Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 48
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983. Ólaf ur Ragnar Grímsson: ÁBENDING ÚLFARS FURÐULEG „Ég hef engin skilyröi sett fyrir því aö skipa fjóröa sætiö á lista Alþýöu- bandalagsins í Reykjavík,” sagöi Olafur Ragnar Grímsson þegar DV bar undir hann frétt í blaðinu í gær um ástæöur þess aö Ulfari Þormóössyni var ekki falin kosningastjórn flokks- ins. „Þaö er stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík sem ákveður hver er kosningastjóri og hún leitaði ekki álits míns um val á mönnum. Mér var ekki kunnugt um valið fyrr en þaö var um garö gengiö. Ummæli Ulfars Þormóössonar í frétt DV eru hins vegar sérkennileg og vekja fleiri spurningar en þau svara. Eins og kunnugt er hefur Ulfar Þormóðsson veriö kosningastjóri bandalagsins í Reykjavík í öllum kosningum síöan 1978. Hann er auk þess formaður í stjórn útgáfufélags Þjóöviljans og for- maöur flokksins hefur falið honum mörg trúnaöarstörf. Ábending Ulfars um aö spyrja mig er því furðuleg og viröist til þess eins fallin aö skapa grunsemdir í minn garö.” -HERB. Hætta Asíuflugi Flugleiöir hafa sagt upp samningi sínum um flug fyrir Air India í Asíu frá 1. mars næstkomandi. Er það gert þar sem ekki náðist samkomulag viö flug- menn Flugleiöa um aö erlendar áhafnir önnuðust flugiö yfir háanna- tímannísumar. Undanfarin ár hefur Air India-flugiö veitt um fjörutíu flugliöum Flugleiða verkefni þann hluta ársins sem Atlantshafsflugið er í iágmarki. Yfir sumartímann hafa hins vegar erlendir flugmenn veriö fengnir til að leysa af þá íslensku. Á þaö fyrirkomulag gátu flugmenn Flugleiða hins vegar ekki sæst nú. Missir þessa samnings gæti þýtt aö Flugleiöir þyrftu að segja upp fjölda f lugmanna næsta haust. -KMU. Vinnuslys á Akranesi: Stúlka lenti í færibandi Stúlka um tvítugt maröist illa á hendi þegar hún lenti meö höndina í færibandi í hraðfrystihúsinu Heima- skaga á Akranesi um klukkan tvö í gærdag. Stúlkan var aö þrífa færi- bandiö, sem var í gangi, er slysiö varö. Hún var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi tilaöhlynningar. -JGH. LOKI Laglega tókum við þá þessa Spanjóla. Fylgst meö HM-leiknum í B-keppninni í sjónvarpinu í gær. Eftir því sem lengra leið á leiklnn varð minna gaman aö fylgjast með þessari fyrstu sjónvarpssendingu af íþróttakeppni íslensks liðs erlendis. DV-mynd Bjarnleifur. ÍSLAND VARD ENGIN HINDRUN FYRIR SPÁN —Spánn sigraði 23-16 í Breda í Hollandi Frá Sigmundi Ö. Steinarssyni, fréttamanni DV á HM-keppninni í Hol- landi: „íslenska liðið kom mér mjög á óvart í þessum leik — ég hef aldrei áður séð svona baráttulaust landslið frá íslandi,” sagöi JuanUria,leik- reyndasti maöur spænska landsliðsins, eftir leikinn. „Fyrir utan baráttuna vantar liðið sýnilega stjórnanda — inni á vellinum — ég sá engan slíkan í þessum leik.” „Viö veröum aö horfast í augu við þaö aö Spánverjamir eru í öömm styrkleikaflokki en við,” sagöi Olafur Jónsson, fyrirliöi landsliösins, eftir leikinn. „Spánverjamir vora mjög sterkir og fljótir að sjá okkur út. Þeir áttu skiliö aö sigra í leiknum en ekki svonastórt.” Bjarni Felixson lýsti leiknum úr sjón- varpshúsinu viö Laugaveginn og tókst það mjög vel. Myndin var tekin þegar leikurinn stóð yfir. DV-mynd Bjarnleifur. 