Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 26, FEBRUAR1983. stendur í ríð/i Fyrsta leiknum er þegar lokið, við Spánverja, og þegar þetta er skrífað er ekki vitað um úrslitin. Fullyrða má að við sem heima sitjum fylgjumst náið með gengi okkar 1! manna á næstu dögum. Áhugi okkar á handknattleik hefur jafnan veríð mikill og kröfurnar sem við gerum til leikmanna okkar hafa vaxið jafnt og þétt á síðustu árum. / Ijósi þessa þótti tilhlýðilegt að fá Hi/mar Björnsson ■ landsliðsþjálfara í he/garviðta/. Það fór fram fyrir réttum fjórum dögum, skömmu áður en Hilmar hélt með strákana sína suður í vindmyllulandið. En af hverju eru ■ > ^ , menn alltat að keppa þetta sín á milli... ? ^ Það er fyrsta spurningin sem Hi/mar svaraði. því aö gera þessa ráðningu tortryggi- lega og draga á allan hugsanlegan hátt úr getu minni til að þjálfa handknatt- leiksmenn.” — En þú hefur leitt hjá þér þessar mótbárur? „Það var erfitt. Hvað sem því líður þá held ég, eftir á að hyggja, að þetta mótlæti hafi haft góð áhrif á mig. Eg tók þessu einfaldlega sem keppni, eins og jafnan áður. Þarna fannst mér verið að mana mig út í ákveöna keppni, hálfgert stríð, sem ég þyrfti á einhvem hátt að y firvinna. Og það held ég að mér hafi tekist. ” — Eftir nær tuttugu ára reynslu að baki sem þjálfari landsliðs eða meistaraflokksliða ættirðu að geta lýst tilfinningunni að standa utan vallar og horfa á strákana standa sig ellegar klúðra öllu saman. Er ekki heilmikið álag sem fylgir þessu? „Þaö er mjög mismunandi eftir leikjum, við hverja er veriö að spila, getu þeirra og hversu þýöingarmikill leikurinn er. En ég skal viðurkenna það að fyrst þegar ég var að byrja sem landsliðsþjálf ari var ég kannski meö of miklar taugar inni á vellinum, það er að segja, hvert atriði leiksins spilaði of sterkt inn á taugakerfið. En til lengdar gengur þvilíkt háttalag ekki. Maður verður hreinlega aö gera það upp við sig hvort þjálfunina eigi að taka sem hverja aðra vinnu eða tilfinningaríkt l EMÓ- 'ÍSK- IJR!” ■ hugsjónastarf. En handbolti er nú bara leikur og þó einn og einn leikur tapist þá er það ekki allt lífið. Þannig tók ég fljótlega þá á- kvörðun að losa mig við þennan til- finnmgaofsa sem var farinn að fylgja mér í hverjum leik. Þar var ég raunar að gera upp við mig hvort ég ætlaöi mér að verða stressaður magasjúkl- ingur eða að halda áfram að starfa viö þetta sem eölilegur maður. Hvað sem þeirri ákvörðun Uður, þá hafa auðvitað komið fyrir leikir hin seinni ár þar sem ég hef trekkt mig óþarflega upp. En almennt séð þá held ég að mér hafi tekist að losa mig við þessa taugastrekkju — að mestum hluta: Við skulum hafa þann fyrir- varaá.” — Einhvers staðar heyrði ég aö undir lok ákveðins leiks hafir þú verið kominn undir varamannabekkinn, krjúpandi og með hendur fyrir augum. Eru þetta dæmigerð taugaviðbrögð þjálf ara á úrslitastundu? „Mig rámar nú eitthvað í þetta at- vik. Það var að ég held í einum Evrópuleik Vals er ég þjálfaöi þá. En hvort það er dæmigert fyrir viðbrögð þjálfara skal ég ekki fullyrða um. Þessi stelling mín, sem þú bendir á, er náttúrlega ekkert annað en flótti frá raunveruleikanum, flótti frá því að sjá hvað gerist. 