Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 28
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR1983. D V kyniiir Stoke City er stofnað árið 1863 og er því næstelsta félagið í ensku deildarkeppninni. Félaginu gekk illa að komast inn í deildarkeppnina og var það ekki fyrr en upp úr 1920 að félagið fór að iáta að sér kveða í 1. deild og hefur að mestu leikið í 1. deild frá síð- ustu heimsstyrjöld, að fáum árum í 2. deild undanskildum. Félaginu hefur aðeins tekist að vinna einn markverðan titill á þessum árum en það var árið 1972 að félagið varð deildar- bikarmeistari undir stjórn Tony Waddington sem hefur lengst allra verið fram- kvæmdastjóri hjá félaginu, eða í 19 ár. Félagið hefur haft innan sinna raða marga fræga knatt- spyrnumenn og má þar nefna þá sir Stanley Matthews, Gord- on Banks, Peter Shilton og Alan Hudson, en þessir leik- menn voru ávallt bestu leik- menn Iiðsins á meðan þeir léku með félaginu. Staða félagsins í dag er nokkuð góð, miðað við að félagið er ekki ríkt af peningum og það voru því margir sem spáðu því falli í 2. deild en af því verður varla. Tveir kunnir kappar — Mickey Thomas og Mark Chamberlain. Brendan O’Callaghan. Liðið hefur komið mjög á óvart fyrir að leika mjög góðan sóknarleik og hefur það komið nokkuð niður á vörn félagsins en ef það batnar á félagið að geta unnið hvaða lið sem er. Leikkerfi Stoke City er 4—3— 3, en sóknarleikurinn er mjög stífur. Þannig eru miðjumenn Iiðsins allir mjög virkir í sóknarleiknum og svo má ekki gleyma miðverðinum Dave Watson sem ávallt tekur mik- inn þátt í sóknarleik liðsins, enda sterkur skallamaður. Hjörtur Harðarson. Leikmenn Stoke PETERFOX markvörður hóf feril sinn hjá Sheff- ield Wednesday en gekk illa aö vinna sér stöðu í liðinu og var þá seldur til Stoke þar sem hann var í fyrstu varamarkvörður en náði fljótlega í sæti í aðalliði og hefur haldið því síðan. Hefur leikiö 171 deildarleik fyrir Shefield Wednesday og Stoke City. DEREK PARKIN hægri bakvörður, hóf feril sinn hjá Huddersfield Town en var fljótlega seldur þaðan til Wolverhampton Wanderers þar sem hann lék næstu 15 árin og á hann eitt met með fé- laginu þ.e. hann hefur leikið flesta deildarleiki fyrir félagið, 501. Var gefin frjáls sala á siöasta keppnis- tímabili og gekk þá strax til liðs við Stoke. Hefur leikið 594 deildarleiki fyrir Huddersfield Town, Wolver- hampton Wanderes og Stoke City. PETER HAMPTON vinstri bakvöröur, hóf feril sinn hjá Leeds United en náði aldrei á þeim 7 árum, sem hann var hjá félaginu, að vinna sér fast sæti í aðalliði og var því seldur til Stoke City árið 1980 fyrir 80.000 pund og hefur hann verið fastamaöur í liöinu síðan. PAUL BRACEWELL miðvallarspilari, kemur úr unglinga- liöinu og ávann sér fljótlega sæti í aöalliöi þar sem hann hefur haldiö stöðu sinni síðan. Var fyrirliði liðsins á tímabili. Hefur leikið 112 deildar- leiki. DAVE WATSON (ENGLAND) miðvörður, hóf feril sinn hjá Notts County en var fljótlega seldur þaðan til Rotherham United þar sem hann lék um tíma áður en hann var seldur til Sunderland, en fram að þeim tíma hafði hann leikið sem miðframherji, en þegar hann fór til Sunderland var hann færöur í stööu miövaröar þar sem hann hefur leikið síðan. Var meðal annars bikarmeistari með Sunderland 1973 en var skömmu seinna seldur til Manchester C. fyrir 200.000 pund. Þaðan lá leið hans til V- Þýskalands til Werder Bremen en sú dvöl var stutt og fór hann þá til Southampton sem hann lék með um 2 ára skeiö þar til hann missti stööu sína og kom þá tilboð frá Stoke City sem hann ákvað aö taka til að reyna aö halda sæti sínu i enska landsliðinu fyrir heimsmeistarakeppnina. Hefur leikið 587 deildarleiki fyrir Notts County, Rotherham Utd., Sunder- land, Manchester City, Southampton og Stoke City. GEORGEBERRY(WALES) miðvörður, hóf feril sinn hjá Ipswich Town en náði aldrei að vinna sér sæti í aöalliði og var því seldur frá félag- inu og fór þá til Wolverhampton Wanderes sem hann lék með næstu 7 árin, en var síðan gefið óvænt frjáls sala frá félaginu síöasta sumar og gekk hann þá til liös við Stoke. Hefur leikið 145 deildarleiki fyrir Wolver- hampton Wanderes og Stoke City. IAN PAINTER framherji, kemur úr unglingaliðinu og vann sér sæti í aöalliði um síðustu jól og hefur staöiö sig það vel að hann hefur haldið því síðan. Hefur leikið 10 deildarleiki. SAMMY McILROY (NORÐUR ÍRLAND) miðvallarspilari, hóf feril sinn hjá Manchester United og var fasta- maður í liði þeirra í meira en 8 ár. Var síðastur þeirra leikmanna sem léku undir stjórn Sir Matt Busby til aö fara frá félaginu. Missti stöðu sína í liðinu á síöasta keppnistimabili og var þá seldur til Stoke City fyrir 350.000 pund. Var í liði Norður Ira í heimsmeistarakeppninni á Spáni. Richie Barker. Richie Barker Framkvæmdastjóri liðsins, Richie Barker, lék sem leik- maður með liðum Derby County og Notts County og er ferli hans sem leikmanns lauk gerðist hann þjálfari hjá Shrewsbury Town og síðar framkvæmdastjóri félagsins. Þegar honum bauðst starf aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Wolverhampton Wand- erers tók hann því og varð fé- iagið meðal annars deildar- bikarmeistari þegar hann var hjá því. Hann tók síðan við starfi framkvæmdastjóra hjá Stoke City árið 1981 og hefur honum tekist að byggja upp I nokkuð gott lið fyrir lítið fé. Hefur leikið 386 deildarleiki fyrir Manchester United og Stoke City. BREN O’CALLAGHAN (ÍRLAND) miðframherji, hóf feril sinn hjá Doncaster Rovers og lék hann með þeim í 6 ár áöur en hann var seldur til Stoke City árið 1977 fyrir 60.000 pund og hefur hann verið fastamaður í liðinu síöan. Hefur leikiö 381 deildarleik fyrir Doncaster Rovers og Stoke City. MICKEY THOMAS (WALES) sóknartengiliður, hóf feril sinn hjá Wrexham og lék með þeim í nálægt átta ár, en var þá seldur til Manchester Utd. fyrir 300.000 pund og lék hann með liðinu næstu þrjú árin að hann var seldur til Everton fyrir 450.000 pund en honum likaði ekki veran þar og var hann þá seldur til Brighton fyrir 400.000 pund en þar Dave Watson — miðvörðurinn sterki, sem lék áður með Sunderland, Man. City, Werder Bremen og Southampton.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.