Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 30
30 DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. I Bílar Bflar Bjlar_______ Bflar ________ Bflar Ým§ar nýjimgar í 1983 árgerdunum hjá Heklu Síðustu tvær helgar kynnti Hekla hf. 1983 árgerðirnar af þeim bílum sem þeir hafa umboð fyrir. Fyrri helgina voru aöallega sýndir bílar frá Audi og Volkswagen. Þar á meöal Audi 100, sem valinn var bíll ársins 1983 í Evrópu. Audi hefur vakið athygli fyrir hve vel hefur tekist til með hönnun hans hvað varðar loftmótstöðu og hefur hann lægsta stuðul sem slikur af verksmiðjuframleiddum bílum. Síðari helgina voru j apönsku bílamir í fyrirrúmi og þar á meðal má nefna nýjan Mitsubishi L300 fjórhjóladrifinn frambyggðan bíl og ýmsar útgáfur af turbo bílum frá Mitsubishi. Nánar verður sagt frá einstökum bíl- um á næstu bílasíðu. Frá bílasýningu Heklu. Hér eru bílar úr turbolinunni frá Mitsubishi. DV-mynd Bj.Bj. Hinn nýi f ramh jóladrifni Tempo f rá Ford í Bandaríkjunum. Wýtt frá Ford: Framhjóladrifimi Tempo — á Bandaríkjamarkadi I síðustu viku kom fram í dagsljósiö nýr bíll frá Ford, TEMPO. Þessi nýi bíll er frændi hins nýja Ford Sierra, sem Ford í Evrópu bindur miklar vonir við. Tilkoma þessa nýja Tempo er merkur atburður hjá Ford því þess- um bíl er beint að nýjum geira á bandaríska bilamarkaðnum, litlum og miðlungs fólksbílum. Aö mörgu leyti er Tempo sambæri- legur við Sierra og í raun dæmigerður Evrópubíll — fimm sæta, 2,3 lítra fjög- urra strokka vél, val á fjögurra eöa fimm gíra kassa ásamt þriggja gíra sjálfskiptingu. I einu atriði er munur- inn afgerandi og það sláandi: Þegar Evrópubíllinn Sierra er afturhjóladrif- inn, þá sendir Ford þennan nýja bíl frá sér með framhjóladrifi. Skýringar Ford á þessu eru blendn- ar. I Bandaríkjunum segja þeir að þeir hafi valið framhjóladrif vegna þess aö það hæfi vel miðlungsstórum bíl eins og Tempo. 1E vrópu hafi afturhjóladrif verið valið vegna þess að þótt fram- hjóladrif gefi meira innanpláss og betra byggingarlag, þá komi það ekki eins að sök í stórum og kraftmiklum bílum. Ef þessar skýringar segja eitt- hvað þá er það helst að Sierra/Tempo sé stór á evrópska vísu en lítill í Banda- ríkjunum. I litlum bílum eru kostir framhjóla- drifs augljósir. Ekkert drifskaft og því enginn stokkur eftir miðjum bilnum sem tekur pláss og því meira pláss aö innan. Þetta er mikilvægt í bílum eins og Escort og Fiesta, en skiptir minna máli þegar bilarnir eru orðnir stærri og önnur atriði koma inn í myndina. Til dæmis er því haldið fram af hálfu Ford að afturhjóladrif leyfi lægri vélarhlíf og því minni loftmótstöðu. Það kemur fyrir að sumir ökumenn gera sér hreinlega ekki grein fyrir því á hvorum öxli drifkrafturinn er, þrátt fyrir aö munurinn þar á milli geti verið afgerandi mikill, sérstaklega hvað varðar aksturseiginleika. Hin almenna regla er að framhjóladrifnir bílar eiga það frekar til aö „undirstýra” sem kallað er, sem þýöir í raun aö beita þarf stýrinu oft meira til aö halda bílunum í beygju. Afturhjóladrif út- heimtir hins vegar minni beitingu stýr- is í beinum akstri. Framhjóladrifið er kostur í hálku og snjó þar sem aftur- hjóladrifinn bíll á það til að spóla sig frekar niður. Framdrifinn bíll er öruggari í hliðarskriöi. Hins vegar gefur afturdrif möguleika á því að jafna þunga á milli fram- og aftur- hjóla. Það eru ekki margir bílafram- leiðendur sem fylgja Ford í skoðunum hvenær nota skuli fram- eða afturdrif, frekar er hér um jafna skiptingu að ræða. BMW, Rover og Porsche til dæmis velja afturdrif en VW, Saab, Renault og Talbot velja framdrif og