Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS1983. .13 Náttúruf ræðsla og náttúrufræðisöfn Vald mannsins yfir náttúrunni er mikið og vandmeðfarið. Meö vald- níöslu á náttúrunni kippir maðurinn fótunum undan eigin tilveru. Fólki þarf aö vera ljós nauðsyn þess að lifa í sátt við náttúruna og viðurkenna rétt komandi kynslóða til mannsæm- andi líf sskilyrða. Fólk þarf að skilja gagnkvæmnina sem hvarvetna ríkir í samskiptum lífvera og hið magnaða samspil ólíkra þátta líffélaga og vistkerfa. Það eykur ekki einungis skilning á náttúrunni, heldur einnig á eðli mannsins og mannlegra samskipta. Náttúrufræðsla á erindi við alla, ekki einungis sem undirstaða ýmiss konar starfsmenntunar, heldur einnig sem þáttur í viðleitni til að ala upp kynslóðir sem séu færar um að axla þá ábyrgð aö vera hin valda- mikla lífvera maður. Síðustu áratugi hafa Islendingar fjarlægst mjög náttúruna. Bætt húsakynni og samgöngur hafa gert fólk mun óháðara duttlungum náttúruaflanna en áður. Fólk dvelur lengstum í manngerðu, vernduðu umhverfi og finnur lítiö fyrir veöra- brigðum og árstíðaskiptum. Lífs- björgina sækja flestir út í búð. Leikir barna fara að mestu fram innan dyra eöa á möl og malbiki og æ færri börn komast í sveit á sumrin. Skólum er mikill vandi á höndum að kenna um lifandi náttúru í dauðu umhverfi að vetrarlagi. Kennurum er ætlað að fara með börn og unglinga út í náttúruna í líffræði, en sá þáttur vefst mjög fyrir mörgum þeirra. Kennurum væri mikill styrkur að hafa aðgang að sér- hæföum stofnunum með sérhæfðu starfsfólki við könnun lífrikis og vinna úti í náttúrunni aö sumarlagi við bestu skilyrði til hvers kyns náttúrufræöslu. Þannig tækifæri nýtast engan veginn sem skyldi nú. NáttúrufræðisÖfn þurfa jöfnum höndum aö sýna innan dyra gripi úr náttúrunni og greiða fyrir og skipu- leggja náttúruskoðun utan dyra. Þessir tveir þættir starfseminnar eru um margt háðir hvor öörum. I öllum bæjum landsins og í ö'llum hverfum Reykjavíkur er stutt í lif- andi náttúru: skrúðgarða, tjarnir, fjöru, ár, læki, mýrar, móa eða holt. A „Sjónvarpiö getur aukiö áhuga almeiin- ings.. .en sjónvarpsgláp kemur ekki í staðinn fyrir náttúrufræðslu á safni og úti..." náttúrufars. Sama gildir um flokk- stjóra í skólagörðum, vinnuskólum, garðrækt, skógrækt og annarri starf- semi þar sem börn og unglingar Fæstir kunna að notfæra sér þá möguleika til dægradvalar, upplif unar og þroskunar sem þannig staðir bjóöa upp á. Slök náttúru- fræöifræðsla á eflaust sinn þátt í getuleysi margra ungra og gamalla til að njóta nærveru viö náttúruna og aö glíma við þúsund gátur hennar. Foreldrar og börn þeirra gætu átt saman gagnlegar og ánægjulegar stundir við náttúrufræðslu á safni og utan dyra undir leiðsögn hæfra leið- 'beinenda. Brautryðjendastarf Eldhugarnir að baki Hinu íslenska náttúrufræðifélagi hafa í nær heila Öld unnið brautryöjendastarf á þessu sviði: skipulagt fræðsluerindi og náttúruskoðunarferðir reglulega og gefið út 51 árgang af alþýðlega fræösluritinu Náttúrufræðingnum. Kynning þessarar starfsemi hefur aöallega farið fram með fátæklegu fréttabréfi tvisvar á ári og hefur að mestu troðist undir hina þungu og nútímalegu áróðursvaltara fjár- magnaðra kaupahéðna sem bjóöa hamingjuna fala til kaups. Hið íslenska náttúrufræöifélag kom á fót náttúrugripasafni þegar fyrir aldamótin síðustu, sem síöar Þorvaldurörn Árnason breyttist í Náttúrufræðistofnun islands, sem býr við þröngan kost við Hlemmtorg. Þá stofnun þarf að efla, auka þátt hennar í almennings- fræðslu og byggja yfir hana sóma- samlegt húsnæöi. Sjónvarpið hefur sýnt margar og góöar myndir úr lifriki ýmissa heimshluta og þættirnir Lífið á jö'rð- inni og Vegferð mannkyns voru frá- bærir. Hins vegar er mikið verk óunnið hvað varðar flest svið náttúru íslands. Sjónvarpið getur aukið áhuga almennings á náttúrunni, en