Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1983, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR8. MARS1983. 3 Gengið frá lista Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi vestra: SJALFSAGT AÐ RIKIS- STJÓRNIN SEGIAF SÉR — strax að loknum kosningum, sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra Krossanes strandað í höfninni á Breiðdaisvik 2. febrúar siðastliðinn. Siðan hefur skipið komið með 170 tonn að iandi. Fundur kjördæmisráös Sjálfstæöisflokksins á Noröurlandi vestra var haldinn á Blönduósi á laugardag. Kjömefnd bar fram lista til alþingiskosninga. Séra Gunnar Gíslason, fyrrverandi prófastur Glaumbæ, mælti fyrir áliti kjör- nefndar á fundinum. Þá kvaddi Pálmi Jónsson ráöherra sér hljóös, ræddi hann um bráðabirgðalögin, vísitölufrumvarpiö og þaö helsta sem er aö gerast í stjómmálum. Pálmi lagöi áherslu á aö Sjálfstæðisflokkurinn gengi alger- lega óbundinn til kosninga hvað varðaði stjórnarsamstarf eftir kosningar. Taldi hann sjálfsagt aö ríkisstjórnin segöi af sér þegar kosningar hefðu farið fram, hvernig sem þær færu. Hann taldi ekki ástæöu til aö stjómin færi frá fyrir kosningar, „nema nýjar orsakir gerðu þaö knýjandi.” Eyjólfur Konráö Jónsson alþingismaður lýsti yfir ánægju sinni og taldi þaö eðlileg- an gang málsins að reynt yrði aö mynda nýja stjórn þegar kosningar færu fram. Þess má og geta að Friðrik Sophusson, varaformaöur flokksins, var á fundinum og hélt hann stutta ræöu. Sex fyrstu sæti listans eru bindandi samkvæmt úrslitum prófkjörsins, menn samþykktu hann samhljóöa og vom einhuga um þetta. 1. Pálmi Jónsson, ráöherra Akri. 2. EyjólfurKonráð Jónsson, alþingis- maöur Reykjavík. 3. Páll Dagbjartsson, skólastjóri Varmahlíð. 4. Olafur B. Oskarsson, bóndi í Víðidalstungu. 5. Jón Isberg, sýslumaöur Blönduósi. 6. Jón Ásbergsson, framkvæmda- stjóri Sauðárkróki. 7. Knútur Jónsson, skrifstofustjóri Siglufiröi. 8. Pálmi Rögnvaldsson, skrifstofu- maður Hofsósi. 9. Þórarinn Þorvaldsson, bóndi á Þóroddsstööum. 10. Séra Gunnar Gíslason, fyrrver- andi alþingismaður Glaumbæ. -RR/HH Hafa sótt þann gula rösklega eftir strandið Þaö var óskemmtileg sýn sem blasti viö Breiödælingum þegar þeir fóru á fætur aö morgni miövikudagsins 2. febrúar siðastliöins. Aöalaflaskip byggðarlagsins, Krossanesiö, lá strandaö í höfninni. Hið 250 tonna skutskip var að fara frá bryggju í ofsaroki í höfninni á Breiðdalsvík þegar þaö tók aö reka upp í fjöru og strandaði um klukkan hálfsjö um morguninn. En betur fór en á horfðist. Krossa- nesið náðist á flot um kvöldið, var þá skoðað og reyndist óskemmt. Þaö hélt síðan til veiöa um nóttina. Skipiö hefur síöan sótt gull í greipar Ægis. Frá strandinu og til febrúarloka kom þaö meö 170 tonn af þorski aö landi. Þykir skipverjum það ágætur afli. -KMU. Skyndihjálp íKópavogi Námskeiö i skyndihjálp verður haldið í Víghólaskóla i næstu viku. Hefst þaö i dag, þriöjudaginn 8. mars kl. 20, veröur átta kvöld, samtals 32 kennslustundir og er opiö öllum 16 ára og eldri. Á námskeiðinu, sem haldið er á vegum Rauða kross deildar Kópavogs, veröur reynt aö veita sem mesta verk- lega þjálfun. Sýndar verða kvikmyndir um hina ýmsu þætti skyndihjálpar. Auk þess veröa kenndar nýjungar en þeirra merkust er „MUNN-VIÐ-HÁIS AÐFERÐIN”: Þaö er aöferð sem notuö er viö endurlífgun fólks sem andar um op á hálsi vegna þess aö barkakýlið hefur veriö numiö brott oftast vegna iUkynjaðrar meinsemdar. Þetta námskeiö sem fer af stað i næstu viku er lengra en fyrri námskeið sem Rauða kross deild Kópavogs hefur haldiö. Þess má geta aö námskeiðinu lýkur með verkefni sem hægt er að fá metið í fjölbrautaskólum og iðn- skólum. -ÞG LJÓS- KASTARAR „GRILL" GRINDUR MEÐ LJÓSA- FESTINGUM Litir: svart, hvítt. BENSÍN BRÚSAR JEPPABLÆJUR GRJOT- SVUNTUR ÚR VINYL Á T0Y0TA HI-LUX 79- 81 Jeppaeigendur DRIF- LOKUR SPEGLAR TVÆR TEGUNDIR „FIBER" HÚS Á PALLBÍLA ÞAÐ ER LEIT AÐ BETRI GREIÐSLUKJÖRUM. STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR SENDUM í PÓSTKRÖFU MART VATNAGARÐAR14 SÍMI 83188 HJÓLBARÐAR sem hafa þeg- ar sýnt og sannað yfirburði sína, bæði í snjó og öðrum ófærum. 10-15 Q78-16 12~15 14/35-15 12-16 15/38.5-15 10.5-16 17/40-15 N78—15 18.5/44-15 P78-15 Q78-15 ^jötbaröa^ Gott grip, góðir aksturs- eiginleikar. Góð ending, þ.e.a.s. FRÁBÆRIR AL- HLIÐA HJÓLBARÐAR. 27- x 9.5-14 27 x 9.5-15 11 -x 16.5 9.5 x 15 35 x 11.5-15 11 x 15 35 x 14.5-15 „White- spoke" felgur á flestar teg. jeppa. Topplúgur á flestar gerðir bif- reiða. Reyklitaðar og með spegil- gleri. Fjaðrir og höggdeyfar á Toyota Hi-Lux PALL- YFIR’ BREIÐSLUR Á T0Y0TA HI-LUX MONSTER MUDDER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.