Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983. 9 Á hverfanda hveli Norðurlandaráð hefur þingað með pompi og prakt þessa vikuna. Af þeim fundum hefur það helst verið taliö fréttnæmt, hversu fáir fslendingar hafa verið á mælenda- skrá. Þar að auki má geta þess fram- lags íslensku sendinefndarinnar að leggja til að enn ein nefndin veröi sett á laggirnar. Þær eru greinilega ekki nógu margar fyrir! Heldur er nú þetta þunnur þrettándi, miðaö við allt umstangið og umfangið, en ekki verður íslensku fulltrúunum fundiö það til foráttu að draga úr málgleðinni, jafnvel þótt hún sé allajafna uppistaðan í hinu norræna samstarfi. Málæði og skriffinnska eru því miður einkunnarorð Norðurlandaráðs. Minna fer fyrir áþreifanlegu sam- starfi og sambandi sem kemur almenningi að praktisku gagni... Islendingar eru að mestu hættir að sækja Noröurlöndin heim og engum óvitlausum Skandinava dettur í hug að leggja í reisu til Islands ótilkvadd- ur. Ferðakostnaður er slíkur að almenning beggja vegna Atlantsála sundlar við fargjaldinu. Helst eru það sendinefndir, vina- bæjaheimsóknir, námsmenn og opin- berir embættismenn, sem leggja leið sína til Skandinavíu. Ef námsmenn- irnir eru undanskildir eru slík ferða- lög aö jafnaði kostuð af opinberu fé, enda ekki á annarra færi. Almenn vinsemd Islendingar eiga margt sameigin- legt með hinum Norðurlandaþjóðun- um og enginn vafi á því að þær eru okkur skyldastar í menningu og þjóð- félagsháttum. Samstarf opinberra aðiia, samræming laga, upplýsinga- miölun og margt fleira hefur komið að gagni. Norræni iðnlánasjóðurinn, Norræna húsið og samskipti á menn- ingarsviðinu eru vel þegin. Þess utan er norrænt samstarf að drukkna í yfirbyggingu nefnda og pappírsflóðs. Skriffinnskan er yfir- þyrmandi og jafnvel þingfulltrúar í Norðurlandaráöi fórna höndum yfir öllu því froðusnakki sem yfir þá dengist. Mér segir svo hugur um aö ef ekki væri um almenna vinsemd aö ræða í garð norræns samstarfs væri gagn- rýnin orðin hávær gagnvart árangurslitlum og yfirborðskennd- umstörfum Norðurlandaráðs. Myndbandavæðingin stöðvuð Fyrir tæpum tveim árum, á sumarmánuðum 1981, hófst mynd- bandavæðingin fyrir alvöru. Hverfi og heil byggðarlög komu sér upp kapalkerfi sem gerði íbúunum kleift aö sýna og sjá ýmiss konar myndefni til afþreyingar og dægrastyttingar. Stjórnvöld létu þessa þróun afskipta- lausa, og enginn stjómmálamaöur lét þá skoðun í ljósi að banna bæri videovæðinguna. öðru nær, tveir nú- verandi ráðherrar létu þau orð falla í sjónvarpi fyrir nokkru að ástæðu- laust væri að stööva þetta einka- framtak fólksins í landinu. Vegna óljósrar réttarstööu og annarra annmarka voru menn hins vegar sammála því að setja yröi lög um þessa starfsemi, sem væri þá háð leyfum, reglum og eftirliti. Frum- varp hefur verið samið og liggur full- búið í menntamálaráðuneytinu. Fyrirtæki hafa verið stofnuð og fjár- magni variö til frekari þróunar og viðgangs myndbandanotkun. Til verndar einokun Þá bregður svo við að skyndilega og nánast öllum á óvart er gefin út kæra af hálfu ríkissaksóknara á hendur Video-son, sem þjónaö hefur þúsundum heimila í Reykjavík og Kópavogi. Kæran hefur nú leitt til stöðvunar á starfsemi þess fyrir- tækis. Video-son hefur leitast við að Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar senda eingöngu út löglegt efni og hef- ur auk þess framleigt efni sitt til margra kapalkerfa úti á landi. Leiðir af sjálfu sér að grundvellinum er kippt undan videovæðingunni með áðurnefndri kæru. Við þessu er lítið að gera. Almenn- ingur sér það hins vegar svart á hvítu að „kerfið” gerir sitt til aö vemda