aðrir nota annaðhvort fram- eða aftur- drif allt eftir stærð og byggingarlagi' bílanna. I Bandaríkjunum kann helsta ástæð- an fyrir framhjóladrifi að vera vetrar- færðin. Þegar maður er í snjó upp í öxla þá kemur framhjóladrifið sér ávallt betur. Það kann að vera að Ford voni að bandarískir bílakaupendur hugsiásamaveg. -JR. T0LVO: Gáfu Rauða krossinum finiin hundruð þiisundasta stationbílinn I gegnum árin hafa Volvo-verksmiðj- umar þótt standa sig vel í harðri sam- keppni í framleiðslu stationbíla. Hefur markaöshiutdeild þeirra á þessum markaði aukist jafnt og þétt og nú selja þær um einn þriðja af heildarsölu stationbíla í Evrópu. Nær allt frá upphafi, eöa frá 1927, hefur Volvo framleitt stationbíla og raunar var V olvo betur þekktur á þeim árum sem heppilegur sendi- og ferða- bíll allt þar til Volvo Amason var kynntur á 5. áratugnum. Á liönum árum hefur Volvo framleitt 910 þúsund sendi- og stationbíla og þar af 500 þús- und af þeirri gerö sem við þekkjum í dag. Þann 21. janúar sl. rúllaði station- bíll númer 500.000 af færibandinu hjá Volvo. Þetta var dökkblár stationbíll, fjögurra strokka, með B23A vél og sjálfskiptur. Af þessu tilefni ákváðu Volvo-verksmiðjurnar að gefa Alþjóöa Rauða krossinum í Sviss bílinn og var hann afhentur þar 12. febrúar sL Fimm hundruð þúsundasti bíllinn rúilar af færibandinu. Reiknað er með að mUljónasti bíUinn verði framleiddur árið 1984. Kjöriim bfll ársíns 1982-1983 í Japan Hinn nýi framdrifni MAZDA 626 hlaut hina eftirsóttu viðurkenningu „Bíllársins í Japan 1982/1983”. Þetta er talin eftirsóknarverðasta viðurkenningin á þessu sviði í Japan. Verðlaunabikarinn var afhentur hr. Yoshiki Yamasaki, aðalforstjóra Toyo Kogyo, framleiðanda MAZDA, við hátíölega athöfn, sem haldin var á Imperial hótelinu í Tokyo þann 13. janúar síðastliðinn. Bikarinn afhenti hr. Shotaro Kobayashi formaður dómnefndarinnar fyrir „Bíl ársins í Japan 1982/1983”. Við afhendinguna sagði hr. Kobayashi meðal annars eftirfarandi um M AZDA 626: „Það eru fjölmargir mismunandi gerðir af bílum á markaðinum í millistærðarflokki og samkeppnin hefur þar af leiðandi stöðugt aukist. MAZDA 626 hlaut útnefningu sem bíU ársins vegna þess að hann býður upp á frábært jafnvægi mUU allra þeirra þátta sem skipta meginmáU: Gott rými, góða aksturseiginleika, þægindi, stUhreint útlit og spar- neytni.” Ennfremur sagði Hr. Kobayashi: „Hið frábæra jafnvægi í aksturs- eiginleikum, fjöðrun og þægindum er aöallega að þakka framúrskarandi fjaðrakerfi, sérstaklega í þeim gerðum sem eru með rafeinda- stýrðum dempurum (EVSA kerfi), og ennfremur fyrsta flokks stýris- svörun (stýrisbúnaði). UtUtshönnun MAZDA 626 er Uka sérlega smekk- leg, þannig að hún hlýtur að faUa öll- umígeð.” „Það ber einnig að taka það fram að aksturseiginleikar MAZDA 626 taka fram öörum japönskum bílum í þessum (sama) stærðarflokki. „Þetta er mjög góður bíU og verðugur fulltrúi Japans á alþjóða- markaði.” Þetta er þriðja árið sem viður- kenningin „BíU ársins í Japan” er veitt og í tvö af þessum þrem skiptum hefur MAZDA hlotið viður- kenninguna, í fyrra skiptið var það MAZDA 323, sem hlaut viður- kenninguna „BUl ársins í Japan 1980/1981”. Samkeppnin er skipulögð af sér- stakri nefnd, sem í eru 17 nefndar- menn. Dómarar í þetta skipti voru 57, meöal þeirra voru aUir þekktustu blaöamenn bílatimarita og gagn- rýnendur og tækniprófessorar. Þeir völdu MAZDA 626 bU ársins 1982/1983 úr 41 nýrri gerð bíla, sem komu á markaöinn í Japan eftir að Tokyo bUasýningunni 1981 lauk þar tU 31.októberl982. 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.