Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 4
4 DV. ÞREÐJUDAGUR 8. MARS1983. Formaður dýraverndunarfélaganna kærir til rannsóknarlögreglu: Skotvopnum beitt í kattadrápinu „Það er óþolandi aö menn læðist skjótandi á milli húsa í íbúöahverfum, þess vegna kærði ég,” sagði Jórunn Sörensen formaður Sambands dýra- verndunarfélaga íslands. Jórunn kæröi fyrir nokkrum dögum kattadráp í Kópavogi til Rannsóknarlögreglu ríkisins. „Þaö hringdi til mín maöur sem grunar að köttur sinn hafi farið fyrir lítiö,” sagöi Jórunn. „Það sást til feröa vopnnðs manns við húsið og sögðu börn efti; hmu: i aö hann hefði náð fjórum köttum á sunnudag. Þaö getur ekki veriö löglegt að menn gangi svona um skjótandi. Ibúar bæjarfélaga eiga ekki aðlíðaslíkt. Villikettir láta ekki ná sér á þennan hátt. Þeir hverfa um leiö. Það eru því heimiliskettir sem nást. Eigendur katta í Kópavogi veröa því aö gera sér það ljóst að það er stórhættulegt að hafa kettina úti. Þá er ég ekki hress meö þetta viöhorf til dýra. Þeir sem veiða villiketti í öðrum löndum fara öðru vísi að. Þeir nota gildrur sem lokast og síöan er dýrunum lógaö á mannúðlegan hátt. Eg veit ekki hvernig skotvopn eru notuö í þetta. Sennilega er það þó haglabyssa, varla er það riffill.” „Það er alltaf í gangi útrýming á villiköttum, það er ekkert nýtt,” sagði Ernar Sigurösson, heilbrigöisfulltrúi Kópavogs, í framhaldi af ofangreindri kæru Jórunnar. Einar sagðist þó ekki hafa heyrt um þessa kæru en myndi kynna sér málið. Heilbrigðisfulltrúi sagði aö mikið væri kvartaö undan villiköttum. Þeir væru veiddir í búr, en þó gæti komið til þess að beita þyrfti skotvopnum ef erfitt væri að ná dýrunum. Yfirleitt væri þó ekki ætlast til þess nema eitthvað sérstakt kæmi til. í því starfi væri ákveöinn maöur meö sérstakt leyfi lögreglustjóra. -JH. Fjölmiðlakönnunin: DV mest selt í lausasölu DV er mest selt í lausasölu allra dagblaðanna að því er fram kemur í fjölmiðlakönnun Sambands íslenskra auglýsingastofa sem fram- kvæmd var af Hagvangi í nóvember og desember siðastliðnum. Send voru spurningaeyðublöð til 1896 manna af 2000 manna úrtaki og feng- ust svör frá 70,5% þeirra. Af þeim sem spurðir voru sögðust 16% einhvern tíma kaupa DV í lausa- sölu, 10,62% keyptu Morgunblaöiö, 2,68% keyptu Tímann, 1,94% Þjóð- viljann og 0,38% keyptu Alþýðublað- ið í lausasölu. Hins vegar sögðust 17,02% einhvern tíma kaupa Helgar- póstinn. Hafa verður það til hliösjónar að Helgarpósturinn kemur aöeins út einu sinni í viku og er aðeins seldur í lausasölu. Áskrift aö Helgarpóstin- um hefur verið felld niöur. Alþýðublaðiö er hins vegar ekki f áanlegt í la usasölu a ö j afnaði. Athyglisvert er hve miklu fleiri á aldrinum 16 til 19 ára kaupa frekar DV en Morgunblaðiö, en Morgun- blaöið eykur hlutdeild sína eftir því sem ofar færist í aldursflokkunum. I könnuninni var lausasölukaup- endum blaðanna skipt niður eftir starfsstéttum. Mesta yfirburöi hafði DV yfir Morgunblaöið meðal þeirra sem starfa í iðnaöi eða sjávarútvegi. Af þeim sem starfa í iðnaði sögðust 19,94% kaupa DV en 9,49% Mergun- blaðið, í sjávarútvegi keyptu 1D,96% DV en 5,84% Morgunblaðið. Af þeim sem starfa í verslun keyptu 20,85% DV en 18,62% Morgunblaðið og í opinberri þjónustu var hlutfallið 14,55% fyrir DV en 11,87% fyrir Morgunblaðið. Önnur blöö voru mun lægri. ÓEF Tiu ara gama/l strákOTur Mosfellssveit, Snorri Július Snorrason, fékk milljónasta hamborgarann. Hann er hér með mömmu, pabba og litla bróður. Talið frá vinstri Snorri, Jón Snorrason, Vilborg Rafnsdóttir og Rafn Jónsson. Og á bakvið er Tommi með milljónina gömlu, stórtplakat, sem Snorri fékk einnig. Tíu ára strákur úr Mosfellssveit: ov-mynd. s. Fékk þann milljónasta Þaö var ekki að spyrja að aðsókn- inni hjá Tomma í Tommaborgurum á sunnudaginn. Yfir tvö þúsund ham- borgarar voru seldir viö Grensás- veginn þennan dag, enda var tals- vert í húfi. Von var á milljónasta hamborgaranum, sem þýddi tíu þúsund krónur í verölaun fyrir hinn heppna. Og sá milljónasti skaut upp kollin- um um klukkan átta um kvöldið. Sá er hann keypti, var tíu ára gamall strákur úr Mosfellssveit, Snorri JúlíusJónsson. Hann kom meö mömmu, pabba og litla bróöur og var heldur en ekki undrandi þegar hann vissi að ham- borgarinn hans var