36% sóknarnýting Sóknamýting ísl. liðsins var slæm í leiknum, 16 mörk skoruð í 44 sóknarlotum eða 36,3% — níu mörk í f.h. í 21 sókn eða 42,8% — sjö mörk í s.h. úr 23 sóknum eöa 30,4%. Markvarsla var einnig siæm. Kristján Sigmundsson varði þrjú skot, Einar Þorvarðarson eitt. Arangur einstakra leikmanna: Skot. Mörk. Skot Stangar Línusend Knetti Fiskuð varin. skot. ingar. tapaö. víti. Þorgils Ottar 3 2 1 0 0 1 2 Guöm. Guömundsson 2 2 0 0 0 2 3 Olafur Jónsson 2 0 2 0 0 1 1 Bjarni Guðmundsson 4 2 1 1 0 0 0 Kristján Arason 10 5 4 1 1 2 i Sig. Sveinsson 3 2 1 0 1 1 0 Páll Oiafsson i 0 1 0 0 2 0 ÞorbjörnJenss. 0 0 0 0 0 1 1 Alfreö Gíslason 5 2 1 1 0 1 1 Hans Guömundsson 2 0 1 1 1 2 0 -SOS. „Það vantaöi alla stemmningu í liöiö í þessum leik. Eg held aö strákamir hafi ekki trúaö því aö þeir gætu sigraö Spánverjana,” sagöi Hilmar Björns- son landsliðsþjálfari eftir leikinn. „Þaö var engin barátta í þeim en hún kemur vonandi í þeim leikjum sem viö eigum eftir hér í keppninni. ” Leikurinn var jafn framan af — jafnt á öllum tölum upp í 7—7, þar sem Island skoraöi oftast á undan. Síöan hljóp allt í baklás hjá ísl. liöinu. Spán- verjar skoruöu fimm mörk í röö. Komust í 12—7 og úrslit voru ráöin. I hálfleik var staöan 13—9 fyrir Spán. Fljótt í síðari hálfleiknum náöi Spánn sjö marka forastu. Komst í 17— 10 en ísl. liðinu tókst að minnka það niður í f jögur mörk, 19—15. En þá seig á verri hliðina aftur og Spánn skoraði fjögur mörk gegn einu síöustu tíu mínúturnar. Urslit 23—16 fyrir Spán. Mörk Islands í leiknum skoruöu Kristján Arason 5/3, Alfreð Gíslason 3, Bjami Guömundsson 2, Guðmundur Guömundsson 2, Þorgils Ottar Mathie- sen 2 og Sigurður Sveinsson 2/2. Island fékk níu vítaköst í leiknum. Nýttu fimm. Spænsku markveröirnir vöröu fjögur. Spánn fékk tvö vítaköst. Nýtti bæði. Dómararpólskir. Almennur borgaraf undur í Broadway um videomálið: UNDIRSKRIFTASÖFNUN- IN HEFST A MORGUN „Eg hvet alla til þess aö mæta á fundinn og sýna þannig samstööu gegn þessari aðför,” sagði Ásgeir Hannes Eiríksson, einn forvígis- manna undirskriftasöfnunarinnar til styrktar frelsi í fjölmiölun. Eins og fram hefur komiö í fréttum sendi ríkissaksóknari kæra á hendur kapalsjónvarpsfyrirtækinu Video- son. I framhaldi af því sáu forráða- menn fyrirtækisins sér ekki annaö fært en aö loka fyrirtækinu, a.m.k. fyrst umsinn. Almennur borgarafundur verður í Broadway á morgun, sunnudag, þar sem hefst undirskriftasöfnun til þess aö mótmæla aðför yfirvalda. Söfn- unin nær til alls landsins þar sem þessi mál snerta alla landsmenn. Kapalkerfi eru nú starfandi víða um land, enda er hér á ferðinni ný tegund f jölmiölunar. Fundarstjóri á Broadwayfundin- um veröur Albert Guömundsson al- þingismaður. Á fundinn veröur boöiö einum þingmanni Reykjavikur úr hverjum stjórnmálaflokki. Fundar- ritari veröur Sverrir Friöþjófsson, forstööumaöur Fellahellis. Guö- mundur H. Garöarsson, viöskipta- fræöingur og fyrrverandi formaður Félags áhugamanna um frjálsan út- varpsrekstur, verður frammælandi. Á eftir honum flytja þingmennimir ræðursínar. A fundinum veröur dreift undir- skriftalistum til fólks þar sem menn geta skráð nöfn sín til styrktar frelsi í fjölmiðlun. Utvarpsstjóra veröur sérstaklega boðið á f undinn. -JH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.