sjónvarpsgláp kemUr hins vegar ekki í staðinn fyrir náttúrufræöslu á safni og úti. Nú þarf að gera átak í þessum efnum. Þorvaldur Örn Árnason, kennari. Sumir menn viröast telja sér þaö til framdráttar aö temja sér mál- flutning sem afbakar staöreyndir og hallar réttu máli. Einkanlega virðist þessi gállinn verða uppi hjá þeim sem eru að gutla í pólitík. Þegar ófriðarbál kosninganna fer að loga þá er ekki seihna vænna að sýna djörfung og koma sér upp stefnu. Betra er að veifa röngu tré en öngu. Tilefni þessara skrifa eru um- ræður á Alþingi um vísitölufrumvarp forsætisráðherra og sérálit mitt um þaö mál, en þó mest kjallaragrein eftir Karl Steinar Guðnason alþingis- mann sem birtist í DV þann 24. febr. sl. Þar er vitnað í ónákyæmt orðalag greinargerð frumvarpsins sem síöan er ýkt og allt úr lagi fært af verkalýðsleiðtoganum. Mér þykir því nauðsynlegt aö birta kafla úr sér- áliti mínu til aö lesendur þurfi ekki að vera háðir fríhendistúlkun kjós- endahræddra frambjóðenda. í séráliti minu segir m.a. 1. Tekinn verði upp nýr grundvöllur visitölu framfærslukostnaðar byggður á niðurstöðum neyslu- könnunar frá árunum 1979—1980. 2. Verðbætur á laun greiðist næst 1. mars nk., síðan á fjögurra mán- aða fresti. Meirihluti nefndarinn- ar vill koma fjögurra mánaða kerfinu á strax. Eg tel óvarlegt að stíga það skref nú. Vil fresta því umeinnmánuö. 3. i stað tveggja (þriggja) frádrátt- arliða komi fastur frádráttur. t núverandi vísitölu eru frádráttar- liðir áfengi og tóbak og launaliður bónda. Meirihluti nefndarinnar gerir tillögu um að bæta orku- verði þarna við. (...) Eg tel fastan frádrátt á allan hátt heppilegri leið, ekki hvaö síst m.t.t. efnahagslegrar stjórnunar. Áætlað er að meðalvægi frádrátt- arliðanna í núverandi vísitölu sé um 11,5%. Ég legg til aö við út- reikning vísitölunnar 1. mars nk. verði fastur frádráttur, 11,5%, látinn koma í staðinn fyrir núver- andi frádráttarliði. Eftir að búið er að lengja verðbótatimabUið í f jóra mánuði verði dregið úr þess- um frádrætti, og verði hann fram- vegis 9,5%. Þetta er gert til að tryggja það atriði í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að nýja kerfið tryggi kaupmátt vegna þess að lenging verðbótatima mun að öðru jöfnu rýra kaupmátt. Auk þess legg ég til að ákveðið verði VISITOLU- VANDI að ráöstafanir vegna jöfnunar orkuverðs í landinu komi ekki inn í vísitöluna. Þetta tel ég vera í samræmi við yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. 4. Óbeinir skattar og niðurgreiðslur verði ekki í vísitöiunni. Þótt sú hugmynd sem lífskjaravísitalan (till. meirihlutans, Þ.O.) styðst tillögur mínar tryggja jafnvel betur kaupmátt launa en núverandi kerfi þar sem vægi núverandi frádráttar- liða er lækkað úr 11,5% í 9,5%. Þetta gerir meira en vega upp á móti leng- ingu verðbótatímans úr þremur í fjóra mánuði. Meginmunur á tillög- um mínum og meirihluta nefndar- innarvarþessi: áfe „Stjórnun íslenskra efnahagsmála, sem . snýst í kringum vísitölukerfið eins og jörðin í kringum sólina, er hættulega skamm- 'sýn." við sé að ýmsu leyti snjöll þá ótt- ast ég að hún verði tortryggð sem svikamylla fyrir stjórnvöld á hverjum tíma, enda á henni ýms- ir tæknilegir mælingargallar sem leitt gætu til óvissrar fram- kvæmdar. (...) Þess í stað legg ég til aö breytingar á sköttum og niðurgreiðslum hafi ekki áhrif á verðbótavísitölu. (...) Þessi aðgerð eykur efnahagslegt svigrúm ríkisstjórna um leið og hún kemur í veg fyrir að aukin út- gjöld, t.d. vegna bættrar þjónustu hins opinbera, leiði til almennra kauphækkana í landinu. Auk þess legg ég til að afnotagjald af ríkis- útvarpinu veröi ekki inni í verð- bótavísitölunni. (. . .) Eins og fram kemur í þriðja liö hér að framan er sú fullyrðing Karls Steinars, að hér sé á ferðinni „alls- nakin kjaraskeröing", helber upp- spuni. Auðvelt er að sýna