1 þessu ákveðna tilviki held ég að Valsmenn hafi fengið vítaskot á síöustu mínútu leiks, staðan þá var jöfn, og þetta var í Evrópuleik. Við slíkar aðstæöur er varla ró yfir huga manns, þvert á móti. En ástæða þess að ég skreið undir bekkinn . .. ég veit það ekki.. . ætli það hafi ekki verið ómeðvitað.” Gláptu bara á mann- mergðina og undruðust — Hver er minnisstæöasti leikurinn frá þjálfaraferli þínum? ,,Þaö er erfitt að svara þessu. Leikir eru minnisstæðir á svo margan hátt.. Nú er þetta sjöunda árið sem ég er; landsliðsþjálfari — með hléi að vísu — og þeir leikir sem ég hef stjórnað hafai vissulega verið misjafnir. Þrátt fyrir þaö þá er einn leikur sem ég get fullyrt að ég gleymi aldrei, en það er sennilega sá landsleikur sem ís- lendingar voru næstir sínum besta árangri. Það var á ólympíuleikunum í Miinchen á sínum tíma þegar við vorum yfir 19—16 á móti Tékkum og sigur í þeim leik heföi þýtt átta liða úr- slit á ólympíuleikum. En á síðustu mín- útum leiksins klúðruöum við honum niður í jafntefli á mjög svo klaufalegan hátt: Orslitin 19—19 uröu staðreynd og manni var grátur efst í huga. Tékkar urðu síðan í silfursætinu á þessum ólympíuleikum. Þarna vorum við sem sagt — að mínum dómi — næst því að verða stórþjóð á handboltasviðinu. En á einhvern óútskýranlegan hátt rann það tækifæri úr greipum okkar. Að því leyti gleymi ég þessum leik aldrei. Nú, svo má ekki gleyma leik jum með Val, til dæmis þegar við spiluðum und- anúrslitaleikinn á móti Atletico Madrid í Evrópukeppninni hér heuna. Þar þurftum við sem kunnugt er að vinna með tveggja marka mun og Spánverjarnir máttu ekki skora fleiri mörk en sextán. Síðustu mínútumar voru ævintýraleg upplifun, hrikaleg spenna — sem við svo stóðumst kostulega. I framhaldi af þeim leik var sjálfur úrslitaleikurinn í Evrópu- keppninni ekki síður eftirminnilegur. Þar spiluðum við gegn vestur-þýska liðinu Grosswallstadt og leikurinn var háöur ytra. Það var merkileg upplifun að sjá strákana ganga inn á völlinn, umkringda tugum þúsunda trylltra á- horfenda. Andrúmsloftið var magnaðra en liðið hafði áður kynnst. Strákarnir rugluðust einfaldlega í rím- inu við þennan frægðarljóma sem skein allt í kringum þá — og í stað þess að spila handbolta gláptu þeir bara á mannmergðina og undruðust. Þetta var hálf-hjákátlegt en jafnframt svekkjandi fyrir mig sem þjálfara.” Þetta er og verður munkalíf... — Þú hefur vitanlega ferðast gífur- lega mikiö með landsliðinu og komið við hjá tugum þjóða. En eru þessar keppnisferðir á erlenda grund eins eftirsóknarverðar og þær líta út fjrir að vera við fyrstu umhugsun? „Svona ferðum venst maður vitan- lega fljótt, en að þær séu eftirsóknar- verðar eða líflegar get ég varla sagt. Það eru margir að öfundast út í lands- liösmenn og þeirra fararstjóra yfir fjölda utanlandsferða og líta þá jafn- framt á þessa skottúra sem einhverjar afslöppunar- og gleðireisur, rétt eins og sólarlandaferðir. En staöreyndin er hmsvegar sú að þessar keppnisferðir eru argasta puö og erfiöi. Þaö eina, sem landsliöið sér og kynnist á þessum ferðum eru flugvélar, flughafnir, hótellobbý, ferðatöskur og svo eru það hallirnar og svitalyktin af and- stæðingnum. Þetta er svona einfölduð, en nokkuð raunsæ mynd sem við höfum af þessum ferðum. Af þessum sökum er það ákaflega mikilvægt að landsliðshópurinn sem slíkur sé samstilltur og ekki síst sjálf- um sér nógur í þessum ferðum. Það kemur einmitt vel fram að ef þetta er ekki fyrir hendi þá takast keppnis- feröirnar í alla staði mun verr en ella — og árangurinn í keppninni sjálfri verður eftir því. Svona keppnisferðir eru yfirleitt skipulagöar ítarlega og dagskrá hvers dags er þétt bókuð frá morgni fram á nótt. Þetta er og veröur munkalíf fyrir leikmennina sjálfa. Þeir geta og mega ekki leyfa sér nein hliöarspor.” — Ertu haröstjóri við strákana ? „Nei, ég held að ég sé það nú ekki. Og kannski er það einn af mínum göll- um hvaö þjálfuninni viðkemur að ég er of demókratískur. Eg tel að við þessar aðstæður þurfi að ráða heilbrigð skyn- semi, engar fastmótaðar reglur, held- ur verður að grípa til hentistefnunnar við hinar f jölbreyttustu aðstæður sem eru