Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1983.
7
Afleiðingar verðbólgunnar eru
órannsakanlegar. Það er ekki hiö
einasta að verögildi peninganna
minnki jafnt og þétt, heldur eru dæmi
þess aðþeirminnkisjálfir.
Að þessu komust starfsmenn
veitingastaðarins Asks er þeir voru að
SONGVA-
KEPPNI
í SJÓN-
VARPI
Keppt verður í söng í sjónvarpinu
dagana 23.-25. mars. Sigurvegarar í
þeirri keppni keppa síöan til úrslita í
beinni útsendingu úr sjónvarpssal
þann 30. april.
Keppnin er ætluð fólki á aldrinum
18—35 ára. Allir eiga að syngja
tvö ljóð, eitt íslenskt og annaö erlent,
og eina aríu. Þarf að leggja fram í
upphafi skrá um tvöfaldan skammt af
slíku, einn í hvora keppni. Verðlaunin
í keppninni eru vegleg svo ekki sé
meira sagt. Fyrstu verðlaun eru réttur
til þátttöku í söngkeppninni i Cardiff í
Wales. Sú keppni fer fram í júlí. Einnig
fær sigurvegarinn að syngja á
tónleikum með sinfóníuhljómsveitinni.
Önnur verðlaun eru 5 þúsund krónur og
þau þriðju 3 þúsund krónur.
Dómarar í keppninni eru Þorgerður
'Ingólfsdóttir, Eyjólfur Melsted, Jón
Ásgeirsson, Kristinn Hallsson og Jón
Þórarinsson. Sá síðastnefndi er for-
maöur dómnef ndar.
Umsóknarfrestur rennur út 15.
mars.
_____________________DS.
Kvenna-
frambod
fundará
Húsavík
og Dalvík
Á fundi hjá Kvennaframboðinu á
Akureyri fyrir nokkru var ákveðið að
kanna grundvöll fyrir sérstöku
kvennaframboði á Norðurlandi eystra
til næstu alþingiskosninga, segir í frétt
sem DV hefur borist. Þar segir enn-
fremur:
1 framhaldi af þessum fundi er nú á-
kveðið að halda kynningarf undi i kjör-
dæminu; i félagsheimilinu á Húsavík
klukkan 14 á laugardag, 26. febrúar, og
á Dalvík klukkan 15 á sunnudag.
-KMU.
gera upp dagsviðskiptin fyrir
skömmu. Meðal seðlanna í kassanum
fundu þeir allskrýtinn tíu króna seðil,
sem í fljótu bragði virtist allur eitthvað
vesælli en hinir sem lágu við hliö hans.
Hvorttveggja var að hann var minni en'
þeir svo og snjáðari.
Við athugun kom í ljós að hér var
ekki um falsaöan seðil að ræða, þar eð
vatnsmerkið var á sínum stað og
einnig þráöurinn í miðju hans.
Starfsmenn Ásks töldu líklegast að
þessi tiltekni seðill heföi óvart lent í
þvottavél eins kúnnans — ekki þolað
suðuna — og skroppiö af þeim sökum
saman. Alténd er hann tæpum
sentímetra styttri en við eigum að
venjast, eins og myndin, sem fylgir
þessum oröum, ber glögglega með sér.
-SER.
KRISTJANA MILLA
Kjósum dugmikla hœfileikakonu á þing. Við
minnum á að prófkjörið er opið öllum
stuðningsmönnum Sjálfstœðisflokksins.
SKRIFSTOFA STUÐNINGSMANNA
KRISTJÖNU MILLU THORSTEINSSON
ER AÐ HAUKANESI28 GARÐABÆ, SÍMI41530.
Vertu meö
í opnu próíkjörí í Reykjaneskjördœmi
Gunnar G. Schram er í framboði af þvi að hann vill:
- Að einn maður hafi eitt atkvœði. Fullan jöfnuð en
ekki málamiðlanir
- Að tekjuskattur aí launatekjum verði aínuminn
- Nýja crtvinnustefnu í sjávarútvegi og iðnaði
í stað gjaldþrota byggðastefnu
- Breytt íbúðarlánakeríi sem tryggi að þrír íjórðu hlutar
byggingarkostnaðar fáist á löngum lánum
- Að skilyrði verði sköpuð íyrir móttöku sjónvarpssendinga írá
gervihnöttum, sem hefjast munu í
haust og ná til íslands
Við hvetjum ykkur til að vera með í prófkjörinu og hafa þannig
áhrif á íramboðslista Sjálfstœðisflokksins.
Þið haíið vald til að velja
Fylgismenn
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Á REYKJANESI26. OG 27. FEBRÚAR.
Verðbólgan herðir tökin:
NÚ MINNKA SJÁLF-
IR SEÐLARNIR...
sroUBANKÍ
lOI Afc'ír-.O
SEDÍABANKl
/SLANDS
Þessi skrýtni seðill fannst á veitingastaðnum Aski fyrir skömmu. Eins og
myndin ber með sér er hann töluvert minni en eins og gengur og gerist með
tíu króna seðla. Þó er þetta ekki falsaður seðill... DV-mynd Bjarnleifur.