fram á aö í fyrsta lagi vildi ég ekki að leng- ingin kæmi strax ofan í þær skerðingar á veröbótavísitölu sem gera þurfti 1. des. sl. og þá óhjá- kvæmilegu kaupmáttarrýrnun sem því fylgdi. I öðru lagi lagði ég til að vægi frá- dráttarins yrði minnkað m.v. núver- andi vísitölu um leið og verðbóta- tímabilin lengdust. Að ég hafi aðeins viljað fastán frádrátt í stað ein- stakra frádráttarliða segir ekki nema hálfan sannleikann. i þriðja lagi vildi ég aö vísu taka úr vísitölunni óbeina skatta og niður- greiðslur. Eg vildi hins vegar ekki gera þá að nýjum frádráttarliðum eins og frumvarp forsætisráöherra virðist gera ráð fyrir. í fjórða lagi er mér sú tillaga óvið- komandi að forsætisráðherra geti sett einhliöa reglur um framkvæmd laganna. Eg hef alltaf álitið þetta Þröstur Ólafsson eiga að vera í höndum kauplags- nefndar. Hamagangur Karls Steinars um kaupránstilburði Alþýöubandalags- ins er því út í hött. Rökleysa Karls Steinars fer á kostum þegar hann ræðir vísitölusvindlið hér í Reykja- vík. Ef hækkun á fargjöldum Strætis- vagna Reykjavíkur er ekki látin koma fram á allsherjarkauphækkun um allt land þá er verið „að halda niöri kaupi láglaunafólks í landinu". Þótt viðbrögð Karls Steinars séu heldur hvimleitt dæmi um þá höfuð- sótt sem grípur um sig í hvert sinn sem efasemdarmenn í vísitöluátrún- aði leyfa sér að efast um kanóiserað- an heilagleika hennar þá er hann alls ekki einn á báti. Fylgjendur aðgerða- leysis í vísitölumálum eru enn mý- margir þótt raðir þeirra þynnist nokkuð. I mínum flokki eru þeir all- fjölmennir. Einnig þar fer þeim fækkandi. Það er ekki alrangt, sem komið hefur fram hjá nokkrum þeirra, að skoðanir mínar í vísitölu- málum séu ekki endilega skoðanir Alþýðubandalagsins. Þó var sérálit mitt kynnt fyrir fjölmörgum ein- staklingum innan flokksins og marg- sinnis rætt í þingflokki hans. Vissulega fer ég í tillögum mínum inn á brautir sem ekki hafa verið fjölfarnar af meðlimum Alþýðu- bandalagsins til þessa — að við hreyfum okkur örlítið upp úr þeim djúpu hjólförum sem vísitölutrúin hefur fest okkur í. Tillögur mínar eru varfærnislegt skref í þá átt að skapa meira svigrúm til efnahagslegrar stjórnunar og draga örlítið úr víxl- verkunaráhrifum vísitölunnar. Um leið geri ég þá kröfu að kaupmáttar- trygging vísitölunnar verði óbreytt. Auðvitað tryggir vísitalan engan kaupmátt þegar til lengdar lætur. Þeir sem því halda fram eru enn í andlegri húsmennsku á sjöunda og áttunda áratugnum, þegar launin ein voru verðtryggð. Nú er búið aö verð- tryggja allt nema gengið, meira að segja fiskverðiö, og allar breytingar til hækkunar breiðast yfir hagkerfið með hraða himintunglanna. Stjórnun íslenskra efnahagsmála.semsnýstí kringum vísitölukerfíð eins og jörðin í kringum sólina, er hættulega skammsýn. Slík stjórnun leiðir ekki til neins. Hún heldur varla í horfinu. Það er öllum til hagsbóta að vinna sig upp úr því fari sem menn sitja í. Núverandi vísitölukerfi er gulltrygg- ing fyrir áframhaldandi viðgangi verðbólgunnar. Því verður að breyta þótt fleira þurfi að fylgja ef aðgerðin á aö heppnast. Aö ganga sjálfviljugir ofan í vísitölugrafirnar aftur er und- anhald undan einum saman óttan- um. Það er árátta sumra að vilja fremja sjálfsmorð af ótta við dauð- ann. Frumvarp forsætisráðherra er gallað og varaði ég við því að leggja það fram — ekki til þess að fría að- standendur þess f rá pólitískum skelli heldur til að reyna að forða hug- myndinni um tiltölulega milda breyt- ingu á vísitölukerfinu frá glötun. Það tókst ekki. Því óttast ég að næsta vísitölutillaga verði ekki vægileg breyting heldur allsherjarafnám, án þess að miklum vörnum verði við komið eða þess gætt í hvívetna að allir axli jafnar byrðar. Stundum spenna menn bogann svo hátt aö strengurinn slitnar. Þröstur Ólafsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.