fyrir hendi í keppnisferðum. ” — Eru svona stifar keppnisferðir ekki einmitt einn raunhæfasti undir- búningurinn undir stórkeppni eins og B-keppnina í Hollandi? „Jú, vissulega. Þaö er hverju lands- liði mjög nauösynlegt að upplifa sem oftast það andrúmsloft sem ríkir í erfiöum og ströngum keppnisferðum. Þess vegna var til dæmis ferðin til Norðurlandanna farin fyrir skömmu. Þar var spilaöur fjöldi leikja á fáum dögum, sem ætti vonandi að reynast gott veganesti á slíkt stórmót sem B- keppnin í Hollandi er. Þar sem leiknir eru s jö leikir á ekki nema tíu dögum.” — Að vonum ánægður með reisuna til Norðurlanda og árangurinn úr henni? „Já, ég get ekki verið annað en ánægöur með þá ferð. Hún heppnaðist að öllu leyti mjög vel.” Númer eitt að njóta leiksins — Víkjum að þjálfuninní sem slikri. Þú ert kominn með tuga ára reynslu í því fagi. Svo stórt sé spurt: Hvernig á að þjálfa handboltaliö? Er til dæmis til einhver ein leið betri en önnur til að gera tíu.til tólf einstaklinga að góðu handknattleiksliði? „Nei, og ef það væru til einhverjar patentlausnir í sambandi við þjálfun, þá væri þetta ekkert vandamál. Þá notuðum viö þær með tilhlýðilegum árangri. Því miður eru þeir margir sem halda aö hægt sé að stytta sér töluvert leið í þjálfun liða. Viö þurfum ekki að lita á annað en fjár- festingu islenskra liða í erlendum þjálfurum. Það er gott dæmi um þess- ar patentlausnir sem menn halda að séu til. Það er náttúrlega fráleitt að halda aö einhver erlendur þjálfarí geti náð umtalsverðum árangri með hand- boltastráka á einum vetri. Það er fáránlegt. Þjálfun er ákveðinn prósess, á- kveðið ferii, og það tekur vissan ára- fjölda að ná fram góðum árangri ef hann á að byggjast á vísindalegum grunni. Hinsvegar geta menn dottið í lukkupottinn einstaka sinnum, en þaö er þá ekki fyrst og fremst út af þjálfun, heldur er þá fyrir góður efniviður sem þeir fá í hendurnar.” — Hvaða leiðum beitir þú helst við þjálfun? „Eg held nú að ég hafi ekki neinn sérstakan stíl í sambandi við þjálfun. Eg reyni bara að nýta mér þá menntun og reynslu sem ég hef í sambandi við hana. Það sem ég hef alltaf verið að leitast við að gera meö minni þjálfun er að fá liðsheildina til aö njóta handboltans, ná upp leikgleði. Það tel ég frumfor- sendu þess að menn fáist til að leika handbolta. Eg álít að Islendingar stundi íþróttir til þess að hafa gaman af þeim. Um leið og ánægjan hverfur, þá er ekki að búast við árangri, þá getum við ekki vænst neinna framfara. Þess vegna hef ég alltaf reynt að flétta inn í mínar æfingar vissum ánægju- mómentum. Eg vil hafa æfingarnar fjölbreyttar og að þær veiti þeim sem æfa einhverja gleöi, jafnvel strákunum í landsliðinu. Það er nóg af hinu alvar- lega í lífinu, allt í kringum leikmennina í daglega lífinu, og þess vegna er brýnt að þeir hafi það á tilfinningunni þegar mætt er á æfingu að afloknum erfiðum vinnudegi, að þeir geti átt von á ein- hverjum glaðningi og að þeir komi til með að njóta æfingarinnar, að minnsta kosti einstöku sinnum. Því miður sjá- um við dæmi hins gagnstæða, sér- staklega eftir tilkomu þeirra þjálfara sem hafa vanist atvinnuvinnubrögöum eða hafa tekið þau upp og heimfæra á íslenska áhugamenn. ’ ’ — Hvað er það sem þú leggur mesta áherslu á í sambandi við leik íslenska landsliðsins? „Við notum ákveöin leikkerfi og byggjum spilið nokkuð upp á þeim, en reynum jafnframt að hafa frjálst spil inni á milli. Ég hef reynt að láta landsliöiöspila sinn eigin handbolta, ef svo má segja, ekki pólskt, ekki júgó- slavneskt, ekki rússneskt, heldur að leikur þess komi svona sitt úr hvorri áttinni og aö við getum kallað það eitt- hvað íslenskt, að við spilum þó