verið til aö
koma leikþætti á svið og mikið lögðu
menn á sig í því sambandi. Sérstak-
lega vil ég minnast óþrjótandi áhuga
og hjálpsemi þeirra sem voru leik-
stjórar okkar og leiðbeinendur;
Aðalbjargar Bjarnadóttur, Stein-
gríms Baldvinssonar og Þuríðar
Guðmundsdóttur.
Vegna erfiöra samgangna, áður en
komu upphlaðnir vegir og bílar á
hvern bæ, þótti nauðsynlegt að
æfingar væru sem fæstar. Þess
vegna reyndu allir að kunna sem
best hlutverk sín strax á fyrstu
æfingu. Fólk æfði sig heima og þuldi
textann við störf sín. Eitt sinn bar
gest að garði í Hellnaseli. Ætlaði sá
aö hitta Eyjólf Bjamason. Datt hon-
um í hug að Eyjólfur væri staddur í
f járhúsum og gekk þangað. Brá hon-
um nokkuð við að heyra þar hörku
rifrildi og þekkti ekki röddina, en
blöskraði hávaðinn og orðaflóðið.
Þótti gestinum Eyjólfur seinn til
svara ef þessum flaumi var beint að
honum. Opnaði hann því dyrnar og
Ieit inn. Stóð þá bóndi í garðanum og
lék af mikilli innlifun fyrir sauöi
sína.
Fyrsta leikritið sem ég hef spum-
ir af að hafi verið sett á svið var
„Happið”, sem leikið var í heima-
húsum 1918 eða 1919.1924 var byggt
þinghúsið á Hólmavaði og batnaði þá
mjög aðstaöa til samkomuhalds.”
„Hann Halldór, só sem leikur
Max, hann er sko alveg met."
Halldór Skarphóðinsson i hlut-
verki sínu.
Síðan telur Jóhanna upp nokkur
þau leikrit, sem Aðaldælingar hafa
sett á sviö, en í lok greinar sinnar
segir hún: „Eg gleðst yfir því aö nú
hafa ungmennafélagar góða aöstöðu
til starfsemi sinnar og óska þeim
góðs gengis og vinnugleði."
Meðfæddir hæfiieikar
Það er Einar Þorbergur sem setti
,,Svallarann” á svið með Aðaldæl-
ingum. Áhugi hans fyrir leiklist
vaknaöi snemma og era mestar líkur
á að hann sé meðfæddur, að því er
segir í áöurnefndri leikskrá. Einar er
Reykvíkingur að upplagi og þar lauk
hann leiklistarprófi 1970 og kennara-
prófi ári síöar. Eftir það lá leiðin til
Fáskrúösfjaröar og síðar til Borgar-
fjarðar eystri. Á báðum þessum stöð-
um starfaði Einar með leiklistar-
áhugafólki og það hefur hann einnig
gert svikalaust eftir komuna til
Húsavíkur 1978. Þar hefur hann bæði
leikið og stjómað uppfærslum með
Leikfélagi Húsavíkur, þar sem upp-
færslan á „Fiðlaranum á þakinu” er
eftirminnilegust. „Saklausi svallar-
inn” er 17. verkið sem Einar leik-
stýrir.
„Þar hefur ekki verið auðvelt verk
fyrir Einar að leikstýra okkur, því aö
viö erum öll aö stíga okkar fyrstu
skref á leiksviði. En hann hefur sýnt
okkur mikla þolinmæöi og leiöbeint
okkur vel. Ég vona bara að við
getum sýnt einhvern árangur af
starfi hans,” sagði Gunnlaugur.
Misskilningur á
misskilning ofan
„Saklausi svallarinn” er farsi,
sem byggist á misskilningi á mis-
skilning ofan, eins og títt er um góða
farsa, ekki síst þá sem kenndir eru
við Arnold og Bach. Leikurinn gerist
á heimili Júlíusar Seibold verk-
smiðjueiganda sem leikinn er af Vil-
hjálmi Jónssyni. Félaga hans, Max
Steeglits, leikur Halldór Skarphéð-
ingsson og um þá félaga snýst allur
misskilningurinn og gamanið. Sér-
staklega gefur hlutverk Halldórs
honum tækifæri til að kitla hlátur-
taugar áhorfenda, enda tókst honum
það bærilega á sýningunni sem ég sá.
Snaggaralegur strákur sat við hlið-
ina á mér á sýningunni.
— Ert þú búinn að sjá leikritið
áður? spurði hann.
— Nei, svaraði ég.
— Þá áttu mikið eftir því að það er
alveg ofsalega skemmtilegt. Eg er
búinn að sjá þaö einu sinni áður og ég
er alveg til með að sjá það enn oftar,
sagðisástutti.
— Hvaða leikari finnst þér nú
skemmtilegastur? spurðiég.
— Það er hann Halldór sem leikur
Max. Hann er sko alveg met, svaraöi
strákur og upptendraðlst allur við til-
hugsunina. Og þar meö hófst sýning-
in. Auk þeirra Vilhjálms og Halldórs
leika í sýningunni þau Hanna Guðna-
dóttir, Gígja Þórarinsdóttir, Sigríður
Hermóðsdóttir, Jónas Vilhjálmsson,
Gunnlaugur Snorrason, Ásdís Þóris-
dóttir, Bergljót Benediktsdóttir,
Hólmfríður Bjartmarsdóttir og
Gunnlaugur Ámason. Baldur
Kristjánsson og Gunnhildur Ingólfs-
dóttir gerðu leikmyndina. Guðrún
Sigurðardóttir og Vera Aðalbjörns-
dóttir sáu um leikbúninga og Stefán
Kjartansson um lýsingu.
„Svallarinn” hefur verið sýndur í
tvígang í Ýdölum og einnig í Skjól-
brekku og Skúlagarði. Á öllum sýn-
ingum hefur verið húsfyllir. Næstu
sýningar verða á Dalvík í dag.
-GS/Akureyri
Áhorfcndur skemmtu sór konunglega.