sá eftirsótti. Auk tíu þúsund króna ávísunar fékk Snorrimilljónkróna,,ávísun”í gömlum. Stórt plakat sem eflaust á eftir aö sóma sér vel heima. Og þegar DV myndaði fjölskylduna í hamborgaraveislunni bar ekki á ööru en sá milljónasti væri með rétta bragðinu eins og hinir. -JGH. Hæstiréttur hækkaði bætur undirréttar: „AÐALATRIÐIÐ AÐ ÞETTA ER BÚIД — sagði Einar Bollason, einn fjormenmnganna sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi „Aöalatriðið er að þetta er búið. Það er það sem stendur upp úr,” sagði Einar Bollason kennari í Kópavogi. Hæstiréttur kvaö í síöustu viku upp þann dóm að Einari, Magnúsi Leopoldssyni, Valdimar Olsen og Sigurbirni Eiríkssyni skyldu greiddar bætur frá 190 þúsundum til 236.500 króna með vöxtum frá 10. maí 1976. Eru þetta miskabætur vegna þess að fjórmenningarnir sátu saklausir i gæsluvarðhaldi um margra mánaöa skeið. Hæstiréttur hækkaði bætumar nokkuð frá því sem undirréttur dæmi þær. „Auðvitað gleðst ég yfir því að Hæstiréttur skyldi hækka bæturnar. Eg bar alla tíö fyllsta traust til þess aö það y rði gert, ” sagði Einar. Tveir hæstaréttardómaranna vildu hafa bæturnar enn hærri, frá 230 til 270 þúsunda króna en aðeins með vöxtum frá deginum í gær. Þrír stóöu hins veg- ar aö þeirri niöurstöðu sem fyrr greinir. Einar var spurður að því hvort hann teldi að með þessum dómi hefði hann fengið uppreisn æru. „Já, að svo miklu leyti sem það er hægt. En það geta engir peningar nokkum tímann bætt þær þjáningar sem ég og fjölskylda mín urðum aö þola,”sagðihann. -DS. Verkno. 6. (67 X 29 cm). Brons. 1982 Ljósm. GBK. Margræðar höggmyndir Helgi Gíslason myndhöggvari sýn- ir um þessar mundir að Kjarvals- stöðum 26 höggmyndir frá síðastliðn- um fjórum árum. Flest verkin em unnin í brons. Fáir myndhöggvarar Eins og listunnendur hafa tekið eft- ir hefur lítið borið á hefðbundinni höggmyndalist í sýningarsölum borgarinnar á síðastliðnum áram. Og virðist myndhöggvurum fara fækkandi ef við höfum í huga að að- eins örfáir skúlptúrar vora sendir inn á sýningu ungu kynslóðarinnar, sem stóð yfir á Kjarvalsstöðum ekki alls fyrir löngu. Það era eflaust til fjölmargar skýringar á þessum skúlptúrskorti, en þó hlýtur þaö að vera þungt á metunum að efnið er seinunnið, dýrt og erfitt í meðförum. Það er því sannarlega gleðiefni þegar raunverulegir myndhöggvar- ar taka sig til og sýna, eins og Helgi Gíslason gerir nú, að Kjarvalsstöð- um. Klassísk höggmyndalist Helgi Gíslason, sem fæddist 1947, á þegar nokkum feril sem mynd- höggvari, en hann vann á tímabili í smækkuðum umhverfisstúdíum, eins konar sósíal-realisma í þrívídd. I núverandi listsköpun hefur Helgi fjarlægst þessa beinu umhverfis og félagslegu skýrskotun og einbeitir sér þess í stað að mannslíkamanum. Útgangspunkturinn í þessum verk- um virðist vera hin klassíska högg- myndalist, þar sem anatómían situr í fyrirrúmi. En líkskurðarfræðin er þó ekki í þessum verkum stoð fyrir Myndlist - GunnarB. Kvaran neina raunsæislist. Listamaöurinn hefur einfaldað öll form og lagt áherslu á sterka og afgerandi efnis- verkun. Áhrifamikil verk Þessir skúlptúrar Helga Gíslason- ar eru vægast sagt áhrifamiklir og á sama tíma margræöir, þar sem efnið getur veriö túlkaö sem tjáning eða aðeins sem sjálfstæð sögn. Sama má segja um formiö. Stendur þaö fyrir innri spennu eða er þaö stoð fyrir óhlutlæga efnisvirkni? En það sem gefur þessum verkum ákveðið drama er þessi tæring eða upplausn, sem viröist búa bæði í efni og formi. Utlimalausir líkamar og sundurtært efnið gefa óneitanlega hugarflugi áhorfenda ákveðnar vís- bendingar um óvægna hluti, eins og stríð og sjúkdóma. Sjálfur afneitar listamaðurinn alfarið að þessar myndir séu tengdar slíkum hug- myndum og segir þær aðeins efni og form, tilfinningalega túlkun lista- mannsins. Falleg sýningarskrá Það er enginn vafi að þessi verk eru sérstaklega athyglisverð og ef- laust afgerandi endurnýjun í sköpun listamannsins. Þessi sýning er einn- ig einkar aðgengileg, þar sem fylgir ítarleg sýningarskrá, sem hefur að geyma minnisbrot úr hugleiðingum listamannsins og ágætt yfirlit yfir sögu bronsins. Þá eru einnig í sýn- ingarskránni ljósmyndir sem sýna nákvæmlega vinnuferli efnis og verka. GBK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.