alltént samkvæmt okkar sér stíl, ekki ann- arra. Við vitum að ef við förum að apa algjörlega eftir leikaðferð ákveðinnar þjóðar, þá munum við aldrei ná langt, því að landsliö þeirrar þjóðar æfir kannski um þúsund tíma á ári á meðan við kannski komumst upp í tvö hundruö og fimmtíu til þrjú hundruð tíma á ári. Þar með segir það sig sjálft að við verðum aö skapa okkar eigin stíl, þó að ekki sé nema til þess að koma á óvart. Við verðum að reyna að halda okkar séreinkennum, jafnframt því að nýta þaö sem er fyrir og þá eiginleika leikmannanna sem til staðar eruhverjusinni.” Spurningin er hvort liðið klári sig á pressunni — Hilmar, eigum við ánægt og gott landslið núna? „Við eigum mjög efnilegt landslið. Það er byggt upp af mjög ungum strákum. Það eru í því einir fimm eða sex strákar, sem voru með unglinga- landsliöinu undir tuttugu og eins árs í fyrra í Portúgal og hinn helmingur liðsins er svo til allur úr unglingalands- liðinu sem keppti í Danmörku í hittiðfyrra. Meðalaldurinn er því lágur eða um tuttugu og þrjú ár. Eg segi þvi að við eigum ungt og efnilegt lið. Það er nú búið að segja það oft áður, en liðið er efnilegt hvað sem því líður. Hinsvegar er þaö spurning sem lýtur að stórmótum eins og í Hollandi hvort svo ungt liö klárar sig í þeirri pressu sem þaö verður óneitanlega undir þar. Það er allt annað að fara til Noröurlanda og spila sex landsleiki, sem ekki gilda neitt, en leika sjö leiki á tíu dögum í heimsmeistarakeppni í’ Hollandi sem allir gilda heil ósköp. Þá reynir á reynsluna og aldurinn og hvort þessi almenna skynsemi er nægjanleg. En strákarnir eru alltént sprækir, já, og ánægðir. Og þeir eru tilbúnir að berjast...” — Spár um Hollandsgengið? ,,Eg er raunsæismaður og spái aldrei um leiki framtíðarinnar. Það er rugl og ekkert annað að spá fyrir um einn handboltaleik, það er ekki hægt, því að aðstæður eru mismunandi í hverjum og einum leik. Þær ráðast ekki fyrr en flautað er til leiks. Á fyrstu mínútunum er kannski fyrst hægt að spá, en ekki fyrr, sérstaklega ef verið er að leika á móti liðum sem viöhöfumekkimætt ífjöldaára.” — Þannig að þú vilt sem minnst segja um væntanlegan árangur okkar í Hollandi? ,,Já, ég vil sem minnst um hann segja, enda þjónar það engum tilgangi.” Það yrði nýtt Kröfluævintýri...! — Svona í lokin, Hilmar. Það er talaö um almenningsíþróttir og keppnisí- þróttir sem tvo nokkuð ólíka hluti. Hvort er mikilvægara í þínum huga? „Þessir hlutir styðja hvor annan. Mikilvægari frá heilsufræðilegu sjónarmiöi eru náttúrlega almennings- íþróttirnar. En til þess að fólk stundi þær þurfa að vera til keppnisíþróttir, vegna þess aö þær virka sem hvati á almenning að hreyfa sig og stunda í- þróttir að einhverju marki. Þannig aö ef ég á að greiða þessari spurningu þinni atkvæði, þá held ég að það verði að falla í hlut almenningsíþróttanna.” — Eru keppnisíþróttir komnar út yfir eðlileg mörk á Islandi? „Nei, ég held að við höldum okkur í allflestum tilvikum innan markanna. En ef það er rétt að ákveðinn hópur íþróttamanna neyti lyfja, sé í hormónatökum og öðru slíku, þá eru keppnisíþróttirnar vissulega komnar 'út yfir sín mörk. En almennt séð þá held ég að íslenskar keppnisíþróttir séu innan þeirra marka sem talist geta holl.” — En við sem heima sitjum erum jafnan að kref jast meira og meira af okkar mönnum í mótum erlendis. A að fylgja þeim óskum? „Það væri þá ekki nema að taka næsta skrefið, sem yrði atvinnu- mennskan. Eg er á móti því, enda erum við það fámenn að slíkt borgaði sig aldrei. Það yrði nýtt Kröfluævin- týri og reynslan ætti aö kenna okkur að slík ævintýri eru vitlaus ...” -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.