einokunina. Það má ekki til þess hugsa að fólkið í landinu hafi frumkvæði að því sjálft að nýta sér nýja tækni og stytta sér stundir af sjálfsdáðum. Frjálsræði þegnanna er ekki til í orðabók þess afturhalds sem gegnsýrir lagabókstaf, ríkisein- okun og almenna stjómsýslu. Af hverju bæta hinir háu herrar ekki inn í stjómarskrána nýjut ákvæði svohljóðandi: Bannað er að hafa vit f yrir sjálf um sér? Töfrasprotarnir Eftir allar þær vammir og skamm- ir sem yfir stjórnarandstöðuna hafa gengiö, vegna umdeildrar afstöðu hennar til bráðabirgðalaganna, kem- ur það spánskt fyrir sjónir að enn er ekki búið að afgreiöa lögin frá al- þingi. Ekki verður stjórnarandstöð- unni kennt um dráttinn, einfaldlega vegna þess að stjómarliðið sjálft hefur ekki komið sér saman um loka- frágang þessara laga. Þar er hver höndin uppi á móti annarri og ganga brigslyrðin á milli, hálfu illskeyttari en nokkurn tíma milli stjómar og stjórnarandstööu. Og takið eftir öðru: Þrátt fyrir gildistöku bráðabirgðalaganna, með verðbótaskerðingunni 1. desem- ber sl., sem draga átti úr verðbólgu og leysa allan vanda, stöndum við frammi fyrir því að nú eftir helgina hækka laun um tæp 15% í verðbótum einum saman. Slík hækkun hefur ekki áður átt sér stað í einu stökki og sýnir betur en nokkuð annað inni- haldsleysi blessaðra bráðabirgða- laganna. Ríkisstjórninni hefur tekist að telja fólki trú um að bráöabirgðalög- in og englasvipur í sjónvarpsviðtöl- um væm töfrasprotar í verðbólgu- slagnum, og svo vel hefur ráðherrun- um orðið ágengt í áróðursstríðinu að ríkisstjómin hefur fleiri með sér en á móti í skoðanakönnun sem fram- kvæmd er eftir að stjórnarflokkarnir em búnir að boða sína eigin jarðar- för! IMorður og niður Ernúekkikominntímitilað kjós- endur í landinu átti sig á þeirri stað- reynd að núverandi ríkisstjóm er sú versta og aumasta stjórn sem setið hefur, svo lengi sem elstu menn muna? Eða hvað hefur hún gert af viti? Verðbólgan magnast, erlendar skuldir hlaðast upp, viðskiptahallinn eykst, dollarinn hefur hækkað yfir 120% á einu ári, botnlaus f járfesting í togurum, kjörin rýrna, skattar hækka, og fjórum árum hefur veriö eytt til spillis í uppbyggingu orku- veraogstóriðju. Alþýöubandalagið hefur marg- falda kjaraskerðingu á samviskunni, Framsókn er í feluleik með niður- talningarstefnuna og Gunnar Thor- oddsen situr uppi með ófrágengna stjórnarskrá. Ekki þar fyrir aö máli skipti hvorum megin stjórnarskráin liggur á þessum síðustu og verstu tímum. Hvern fjandann varðar vinnulúið láglaunafólkiö um stjórnarskrá eða Norðurlandaráð eða kolvitlausa vísi- töluviðmiðun, þegar laun þess brenna upp á verðbólgubálinu? Sú ríkisstjórn og þeir flokkar, sem gleyma þeirri frumskyldu sinni að tryggja almenningi mannsæmandi lífskjör; sem gleyma þeim sem verst eru settir í þjóðfélaginu — sú ríkis- stjóm og þeir mega fara norður og niður. Þeir eiga ekki skilið eitt einasta atkvæði í kosningum. Meðan Alþýöubandalagið setur upp vanþóknunarsvip gagnvart frumvarpi um nýtt vísitölukerfi í ein- hverjuni þykjustuleik fyrir verka- lýöshreyfinguna verður launafólk að súpa seyðið af gegndarlausum veröhækkunum og strita frá morgni til kvölds til aö eiga í sig og á. Meðan framsóknarmenn gefa út kosningavíxla upp á eitt hundrað milljónir króna úr Framkvæmda- stofnun rekur veröbólguófreskjan flótta þeirra tugþúsunda heimila, sem flýja undan ofurþunga vaxta og verðtrygginga. Það eina sem þessi ríkisstjórn hefur afrekaö er fólgið í myntbreyt- ingunni, þegar núllin tvö voru skorin niður. Þau eru óðum að hressast á nýjanleik! Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.